Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › WAAS
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2003 at 02:31 #192941
Sælir.
Ég tók eftir því núna um dagin að WAAS war að detta inn á tækið hjá mér og nákvæmnin fór í 2 metra, er þetta eitthvað sem þið hafið verið að taka eftir?
Kv.
Benni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.10.2003 at 10:01 #477296
Waas is das?
02.10.2003 at 10:33 #477298[url=http://gps.faa.gov/Programs/WAAS/waas.htm:3n0fe2s3]WAAS[/url:3n0fe2s3] er kerfi fyrir GPS leiðréttingar sem sendir leiðréttingarnar um gerfitungl.
02.10.2003 at 11:04 #477300
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig virkar þetta, er eitthvað sem maður þarf að gera til að fá það virkt í tækinu? Hvernig birtist þetta manni?
Kv – Skúli H.
02.10.2003 at 15:29 #477302
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tækin þurfa að vera með þessum WAAS búnaði.
ÓA
03.10.2003 at 09:39 #477304Forvitinn að vita hvernig tæki þú ert með Benni og hvort það sé sama hvaða loftnet er notað. WAAS er leiðréttingar-kerfi fyrir flug og byggir á leiðréttingastöðvum á landi sem senda leiðréttingar um gerfihnött. Það er engin jarðstöð fyrir WAAS hér á landi og því finnst mér mjög athyglivert að þú skulir ná þessu inn á tækið þitt. Mig langar líka að spyrja hvort einhver viti hvort samhæfni sé milli WAAS og annara svipaðra kerfa sem hin ýmsu ríki eru að koma sér upp, eða hvort þetta verði eins og VHS og BETA?
Kveðja Steini.
03.10.2003 at 13:14 #477306Sæll Steini.
Ég er að nota Garmin 182c tæki og er með Garmin svepp á þakinu. Varðandi loftnet þá held ég að þau skipti ekki máli, aðeins það að tækin styðji þennan möguleika. Ég held að flest nýrri tæki geri það en það þarf örugglega að virkja þennan möguleika í þeim.
Kv.
Benni
03.10.2003 at 14:10 #477308Já, ég prófaði að virkja þennan möguleika hjá mér í GPSMAP 76 handtæki er ekki búinn að setja loftnet á bílinn. Og þegar þetta kom inn fór nákvæmnin úr 5-6m í 10m þannig að það er ekki algilt að nákvæmnin batni við þetta. Það má fylgja að ég var að ná 6 eða 7 hnöttum með DGPS merki. Eins og kemur fram að ofan er ekki búið að setja upp leiðréttingastöð hér á landi og það getur því hugsanlega verið að það sé betra að aftengja þennan möguleika.
kv. Steini.
03.10.2003 at 16:10 #477310Hafði samband við Rikka GPS kall og ættlar hann að koma með smá pistil okkur til fróðleiks hvað er í gangi.
Kv.
Benni
04.10.2003 at 19:03 #477312Hann ættlar bara ekkert að skrifa kallin?
Jæja en það sem er í gangi í stuttu máli sagt að ég held er að það eru einhverjar tilraunir í gangi og erum við að ná WAAS signali af og til frá hnetti sem er mjög sunnarlega. WAAS er víst ekki bara tengt við jarðstöðvar heldur líka í lofti (gervihnettir).
Kv.
Benni
08.10.2003 at 12:33 #477314
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér er mjög góð þýðing frá Ásgeiri Henning Bjarnasyni sem hann sendi mér:
Frá 1. apríl 2003 hafa útsendingar á GPS-leiðréttingarkerfinu EGNOS verið gerðar aðgengilegar fyrir almenna notendur. Kerfið er samt enn í prófun.
EGNOS stendur fyrir net af jarðstöðvum af ýmsum, gerðum, meðal annars á Höfn í Hornafirði, sem nema villur af ýmsum toga í GPS kerfinu og senda leiðréttingu á því í gegnum jarðstöð og gervitungl, sem er staðbundið yfir miðbaug. Þetta eykur nákvæmni almennra GPS-tækja af nýrri gerðum í allt að 1 metra lárétt þegar best lætur. Þó mega fjöll í suðri ekki vera of há því þau gætu skyggt á þetta eina gervitungl fyrir notendur á norðlægum slóðum.GPS-tækin þurfa að vera með svokölluðu WAAS möguleikum. Það er leiðréttingarkerfi sem byggir á sama staðli og hið nýja evrópska EGNOS og hefur verið notkun í Norður-Ameríku í nokkur ár. Stefnt er að því að taka kerfið formlega í notkun á næsta ári og að lokum verði áreiðanleiki og nákvæmni þess nóg til að notast við í almennu flugi svo sem við blindaðflug.
Á Garmin tækjum kemur bókstafurinn D fram í súluritunum sem sýna styrk hvers gerfitungls ef tækið nemur leiðrétingarsignalið.
Sjá frétt á neðangreindri slóð:.
http://www.esa.int/export/esaSA/SEMPMA9 … ion_0.htmlSvo er hér ágæt slóð hjá Garmin: http://www.garmin.com/aboutGPS/waas.html
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
