FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Virkjunaræði

by Hlynur Snæland Lárusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Virkjunaræði

This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Axel Sigurðsson Axel Sigurðsson 19 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.04.2006 at 23:37 #197709
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant

    Þessum pistli stal ég á visir.is.

    Landsvirkjun hefur hafið hönnun nýrra virkjana í Skaftártungu og á hálendinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Verkhönnun Skaftárveitu er þegar lokið en með henni verður vesturkvíslum Skaftár veitt í Langasjó. Orkufyrirtæki landsins standa skyndilega frammi fyrir því að þau anna ekki þeim óskum sem eru um kaup á raforku til álframleiðslu. Á ársfundi Landsvirkjunar í vikunni rakti Friðrik Sophusson forstjóri þá virkjanakosti sem fyrirtækið er með í undirbúningi. Þær virkjanir sem virðast næstar í framkvæmdaröðinni eru í neðri Þjórsá, við Núp og Urriðafoss, en umhverfismat vegna þeirra liggur þegar fyrir. Þeim er ætlað að mæta raforkuþörf vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Orkuþörf álsvers við Húsavík hyggst Landsvirkjun mæta með jarðgufuvirkjunum í Kröflu, Bjarnarflagi, Þeistareykjum og í Gjástykki og hefjast rannsóknarboranir vegna þeirra nú á vordögum. Til að mæta enn frekari óskum horfir Landsvirkjun nú helst til þess að beisla afl jökulfljóta sem eiga upptök sín í suðvestanverðum Vatnajökli sem og norðaustanverðum Mýrdalsjökli. Svokölluð Skaftárveita virðist þar lengst komin í undirbúningi en verkhönnun er lokið. Landsvirkjun telur þennan kost afar hagkvæman. Með Skaftárveitu er ætlunin að veita vesturkvíslum Skaftár yfir í Langasjó og þaðan yfir í Tungnaá en með þeim hætti myndi raforkuframleiðslu aukast í þeim virkjunum sem þegar eru starfandi í Þjórsá og Tungnaá. Neðar í Skaftá hefur Landsvirkjun lokið frumhönnun 140 megavatta Skaftárvirkjunar. Í Hólmsá í Skaftartungu er sömuleiðis lokið frumhönnun nýrrar virkjunar upp á 72 megavött en Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, er einnig aðili að undirbúningi þessara tveggja virkjana. Fjórði kosturinn á þessu svæði er virkjun í Tungnaá, ofan við Sigöldu og Krókslón, á móts við Vestur-Bjalla. Við blasir að átök gætu orðið um þessi áform, sérstaklega Skaftárveitu, en Landvernd hélt sérstaka ráðstefnu í fyrra um verndargildi Langasjávar.

    Þarna kemur fram að enn skal fórna dýrmætri náttúru íslands til að framleiða niðurgreitt rafmagn fyrir álver. LV er búin að hafa augastað á Langasjó lengi, en það er nýtt fyrir mér að til standi að virkja inn við Bjalla. Ekki hef ég séð neitt yfir þau áform, en trúlega er Hófsvað þá komið í stór hættu, að lenda undir lóni. Ég segi fyrir mína parta að ég verð brjálaður ef það gerist og mun íhuga það alvarlega að gerast klikkaður umhverfishriðjuverkamaður ef það er raunin. Mér er orðið alvarlega misboðið af þessu endalausa virkjunarbrjálæði sem er að tröllríða öllu hér, og vona að alvarleg hugarfarsbreyting fari að eiga sér stað hjá þessari þjóð og ráðamönnum sem fyrst.

    Einn sem er búinn að fá upp í háls af virkjunar og álversdraumum ráðamanna þessa lands….

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 27 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 09.04.2006 at 00:09 #548750
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég verð nú að taka undir það að þetta fer nú að verða dálítið þreytandi…..

    Ég hef nú lengi verið frekar hlyntur framkvæmdum, ef þær standast eðlilegar kröfur um arðsemi og ef farið er að öllum leikreglum.

    En nú fer að verða komið nóg og ég tek undir það með Hlyn að Skaftárveita finnst mér algerlega fráleit hugmynd og vona að menn sjái að sér þar.

    Benni





    09.04.2006 at 00:27 #548752
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    þetta er bara birjun á að selja landið til annara og þeir eru búnir að ákveða kaupendur bara við fáum ekki vita það. Svo er eftir að ákveða hvað við eigum að borga í leigu fyrir að fá að draga andann og keira um vegi þessa lands. Góð gæjar eða þannig
    kv,,,MHN





    09.04.2006 at 08:23 #548754
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Já satt segi þið. Þetta virkjunaræði virðist ekki ætla að taka enda nema síður sé. Ég skil nú ekki alveg þessi áform fyrir ofan Sigöldu. Er verið að tala um lón ?, sem kemur til með að sökkva Hófsvaði eða hvað. Svo eru þessi virkjunaráform í Hólmsá. Þau líst mér ekkert á. Og er ástæðan sú að Öldufellsleið er ein af fallegustu leiðum landsins, auk þess. Þá eru menn komnir inn á Fjallabakssvæðið. Fjallabakssvæðið á að láta í friði fyrir öllum framkvæmdum hverjar svo sem þær eru.





    09.04.2006 at 08:51 #548756
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef mig minnir rétt þá eiga þeir við svartárkrók þar er búið að mæla allt upp.Er ekki komin tími til að taka upp frönsku aðferðina í mótmælum…..
    Matti





    09.04.2006 at 09:11 #548758
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Mér hefur nú sýnst á umræðunni hér að þessi virkjanaáform sé eitthvað sem stór hluti félagsmanna hafi lítið á móti. A.m.k. halda ansi margir því fram að klúbburinn eigi ekkert að vera að skipta sér af þessu.

    Ef menn mótmæla ekki slíkum áformum þá þýðir lítið að væla eftir að búið verður að koma þessu á fullt skrið. Það er ekki hægt að vera bæði með og á móti. Það eru bara fólk sem ekki hugsar heila hugsun sem heldur öðru fram.

    Skora á stjórn klúbbsins að taka á málinu og sýna ábyrgð.

    Kv. Árni Alf.





    09.04.2006 at 09:26 #548760
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Mér er eins farið og Benna verið frekar hlyntur virkjunum og unnið við margar,En ég er ekki alveg að skilja þetta nýjasta útspil og spyr hvað varð um Búðarháls og fl sem þegar var búið að skipuleggja og mátti telja almenna sátt um að yrðu gerðar.
    Ég hafna því með öllu að fara með virkjanir inn á Fjallabakssvæðið eða Kerlingarfjöll.
    Það er nú svo að margar af virkjunum eru þannig að það má nýta rennslið í ánnum sem þegar er búið að stýfla miklu meira en gert er og ætti ekki að vera nein þörf á að brjóta nýtt land.
    Ég er alfarið á móti þessu seinasta útspili í virkjanarmálum og tek undir með þeim sem vilja stöðva virkjanir á þessum nýju staðsettningum,og styð þar af leiðandi stjórn 4×4 ef hún ákveður að mótmæla þessum áformum.
    Klakinn





    09.04.2006 at 09:47 #548762
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Árni Alfreðsson gefur í skyn að það sé sundrung innan 4×4 varðandi virkjunarframkvæmdir. Það er í sjálfum sér rétt að það eru ekki allir sammála í þessum efnum. En hinsvegar er orðin greinileg viðhorfsbreyting hjá jeppamönnum gagnvart virkjunum. Þeir virðast flestir vera búnir að fá nóg. Og eru það ekki einungis Vinstri Grænir og amatör mótmælendur sem eru farnir að láta í sér heyra. Heldur menn sem ég myndi flokka, sem stjórnar sinna. Þessi breyting hefur átt sér stað á síðastliðnum 2-3 árum. Ég tel t.d að meirihluti núverandi stjórnar 4×4 séu ornir neikvæðir gagnvart frekari virkjunaráformum. Þetta er þó aðeins mín tilfinning. Klakinn kom með athyglisverðan punkt inn í umræðuna, en það var Búðarhálsvirkjun. Hvað varð um hana. Ég veit ekki betur en þar sé allt klárt til virkjunar framkvæmda. Ætli Norðlingaöldu framkvæmdirnar hafi sett strik í þær framkvæmdir.





    09.04.2006 at 11:41 #548764
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    þeir bíða með að virkja og koma seinna inn bakdirameiginn eins og með Laxarárvirkjunn við eru svo fljótir að gleima gott fyrir þá þeir setja einkvað annað fram fyrir okkur að rífast um og eru þá birjaðir með að framkvæma alt annað. þeir fara sínu fram og við horfum á . þeir eru flottir þessir í jakkafötunum
    kv,,,MHN





    09.04.2006 at 12:43 #548766
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég býð mig fram í hryðjuverkasveit Hlyns.





    09.04.2006 at 13:09 #548768
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég held að Ofsi hitti naglann á höfuðið þarna, margir sem hafa verið mjög varkárir í að taka afstöðu á móti virkjanaframkvæmdum eru núna orðnir verulega uggandi um hvert þetta stefnir. Eins og ég hef margoft bent á er eitt að vera á móti virkjanaframkvæmdum heilt yfir og eða að vilja draga ákveðin mörk og vera andsnúinn ákveðnum framkvæmdum. Mér hefur heyrst megin þorri félagsmanna 4×4 vera í seinni hópnum. Fjallabakssvæðið er eitt af þessum svæðum sem hentar vel til að njóta náttúrunnar og allar virkjanaframkvæmdir á því svæði, hvort heldur er í Torfajökli, í Hólmsá eða Skaftárveita í gegnum Langasjó koma til með að spilla svæðinu. Með Hólmsánna, þá veit ég ekki hvað margir hafa komið inn að Hólmsárlóni og þá sérstaklega Rauðabotn sem er austan til, skammt ofan við þar sem vaðið er á Hólmsá. Forsíðumyndin á ferðaáætlun Útivistar í ár er frá því svæði, en ef ég les rétt út úr framkvæmdaáætlun þarna er hugmyndin að spilla verulega þessu svæði.
    Klúbburinn getur tekið afstöðu og ein leið væri að stjórnin sendi eitthvað frá sér, en það sem væri öllu sterkara er að aðalfundur sem nú er framundan álykti um málið. Það gæti verið eitthvað á þá leið að aðalfundur hvetji til þess að Fjallabakssvæðið fái að vera í friði fyrir virkjanaframkvæmdum, uppbyggðum vegum eða öðrum stórfelldum mannvirkjum. Ég held að það sé heppilegt að slík ályktun sé borin fram í nafni félagsmanna en ekki stjórn og ef einhverjir eru til í að bera slíkt upp er ég til í að vera með.
    Kv – Skúli





    09.04.2006 at 13:25 #548770
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Fyrir 3 árum var ég að þvælast inn við Búðarháls og þá var búið að sprengja fyrir stöðvarhúsi þar. Eins er búið að forvinna austanmegin við hálsinn, en síðan gerist ekki neitt, og LV vill virkja á fjallabaki.

    Sjá mynd. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … e/809/5617





    09.04.2006 at 13:54 #548772
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Ég verð að styðja Skúla í þessu, margir eru almennt fylgjandi framkvæmdum og virkjunum og hef ég verið í þeim hópi hingað til en nú er nóg komið, ég er alfarið á móti þessum framkvæmdum og eins virkjunum í Kerlingarfjöllum og mun taka þátt í mótmælum komi þau til. En eins styð ég Skúla um að einhverjir góðir menn komi saman og semji ályktun sem verði borin upp á aðalfundi, ég veit að ég kem til með að mæta bara til að samþykkja svona tillögu. Er ekki hægt að fá Björn Þorra til að setja saman nokkrar línur, ekki verra að fá svona ályktun frá löglærðum mönnum.

    Kveðja Axel Sig…





    09.04.2006 at 14:09 #548774
    Profile photo of Ólafur Ingi Þórarinsson
    Ólafur Ingi Þórarinsson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 58

    Já, fer þetta ekki að vera ágætt af virkjunum?!





    09.04.2006 at 19:30 #548776
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Það verður líklega orðið lítið pláss þegar okkar tými kemur, verðum ekki grafnir, heldur fleitt haha…





    09.04.2006 at 20:04 #548778
    Profile photo of Björn J Gunnarsson
    Björn J Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 74

    Ég get ekki annað en verið sammála flesst öllu sem kemur fram hérna að ofan. Þó er ég búinn að vinna í nokkrum virkjanaframkvæmdum í gegnum tíðina. En NÚ ER NÓG KOMIÐ. Hlynur ég býð mig og mitt dót fram í Hryðjuverkasveitinna.





    09.04.2006 at 20:09 #548780
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Hér má sjá bíl fara yfir Hófsvað, með Hófinn í baksýn, sem vaðið dregur nafnið af. Það er stutt í Vestur Bjalla frá Hófsvaði, og má því telja þetta magnaða vað í stórhættu. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … e/361/2006

    Þessi góði fídus að setja inn myndir er ekki að virka hjá mér.





    09.04.2006 at 20:21 #548782
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    [img:1u68v21u]http://%20www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/361/2006[/img:1u68v21u]
    Kanske virkar það núna
    Klakinn

    Nei





    09.04.2006 at 20:56 #548784
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    [url=http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/361/2006.jpg:1nouj75s][b:1nouj75s]myndin[/b:1nouj75s][/url:1nouj75s]

    [img:1nouj75s]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/361/2006.jpg[/img:1nouj75s]





    09.04.2006 at 22:40 #548786
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Mér líst afar illa á að fara að virkja við Bjallana .Ég tók þátt í ferð yfir Hófsvað haustið 2004 meðal annars til að viðhalda þekkingu á vaðinu. Við byrjuðum á að líta á aðstæður við Bjallavað sem var notað af mönnum sem fóru ríðandi til Veiðivatna til veiða smalamennsku og fl.þangað til Hófsvað fannst sumarið 1950 .Bjallavað er nokkuð fyrir neðan bátaskýlin sem eru báðum megin arinnar og voru hlaðin um 1938 . Við ræddum um að gera aðra ferð til að kanna Bjallavað en gallinn er að varla er nokkur enn á lífi sem hefur farið það.
    Þarna mun einu sinni hafa verið farið yfir á jeppa en ekki komst hann yfir Bjallana. Líkt og með Hófsvað verður að fara eftir kúnstarinnar reglum ,en með okkur var einn maður sem hafði nokkurn vegin lýsingu á vaðinu en hafði aldrei farið það sjálfur . Bjallavað var ófært á hestum þegar mikið var í ánni og einu sinni hrakti lamb úr rekstri og komst á klett neðar í ánni þar sem ófært var að því. Ég myndi halda að hæðarmunur á Krókslóninu og Hófsvaði væri 45-50m. Fallhæðin í fyrirhugaðri Búðarhálsvirkjun er 40 eða 42 m . Með von um að þetta verði aldrei . Kv. Olgeir





    09.04.2006 at 22:56 #548788
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Bjallarvað er ekki vað, heldur ferjustaður, þótt venjulega sé talað um að þetta sé vað, einhverra hluta vegna. Þetta er nokkuð forn ferjustaður og mig minnir að það sé minst á hann í Göngum og Réttum, þá sem ferjustað. Ég var svo heppinn að njóta leiðsagnar Bjarna í Túni og Alla þegar ég fór Hófsvað í fyrsta skipti.

    Hlynur





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 27 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.