This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by  Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 12 years, 3 months ago.
- 
		
		Topic
- 
		Sælir félagar. Nú fer að styttast í að við í skálanefnd förum að fara í vinnuferðir til viðhalds skálans og áframhaldandi smíði neyðarskýlisins. Við förum uppeftir allar helgar í júlí og höfum sett upp vinnuplan sem er eftirfarandi: Helgin 5 – 7 júlí 
 Helluleggja gólf skemmunnar, taka dagtank kamínu í bæinn og breyta honum sem þarf.
 Helgin 12 – 14 júlí
 Setja upp dagtank fyrir kamínu og ganga endanlega frá olíutengingum. Þaktankur tæmdur niður i aðaltank og tekinn úr umferð. Huga að brunastigum. Yfirborð sökkulveggja slípað og gert klárt fyrir veggjauppsetningu.
 Helgin 19 – 21 júlí
 Sökkulveggir pokapússaðir. Ventlar ljósavélar stilltir. Skift um olíu á ljósavél. Unnið í brunastigum
 Helgin 26-28 júlí
 Flutningur skemmu upp í Setur. Skemman reist. Áætlað er að einhverjir skálanefndarmenn verði eftir og verði út þessa viku við störf.
 Helgin 9-11 ágúst
 Unnið í frágangi á skemmu.
 Helgin 16 – 18 ágúst
 Áætlað er að halda afmælishátíð Setursins þessa helgi og vonast skálanefnd til að sjá sem flesta.
 Fyriséð er að skálanefnd verður með bás á bílasýningunni í haust en ekkert er farið að setja niður um þau mál hjá nefndinni.Allar þessar ferðir verða opnar ferðir og ef félagar geta ljáð okkur lið væri gott ef látið væri vita, annaðhvort á þessum spjallþræði eða í póstfangi skálanefndar, skalanefnd@f4x4.is Með kveðju, skálanefnd Seturs. 
You must be logged in to reply to this topic.
