This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar.
Við fórum sex félagar í Eyjafjarðardeild í morgun á fund Norðurráðs Vatnajökulsþjóðgarðs sem haldinn var í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Þetta var opinn fundur þar sem rædd var ársskýrsla norðursvæðis fyrir árið 2010.
Kristveig formaður Vatnajökulsþjóðgarðs setti fundinn og ræddi um mikilvægi þess að hafa samráð við hagsmunaaðila.
Hjörleifur Finnsson sagði frá starfi þjóðgarðsvarðar o g Jóhanna Katrín hálendisfulltrúi sagði okkur frá starfi sínu sem var nokkuð fjölbreitt og ekki síst fyrir það að öskulag á Vatnajökli hafði þau áhrif að Jökulsá á Fjöllum óx langt yfir meðallag og yfir „flæðurnar“ sem þau urðu síðan að loka tímabundið sem og Herðubreiðarvegi vegna ágangs Jökulsárinnar.
Böðvar Pétursson stjórnarmaður hafði forsögu um starf stjórnar og tjáði sig í lokin um framtíðarhorfur þjóðgarðsins eftir hans sýn inn í framtíðina. Böðvar söng með breyttum texta,“ lagið sem er bannað“. Hann snéri textanum upp á Vatnajökulsþjóðgarðstjórn sem vakti mikla hrifningu fundarmanna.
Inn á milli framsögu voru leyfðar fyrirspurnir og síðasti klukkutíminn fór í fyrirspurnir og svör við þeim.
Ég skrifaði ekki allt niður (Félagi Björn Jóhanns ritari ferðafrelsisnefndar Ey4x4 var með okkur og hann skrifaði fundargerð sem birt verður síðar) en til að segja frá í stórum dráttum, þá fannst mér Kristveig, Hjörleifur, Katrín og aðrir sem starfa í þjóðgarðinum vera mjög jákvæð fyrir breytingum þeim sem við leggjum áherslu á. Stórfundurinn sem haldinn verður í byrjun maí finnst mér vera lykilatriði að fari vel og við að við náum góðri samstöðu með öðrum útivistafélögum og ekki síst Ferðafélagi Íslands (sem gekk úr Samút um daginn) Ef einhverjir ferðafélagsmenn lesa þennan þráð þá bjóðum við í f4x4 ykkur að ræða saman um lausn á ferðamálum félaganna.
Síðasti liður fundarins voru almennar fyrirspurnir og vöktum við athygli á lokun leiðar norðan Dyngjufjalla sem og í Vonarskarði. Snörpustu umræðurnar urðu um þennan lið. Eftir þær umræður tel ég að við í f4x4 ættum að ræða við hagsmunahópa og lenda niðurstöðu sem við gætum afhent Vatnajökulsþjóðgarðsnefnd.
Við ræddum í dag við fólk sem eru göngumenn og ég get fullvissað alla félagsmenn f4x4 um að hægt er að ná samkomulagi um leiðir og almennt um ferðafrelsi beggja aðila (göngumenn /jeppamenn) þá ræddi ég við skotveiðifólk, félaga í mótorsportfélagi og hestamenn og ég er sannfærður um að hægt er að brúa bil allra þessara aðila.
Við í ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 Eyjafjarðardeildar þökkum fyrir fundinn í dag og hlökkum til að bera saman bækur okkar að ári liðnu.
Bestu kveðjur.
Elli.
You must be logged in to reply to this topic.