This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Friðrik Þórðarson 14 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Eins og fram hefur komið á forsiðu fer skálanefnd í vinnuferð í Setur þann 9-11 júlí nk. Margt þarf að gera og óskum við eftir vinnufúsum höndum til samstarfs. Það sem m.a. þarf að framkvæma er t.d. að mála þak og þarf málarinn góða aðstoð við að halda á græjunum, mála þarf glugga, þrífa húsið og taka til í eldhússkápum, slípa gólfið í gamla skálanum og lakka það, (lendir á undirrituðum) klára að loka undir rúmstæði á lofti í gamla skála, (kláraðist ekki í síðustu vinnuferð), setja þarf upp brunastiga, undirbúa áframhaldandi pallasmíði við bíslagið, gera planið svolítið aðlaðandi þ.e. raða upp steinum meðfram því og mála þá hvíta, (upplagt verkefni fyrir yngri kynslóðina, klædda í föt sem málning má fara í), svo er það eilífðarverkefnið að taka til í gámnum og fara í kalt mat á því hverju má henda, gott væri að koma upp hillu undir smurolíu fyrir ljósavél svo að þetta sé ekki alltaf að draslast á gólfinu, stór sigur væri ef við næðum að ganga endanlega frá pústinu á ljósavélinni, yfirfara neglingu á plötuklæðningu hússins og eitthvað fleira mætti til telja, af nógu er svo sem að taka. Á laugardagskvöldið verður svo hefðbundið grill fyrir allann mannskapinn. Þeir sem geta ljáð þessu krafta sína þessa helgi skrái sig hérna á þráðinn. Kv. Logi Már.
You must be logged in to reply to this topic.