Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Virðingarleysi fyrir náttúrunni, hneykslanleg frásögn.
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 17 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.07.2007 at 18:17 #200520
Ég vona að félagsmenn ferðaklúbbsins 4×4 og aðrir notendur þessa vefs beri meiri virðingu fyrir náttúrunni heldur en þetta fólk sem sagt er frá hér.
Fengið frá þessari síðu http://blogg.visir.is/killjoker/2007/07/10/natturuunnendur-ja-svei-bara/
sem er bloggsíða Georgs Péturs SveinbjarnarsonarVirðingar- og ábyrgðarleysi í sinni hæðstu og ljótustu mynd.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.07.2007 at 18:38 #593494
Ætlaði að nú að setja textann inn en það virkar ekki, ætlaði líka að nota þessi hjálpartól en þau virka ekki. Ég vona bara að fólk nenni að copy/paste þessa slóð og lesa þetta.
Svo verð ég nú bara að segja að þetta spjallsvæði er nú ekki beint það allrabesta, tæknilega séð.
11.07.2007 at 19:13 #593496Já ekki var gaman að lesa þetta, varla að maður trúi svona löguðu uppá nokkurn mann. Og lítið skárra ef umsjónarmanni svæðisins er nokk sama.
11.07.2007 at 19:27 #593498Náttúruunnendur ? ja, svei bara !
Fært af killjoker þann 10. júlí 2007. Flokkað undir Óflokkað, Umhverfi, Ferðalög, Umræðan, Vinir og fjölskylda, Náttúran
Góð vinkona mín fór þar síðustu helgi akandi á Snæfellsnesið í brakandi blíðu. Um kvöldið var síðan tjaldað á tjaldstæði nálægt Búðum í dásamlegu umhverfi, kríuvarp rétt hjá börnunum til mikillar gleði og öll aðstaða til fyrirmyndar. Sælan stóð þó ekki lengi, allt í einu ruddist heill floti af jeppum af stærri og dýrari gerðinni inn á tjaldstæðið með tilheyrandi gauragangi, allir með risastór hús í eftirdragi. Fólkið slær síðan upp langborði og dregur fram hin glæsilegustu grill, hvert öðru stærra og glæsilegra og mikil veisla greinilega í undirbúningi. Allt svo sem gott og blessað með það.Seinna um kvöldið koma börn vinkonunnar hlaupandi í tjaldið til hennar og segja henni vondar fréttir, að nokkur af börnum fólksins á fínu bílunum væru að taka egg úr hreiðrum í kríuvarpinu og væru búin að brjóta fullt af eggjum, skemma mörg hreiður, ungarni lægju hálfir út úr brotnum eggjunum og að Kríurnar væru alveg ærar. Vinkonunni finnst þetta ekki hægt og drífur sig yfir að lanngborðinu þar sem náttúruunnendurnir sátu að mikilli veislu með tilheyrandi glaum, gleði og hlátrasköllum. Vinkonunni er að sjálfsögðu töluvert niðri fyrir og kallar yfir hópinn hver beri ábyrgð á börnunum sem væru að rústa kríuvarpinu. Viðbrögðin urðu vægast sagt stórfurðuleg svo ekki sé meira sagt, enginn gaf sig fram eða svaraði en allir horfðu niður. Vinkonan spyr þá forviða hvort þau séu ekki komin til að njóta náttúrunnar en ekki skemma hana og enn varð fátt um svör eða viðbrögð og virtist engum þessara náttúrunnenda svo mikið sem detta í hug að stöðva spellvirkin. Eitt barnið kemur fljótlega að langborðinu með brotið egg og unginn lafir úti. Vinkonan gleymir seint því sem þá hraut af vörum eins við langborðið krásum hlaðna eigum við ekki bara að skella honum á grillið !!! og uppsker hlátrasköll ferðafélaga sinna. Vinkonan fer baka í sitt tjald, vonsvikin með ótrúleg og sorgleg viðbrögð foreldra skemmdarvarganna.
Ekki varð svefnsamt á tjaldsvæðinu þessa nótt því að Kríurnar grétu alla nóttina. Þegar vinkonan talaði síðan við einhvern umsjónarmann daginn eftir og sagði frá skemmdarverkunum á varpinu var hann frekar áhugalaus! og sagði að þetta kæmi fyrir. Þegar vinkonan spurði þá hvort það þyrfti ekki að setja upp skilti sem bannaði að hreyfa við hreiðrum eða taka egg gaf hann lítið út á það og virtist ekki sjá mikla ástæðu til þess. Stórundarlegt.
Vinkonan var frekar miður sín eftir þessa skrítni upplifun á Snæfellsnesinu þegar heim var komið og mér finnst ég verða að taka undir með henni, hvernig verður fólk eiginlega svona firrt gagnvart náttúrunni en þykist samt vera að njóta hennar? Hvernig í ósköpunum er hægt að láta sér fátt um finnast þegar börnin manns eru að rústa eggjum og hreiðrum hjá fugli í varpi?
Fólk sem ekki ber meiri virðingu fyrir náttúrunni en þetta ætti nú bara að halda sig innan borgarmarkanna og skammast sín, allavegan að kenna börnunum sínum að svona gerir maður EKKI. Georg Pétur Sveinbjörnsson
11.07.2007 at 19:28 #593500finnst mér vera fórnarlömb númer tvö í þessu máli, ef satt reynist.
Það er að líkindum mestmegnis skeytingarleysi foreldranna að kenna hversu langt þetta gekk.
Jafnframt eiga þessi börn eftir að komast að því seinna meir hversu rangt þetta var og þurfa að burðast með það.
Sveiattan bara!
11.07.2007 at 19:40 #593502Já maður fordæmir svona heigulshátt og hálfvitaskap af stærstu mögulegu gráðu. Og húmorsleysi í þokkabót. Þótt manni (mér) sé illa við kríuna þá er þetta ekki leiðin til að lifa eftir. Þar að auki hefði verið hægt að taka niður bílnúmer þessa fólks og kæra það því krían er friðaður fugl.
Haffi
12.07.2007 at 08:15 #593504Hrikalegt að heyra!!
Greyið krían hefur líka átt erfitt uppdráttar við ísland síðastliðinn ár…
HaffiTopp það á ekki að hata kríuna hana ber að virða, nánast eini uglinn sem ver varp sitt skipulega gegn óvörgum eins og mávum..
En skeytingaleysi foreldra þessara barna er alveg hræðilegt, kannski var þetta félag heyrnaskertra jappamanna í fjölskyldutúr??
12.07.2007 at 12:20 #593506Reyndar sagðist mér bara vera illa við hana, ekki að ég hataði hana neitt. Reyndar er ég hræddur við kríuna og kæmi ekki nálægt kríuvarpi ótilneyddur. En ég ber samt virðingu fyrir henni.
Kv Haffi
12.07.2007 at 12:38 #593508Ég hefði einfaldlega hringd á lögregluna. Þá hefði sennilega einhver sagt eitthvað.
Þetta er lögbrot á háu stigi.Kveðja
Þengill
12.07.2007 at 13:20 #593510Afsakið Haffi ég tók aðeins og djúpt í árina þarna 😉 en þú veist væntanlega hvað ég meina..
Verst að Kríurnar náðu ekki að gata nokkur höfuðleður á littlu skæruliðunum sem eyðilöggðu varp þeirra svo þau gætu lært sína lexíu..
12.07.2007 at 17:42 #593512Þetta er ekki falleg frásögn og vona ég að það séu ekki mörg dæmi um svona verknað. Sjálfur lenti ég einu sinni í því að búið var til nýtt tún úti í móa þar sem ég var í sveit og var nýja túnið inní stóru kríuvarpi og í heilann dag var ég í því að hlaupa út úr traktornum til að færa til hreiður og egg út úr túninu, ekki það að ég eigi von á því að kríurnar hafi fundið eggin aftur en eftir þennan dag var mér bannað að færa eggin, ég ætti bara að keyra yfir þau, þetta tæki of mikinn tíma, nú ég hlýddi auðvitað en maður er nú ekki stærri kall en það að mér leið alveg hreint hræðilega með þetta, fleiri hundruð egg og ungar sem ekki var bjargað… en svona eru sveitastörfin…
13.07.2007 at 08:08 #593514Ég var akkurt seinasta sumar um verslunarmannahelgi hlaupandi á undan frænda mínum sem er bóndi týnandi upp kríu unga og bjargandi þeim frá Traktor og sláttuvél, en varðandi það að færa hreiður og að kríur finni þau aftur þá er ég nokkuð viss um það að enginn ein kría er bundinn einu hreiðri heldur vinna þær allar saman með varpið..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.