This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Axel Sigurðsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Þessum pistli stal ég á visir.is.
Landsvirkjun hefur hafið hönnun nýrra virkjana í Skaftártungu og á hálendinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Verkhönnun Skaftárveitu er þegar lokið en með henni verður vesturkvíslum Skaftár veitt í Langasjó. Orkufyrirtæki landsins standa skyndilega frammi fyrir því að þau anna ekki þeim óskum sem eru um kaup á raforku til álframleiðslu. Á ársfundi Landsvirkjunar í vikunni rakti Friðrik Sophusson forstjóri þá virkjanakosti sem fyrirtækið er með í undirbúningi. Þær virkjanir sem virðast næstar í framkvæmdaröðinni eru í neðri Þjórsá, við Núp og Urriðafoss, en umhverfismat vegna þeirra liggur þegar fyrir. Þeim er ætlað að mæta raforkuþörf vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Orkuþörf álsvers við Húsavík hyggst Landsvirkjun mæta með jarðgufuvirkjunum í Kröflu, Bjarnarflagi, Þeistareykjum og í Gjástykki og hefjast rannsóknarboranir vegna þeirra nú á vordögum. Til að mæta enn frekari óskum horfir Landsvirkjun nú helst til þess að beisla afl jökulfljóta sem eiga upptök sín í suðvestanverðum Vatnajökli sem og norðaustanverðum Mýrdalsjökli. Svokölluð Skaftárveita virðist þar lengst komin í undirbúningi en verkhönnun er lokið. Landsvirkjun telur þennan kost afar hagkvæman. Með Skaftárveitu er ætlunin að veita vesturkvíslum Skaftár yfir í Langasjó og þaðan yfir í Tungnaá en með þeim hætti myndi raforkuframleiðslu aukast í þeim virkjunum sem þegar eru starfandi í Þjórsá og Tungnaá. Neðar í Skaftá hefur Landsvirkjun lokið frumhönnun 140 megavatta Skaftárvirkjunar. Í Hólmsá í Skaftartungu er sömuleiðis lokið frumhönnun nýrrar virkjunar upp á 72 megavött en Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, er einnig aðili að undirbúningi þessara tveggja virkjana. Fjórði kosturinn á þessu svæði er virkjun í Tungnaá, ofan við Sigöldu og Krókslón, á móts við Vestur-Bjalla. Við blasir að átök gætu orðið um þessi áform, sérstaklega Skaftárveitu, en Landvernd hélt sérstaka ráðstefnu í fyrra um verndargildi Langasjávar.
Þarna kemur fram að enn skal fórna dýrmætri náttúru íslands til að framleiða niðurgreitt rafmagn fyrir álver. LV er búin að hafa augastað á Langasjó lengi, en það er nýtt fyrir mér að til standi að virkja inn við Bjalla. Ekki hef ég séð neitt yfir þau áform, en trúlega er Hófsvað þá komið í stór hættu, að lenda undir lóni. Ég segi fyrir mína parta að ég verð brjálaður ef það gerist og mun íhuga það alvarlega að gerast klikkaður umhverfishriðjuverkamaður ef það er raunin. Mér er orðið alvarlega misboðið af þessu endalausa virkjunarbrjálæði sem er að tröllríða öllu hér, og vona að alvarleg hugarfarsbreyting fari að eiga sér stað hjá þessari þjóð og ráðamönnum sem fyrst.
Einn sem er búinn að fá upp í háls af virkjunar og álversdraumum ráðamanna þessa lands….
You must be logged in to reply to this topic.