Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Wagoneer tekin og endurbættur.
This topic contains 74 replies, has 18 voices, and was last updated by Kjartan Bragi Ágústsson 10 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2013 at 22:47 #441386
Er að rífa Wagoneerinn til að gera upp. Botninn er orðin lélegur út við sílsa og gengin upp um rúma 2 sm. við farangursrýmið. Tek boddýið af grindinni um helgina og rétti það af með stillanlegum fótum svo það verði í lágréttu plani. Reikna með að gera eitthvað í vélamálum en ætla að nota amc 360ci áfram. Ætlunin er að færa aftur hásinguna eitthvað aftar. Set inn myndir eftir því sem verkinu miðar. Markmiðið er að þetta verkefni taki ekki of langan tíma því við í Wagoneerfélaginu erum spenntir að halda saman á fjöll. 😉
Kv. Rúnar.
Viðhengi:
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.08.2014 at 15:24 #770854
Flottur þráður hjá þér Rúnar. Mjög vel unnið og gaman að sjá framförina í breytingunum. Það verður ganman að fara í Wagoneer túr þegar þeir verða allir þrír komnir á götuna.
24.08.2014 at 09:45 #771083Flottur gangur á þessu hjá þér Rúnar
ótrúlegt hvað þetta boddý er heilt
til lukku með það. kv
Gunnar
24.08.2014 at 19:50 #771102Þakka ykkur fyrir Sveinbjörn og Gunnar. Sveinbjörn, við verðum að girða okkur í brók svo að við getum allir þrír farið í ferð ;-). Það sem er að frétta hjá mér er að samsláttarpúðarnir eru komnir í. Er að stilla upp festingum fyrir demparana.
Kv Rúnar
Viðhengi:
28.08.2014 at 23:08 #771241Þá eru demparafestingarnar komnar í.Næst er að sjóða þær á grindina.Framhásinginn verður stillt upp um helgina.
Kv Rúnar
Viðhengi:
28.08.2014 at 23:32 #771247Allt að gerast hjá karlinum, hann verður skotfljótur að þessu öllu saman sýnist mér. Nær sennilega hausttúr sem æfingarferð fyrir vetrarferðamennskuna – rosalega eru þetta annars flottir bílar þessir Wagoneer-ar

29.08.2014 at 08:34 #771250Þetta lítur vel út , rokkna gangur í þessu.
Það er spurning hvort það verði ekki fullt planið af JEEP upp í Setri í bingóferðinni í vetur

29.08.2014 at 09:11 #771251Stórferð greinilega í sjónmáli 😉
Eina sem ég myndi íhuga í þessu hjá þér eru þessir samsláttarpúðar. Þeir kasta bílnum upp á við þegar bíllinn slær saman og bíllinn leggst þá á framdekkin meira en æskilegt er og brotnar þá niður í snjónum og drífur minna…. eða allavega eru þessir benz púðar barn síns tíma og í ýktum aðstæðum, líkt og í wyllis eða wrangler hjá mér þá eru þeir hreint sagt skelfilegir. Áhrifin minnka útaf lengd á bíl en áhrifin eru þau sömu bara í minni skömmtum.
Tóti á græna willysnum tók þetta úr að aftan hjá sér og setti bumpstop (olíu og gasfylltir samsláttarpúðar) í hann og hann batnaði til muna, einnig er hægt að fá sér dauða samsláttarpúða líkt og í þræðinum sem ég er með virkan hér í spjallinu.
Bypass dempararnir hjálpa til við að minnka þessa hegðun með því að hægja mikið á bílnum í loka samslættinum þegar demparinn fer á seinna rörið en þó er það í sundurslaginu sem þessi óæskilegu áhrif verða.
bara ábending.
kk v
Gunnar
29.08.2014 at 23:15 #771265Þakka þér fyrir góðar ábendingar Gunnar varðandi samsláttarpúðanna. Bumpstoparnir fara undir þegar þar að kemur en þangað til verð ég að notast við þessa púða sem eru komnir undir. Þar sem þú ert búin að lesa úr þér augun um samsláttarpúða hvaða bumpstopara mælir þú með að ég noti undir Wagoneerinn. Heyrðu Kristján,í bingoferðunum hef ég bara séð JEEP á planinu hjá Setrinu,en reyndar man ég eftir einum Patta sem Jeepverjar voru á sem kom hálf haltur í bæinn eftir að hafa verið að þvælast fyrir JEEP en það er nú önnur saga ;-). Logi, Það þarf varla að taka það fram að Wagoneer-arnir eru LANGFLOTTASTIR 😉
Kv Rúnar
06.09.2014 at 19:26 #771494Er búin að stilla upp framhásingunni, er að smíða og púnta upp stífuturna ,festingar fyrir dempara á hásingu og gorma.
Kv Rúnar
06.09.2014 at 20:00 #77150018.09.2014 at 10:22 #771663Sælir Hvernig fannstu vehicle CG height hjá þér? Er að klóra mér yfir skjalinu góða

18.09.2014 at 10:46 #771666Óttar,
Þú getur gróflega reiknað með að þyngdarmiðja bílsins sé sirka í miðjum gírkassa frá gólfi. Sé hann ekki hækkaður upp úr öllu valdi. Annars er hægt að reikna það : googlaðu CG height calculator.
kv
Gunnar
28.09.2014 at 19:38 #771866Nú er nánast vinnan við hásingarnar búin. Wagoneerinn fer á hjólin á þriðjudaginn og heim í skúr. Næsta verkefni er að ganga frá hjólskálum,innribrettum og lækka hann á grind.
30.09.2014 at 21:05 #771906Jæja,þá er hann loksins kominn á hjólin. Hann á eftir að lækka eitthvað,gormarnir eiga eftir að jafna sig,vélin er þyngri sem fer í hann og lækka hann á grind.
kv Rúnar
30.09.2014 at 23:38 #771917Sælir
Aldeilis flott hjá þér.
Það verður spennandi að sjá þetta halda áfram.
Til hamingju að vera komin í hjólin. Það er góður áfangi að klára.
kv
Friðrik
01.10.2014 at 08:12 #771919Sælllll Þetta svíngengur hjá þér Rúnar. Þú ert greinilega að vinna mikið í þessu

Það er greinilegt að þú ert að koma með okkkur í stórferðina 😉
Ertu að skipta um vél ?…
kkv
Gunnar
01.10.2014 at 16:14 #771923Glæsilegt hjá þér Rúnar. Þetta er ekkert smá flott, greinilegt að ég þarf að s´pita í lófana ef við eigum að geta farið saman þremenningarnir á fjöll…..
kv.
Sveinbjörn
03.10.2014 at 08:14 #772052Ertu búinn að ákveða hvað þú verður með mikið hlutfall í samslátt á móti sundurslagi Rúnar.
Ps. Mjög ánægður með smíðina á þessu

kkv
gunnar
03.10.2014 at 12:47 #772062Þakka fyrir hólið. AMC mótorinn fer í hann þegar verður búið að hressa upp á hann. En annars fer það eftir því hvað Logi“óákveðni“Ragnas ætlar að gera í vélarmálum ;-).Demparnir hafa 30 cm færslu.Að aftan er samslátturinn 12-13 cm en aðeins minni að framan.Sundurslagið að aftan er þá um 17-18 cm. Afturdemparnir halla aftur að ofan þannig að færslan á þeim er eitthvað meira en það sem kemur fram hér að ofan.
03.10.2014 at 20:10 #772067 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
