This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir vitringar.
Ég er algjör nýliði í GPS tækninni en er fullur vilja til að læra, en er ekki viss hvaða tæki hentar mér. Ég er að leita að ódýru handtæki til að taka með í rjúpnaveiði og einstaka fjallaferðir að sumri.
Ég hef verið að velta fyrir mér kaupum á Garmin GPS handtækjum. Eins og staðan er í dag líst mér vel á Garmin eTrex. En það er til í tveimur útgáfum; eTrex Legend og eTrex Vista og eftir því sem ég kemst næst (eftir skoðun á heimasíðu Garmin á Íslandi) er eini munurinn sá að Vista tækið er með rafeinda-kompás og hæðamælir (Baro-mælir) en Legend tækið ekki. Þess vegna velti ég því fyrir mér hversu mikilvægir eru þessir eiginleikar og eru þeir þessi virði að borga 5.000-12.000 kr aukalega fyrir þá?Kv.
Ásgeir
You must be logged in to reply to this topic.