This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Er kominn pirringur í menn ? mér sýnist að svo sé,
Úlfarsfellið er kjörinn staður til að æfa sig og reyna á jeppana,aðalslóðinn sem er notaður til að fara upp hafa menn verið að búa til nýja slóða við klappirnar, sem eru á leiðinni upp sem eru alveg óþarfi. Ef menn ráða ekki við klappirnar eiga þeir að snúa við, en ekki búa til slóða framhjá þeim auðvelda, hún er nógu auðveld fyrir en öllu má ofgera, enda ber fjallið þess merki. þar eru fullt af slóðum sem eru miserfiðir eins og ég hef reynslu af. Ég fór að keyra um og ganga um fjallið í dag og skoða suma slóða sem hafa verið sumum erfiðir og gefist upp í einhverjum brekkum, þar á meðal ein brekka sem er á slóða bakvið SKYGGNIR. Í fjarska virðist hún vera ósköp litilfjörleg að sjá, en þegar nær er komið var hún ílla farin eftir spól og var ekki ráðlegt að reyna að fara upp. Snéri við heldur en að eiga það á hættu að skemma bílinn,áður en ég fór lagaði ég brekkuna að hluta til, þarna hafa einhverjir ekki komist upp og annarsstaðar í fjallið og haldið áfram að spóla og spæna enda sá ég merki þess. Maður getur ímyndað sér hvernig þessir menn haga sér annarsstaðar í svipuðum aðstæðum. ÞEIR sem lesa þetta og sem eiga hlut að máli, finnið ykkur sandgryfjur til að spóla og spæna í og reynið að þroskast og vera með skynsemi áður en þið farið á FJÖLL
( Svona sár eru lengi að gróa )
kv ,,,MHN
You must be logged in to reply to this topic.