Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vipringur
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.11.2009 at 17:53 #208421
godan dagin ég er með hilux 2,4D sem viprar það er búið að vera að leita að ástæðuni en fynst ekki detur eihverju í hug hvað þetta gætiverið og ef eihver hefur lent í þessu það skiptir ekki máli hvort hann er kirstæður eða keirandi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.11.2009 at 18:05 #667360
gengur ekki á einum ?
19.11.2009 at 18:06 #667362Bíðum nú við, það er að vísu svolítið ferkantað á mér höfuðið og ég er oftast lengi að skilja, en ef það er einhver titringur í bílnum hjá þér þegar hann er kyrrstæður, þá þyrfti maður að fá meira að vita – er þetta þá titringur frá vélinni – please???
19.11.2009 at 18:08 #667364hann gengur á ölum og þetta er frá vélini já og það er níbúið að þjöpu mæla hann og þjapar jamt á ölum
19.11.2009 at 21:05 #667366
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kannski bilaður spíss…ég myndi veðja á það frekar en olíuverk. Fleira gæti auðvitað komið til greina, en þjöppumæling útilokar trúlega stimpla, ventla og hedd hvað algengustu bilanir varðar. Ef vélin er kraftlítil og víbrandi undir álagi í fullum vinnsluhita er líklegast að um eldsneytisvandamál sé að ræða ef þjappan er jöfn milli strokka.
kkv
Grímur
19.11.2009 at 23:48 #667368já það gæti verið rétt hjá þér vélin er ekki að skila fullu afli og svona dalar upp og niður í kraftinum
en sko það hafa menn verið að seigja mér að púðarnir gætu verið lélegir ég gett nú ekki séð það
20.11.2009 at 00:06 #667370
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Byrjaðu á að athuga olíusíuna, tappa vatni undan henni allavega til að byrja með(losa ventilinn undir henni).
Þegar það er pottþétt að næg olía og hrein kemst alla leið að olíuverki er næsta vers að kanna hvort vírsían innan við inntakið á olíuverkið er hrein. Þar næst er skynsamlegast að hoppa yfir olíuverkið sjálft og kanna spíssana, það er þannig lagað ekkert stórmál að fá lánaða spíssa til að sjá hvort þeir eru bilaðir…
kkv
Grímur
20.11.2009 at 00:15 #667372ég er bíin að hreinsa litlisíuna og tapa af hráolíu síuni
20.11.2009 at 00:32 #667374
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Flott. Þá er eitt aulatrix eftir….losa upp á lögninni að hverjum spíss fyrir sig og hlusta eftir breytingu. Ef einn breytir litlu, þá ertu með eitthvað til að skoða nánar. Gera þetta bara í hægagangi í rólegheitum, endurtaka jafnvel.
kkv
Grímur
20.11.2009 at 00:36 #667376já ég prufa þetta það kom samt þegar ég tapaði af síuni vatn og dtulla:(
takk fyrir ábendingarnar Grímur
kkv
Sindri Th
21.11.2009 at 00:03 #667378er búin að skiðra um dísel síu og hann hæti að vipra eins mikið er nú samt ekki ánægður mér var nú bent á að setja 2geingisolíu útí tila að losa um dísurnar og fá míkri gang
21.11.2009 at 01:00 #667380
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það gæti alveg gert eitthvað.
Ég las samt einhvers staðar að sérfræðingur frá Bosch hafi ráðlagt venjulega mótorolíu sem "extra" smurefni í díselvél ef á þarf að halda. Ég get mér þess til að tvígengisolían sé sérsniðin að því að leysast vel og jafnt í bensíni ásamt því að falla út úr bensíngufunni og smyrja þegar hún er komin inn í sveifarhús og svo mynda lágmarks mökk í pústi.
Þetta eru eiginleikar sem alls engu máli skipta í dísilvél.
Þess vegna þykir mér engin furða að sérfræðingur í dísilolíukerfum hafi ráðlagt mótorolíu, þar sem hún er hönnuð til að smyrja án þess að gufa upp fyrst og þar af leiðandi er ekki gengið á smureiginleika á kostnað annarra eiginleika.
gangi þér sem best við að ná vélinni í lag
kkv
Grímur
21.11.2009 at 13:25 #667382Ég hef aldrei heyrt að auka smurning í gasolíunni eigi að minnka einhvern titring í vélinni.
Aftur á móti hafa menn oft losnað við dísuglamur með því að bæta tvígengisolíu út í, en mótorolía ætti að gera alveg sama gagn, en smá hætta á að það fari að koma smurolíureykur frá bílnum, en ekkert öruggt.Ef vélin titrar, alveg sama hvort það er undir álagi eða ekki, þá er nánast öruggt að hún gengur ekki eða illa á einum sílender, endilega athuga með að skrúfa rærnar lausar á olíurörunum við hvern spíss fyrir sig (bara eina í einu) og hlusta hvort einhver gangbreyting verður, eða hvort hún verður mismikil.
Ein spurning samt, er engin blár reykur frá pústinu í hægagangi?
21.11.2009 at 16:19 #667384Tvígengisolía út í díselolíuna gerir ekkert gagn fyrir vélina, bíllinn mengar bara meira.
Ég myndi kanna hvort spíssarnir séu góðir með spíssa-þrýstingsmæli og hreinsa dísurnar.
21.11.2009 at 16:35 #667386[quote="hobo":2mvoi5o0]Tvígengisolía út í díselolíuna gerir ekkert gagn fyrir vélina, bíllinn mengar bara meira.
Ég myndi kanna hvort spíssarnir séu góðir með spíssa-þrýstingsmæli og hreinsa dísurnar.[/quote:2mvoi5o0]Ég er ekki alveg sammála þessu, vissulega breytir þetta engu fyrir sílender en þetta getur gert gæfumuninn ef það er farið að bera á glamri í dísunum, en þetta á náttúrulega bara við þá bíla sem eru með mekanísk olíuverk
21.11.2009 at 19:21 #667388Ég er með 1kz-t (3l TD í 4runner) og þetta er svona svipað vesen hjá mér.
Það sem ég er nánast 90% viss um að gormurinn í einum spíss er eitthvað latur og hann gengur ekkert alveg á öllum alltaf. (ekki almennilega amk)
Ég á von að þetta lagist við upptekt á spíssum og ég myndi skoða það. Ég held að það kosti ekki morðfjár að láta athuga þetta hjá Framtak (minnir að þeir sjái um svona) eða Kistufelli eða einhverjum af þessum vélaverkstæðum. Ég er bara svo framtakssamur að ég hef ekki komist í að þrýstingsprófa þá ennþá.kkv, Úlfr
21.11.2009 at 19:39 #667390
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig minnir einhvern veginn að upptekt kosti ca 15.000 kall per spíss, varahlutirnir eru komnir í kringum 10.000 kall + vinna við að stilla þetta. Aftur á móti trúi ég að þetta geti alveg borgað sig á ekki alltof löngum tíma þar sem nýting á olíunni hlýtur að verða mikið betri ef hún ýrist almennilega.
Það væri gaman að heyra ef einhver er með "fyrir/eftir" reynslusögur varðandi spíssaupptektir
kkv
Grímur
21.11.2009 at 20:04 #667392
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er eimitt með 4.0 dísel non turbo cruiser. Ég er nú nýlega að reyna að læra á dísel vélar almennt og vill bæta við kunnátu mína, það að hreinsa spíssana og dísunar, er það eitthvað sem maður getur gert sjálfur? Eða þarf maður að henda þeim á verkstæði?
21.11.2009 at 22:03 #667394Ég er ekki með mjög mikla reynslu af díselvélum í bílum en er reyndar með góða reynslu af uppgerð díselvéla í bátum.
Þar er hægt að taka spíssana í sundur, geri ráð fyrir að það sé líka hægt í bílvélum. Inn í spíssnum er gormur og skinna. Með tímanum slaknar á gorminum og vegna þess sleppir spíssinn olíunni út við minni þrýsting, sem er ekki gott því þá verður tímasetning innsprautunar röng sem skapar óreglulega gang. Spíssar eru þannig gerðir að þeir ýra ekki olíunni fyrr en ákveðnum þrýstingi er náð(misjafnt eftir framleiðanda)
Með því að skipta skinnunni út fyrir þykkari skinnu eða bæta annarri við(þarf ekki nema brot úr millimeter) getur maður stjórnað þrýstingnum sem spíssinn hleypir út. Til þess þarf maður þrýstingsmæli fyrir spíssa sem ég veit ekki hvað kostar, en miðað við hvað grimur segir að kosti að láta taka spíssana sína í gegn þá getur græjan ekki verið mjög langt frá því verði því hún er ekki það flókin.
[img:1pmjrpot]http://img214.imageshack.us/img214/6329/injectionnozzletesteref.jpg[/img:1pmjrpot]
Hvað varðar hreinsun á spíssunum og dísunum þá tíðkaðist hjá mér að skola þetta allt saman vel upp úr olíu í höndunum og hreinsa sótið af oddinum á dísunni með hreinum og fínum kopar-vírbursta sem á ekki að vera notaður í neitt annað en það.
Ef spíssinn sleppir olíunni við réttan þrýsting og ýrir henni með mjög fínum úða er hann í lagi, ef ekki, þarf að hreinsa betur.
Þetta er mín reynsla af bátavélum en vonandi er þetta svipað í bílvélum.
kv HB.
22.11.2009 at 16:22 #667396Ég lét gera þetta á Baðöndinni (2.4D-hilux) árið 2002, og var bíllinn þá kominn eitthvað á annað hundrað þúsundið í keyrslu, og ég fann töluverðan mun á bílnum. Vann betur á eftir.
Löngu kominn tími á að gera þetta aftur (enda öndinn að nálgast þriðja hundrað þúsundið) en hef eitthvað látið fjármagnið sem í það þarf flækjast fyrir mér.Ef spíssinn er farinn að úða vitlaust, er hætta á að hann brenni gat á stimpil og rústi mótornum í leiðinni. Getur myndast ójöfn hitadreifing í brunahólfinu með þessum afleiðingum. Sel það ekki dýrara en ég las það.
kv
Rúnar.
22.11.2009 at 17:17 #667398
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minn er nú kominn langleiðina í 400 þús, er í 36x.xxx og gengur svo sem fínt, bara gott að vita svona hluti.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.