Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Wagoneer tekin og endurbættur.
This topic contains 74 replies, has 18 voices, and was last updated by Kjartan Bragi Ágústsson 10 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2013 at 22:47 #441386
Er að rífa Wagoneerinn til að gera upp. Botninn er orðin lélegur út við sílsa og gengin upp um rúma 2 sm. við farangursrýmið. Tek boddýið af grindinni um helgina og rétti það af með stillanlegum fótum svo það verði í lágréttu plani. Reikna með að gera eitthvað í vélamálum en ætla að nota amc 360ci áfram. Ætlunin er að færa aftur hásinguna eitthvað aftar. Set inn myndir eftir því sem verkinu miðar. Markmiðið er að þetta verkefni taki ekki of langan tíma því við í Wagoneerfélaginu erum spenntir að halda saman á fjöll. 😉
Kv. Rúnar.
Viðhengi:
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.12.2013 at 10:58 #442001
Rúnar, veistu/manstu nokkuð hvernig „gamli“ knastásinn er?
(tegund o.þ.h.?)
19.12.2013 at 12:22 #442005ef hann er original þá er hann svona 😉 eða google segir það allavega.
Cam Type : Hydraulic
Exhaust Duration : 196 Deg.
Exhaust Lift : .266″
Intake Duration : 196 Deg.
Intake Lift : .266″
Exhaust Lobe Centerline : 112 Deg.
Intake Lobe Centerline : 109 Deg.
Lope Separation : 110 Deg.
Overlap : 41 Deg.
22.12.2013 at 14:24 #442294uss, já gólfið í þínum lítur út eins og á einum stað í mínum síðan í fyrra, hægt að pota í gegnum það, en það verður spennandi að sjá þetta í smíðum.
ertu með lokadagsetningu eða á bara að taka þetta í rólegheitum ?
23.12.2013 at 14:43 #442377Jón, ásin sem er í vélinni frá Crane Cams man ekki hvaða týpa.Já gólfið lítur illa út hjá mér.En það er komin upp ný stað, fer að öllum líkindum að skoða annað boddy á milli jóla og nýárs.Vona að það sé í betra ástandi.Á frekar von á því að þetta verkefni verði unnið í lotum og teknar pásur á milli.
kv Rúnar
27.07.2014 at 16:09 #770155Það er oft þannig þegar maður byrjar á verkefnum þá þróast þau í aðra átt en maður ætlar í byrjun. Það á alveg örugglega við í þessu Wagoneerbrölti mínu. Ætlaði fyrst að ryðbæta hann en endaði með því að ég sagaði hann í sundur þegar mér bauðst annað boddy sem ég er að bíða eftir að fá. Það sem er verið að vinna í núna er að endurbæta fjöðrunina og var að fá úr vatnsskurði eitt og annað. Hér fyrir neðan eru myndir sem sýna hvað ég hef verið að dunda mér við.
Kv Rúnar
Viðhengi:
27.07.2014 at 16:20 #770161Hér eru fleiri myndir.Finnst hálf kjánalegt að sú mynd sem er sett fyrst inn kemur síðust.
Kv Rúnar
Viðhengi:
28.07.2014 at 08:28 #770188Ahhhh þetta er að taka á sig mynd, frábært. Það verður gaman að sjá framhaldið.
hvað ertu með langa dempara í þessu ? (bypass 😉 það líkar mér)
Verður framfjöðrunin líka tekin í gegn ?
Ertu að notast við einhverja fjöðrunar reiknara í þessu hjá þér ? eða bara tekið eftir reynslubankanum.
k kv
Gunnar Ingi
28.07.2014 at 13:33 #770194Þetta er flott smíði. Gaman þegar menn leggja metnað í stálið.
28.07.2014 at 18:46 #770198Gunnar,það á að endurbæta fjörðuninaa að framan líka. Demparnir (bypass) sem ég nota eru 2,5″ með 30cm slagi. Ég er nú ekki hokinn of reynslu í fjöðrunarfræðum en hef lagt þessa útfærslu fyrir þá sem hafa meiri reynslu í þeim fræðum.Það er alltaf gaman að heyra álit manna á því sem maður er að gera. Var með jafnvægisstöng að aftan,er ekki rétt að nota hana aftur.
Kv Rúnar
28.07.2014 at 22:30 #770202Eina sem mér finnst vanta í aftur festingarnar er stillanleikinn á festingunni fyrir neðri stífuna undir grindinni. ef þú ert ekki búinn að reikna út anti squatið eða hvort bíllinn hlammi sér á rassgatið þegar gefið er í eða ekki þá getur það skipt sköpum í drifgetu, semsagt vill maður að hann geri það helst ekki, ýmindaðu þér að vera í brekku og gefa í, þá vill maður ekki að bíllinn hlammi sér á afturendan, heldur vera nokkuð neutral að aftan og síðan að framfjöðrunin leggist örlítið saman að framan. Þetta er allt miðað við erfiðustu aðstæður…semsagt í brekku. að nota svona lc80 eða patrol framstífur er þessi eiginleiki til staðar að framan, en þær eru þó kolómögulegar í notkun að aftan ;).
Ballansstöng að aftan er ekki eitthvað sem ætti að þurfa í fjallajeppa, ef hann er nógu ballance stífaður að framan, ætti það að duga.
Helst vill maður að fjöðrunin elti jarðvegin sem frjálsast.
Síðan þarf að passa að neðri stífurnar að aftan hjá þér séu nálægt láréttu í akstursstöðu, annars mun bíllinn beygja að aftan þegar hann fjaðrar að aftan. Hann mun þó alltaf gera það að eh leyti en með því að hafa þær láréttar minnkarðu þann eiginleika sem kemur við að hafa enga hliðarstífu. Því lengri stífur, því minni hreyfing á þessu. Semsagt er hásingin að færast fram og aftur ef stífan er höfð í halla að aftan og þá verður bíllinn kolómögulegur í akstri.
Þetta er mín reynsla af þessum hliðarstífulausu fjöðrunum, hjá mér eru stífurnar nær láréttar og mjög langar og því er þessi effect því sem næst dauður. neðri stífurnar eru um 125cm og efri um meter.
kkv
Gunnar
28.07.2014 at 23:24 #770203Það sem ég er að ganga út frá í fjöðrunni að aftan er að neðri stífan halli um 5 gráður efri stífan sé lágrétt. Neðri stífan á að vera 100cm og efri stífan 70cm eða 70% af neðri stífunni. Fjarlægðin á milli stífiboltanna á hásingunni (lóðrétt)er um 26cm eða 1/4 af hæð 44″ Efri stífan verður stillanleg á grindinni. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér er staðsetning á neðristífu festingunni á hásingunni, þá meina ég hvort boltagatið miðist við mitt rörið,rétt fyrir neðan miðju eða þannig að maður sjái í boltann undir rörinu. Endilega látið skoðanir ykkar í ljós en að ég fari eftir þeim er allt annað mál 😉
Kv Rúnar
29.07.2014 at 09:43 #770204Sæll Rúnar,
er að senda þér smá email, með einu reikniforriti, þar sem auðvelt er að reikna út hvernig anti squatið verður hjá þér. einnig kemur fram hvað roll oversteer verður, semsagt hvort að afturfjöðrunin stýri bílnum við að fjaðra.
Ég grófsetti þinn bíl inn. þá færðu 4° í afturstýringu við fjöðrun… þessi tala er best nálægt núlli. Annars ýtir hann bílnum út í beygjurnar með afturfjöðruninni.
Ef ég set stífuna í lárétt , semsagt sami hæðarpunktur að framan og aftan þá fer þessi gráða í 0° sem er ákjósanlegt.kv
gunnar
30.07.2014 at 21:08 #770211Þakka þér fyrir reikniforritið Gunnar. Fór út í skúr og setti réttar tölur inn í forritið.Eftir að þær voru komnar inn kom í ljós að það þurfti að hækka efri stífuna upp við grind meðal annars vegna 5° halla á neðri stífunni. Samkvæmt reikniforritinu er gráðan á Roll Axis Angle 0° sem er mjög gott og Anti-Squat 22%. Talað er um að hafa Anti-Squat sem næst 25% svo að í erfiðu færi sest jeppinn síður á rassinn þegar er tekið af stað. Í kvartmílunni vilja menn og konur hafa Anti-Squat 100% til að fá allan kraftinn á hjólin en það er ekki gott í snjóakstri. Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig þetta lítur út hjá mér.
Kv Rúnar
Viðhengi:
31.07.2014 at 09:13 #770213Gunnar, ert þú ekki að tala um þetta skjal?:
mysite.verizon.net/triaged/files/4BarLinkV3.0metric.xls
Mér datt í hug að setja hlekkin hér inn ef fleiri vilja spá í virkni á 4-link fjöðrun.
31.07.2014 at 11:11 #770214Júbs mikið rétt, þó ber að nefna að þetta er eingöngu til hliðsjónar og alltaf verður maður að hafa stillanleika í fjöðruninni, því þyngdardreifing og annað getur haft áhrif á þetta og þetta er ekkert endilega 100% rétt… en gott til að miða útfrá og skoða hvað maður er að gera
k kv
gunnar
11.08.2014 at 16:58 #770422Jæja þá er líffæragjafinn kominn og allt notað nema hásingar,vél(Buick 350 held ég)400 skifting og Dana 20 kassi sýnist mér. Það sem ekki verðu notað er til sölu.Allt boddyið er í ótrúlega góðu standi.
kv Rúnar
Viðhengi:
16.08.2014 at 21:08 #770685Nú standa hásinga skifti yfir. Aftur hásingin er færð aftar um 9cm. Bilið á milli hjóla verður 3 metrar. Reikna með að efri stífurnar klárist á morgun.
Kv Rúnar
Viðhengi:
17.08.2014 at 00:27 #770690Flott hjá þér Rúnar. Gaman að skoða þessar myndir. Það verður gaman að sjá hann fullgerðann. Er hægt að skoða þessar myndir einhversstaðar á þess að þurfa alltaf að fara til baka og velja næstu mynd? Er þetta kannski bara aulagangur í mér?
Kv MG-magnum
17.08.2014 at 19:45 #770694Efri stífunar komnar á sinn stað en smá frágangur eftir. Þegar sá frágangur er búin er næsta mál að ganga frá sætum fyrir loftpúðana. Það verður farið í það vonandi á morgun.
Kv Rúnar
Viðhengi:
18.08.2014 at 21:31 #770753Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli.
Kv Rúnar
Viðhengi:
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.