FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

vöntun á skemmtilegum umræðum…

by Atli Eggertsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › vöntun á skemmtilegum umræðum…

This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.08.2005 at 21:04 #196182
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant

    Er ég einn um að hafa fundist miklar, skemmtilegar og líflegar umræður hafa lognast útaf hér á spjallinu?

    Ég var reyndar á því að það ætti að loka fyrir auglýsingar og myndir utanfélagsmanna, en ég helda að þessi alsherjar lokun á utanfélagsmenn sé að draga vinsældir heimasíðunar töluvert niður.

    Annars er ég bara nokkuð ánægður með nýju síðuna.

    Kv. Atli E.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 31 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 28.08.2005 at 00:21 #526000
    Profile photo of Ingi Jensson
    Ingi Jensson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 96

    Það vantar alla pennana núna, virðist vera sem fáir séu á lífi.

    Kv,
    Ingi Jensson.





    28.08.2005 at 02:28 #526002
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Ef að það er rétt að lokað hefur verið á nýja meðlimi þá er það eitt vitlausasta sem að hægt var að gera… að loka fyrir utanfélagsmenn….

    Hvernig verða menn félagsmenn??? menn verða að verða heitir áður en þeir ákveða að borga einhvern 4000 kall á ári fyrir að fá að skrifa á einhvern vef.

    Ég er ekki að segja að 4×4 sé bara heimasíðan. ég er að segja að það eru fleiri fleiri menn sem að ferðast með sínum félugum og taka kanski þátt í umræðum og auglýsa sitt dót þegar þeim fynnst þörf á. (taka ekki mikinn þátt í félagstarfseminni)

    Í mínum augum á þessi vefur að vera opinn fyrir öllum sem að áhuga hafa á jeppum og breitingum.

    þegar að menn geta ekki komist í svona félagskap áreynslaust. Þá nennir enginn að þróa eða stunda þetta sport.

    En ef að þetta er raunin þá hvet ég alla sem að hafa áhuga á þessu sporti. til að kíkja á gemlingana og skrá sig…. Það er ókeypis.

    Kveðja Bæring
    WWW. Gemlingarnir.com





    28.08.2005 at 07:02 #526004
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    til þess að hressa upp á þenna vef. þá þarft þú að fara koma Hilux/runnernum út úr skúrnum og koma þér á fjöll. Þá skapast strax líflegar umræður um hrakningar og björgunarferðir.
    En ég er sammála þér að það ætti að opna vefinn á ný fyrir alla, þ.a.s að menn þurfi ekki að skrá sig inn með nafni eða póstfangi.
    En ég er ósamála þér hvað það varðar að það fáist einungis aðgangur að vefnum með þessum 4000 kalli, t.d hefur þú fengið óteljandi bjarganir úr hremmingum og andlegan stuðning, sem hefði þó greinilega mátt vera meiri.
    Ps farð þú nú að sækja felguna í skúrinn gemlingurinn þinn.

    Ps ég heyrði í fjarskiptanefndinni í gær, en þeir voru staddir upp á Þrándarhlíðarfjalli. Þeirra erinda að skipta um loftnet við endurvarpann að ég held. En það sem er kannski merkilegast við það er að þeir voru þarna í kaf snjó og ofankomu.





    28.08.2005 at 09:51 #526006
    Profile photo of Vilhjálmur Arnórson
    Vilhjálmur Arnórson
    Member
    • Umræður: 23
    • Svör: 316

    Bæring J. Það heita þetta nú varla margir á landinu, allavega veit ég bara um einn, úr Kópavogi

    Eru Gemlingarnir fjölmennur hópur?





    28.08.2005 at 10:02 #526008
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Hér á Austurlandi er allt grátt niður í miðjar hlíðar og ég er að að munda smursprautuna og bónklútin ef það skyldi koma hvellur í október eins og í fyrra.





    28.08.2005 at 13:37 #526010
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    Mig langar að leiðrétta það sem kom fram hér að ofan, utanfélagsmenn geta vel skrifað á þessa síðu en enginn getur skrifað nema undir réttu nafni á nýju síðunni af því að þú þarft að gefa upp nafn og kennitölu við skráningu.
    Skýrir það daufleikann að menn þori ekki að skrifa undir réttu nafni ? Varla……
    kv
    Agnar





    28.08.2005 at 17:30 #526012
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Ég held að meyginástæðan sé hve langan tíma það tók að fá nýa vefinn til að virka sæmilega. Ég að minnstakosti fór ég nokkrum sinnum á vefinn á þessum tíma og nenti ekki að stoppa vegna þess að það komu upp endalausar villur, auk þess var ekki neitt annað í gangi á spjallinu en leiðindi út af seinagangi í vinunni við nýa vefinn. Þar sem þetta er nú 4×4 vefur er ekki skrítið að virkum pennum fækki þegar umræðuefnið er ekki lengur 4×4.
    kv guðmundur





    28.08.2005 at 18:14 #526014
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Þegar veturinn nálgast og fyrstu ferðar í snjóinn verða farnar,þá tel ég að það lifni yfir vefnum og menn og konur taki við sér með skemmtilegar umræður.

    Veturinn er tíminn,
    með vetrarkveðju og ósk um mikinn snjóavetur.
    JÞJ





    28.08.2005 at 23:31 #526016
    Profile photo of Birkir Rútsson
    Birkir Rútsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 135

    Þetta er rétt hjá kallinum, ég er ekki félagsmaður og við það að haka í "birta nafn og heimilisfang á vefnum" í stað "birta notendanafn í stað nafns" þá get ég tekið þátt í spjallinu. Held að fáir geri sér þetta ljóst.

    Kveðja





    28.08.2005 at 23:42 #526018
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Týna menn sér ekki bara í myndasíðunni, og hafa engan tíma eftir til að skrifa ? 😉

    Ég fer allavega iðulega hér inn með þann ásetning að skoða(og jafnvel skrifa á) spjallið, en dett ótrúlega oft inn í að skoða myndir eftir að hafa séð einhverja spennandi mynd undir "áhugaverðar myndir" hérna vinstra megin.

    Arnór





    29.08.2005 at 00:57 #526020
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Hvað þarf að tyggja hlutina oft ofan í suma hérna?
    Ég setti inn tilkynningu í gær þar sem það kom skýrt fram að utanfélagsmenn geta tekið þátt í umræðum hérna og meira að segja sett inn auglýsingar. Eina sem utanfélagsmenn geta ekki er að setja inn myndir eða búa til myndaalbúm.





    29.08.2005 at 13:31 #526022
    Profile photo of Pétur Freyr Ragnarsson
    Pétur Freyr Ragnarsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 126

    vinur minn er mikið búin að reyna að komast inn en hann var notandi á gamla vefnum er hann búinn að reyna margar tilraunir að komast inn í gengum gamla nikkið og er líka búin að reyna að stofna nýtt en allt kemur fyrir ekki.





    29.08.2005 at 15:03 #526024
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er magnað. Takk fyrir þetta Birkir. Ég hef einmitt verið að reyna það af og til að skrifa hér inn en aldrei getað.

    Leynir greinilega á sér þetta hak, Birta nafn og heimisfang á vefnum. Ég gat ekkert gert fyrr en ég hakaði við það.

    Án efa fleiri í vandræðum með þetta og ekki fékk ég svar frá vefstjóranum sem ég sendi póst á fyrir einhverjum vikum síðan að ég held.





    29.08.2005 at 17:58 #526026
    Profile photo of Sölvi Oddsson
    Sölvi Oddsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 93

    Eitt sem hefur minnkað umferð um þennan vef er að loka á auglýsingar frá utanfélagsmönnum. Mér finnst það heldur skrítin ráðstöfun, er það ekki öllum fyrir bestu að fá sem mest að dóti inn sem hægt er að kaupa?
    Mér leikur forvitni á að vita hvernig stendur á þessu.





    29.08.2005 at 21:03 #526028
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta eru ágæt rök nema hvað hérna rétt fyrir ofan kemur skýrt fram hjá Hrafnkeli að þetta er bara ekkert svona. Það er ekkert lokað á utanfélagsmenn. Menn verða hins vegar að geta staðið á bak við orð sín og gefa upp kennitölu, en geta ekki vegið úr launsátri. Það hefur sjálfsagt fælt einhverja frá að þurfa að koma fram undir nafni, en satt að segja sakna ég ekki slíkra penna.

    Kv – Skúli

    P.s. Til að sannreyna þetta nýskráði ég mig undir nafni og kennitölu sonar míns og það svínvirkaði allt þannig að þetta er allt satt og rétt.





    29.08.2005 at 23:00 #526030
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Það var ekki vanþörf á að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll.





    30.08.2005 at 07:50 #526032
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    núna heiti ég finnur en er samt sölvi. á meðan það er ekki flóknara að finna einhverja kennitölu og hengja við hana nafn þá finnst mér þessi aðgerð alveg út í loftið. það tók mig nákvæmlega 1.5 mínútur að falsa einhvern til að fela mig bak við.

    er ekki tímanum varið betur í eitthvað annað en svona skrípaleik ef það á ekki að fara alla leið?

    mér þykir leitt að vera að skíta út, eitthvað sem sem menn hafa lagt sig alla fram við að búa til. en þetta mál þarf að skoða betur og klára.

    finnur (sem er samt sölvi)





    30.08.2005 at 08:06 #526034
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Loks gat ég skráð mig,
    Vandamálið lá í nýskráningarferlinu, ég áttaði mig ekki á að þegar ég valdi hvorki að ég væri félagsmaður, né notandi á gamla vefnum, þá kemur samt upp í skráningarferlinu að ég eigi að skrá gamla notandanafnið mitt, þarna þarf að skrifa við "ef þú varst ekki notandi að gamla vefnum, slepptu þá þessum glugga og ýttu á áfram" eða eitthvað í þeim dúr..





    30.08.2005 at 09:39 #526036
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Reyndar er það rétt að það er hægt að falsa eða stela kennitölu frá einhverjum. Þess vegna var upphaflega pælingin að menn yrðu að sækja um aðgang þannig að hægt sé að koma í veg fyrir það. Það var hins vegar of þungt í vöfum. Hins vegar ef kemur í ljós að einhver kemur fram undir öðru nafni en sínu eigin er hægt að eyða honum út. Það hefur gerst og þá þannig að viðkomandi var að þvæla einhverja steypu hérna. Alltaf hægt að tékka á þeim sem eru grunsamlegir.
    Kv – Skúli





    30.08.2005 at 15:54 #526038
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Ég vissi bara ekki að síðan væri opin fyrir öllum! og mér heyrist sem að ég hafi bara ekki verið einn um að vita það ekki :-)

    Kv. Atli E.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 31 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.