Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vöð í straumvötnum
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.06.2003 at 21:32 #192691
Sælir félagar nú er ég að fara út á hálabraut í sambandi við vöð í straumvötnum. Er það þekking hjá sumum mönnum í blóð borið sambandi við vöð í ám? Eða eru sumir alltaf fastir og aðrir ekki hver er galdurinn? Ég persónulega hef verið svo heppinn að sleppa við festur í ám trúlega heppni! Væri gaman að heyra einhverjar reynslusögur svaðilsögur eða vel heppnar sögur sambandi við straumvötn.Og hvað er að varast og hvað ekki?
Kveðja Eyþór
P.S. Virkar þetta með að henda grjóti út í á og hlusta á hvað er djúpt?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.06.2003 at 22:11 #474554
Ég held að þetta sé bara kjaftæði með grjótkastið í árnar, reyndar held ég að menn séu bara að reina grynka í ánum með þessu grjótkasti, vegna vatnshræðslu. Annars ætlar Hlynur Snæland að vera með kennslu í vatnaakstri í sumarferð Flugsveitarinnar í ár, svo það er bara að skrá sig Eyþór, þú veist hjá Lúffa.
En kenslustundinn fer fram í Múlakvisl, þar sem Múlakvísl og Sandvatn koma saman. Og það verður baaara gaman.Jón Snæland.
PS hvar í fja"$%#&um á að skrá sig í Langjökulsrallið?????????????????????
27.06.2003 at 22:50 #474556Ég var nú kominn hálfa leið yfir sprænuna þarna í fyrra, þegar farþegarnir gerðu uppreisn og hröktu mig til baka í land. Annars er þetta með grjótkastið ágætt ráð til að áætla dýpið í ám en þá verður að vera grjótbotn í ánni. Þegar skvompið kemur þegar grjótið lendir í vatninu er að hlusta eftir því hvenar hann lendir í botninum og dýpið má áætla eftir tímanum sem hann er að sökkva til botns. Það tekur smá tíma og æfingu að venjast þessu ráði en það er nokkuð gott þegar menn hafa vanist því. Ég heyrði að flugsveitin sé komin í æfingabúðir í vatnaakstri í Elliðadal en verði fyrir aðkasti laxveiðimanna á svæðinu…
Hlynur
28.06.2003 at 11:33 #474558Hvernig væri að þú kynntir upp með sögu Eyþór. Svona til þess að fá menn í gang. Þú gætir byrjað á því að segja okkur frá tveim óðum mönnum sem reyndu að bakka upp Krossá á Willis ???????????????.
Slóðríkur.
28.06.2003 at 15:29 #474560Þessi saga á víst að vera sönn. Heyrði ég af tveimur félugum sem voru á blæju willys í þórsmörk. Voru þeir staddir innst í þórsmörkinni Básamegin við göngubrúnna þar sem vegurinn endar þar voru staddir útlendingar á tveimur jeppum Unimoc og man ekki hvað hinn var og voru útlendingarnir að spá hvort það væri hægt að fara yfir ánna. Willys félagarnir héldu það nú þetta væri nú ekki mikil spræna svo þeir fóru yfir og var ekkert mál það þótti eiganda willysins ekki mikið til koma svo hann sagði félaganum að keyra hring í ánni sem gekk bara vel en þótti eigandanum ekki nóg komið enn svo eigandinn sagði félaganum að bakka undir brúnna sem gekk bara vel í byrjun svo lítur eigandinn aftur í og sér að vatnið er byrjað að brjóta á miðri blæjunni og þeir félagar eru komnir undir brúnna þá gefa smellurnar sig í blæjunni og félagarnir sátu uppí mitti í vatni sem stoppaði þá ekki en hurðirnar voru bara opnaðar til að hleypa krossá í gegn en ferðin endaði á stórum stein sem willysinn komst ekki yfir svo ekið var bara uppúr ánni og spjallað við útlendingana sem sögðu þeim eð þeir væru brjálaðir og brunuðu í burtu. Og sátu félagarnir mjög hissa eftir.
Kveðja Eyþór.
P.S. Eigandinn var farþegi (ég) ökumaðurinn Ýktur í öllu sem tók tilsögn mjög vel.
29.06.2003 at 20:43 #474562Ég luma á einni kannski ekki alveg eins ROSALEGRI enn allavega…..
Vorum við bræður staddir í Landmannalaugum fyrir um 2 árum og vorum eitthvað að labba um svæðið, kemur einhver Frakki á svona Citroen Xantia, sem er hægt að hækka og lækka, nema hann stoppar hjá fyrri ánni og hækkar bílinn í botn, og fer svo yfir bara eins og á að gera….rólega og ekkert mál. Svo kemur hann að "sprænunni" og Frakkinn ákveður, fyrst þetta var svo auðvelt áðan, að fara yfir miðjan pollin og á smá hraða til að sulla soldið. Nema útí miðjum pollinum sagði Citoen stopp og drap á, og náttúrulega fór allur þrýstingur af upphækkunardæminu hjá Citroen og fór hann lækkandi útí miðjum pollinum. Endaði þetta með því, eftir að Frakkinn var búinn að reyna að starta í gang allan tímann og við veifandi honum að hætta á bakkanum, að Citroen var lagstur á magann, vatn uppá rúður OG ÞÁ ákvað Frakka-parið að best væri að koma sér út, og í land og opnaði hurðarnar á bílgreyinu………………..ÆÆÆÆiiiiiii heyrðist bara í okkur.
Þetta var langt kvöld, að hjálpa liðinu að hleypa vatninu úr bílnum og vélinni, en við komum svo bílgeyinu í gang um morguninn eftir mikið bras (Franskt dót). Frakkinn var svo ánægður að við skildum BJARGA bílnum hans að hann byrgði okkur upp af Konna, öl, og frönskum dósamat, sem ég held að sé enn til ef einhver vill. Þ.e. dósamaturinn.THE END
Vonandi eru til fleiri sögur sem menn vilja deila okkur hinum með.
með kveðju úr Danaveldi
Markús
29.06.2003 at 22:32 #474564Var í gær í núpsstaðaskógi. Fjölskyldan ákvað að hlusta ekki á aðvarannir og fylgja ferðaplaninu (hópferð inn í Núpsstaðaskóg). Hannes á Hvolli (já, tvö en ekki eitt L) sem er með ferðirnar inneftir talaði um að sennilega væri mikið í ánni.
Í fyrri álnum gekk rútunni vel yfir. á eftir henni kom óbreyttur LCr. 90. Þegar hann var á leið upp úr ánni spólaði hann og neyddist til að bakka og reyna aftur. Aftur spólaði hann. Síðan bakkaði hann enn lengra út í ánna, tók af stað í öðrum og tókst þá að koma honum upp úr. 1st í lága dugði ekki en í öðrum gír náði hann ferð til að skoppa upp úr. Við fórum á eftir og gekk vel (38" breyttur LandCr á 33"). Þeir tveir sem á eftir komu fóru annað vað.
Seinni állinn leit verr út svo það var fjölmennt í rútunni sem fór yfir. Við vorum eini jeppin sem ákvað að fylgja rútunni yfir. Það náði í framljósin en lítill straumur svo það var lítið mál. Samt gott að hinir jepparnir voru skildir eftir því það hefði hlætt upp á húdd = drukknun vegna óbreyttra loftinntaka.
á bakaleiðinni fékk ég far yfir seinni (fyrri) álinn í óbreyttum pajero sport. rétt þegar hann var að skríða upp úr var stór steinn fyrir honum svo hann spólaði sig niður, náðist samt upp án skemmda.
Hvað lærði maður? Fínmynstruð dekk virka alls ekki í bröttum bökkum. Var ekki sama málið með Terracanin í mörkinni?
Freyr
30.06.2003 at 09:04 #474566Eg er nú ekki sammála þeirri kenningu að fínmynstruð dekk dugi illa til að fara yfir ár. Landgræðslu ferðin fyrir viku var fyrsta skipti sem ég hef farið á grófmynstruðum dekkjum inn í Þórsmörk, á 14 árum hef ég aldrei lent í því að stoppa úti í á þar. Ef bakkar eru brattir og drif eru ekki læst, þarf að keyra þvert á þá og halda smá skriðþunga. Eins er betra að minnka loftþýsting, það stækkar snertiflöt dekkjanna og dregur úr hættu á að hjólin grafist niður.
Algengasta ástæðan sem ég hef séð fyrir því menn stoppa í ám er að framdrifið er óvirkt, t.d. vegna þess að driflokur eru ekki á. Einnig hef ég séð menn reyna að keyra á móti straumi og þannig fá vatn upp á húdd og að reyna að keyra á ská upp krappa bakka með ólæst drif.
30.06.2003 at 14:09 #474568Þessi saga er náttúrulega stórlega ýkt… við náðum ekki alveg að bakka undir brúna en langleiðina þó 😉 Skömmu áður höfðum við verið að elta Chevrolet upptíning af stærstu gerð á 44" (6 manna hús og laaaangur pallur) í Krossá. Það gekk vel lengi framan af en alltaf fann hann dýpri pytti til að láta okkur elta sig í. Og loks kom að því að Willys var nóg boðið og okkur rak niður ána. Með herkjum náðum við samt að koma framhjólunum upp á bakkann og sátum við þar fastir upp á endann með afturhjólin á bólakafi og Krossá beljandi í gegnum blæjuna fyrir aftan okkur. Eitthvað þótti okkur drifgeta bílsins lítil og eyddum við smá tíma í að bölva því, þegar við skyndilega mundum eftir því að við höfðum ekki sett í framdrifið. Eigandinn (Eyþór) ljómaði allur við þessa uppgötvun og fékk nýja trú á faratækið. Sá ljómi dofnaði þó fljótt þegar við uppgötvuðum að skiptistöngin fyrir millikassann var horfin. Eigandinn fór þá að gramsa undir sætinu hjá sér og fann einhverja stöng eða skrúfjárn sem gæti mögulega nýst sem millikassastöng. Drjúgur tími fór síðan í að hræra í millikassanum en aldrei hreyfðust framhjólin og við komust hvorki afturbak né áfram og hefði helst þurft þyrlu til að draga drusluna upp því alltaf gróf meira og meira undan henni að aftan. Þegar við vorum búnir að gefa þessar æfingar upp á bátinn ljómaði eigandinn öðru sinni og núna mundi hann eftir því að við höfðum aldrei sett í driflokurnar. Okkur samdist um að hann skriði fram á húdd til að setja í lokurnar því hann er maður langur mjög. Það kom í ljós að langir menn virðast ekki vera mjög liðugir og tók þetta ferðalag hans fram á húdd góða stund en á endanum stóð hann á framrúðunni og náði að teygja sig niður í lokurnar. Og það var eins og við manninn mælt að þegar druslan fékk drif á öll hjól þá var hægt að þruma henni afturábak og uppúr hinum megin.
Þetta byrjaði allt með einni saklausri setningu: "Eltu þennan…"
Kv.
Bjarni G.
30.06.2003 at 15:02 #474570Takk Bjarni ég var búinn að gleima þessu þetta var mikkil ferð.
Eyþór.
30.06.2003 at 17:07 #474572Sælir.
Ég kann eins litla sem ég ætla að deila með ykkur, þó hún sé ekki nærri eins krassandi og vina minna Eyþórs og Bjarna.
Fyrir fáeinum árum ætlaði ég að vera við skálavörslu í Setrinu eina viku. Ég átti ekki jeppa, en fékk lánaða stutta, óbreitta Vitöru til að fara á. Mér fannst liggja beinast við að fara Gljúfurleitina uppeftir, því þá leið hafði ég ekki farið dálítinn tíma. Vikuna áður en ég lagði upp hafði rignt meira en elstu menn mundu, enda þeir löngu orðnir kalkaðir. Nema hvað, það var óhemju mikið í ánum, en ég fór yfir Dalsá, og uppað Kisu þegar þegar ég ákvað að hún væri ófær. Þá var ekki um annað að ræða en að snúa við með skottið á milli lappanna. Mér gekk ágætlega niður efir, en þegar ég kom að Fremri Skúmstungnaá, hafði hún breytst í stórfljót. Ég sat á bakkanu góða stund og taldi í mig kjark. Loks lét ég mig hafa það og fór útí. Súkkan fór sem leið lá á siglingu niður eftir ánni, og kom að landi nokkrum metrum néðar en ég ætlaðist til, rétt ofan við stórgrýti. Hún náði í bakkann með framhjólunum, og krafsaði sig upp að lokum.
Minn lærdómur af þessu er sá að maður getur komist ótrúlega lengi af í hjartastoppi. En svo mikið er víst að ég fer ALDREI aftur yfir á á svona farartæki ótilneyddur.Kv.
Emil
30.06.2003 at 23:53 #474574Því miður hef ég ekki náð að festa á filmu nema lítinn part af þessum vatnaakstri mínum… sem oftast endar með því að eithvað gefur sig. En í myndaalbúminu mínu getið þið séð myndir úr þórsmörk og dómadal þar sem konan mín hefur verið dugleg að taka myndir á meðan ég keyri yfir einhvern pollinn og hefur mér þá oftast tekist að skemma eithvað þegar hún er ekki í bílnum til að hafa vit fyrir mér!
Hveðja Bæring
07.07.2003 at 23:35 #474576Er þessi kennsla í vatnaakstri opin öllum félögum eða er þetta bara ferð Flugsveitarinnar (gengi innan 4×4?????)?
Ef þessi ferð er opin, hvenær er hún?
Einn með áhuga, á því að pabbi nenniFreyr
15.11.2003 at 22:09 #474578Ég var að muna eftir einni sögu í viðbót úr þesssai sömu þórsmerkurferð. Hún gerðist á leiðinni inneftir og til baka þetta var þannig að við Bjarni stoppuðum á Hvolsvelli til að taka bensín og mæla olíu nema þegar við ætluðum að loka húddinu þá slitnaði önnur húddkrækjan ( willysin var með heillri framstæðu það er að segja þegar maður opnaði huddið opnaðist bretti og grill með) við fengum smá sjokk en hvað gat maður gert þórsmörk beið (til dæmis bundið huddið fast) en hugsunin náði ekki svo langt svo lagt var í hann við fórum að ræða hvað myndi gerast ef samstæðan fyki upp við myndum fá þetta allt í andlitið og framrúðan brotna og svona gekk umræðan fram og til baka alla leið inneftir svo eru þið búnir lesa það sem gerðist innfrá svo kom að heimleið og eins og alltaf keyrði Bjarni(ég var samt með próf)og umræðan byrjaði aftur en samt veikari þvi húddið hélt inneftir sem betur fer var mjög heitt þennan dag svo bjarni hafði rennt niður rúðunni svo fauk húddið upp með hrikalegum látum og viti menn framrúðan smallaðist en vitimenn þetta gerðist á 90 km hraða og umferð á móti(dæmigert)Bjarni var fljótur að hugsa stakk hausnum út en sá ekkert nema brettakantinn þá VAR EKKERT ANNAÐ AÐ GERA EN AÐ ÞRUMA Á BREMSUNAR EN VITIMENN bíllin bremsaði náttúrulega vitlaust eftir allt vatnið en allt slapp samt EN ÞÁ ÁTTI EFTIR AÐ KOMAST ÚT þetta tryllitæki var með svona blægju hurðum sem var hægt að skella eins og á venjulegum bíl og þar sem gluggastykkið gekk aftur skekktust hurðarnar og við komumst ekki út þá voru góð ráð dýr eins hallærislegt og það getur verið að vera læstur inní blægju willys nema hvað við byrjum að sparka glugga stykkinu fram og eftir soldin tíma komumst við út og BUNDUM HÚDDIÐ FAST. Þetta er trúlaga ein besta ferð sem ég hef farið í þÓRSMÖR.
Eyþór.
15.11.2003 at 22:28 #474580Sæll Eyþór og þið hinir miklu sögumenn. Hér eru komnar margar frábærar sögur þótt maður tryði ekki nema tíunda hlutanum. En ef þið viljið fræðast um vöð í straumvötnum, þá lítið á þennan þráð: http://www.isholf.is/gop/g_vinir/ferdir/_vod.htm
Kv.
Sverrir Kr.
15.11.2003 at 23:22 #474582Það var mikið gert í Öræfum áður en öll vötn þar voru brúuð,að kasta árnar eins og Öræfingar kölluðu það og notuðu til þess að finna vöð og fastan botn ásamt straumþunga og voru sumir þeirra snillingar á því sviði.enda aldir upp við þessi vötn,en ég held að þetta sé að mestu dottið uppfyrir og fáir kunni þetta svo vel sé,(þetta var fyrir tíma stórujeppanna)bara óbreyttir bílar og Vibon,það er best að mínu mati að skoða yfirborðið og meta hversu þung áinn er.
15.11.2003 at 23:29 #474584Sælir félagar,
Hvernig er þetta, eru ekki fleiri svaðilfarasögur til?
Hvernig væri að þeir sem eldri eru og byrjuðu í jeppa-ferða ævintýrinu um 1983 segðu okkur einhverjar svaðilfarasögur….
Maður er jú búinn að heyra heilan helling af svona sögum á kvöldin í einhverjum fjallaskálum út um allt land, en erum við búnir að heyra sömu sögur af svaðilförum að austan, vestan, norðan eða sunnan???
Ég mundi vilja fá að lesa fleiri svaðilfarasögur hérna,
svona…. "upp með puttana og pikkið á lyklaborðið"…!
svona meðan þið bíðið eftir snjónum.
með kveðju úr danaveldi
Markús
16.11.2003 at 01:14 #474586
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það var nu þannig að eg ásamt nokkrum félögum fórum inni mörk í dagsferð í fyrrasumar ég var á 2 manna toyotu pickup með pallhúsi sem vantaði hlerann á, þegar við komum að krossá var einn billinn úr leik vegna brotinnar vélarblokkar flestir bilarnir voru nánast óbreyttir þannig að eikkurir réðust í að laga loft inntökin enn 2 bílar ákváðu að vera eftir og þarsem pláss vantaði fyrir 3 fóru þeir á pallinn hja mer, eg var á 38 tommum og þóttist nokkuð öruggur og fór fyrstur, ekki þótti mer nu merkilegt vatnsmagnið þannig að eg akvað að keyra niður eftir ánni hversu heimskulegt sem það kann að vera þegar eg var buin að fara eikkurn spotta fann eg alveg NYJA hreyfingu billinn semsagt flaut uppí því veina þeir sem voru á pallinum og við sem vorum frammí litum viðí því fann eg afturdekkin taka niðri og pallurinn var orðin fullur að vatninánast uppi topp svo það var gefið í og náð að rulla uppá kantinn þökk se loftinntakinu í hanskahólfinu enn þeir sem á pallinum voru voru allir rennblautir í gegn og attu skemmtilegan dag í vændum heheheheh
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.