Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Windows 8
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 11 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2012 at 15:15 #224791
Sælir félagar
Nú er Windows 8 loksins komið út og fáanlegt í spjaldtölvum.
Er einhver farin að prófa að keyra inn Íslandskortið frá Garmin í spjaltölvu með Windows 8?
Ætti það ekki að ganga upp? Myndi einfalda mikið hjá manni fartölvubröltið í mælaborðinu.
Kv. Júnni R-268 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2012 at 01:40 #760083
Einhver sagði mér að það væri ekki hægt að "installa" forritum á þetta windows sem er í þessum spjaldtölvum. Hef ekkert fyrir mér í því en er áhugasamur um að heyra í einhverjum sem hafa prufað þetta.
04.11.2012 at 00:11 #760085Ég er mest spenntur að vita hvort hægt sé að hlaða inn stafrænum kortum frá Landmælingum á þessar Windows 8 spjaldtölvur og hvort hægt sé að tengja þær síðan við GPS tækið í bílnum eða nota GPS-ið í tölvunni sjálfri með Landmælingakortunum. Er ekki annars GPS í öllum þessum spjaldtölvum?
Kv. Sigurbjörn.
04.11.2012 at 16:46 #760087
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Windows hvað?
Er ekki komið "App" fyrir Android sem getur notað importuð kort?
Ég er nú ekki búinn að kíkja mikið á þetta, en fann frítt forrit um daginn fyrir Android tæki sem mér sýndist geta notað meira en bara Google kortin….
Ef ekki, er þá ekki málið að vinna í að gera þannig forrit?
04.11.2012 at 22:41 #760089Windows 8 spjaldtölvurnar sem eru í boði núna eru með stýrikerfi sem er kallað Windows8 RT. Þetta er spjaldtölvuútgáfa af Windows8. Hefðbundnu Windows forritin ganga ekki á Windows8 RT. Mér skilst að á næstu mánuðum sé von á spjaldtölvum sem muni keyra fulla útgáfu af Windows 8 og á þær ætti að vera hægt að setja upp landmælingaforritin og önnur þau GPS forrit fyrir Windows sem við þekkum.
Ég hef ekki fundið nein GPS öpp fyrir Windows 8Oziexplorer sem margir nota er til núna á Android og það er hægt að sækja á oziexplorer.com. Þetta virkar þokkalega og hægt að nota öll gömlu kortin ef þaður breytir þeim í OZFX3 format. Hægt er að sækja breytiforrit til þess á Oziexploer.com. Þessi android útgáfa er frekar takmörkuð miðað við stóru Windows útgáfuna, færri stilligamöguleikar, en vinnur með vegpunkta, trökk og ferla. Einfaldast er að opna internetbrowser á spjaldtölvunni, fara inn á http://www.oziexplorer.com og sækja android útgáfuna. Full útgáfa kostar 25 dollara. Það er alveg hægt að prófa þetta þokkalega á Trial útgáfunni.
Það er líka til ókeypis forrit á android sem heitir androzic. Það er hægt að græja einhver kort fyrir þetta forrit en ég hef ekki prófað þetta.
Það eru svo til miklu fleiri gps öpp fyrir android. það þarf bara að prófa meira.Allar þessar spjaldtölvur eru með innbyggðu GPS og því ætti ekki að vera þörf á að tengja þær við GPS tækin í bílunum.
ÉG hef prófað þetta aðeins á Asus spjaldtölvu með android. GPSinn virkar mjög vel í henni og gerir það sjálfsagt líka á Windows tölvunum.góðar stundir.
Hjalti R-14
05.11.2012 at 14:21 #760091Takk fyrir þessar upplýsingar Hjalti.
Ég er einn af þessum kjánum sem hef bundið mig við Íslandskortið frá Garmin (Hugvit). Gott að vita að það sé að koma full útgáfa af Windows 8 í spjaldtölvurnar á næstu mánuðum.
Kv. Júníus
08.11.2012 at 12:31 #760093Eftir ca 3 vikur kemur Lenovo spjaldtölva á markaðinn sem verður búin Windows 8 Pro en með því stýrikerfi verður hægt að hlaða inn öllum þessum hefðbundna hugbúnaði fyrir Windows. Nýherji selur Lenovo.
08.11.2012 at 12:44 #760095Ég hef ekki verið í neinum vandræðum með Windows 7 Premium og þessa spjaldtölvu með snertiskjá:
http://www.asus.com/Eee/Eee_Pad/Eee_Slate_EP121/Virkar flott hjá mér og nota WiFi frá Samsung síma þegar það 3G er innan seilingar.
Hef verið með þennan búnað í ca: 2 ár með Íslandskortinu frá Garmin og engin vandamál
03.03.2013 at 23:14 #760097Ég keypti mér um daginn spjaldtölvu hjá Nýherja og sú heitir Lenovo Thinkpad Tablet 2 og er sama og Agnar Ben minnist á hér fyrir ofan. Hana má sjá hér: [url:k5egzjte]http://www.netverslun.is/verslun/product/TP-TablII-101-264-W-3G-Pen-NFW8P,17710,661.aspx[/url:k5egzjte]
Til þess að vera viss um að ég væri ekki að kaupa köttinn í sekknum fékk ég að heimsækja þá Nýherjamenn og prófa að tengja GPS tækið mitt við sýningargrip hjá þeim. Það var Guðjón Benfield söluráðgjafi, sem aðstoðaði mig við þetta og kann ég honum bestu þakkir fyrir.
Skemmst er frá því að segja að prófanirnar gengu vel og allt virkaði eins og í sögu.Ástæður þess að ég valdi Lenovo spjaldtölvu eru einkum þessar:
Tölvan er með fulla útgáfu af Windows 8 Pro.
Fullvaxið 2.0 USB tengi.
Tölvunni fylgir snertipenni með hnappi, sem virkar eins og hægri hnappur á mús. Þessi penni finnst mér bráðnauðsynlegur við alla Windows vinnslu þar sem stórir puttar eiga erfitt með að hitta á smáa hnappa.
10,1 " skjárinn er skýr og bjartur og virkar vel jafn vel í sólskini sem myrkri.
Tölvan er að sjálfsögðu með WiFi, Bluetooth og svo auðvitað 3G, sem gerir mér kleift að nettengjast þar sem 3G samband er til staðar.
Í tölvunni er einnig GPS móttakari, en ég efast um að hægt sé að nota hann við þau kort og forrit, sem ég setti í tölvuna.
Ég veit að þetta er ekki ódýrasta spjaldtölvan á markaðnum, en hún virkar. Með tölvunni nota ég svo Garmin 172C.Ég skellti nokkrum myndum í albúm, en þær sýna hvernig gengið er frá tölvunni í bílnum ásamt notkun á hinum ýmsu kortum frá Landmælingum og korti því sem notað er í nRoute og Map Source.
Kosturinn við Landmælingakortin finnst mér vera sá að þar finnst mér ég sjá mun meira af örnefnum en á Map Source/nRoute kortunum. Landmælingaforritið, VisIt 4.22 vinnur með GPS tækinu og sýnir ávallt staðsetningu með rauðum punkti á miðjum skjá.Að lokum: Mér finnst að biðin eftir spjaldtölvu með Windows 8 hafi alveg verið þess virði að leggja á sig.
04.03.2013 at 09:57 #760099Þetta er mjög snyrtilegt. Og loksins kominn tablet sem virkar. Ég hef einmitt verið að skoða þessa Tablet 2 frá Lenovo og svo er Dell líka kominn með eina sem er svipuð. En varðandi kortin. Þú ert að keyra landmælingarkortin í forriti, sem mér sýnist heita Visit. Trakkar það forrit og geymir líka eða bara til að horfa á. ?
04.03.2013 at 10:15 #760101Ágúst, VisIT trackar ekki né getur það unnið með ferla.
Flott umsögn hjá þér Sigurbjörn og gaman að heyra að tölvan virkar vel. Það er alveg klárt mál að þegar ég verð leiður á 12" Lenovo Notebook fartölvunni minni að þá fer maður í svona græju.
En hefur þú ekkert prófað að nota bara GPS-ið í spjaldtölvunni ? Ég hef lúmskan grun um að það virki bara fínt eða hvað ! Það væri vinnandi að geta losnað við að tengja gps tækið við tölvuna því það er eiginlega það eina sem hefur verið að klikka hjá manni, þe driverinn fyrir ´Serial to USB´ converter tengið hefur tvisvar hrunið hjá mér.
04.03.2013 at 17:40 #760103[quote="Hjalti":20piho1o]Oziexplorer sem margir nota er til núna á Android og það er hægt að sækja á oziexplorer.com. Þetta virkar þokkalega og hægt að nota öll gömlu kortin ef þaður breytir þeim í OZFX3 format. Hægt er að sækja breytiforrit til þess á Oziexploer.com. Þessi android útgáfa er frekar takmörkuð miðað við stóru Windows útgáfuna, færri stilligamöguleikar, en vinnur með vegpunkta, trökk og ferla. Hjalti R-14[/quote:20piho1o]
Ég hef verið að prófa Ozi á Android símanum mínum og ég get ekki séð að útgáfan geti unnið með trökk, bara vegpunkta og kannski rútur. Er ég að missa af einhverju ?
04.03.2013 at 20:35 #760105Ég hef ekki reynt að nota GPS móttakarann í Lenovo spjaltölvunni með forritunum, hvorki VisIt né nRoute. Kannski er það hægt, en ég held að það þurfi meiri tölvukall en mig til að finna út úr því.
Svo má geta þess að til þess að GPS tækið gæti tengst tölvunni þurfti ég að kaupa mér nýjan serial/USB breyti, sem vinnur með Windows 8. Slíkan breyti fékk ég hjá Örtækni í Hátúni. Svo valdi ég bara Com port 4 og þar með var tengingin komin.
Svo má minna á að VisIt og nRoute nota ekki sama samskiptastaðalinn við GPS tækið. VisIt notar Nmea-Nmea á meðan nRoute og Map Source nota Garmin Data Transfer. Það þarf því að stilla þetta í GPS tækinu eftir því hvaða forrit er verið að nota hverju sinni.
Armurinn, sem ber tölvuna uppi hjá mér var keyptur hjá Tölvutek.
04.03.2013 at 20:51 #760107Já við ræddum þetta ég og Guðjón í dag og við erum að spá í að gera tilraunir með GPS í spjaldtölvunni en þær verða reyndar gerðar á Ozi þar sem ég nota ekki MapSource/nRoute. Galdurinn við þetta er að ná sambandi við GPS hugbúnaðinn í spjaldtölvunni í staðinn fyrir að velja eitt af COM portunum. Ég læt vita ef ég næ einhverjum árangri með þetta.
Er þetta ekki annars festingin sem þú keyptir. Ansi sniðug, er auðvelt að stytta arminn ?
[url:3dgx5pfj]http://tolvutek.is/vara/luxa2-h7-hagaeda-standur-med-sogskal-fyrir-spjaldtolvur[/url:3dgx5pfj][img:3dgx5pfj]http://tolvutek.is/show_image.php?filename=/skrar/image/myndir_product/rs-luxa2-h7.jpg&newxsize=350&newysize=300&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0[/img:3dgx5pfj]
04.03.2013 at 23:44 #760109Já Agnar, þetta er armurinn. Hann er að mestu úr plasti en innan í honum eru tveir nokkuð harðir málmkjarnar, sem eru þó þeirrar náttúru að frekar auðvelt er að beygja arminn. Ég stytti hann um nokkra cm. með venjulegri járnsög og boraði svo lítið gat í endann fyrir boddýskrúfu til þess að halda gúmmístykkinu, sem er á endanum.
Svo þurfti ég aðeins að breyta sjálfu statífinu fyrir tölvuna þar sem Lenovo er aðeins lengri en iPad, sem þessi armur er víst gerður fyrir. Ég sagaði tvo af örmunum af og setti svo gorma á þá sem eftir voru til þess að gefa tölvunni betra aðhald.
Svo á ég eftir að endurbæta statífið aðeins til þess að minnka titring, en armurinn sjálfur haggast ekki.Svo hlakka ég til að fá að heyra um niðurstöður ykkar úr tilraunum með að virkja GPS móttakarann í tölvunni til þess að vinna með nRoute eða VisIt forritunum.
05.03.2013 at 13:24 #760111Hefur enginn prufað að nota remote desktop eða vnc til að tengjast lappanum í gegnum þessi spjöld/pöddur(ipad,android,windows)?
Yfirleitt er maður með lappann með sér og búinn að ganga frá öllum tengingum fyrir hann og með allann hugbúnað settann upp á þeim og því minnsta mál að skoða þetta remotely.Kveðja, Birkir
05.03.2013 at 16:56 #760113Jú, Remote Desktop mok virkar. Búinn að prófa það úr Android síma og Samsung spjaldtölvu með Android. Gæti jafnvel virkað á Apple en hef bara enga trú á þeim.
06.03.2013 at 09:01 #760115Heyrði í Des hjá OziExplorer í gær og það er ekki hægt að tengjast internal GPS með þeirra hugbúnaði en þeir eru að vinna í að breyta þessu. Hann benti þó á að GPS hugbúnaðurinn í þessum spjaldtölvum gæfi ekki allar sömu upplýsingar og hefðbundin GPS tæki. Hann tók sem dæmi að hugbúnaðurinn gefur ekki upp hraða og heading sem er nú svo sem ekkert stóráfall en samt minni virkni.
Nú veit ég lítið um MapSource/nRoute og hvaða tengimöguleika sá hugbúnaður hefur en við erum að reyna að afla okkur upplýsinga um það.
Þetta er þó ekkert takmarkandi þáttur, lítið mál að tengja hefðbundið GPS tæki við PC tablet og svínvirkar, hefði bara verið gaman að ná GPS-inu inn og sjá hvort hægt sé að nota það fyrir okkar þarfir.
kveðja
Agnar
07.03.2013 at 11:16 #760117[quote="erlingur":cxf48wau]Jú, Remote Desktop mok virkar. Búinn að prófa það úr Android síma og Samsung spjaldtölvu með Android. Gæti jafnvel virkað á Apple en hef bara enga trú á þeim.[/quote:cxf48wau]
Takk fyrir það. Reynslan hjá mér er sú að allt virkar á android en ef það er til útgáfa fyrir það í Apple umhverfinu er hún miklu betri.
Kveðja, Birkir
08.03.2013 at 04:08 #760119Hvar sækið þið forritið VisIT?
08.03.2013 at 18:37 #760121-Breytt- Þetta er ekki rétta forritið.
Hér er hægt að sækja forritið. Nýjasta útgáfan, þegar þetta er ritað, er 2.6.1.
[url:207k5s9g]https://wci.llnl.gov/codes/visit/executables.html[/url:207k5s9g]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.