FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Virkt email

by Bragi Þór Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Virkt email

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bragi Þór Jónsson Bragi Þór Jónsson 14 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.04.2011 at 17:04 #218497
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant

    Það hefur borið svolítið á því að menn séu ekki með skráð virk tölvupóstföng (email) á prófílnum sínum. Er þetta bagalegt fyrir alla, þar sem ekki er hægt að koma skilaboðum og tilkynningum áleiðis til viðkomandi hér á vefnum.
    Það getur að sjálfsögðu gerst að menn skipti um email og gleymi að uppfæra þar sem þau eru skráð.

    Ég hef sent þeim ábendingar um þetta í ES hér á spjallinu, þegar slíkt hefur komið upp og hafa flestir farið eftir því. Líklega vita hinir ekki af því, þar sem þeir fá ekki tilkynningar á sitt óvirka email.
    Vil ég biðja ykkur um að yfirfara þessa upplýsingar reglulega svo komist verði hjá leiðindum en það verður lokað á aðgang manna sem ekki hafa þetta í lagi.
    Ef einhverjir eru í vafa hvernig þetta er gert, þá endilega sendið fyrirspurn á vefnefnd@f4x4.is

    fh. Vefnefndar F4x4
    Bragi Þór

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 12.04.2011 at 00:23 #727173
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Af hverju í ósköpunum á að loka á menn sem hafa ekki virkt e-mail skráð hjá sér? Nú hef ég verið félagi í klúbbnum og virkur hér á síðunni í þónokkur ár og hef eingöngu notast við mailið þegar ég er að kaupa/selja dót gegnum auglýsingar hérna. Því skil ég ekki af hverju e-mail er skilyrði til að geta verið með hérna á spjallinu?????

    Mér þótti slæmt þegar lokað var á skrif utanfélagsmanna hér á síðunni því hún datt alveg rosalega mikið niður við það, í guðanna bænum ekki gera enn meira í því að fækka spjallverjum og draga spjallið þannig enn meira niður.

    Kv. Freyr Þórsson





    12.04.2011 at 00:54 #727175
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Sæll Freyr.
    Tilgangurinn er alls ekki sá að reyna að loka eða hnekkja á mönnum, heldur þvert á móti, að menn fái þær tilkynningar sem kerfið býður upp á og sendir til þeirra.
    þetta er bara liður í því að laga virkni vefjarins og minnka óþarfa álag á bæði kerfið og þá sem utan um það halda. Við í vefnefnd fáum t.d. allir email frá kerfinu, þegar það reyndir að koma tilkynningum til manna, sem berast ekki til þeirra. Þetta er óþarfa póstur í okkar persónulega pósthólf.

    Þess má einnig geta, að sem skilyrði fyrir skráningu, þá þurfa menn m.a. að gefa upp virkt email til að kerfið geti klárað skráningarferlið og að menn geti notað vefinn.

    Þetta er vinsamleg tilmæli til úrbóta og liður í skilvirkari og öflugri vef.
    Ég er tilbúinn að aðstoða menn ef með þarf.

    -Bragi Þór
    Vefnefnd





    12.04.2011 at 01:10 #727177
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Ég tek undir með Frey. Það vefst nógu mikið fyrir ansi mörgum að nota þessa síðu fyrir og í guðanna bænum ekki flækja það fyrir þeim enn meir. Só vott að þeir fái ekki einhverjar "tilkynningar sem kerfið býður upp á"… ef þeir geta loggað sig inn og tjáð sig svona nokkuð hindranalaust (skulum ekki fara út í það hvað þessi síða er mikið völundarhús!!) þá sé ég ekki nokkra ástæðu til að fara að hræra eitthvað í þessu.
    Er það NAUÐSYN að þið fáið tilkynningar þegar þessar tilkynningar berast ekki??? Tilkynningar um tilkynningar og tilkynningar um engar tilkynningar………

    Ég vil samt taka það fram að ég er með mitt netfang skráð og það virkar bara nokkuð vel. Einu tilkynningarnar sem ég fæ eru útaf þessum svokölluðu "einkaskilaboðum". Sem í raun frá mínum bæjardyrum séð eru óþarfa utanumhald fyrir MIG. Geta menn ekki bara hringt eða sent tölvupóst, að því gefnu að upplýsingar þar að lútandi séu til staðar…

    Þetta fer svona svolítið að minna á skrifræði bara til þess að hafa skrifræði en svo man enginn eftir því hvernig það byrjaði allt saman





    12.04.2011 at 01:40 #727179
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Ég ætla að biðja menn að anda aðeins með nefinu hérna. Það er bara verið að biðja fólk [u:cmwt9hri]vinsamlegast[/u:cmwt9hri] um að fara yfir þessar grunnupplýsingar hjá sér og laga ef þær hafa breyst.

    Þegar sótt er um aðgang að vef f4x4.is, þá eru nokkur atriðið sem [u:cmwt9hri]þarf[/u:cmwt9hri] að skrá og þau eru:
    Fullt nafn, kennitala, email og heimilisfang, fyrir utan notendanafn og lykilorð.

    Ég reikna nú með að nafn og kennitala breytist ekki hjá fólki en email sem og heimilsfang getur gert það.
    Það hefur t.d. verið vandamál í gegnum árin að þegar sendur hefur verið út póstur, t.d. Setrið, hversu mikið af því skilar sér ekki til félagsmanna vegna þess að heimilisfang hefur breyst og eykur það kostnað Klúbbsins að óþörfu.
    Þótt að það sé ekki beinn sendingarkostnaður við email, þá tekur það tíma, fyrir þá sem í vefnefnd sitja, að fara yfir þessi mál og laga en ég myndi miklu frekar vilja verja þessum tíma í eitthvað uppbyggilegra en einhvern óþarfa eltingarleik og lagfæringar sem menn geta sjálfir séð um, það voru jú þeir sem skiptu um email (eða heimilisfang). Ég er hér til að aðstoða menn varðandi vefinn, eins og áður hefur komið fram og tel ég þeim tíma þá vel varið, annars væri ég ekki í þessu.
    Ég minni einnig á að það er hægt er að hringja á skrifstofuna ef menn kjósa frekar og tilkynna breytingar á sínum upplýsingum og bið ég menn endilega að gera það ef og þegar þeir skipta um annað hvort heimilisfang eða email.

    fh. vefnefndar
    Bragi Þór





    12.04.2011 at 12:54 #727181
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég verð nú bara að segja það að ég er hjartanlega sammála Freyr og Kristinn…. mér finnst það doldið harkalegt að hóta lokun á virkum félaga í spjallinu bara af því að viðkomandi fær ekki einhver skilaboð…….

    Ég er með virkt tölvupóstfang skráð og hef ekki fengið nein E-mail/tilkynningar frá 4×4 í gegnum það í mjög, mjög, mjög langan tíma…. þannig að mér finnst þetta doldið undarleg aðvörun….

    Kv.
    Óskar Andri





    12.04.2011 at 15:15 #727183
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Þið megið ekki misskilja þetta, málið snýst ekki um hvort þú sem notandi fáir tilkynningar og skilaboð eður ei, heldur snýst þetta um fækka óþarfa villuskilaboðum í pósthólfið mitt og þeirra sem í vefnefnd sitja hverju sinni.
    Hver notandi getur stillt fyrir sig, hvernig og hvort hann vilji fá einhverjar tilkynnngar eða skilaboð yfir höfuð.
    Það eru eflaust margir, ef ekki flestir, sem vilja fá tilkynnngar um það þegar einhver svarar þræðinum þeirra eða auglýsingunni sem þeir settu inn svo þeir geti brugðist við.

    Eins langar mig að benda mönnum á [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=859&Itemid=238:2oj6g5te]skilmála f4x4.is[/url:2oj6g5te], grein nr. 5, svo þetta sé á hreinu.

    kv. Bragi Þór
    Vefnefnd





    12.04.2011 at 19:34 #727185
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Og hvernig tjékkar maður á því hvort netfangið sé rétt og virkt ?





    12.04.2011 at 21:51 #727187
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Fljótlegasta leiðin, bæði til að sjá og prófa, er að smella á notendanafnið sitt hér hægra megin (ekki fullt nafn) og á þeirri síðu sem upp kemur, undir liðnum "Hafa samband við [notandi] er hægt smella á "Senda [notandi]" til að senda prufupóst. Ef einungis er farið með músina yfir tengilinn, þá sést emailið yfirleitt neðst vinstra megin í vafraglugganum. Getur verið misjafnt eftir vöfrum (browsers).

    Eins er hægt að fara í Hjálp > Mínar upplýsingar, fara með músina yfir "Edit", smella á "Update your profile" og velja "Contact info" flipann. Þar eru þessar grunnupplýsingar og getur viðkomandi uppfært þær ef þurfa þykir.

    kv. Bragi Þór
    vefnefnd





    12.04.2011 at 21:55 #727189
    Profile photo of Ingi Ragnarsson
    Ingi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 280

    [quote="Ofsi":3qx50qb0]Og hvernig tjékkar maður á því hvort netfangið sé rétt og virkt ?[/quote:3qx50qb0]

    Svona: (smellið á myndina til að sjá hana stærri)

    [attachment=1:3qx50qb0]nr 1.jpg[/attachment:3qx50qb0]
    [attachment=0:3qx50qb0]nr 2.jpg[/attachment:3qx50qb0]





    12.04.2011 at 22:18 #727191
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Takk Ingi, ég gleymdi þessari leið :)
    Ég mæli með henni, þar er líka íslenskan í lagi.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.