Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Volvo B20
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.05.2009 at 21:25 #204342
Jæja nú er ég með volvo B20 mótor og langaði aðeins að forvitnast um hann.
Ég veit hinsvegar ekki alveg hvaða árgerð hann er en það er á honum 4 gíra kassi
Hvað eru þessir mótorar í cm3? og hvernig hafa þeir verið að virka t.d í súkkunum?
Kv:stebbi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.05.2009 at 22:36 #647058
Sæll Stebbi
Þessir hreiflar voru vinsælir í gamla daga og voru mikið settir í t.d. willys, Súkkur o.fl. Rúmtakið er 1986cc. Með blöndungi er þessi vél að eyða miklu og aflið bágborið. Hinsvegar er þessi vél mjög traust og endingagóð.
Hinsvegar vil ég minna þig á að 1300cc vélin í þinni súkku er RUDDAMÓTOR.
Kv. Bragi
03.05.2009 at 23:01 #647060Ég vissi nú allt um minn hehe
ég var að spá í þetta í langa súkku sem ég á líka fæ þenan mótor fyrir lítið
Kv:stebbi
04.05.2009 at 08:49 #647062B20 og B20 er ekki alltaf það sama.
.
Í gamla daga átti ég langa súkku með 1300 mótor.
.
Ég setti ofaní hana B20A og bíllinn varð miklu skemmtilegri. Síðan stútaði ég henni og áskotnaðist þá B20B sem var tveggja blöndunga ameríkuútgáfa sem var uppgefin um 120 hestöfl (mig minnir að B20A hafi verið í kringum 80 hp). Þá fór nú að verða virkilega gaman.
.
Mig minnir að þjappan hafi verið hærri en það var allavegana heitari knastás. Síðar setti ég í vélina annan ás, einn stóran blöndung og ljósnemakveikju. Bíllinn dúndurvann með þetta dót í húddinu
04.05.2009 at 09:24 #647064Ég reikna nú svona frekar með því að þetta se þá B20A sem ég er með í höndunum. Annars skoðaði ég han ekkert að ráði en held að minnsat kosti að hún hafi ekki verið með 2 blöndungum.
en settu menn ekki bara vélina og kassan ofanaí. ekkert að mixa vélina neitt aftann á súkku kassan?
kv: stefán
04.05.2009 at 10:28 #647066Afhverju svona lítinn mótor? Ég mæli með B230K ef þú vilt hafa einfalt og öruggt, þetta er að finna mjög víða í bílum sem búið er að leggja. Ég er með svona vél ofaní heimasmíðuðu leikfangi hjá mér og er að gera góða hluti, sjálfskipt og svo sjálfstæðan súkkumillikassa.
B20 og B200 er ekki alveg það sama, B20 er eldri vél og ég man ekki nákvæmlega ártalið, en það var einhverstaðar 82-84 minnir mig að þeir breyttu hönnuninni örlítið, sveruðu smurganga og eitthvað pillerí og bættu þá núlli við.
Til eru nokkrar gerðir af blöndurum,
A er blöndungur svipaður og er í mörgum vélsleðum, sennilega einfaldast að útskýra það svoleiðins.
E er mekanísk loftflæðisstýrð innspýting frá BOSCH, sama og er í mörgum öðrum tegundum, saab, bmw, benz og einhverjum öðrum evróskum tegundum.
F er rafmagnsinnspýting eins og er móðins í dag, ekki algengt í eldri volvoum en kom þó í nokkrum bílum
K er svo þessi venjulegi blöndungur, arftaki A týpunnar.Svo eru fleiri gerðir sem fátíðari eru. Stundum voru menn að mixa B21ET turbomótorinn ofaní willys og súkkur, minnir að þeir hafi verið 171 hestafl og þrælvirkuðu eftir því, en þeir eru fjandanum sjaldséðari í dag, þó átti Siggi bílabróðir einn til sölu á mjög sanngjarnt verð um daginn. Svo er hægt að setja upp mjög skemmtilega mótora fyrir hóflegt verð, taka K kjallara og setja á hann E hedd (lægri þjappa) og blása 15-20 psi inná með góðri túrbínu og annaðhvort E innspýtingu eða megasquirt, autronic eða sambærilegar innspýtingatölvur og þá eru 200 hestöflin auðfundin.
Minni menn á volvospjallið, volvospjall.tk
04.05.2009 at 11:05 #647068Ég er með eina svona(B230A) í Súkkunni hjá mér og er bara að virka þokkalega. Eina sem ég get sett út á er blöndungurinn en þessir SU blöndungar er frekar leiðinlegir sérstaklega þegar þeir fara að eldast. Það er ótrúlega gott tog í þessum mótor enda skilst mér að svinghjólið sé í þyngri kantinum. Maður búinn að vera að pæla í að skipta um vél en ekkert orðið úr því. Langar til að prófa að skipta um blöndung og jafnvel knastás og sjá hvað það gerir fyrir hana. Þarf hvort sem er að kíkja eitthvað á hana því að það er búið að vera eitthvert bank í henni síðan ég fékk bílinn, það er mikið búið að reyna að finn hvað það er en ekki tekist, þetta er ekki legubank og það lagast þegar hún hitnar. Út af þessu hélt maður að hún myndi nú ekki endast lengi, en hún gengur en og er ekkert lát á henni svo að það er kannski best að halda bara í hana. Eins og Elli segir þá er ekki mikið mál að ná hestöflum út úr þessum vélum og svo er þetta andskotanum sterkara.
Kv. BIO
04.05.2009 at 19:53 #647070Ég ætla aðeins að skoða mótorinn betur um helgina og kem svo kannski með einhverjar fleiri spurningar.
Kv:stefán
04.05.2009 at 20:58 #647072Volvo B20 er sjaldnast B20.
volvo b 20 var framleiddur á árunum 1968 – 1977
en hér er liyi yfir nokkra volvo mótora
1976-1984 B17 – 1.8 L (1784 cc) SOHC 8 valve
1979-1981 – B17A – 8.3:1 compression – 90 hp
1976-1984 B19 – 2.0 L (1986 cc) SOHC 8 valve Volvo 340/360
1974-1978 – B19A – 8.8:1 compression – 97 hp
1974-1981 – B19E – 8.8:1 compression – 117 hp
1979-1984 – B19A – 8.5:1 compression – 90/97 hp
1982-1984 – B19E – 9.2:1 compression – 117 hp
1976-1985 B21 – 2.1 L (2127 cc) SOHC 8 valve Volvo 240
1976 B21F – 8.5:1 compression – 102 hp – U.S. models
1977-1978 B21F – 8.5:1 compression – 104 hp – U.S. models
1977-1978 B21F – 8.5:1 compression – 101 hp – California
1979 B21F – 9.3:1 compression – 107 hp – North America
1979 B21F – 8.5:1 compression – 101 hp – California
1979-1980 B21E – 9.3:1 compression – 123 hp – European
1980 B21A – 9.3:1 compression – 100 hp – Canada
1980 B21F – 9.3:1 compression – 107 hp – Canada
1980 B21F – 9.3:1 compression – 107 hp – U.S. models
1981 B21F – 9.3:1 compression – 107 hp – California
1981 B21F – 9.3:1 compression – 99 hp – U.S. models
1981 B21FT – 7.5:1 compression – 126 hp – U.S. Turbo
1981 B21A – 9.3:1 compression – 100 hp – Canada
1981 B21F – 9.3:1 compression 107 hp – U.S. models
1982 B21F – 9.3:1 compression 99 hp – U.S. models
1982 B21F – 9.3:1 compression 105 hp – California
1982 B21FT – 7.5:1 compression 127 hp – U.S. models
1983 B21FT – 7.5:1 compression – 127 hp – U.S. models
1984 B21FT – 7.5:1 compression – 131 hp – U.S. models
1984 B21FT-IBS – 7.5:1 compression – 162 hp – U.S. models
1979-1984 B23 – 2.3 L (2316 cc) SOHC 8 valve Volvo 240
1979-1980 B23E – 10.3:1 compression 140 hp – European
1981 B23E – 10.0:1 compression – 136 hp – Canada
1981 B23E – 10:1 compression – 136 hp – Canada
1982 B23E – 10.0:1 compression – 136 hp – Canada
1983 B23F – 10.3:1 compression – 107 hp – U.S. models
1984 B23E – 10.3:1 compression – 115 hp – Canada
1983-1984 B23F – 9.5:1 compression – 111 hp – U.S. models
1984 B23F – 10.3:1 compression – 114 hp – U.S.models
1985-1988 B200 – 2.0 L (1986 cc) SOHC 8 valve Volvo 340/360 and 200/700/900 series for certain markets
1985-1995 B230 – 2.3 L (2316 cc) SOHC 8 valve Volvo 240
1985-1986 B230F – 9.8:1 compression – 114 hp – U.S. models
1985-1987 B230E – 9.8:1 compression – 131 hp
1988 B230F – 9.8:1 compression – 114 hp – U.S. models
1989-1993 B230F – 9.8:1 compression – 114 hp – U.S. models
1994-1998 B230FK – 8.7:1 compression – 135 hp – European models
1994-1998 B230FT – 8.7:1 compression – 165? hp
kv Arnar
04.05.2009 at 21:41 #647074Eg hef smá reynslu af þessum mótorum, var með hann í súkku.
Gallar: Þegar þú ekur upp langa brekku, þá hallar upp í blönduginn og lokar fyrir innsstreymið og þegar blöndungurinn er búinn með forðann þá drepur mótorinn á sér og það getur verið erfitt að koma honum í gang (hentar mjög illa í fjallajeppa).
Þessi fjagra gíra kassi er algjört drasl enda er hann úr fólksbíl, fáðu þér helst 5 gíra kassa af b21 eða b23, þá færðu aukagír þar sem ert annars í 3000 rpm á 80kmklst.
Niðurstaða: farðu strax í B23
04.05.2009 at 22:12 #647076sælir settu blöndung af mösdu 2000 þá færðu meiri snúning og minni eyðslu, félagi minn gerði þetta hjá sér og það virkaði mjög vel
kv Heiðar
04.05.2009 at 22:25 #647078Alltaf gamann að fá svör og skoðanir. Endilega haldið áfram.
Ég fer og tek myndir og skoða þetta um helgina þá getið þið kannski sagt mér hvað ég er nákvæmlega með í höndunum.
Kv: Stefán
04.05.2009 at 23:34 #647080Hefur enginn fiktað með þessar vélar ?
Reyndar erfitt að fá þessar vélar þar sem þessir bílar eru hrikalega endingargóðir.
Fínt tork og auðvelt að tjúna í 300 hp
Og vélarnar sama og ódrepandi.
Veit um eina 2.0 saab turbo vel sem var smellt í Caravan.
hún er standart 175 hö.
Kannski passar þetta ekki á neina kassa, hef ekki skoðað það.SAAB bara rokkar
er með eina svona 2,3 turbo í bílnum hjá mér
bara virkar í 15 ára gömlum bíl.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.