Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Wagoneer tekin og endurbættur.
This topic contains 74 replies, has 18 voices, and was last updated by Kjartan Bragi Ágústsson 10 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2013 at 22:47 #441386
Er að rífa Wagoneerinn til að gera upp. Botninn er orðin lélegur út við sílsa og gengin upp um rúma 2 sm. við farangursrýmið. Tek boddýið af grindinni um helgina og rétti það af með stillanlegum fótum svo það verði í lágréttu plani. Reikna með að gera eitthvað í vélamálum en ætla að nota amc 360ci áfram. Ætlunin er að færa aftur hásinguna eitthvað aftar. Set inn myndir eftir því sem verkinu miðar. Markmiðið er að þetta verkefni taki ekki of langan tíma því við í Wagoneerfélaginu erum spenntir að halda saman á fjöll. 😉
Kv. Rúnar.
Viðhengi:
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2013 at 23:07 #441389
Þetta verður spennandi, kannski kem ég til með að hjálpa eitthvað til í þessu sjálfur vegna þess að þetta er bíll (og eigandi) sem ég hef ferðast mikið með og ég vill endilega að hann komist sem fyrst á hjólin aftur. Skil svo sem vel að hann hlakki til að ferðast með hinu hraðfara Wagoneer gengi þar sem hann hefur verið að ferðast með hinum hægfara Musso og öðrum hægfara grútarbrennurum um nokkurt skeið. En í mínum huga er þetta langflottasti Wagoneerinn sem er í umferð í dag (eða ekki). Hlakka til að sjá hann aftur á götunni.
14.12.2013 at 09:39 #441401Flott verkefni. Á þetta að vera í anda okkar Bjarna Landrover s.s taka 10-15 ár? Vonandi fáum við fleiri myndir
14.12.2013 at 16:09 #441411Bara allt að gerast í Jeep fjölskyldunni.
Mikið er ég ánægður með þig
14.12.2013 at 21:09 #441419Lengi lifi Jeep flott verkefni
14.12.2013 at 21:39 #441425Wagoneerinn fékk að fara út í snjóin í dag en í drætti. Honum var bakkað inn aftur en á morgun verður boddýinu lyft upp inn í skúr og grindin dregin undan og boddýinu sett á stillanlegar fætur.
Kv Rúnar
ps. Theodór, ég vona að andi ykkar Bjarna verði ekki mikið á sveimi í skúrnum hjá mér, þá verð ég seint búin. 😉
15.12.2013 at 19:39 #441448Sælir
Það verður leiðinlegt að hafa Waggan ekki á fjöllum í vetur. Þetta er hörku verkefni sem þú ert að leggja af stað í. Vonandi verður þetta ekki margra ára verkefni, en því miður verður það oft svo, því oft verður þetta meiri vinna en gert er ráð fyrir í upphafi.
Það verður gaman að fá að fylgjast með þér.
Kv
Friðrik
15.12.2013 at 22:31 #441455Ég á nóg af rafgalv (boddystál) handa þér í þetta
kv Gunnar
15.12.2013 at 23:22 #441456Jæja,verkefni dagsins var að taka boddýið af grindinni og stilla því rétt upp.Það tókst með góðra manna hjálp.Næstu skref eru að tjakka botninn niður á réttan stað þar sem hann var gengin upp.Hér fyrir neðan eru myndir frá æfingum dagsins.
Kv Rúnar
ps. Gunnar Ingi, ég vona að lagerinn hjá þér af rafgalv. sé þokkalega stór. 😉Viðhengi:
16.12.2013 at 15:08 #441683Sælir,
Já þetta er greinilega verðugt verkefni :), já rafgalv lagerinn hjá mér er ansi stór í tonnum talið frekar en öðru :). Ég hef oft séð menn gera mistök í að velja kaldvalsað járn í boddy viðgerðir árum saman í staðinn fyrir að nota rafgalv sem er mun betra í svoleiðis og með ryðverjandi eiginleikum líkt og original boddy eru í dag og því verður viðgerðin ekki síðri en nýtt boddy og oft betra en sumir framleiðendur nota original
Síðan hafa nokkrir komið að tali við mig um grunna, það eina sem vert er að nota er tveggja þátta epoxy grunnur á allt sem maður er að vesenast í boddy, grind eða öðru járni… zink grunnar og annað einþátta dótarí virkar ekki… er mér sagt
Þetta greinilega svíngengur hjá þér, ég þarf að fara spíta í lófana
kv
Gunnar
16.12.2013 at 15:09 #441685Já annað,
segðu mér hvað ertu með í hugmynda bankanum um 360ci vélina ? hvað stendur til
k kv
Gunnar
16.12.2013 at 19:17 #441828Gunnar þakka ráðleggingar varðandi rafgalv og grunnin.AMC 360ci mótorin hjá mér er með innspýtingu frá Edelbrock sem heitir 3531.Annað er nánast orginal.Í stuttu máli þarf mótorin að torka meira og vera snarpari,hversu mikið hef ég ekki myndað mér ákveðna skoðun á.
Ef einhver þarna úti hefur skoðun á hvað þarf til endilega komið með tillögu,en eingöngu um AMC 360ci.Kv Rúnar
16.12.2013 at 19:55 #441829Hvernig væri að setja Rhoads undirlyftur?
Þá ættirðu að fá meira tog en halda aflinu á hærri snúningnum.
Hægagangurinn ætti að verða jafnari skilst mér þar sem Edelbrock 3531 er svokallað „speed density“ kerfi og vill hafa svolítið sog í hægaganginum.
17.12.2013 at 08:27 #441868Sælir,
fann nokkrar síður á internetinu.
http://www.carcraft.com/techarticles/ccrp_0601_amc_360_engine_build/viewall.html
http://amcramblermarlin.1colony.com/photo2_1.html
http://www.indyheads.com/images/news15.2012.pdf
Smá lestur um betrumbætanir á hestöflum, olíukerfi og síðan indy heads með parta í vélina. Síðan er nátturulega Summitracing með allt í þessa vél. http://www.summitracing.com
kv
gunnar
17.12.2013 at 09:09 #441873Hér er verið að smíða AMC 360 frá grunni og ýmis trix notuð til að bæta olíuflæðið.
http://www.powerblocktv.com/episodes/HP2012-04/amc-other-engine-build-up
17.12.2013 at 10:16 #441876Á þetta að vera í anda okkar Bjarna Landrover s.s taka 10-15 ár
Hey vá skot úr launsátri Ég vona samt að þú verðir fljótur að þessu
Bjarni G.
17.12.2013 at 17:48 #441896Sæll Rúnar,
Þar sem þú ert kominn með flott millihedd og innspýtingu frá edelbrock, þá myndi ég skoða knastásinn frá þeim, vörunúmer 2132
http://edelbrock.com/automotive_new/mc/camshafts/cams_amc.shtmlog síðan ef aurar eru til þá er næsta stig að auka flæði í heddunum, þeir hjá edelbrock eiga þau líka til…
http://edelbrock.com/automotive_new/mc/cylheads/amc/main_amc.shtmlÁsinn væri fyrsta stig og hjálpar vélinni helling að fá þennan torque ás og síðan koma heddin, enda eru þau mun dýrari en þó vinnur þetta allt mjög vel saman, það er líka sniðugt að taka frá sama framleiðenda allt dótið ef hægt er… eykur líkur á að þetta virki vel saman.
til að finna gæja sem selja þetta er nóg að skrifa í google
Fyrir knastásinn: Edelbrock 2132fyrir heddin: Edelbrock 60119
Ef þú tekur t.d. bara ásinn þá þyrftirðu að skipta um gormana í heddunum þínum til að þeir þoli þessa auka opnun sem þessi ás gefur vélinni og síðan er líka líklegt að gormarnir sem fyrir eru séu orðnir þreyttir.
Hérna er ás sem væri næsta skref fyrir ofan 2132 frá summit, kostar ekki neitt… eða mjög lítið.
http://www.summitracing.com/int/parts/sum-8600/overview/Síðan er bara að ákveða kostnaðar limit og skella sér síðan í djúpu laugina
kv
gunnar
17.12.2013 at 23:48 #441930Af öllum þessu gömlu jeppum þá hefur mér alltaf fundist lookið á þessu lang flottast, sérstaklega framendinn Gangi þér vel með þetta.
18.12.2013 at 00:23 #441931Góðan daginn,
hér er margt spennandi og skemmtilegt að sjá. Mjög spennandi þessar hugmyndir !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
18.12.2013 at 18:14 #441960Þakka ykkur Jón og Gunnar fyrir ábendingarnar.Fyrir nokkru var ég að kynna mér hvað væri í boði varðandi knastás og fl.Úrvalið er ekki mjög mikið en leist einna best á þennan http://www.compcams.com/Company/CC/cam-specs/Details.aspx?csid=20&sb=2 Það er líka annað hægt að gera, það er að gefa upp hvernig mótorin er uppsettur og í hvað maður ætlar að nota mótorinn í.Þá er nýr ás tekin og honum breytt eftir þörfum.Að síðustu myndir sem sýna hvað er framundan hjá mér 😉
Viðhengi:
18.12.2013 at 20:57 #441967þessi ás lítur vel út frískar örugglega vel upp á vélina
spennandi verkefni framundan sé ég
gangi þér vel
kv Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.