This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 13 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Þá fer að líða að almennri vinnuferð skálanenefndar um næstu helgi svo sem auglýst hafði verið á síðunni. Okkur vantar vinnufúsar hendur til ýmissa verka svo sem að taka Setuna í gegn, mála þakið á henni ef veður leyfir, þrífa og taka gluggann í gegn, bera á palla, bera á glugga hússins, klæða sökkulinn á húsinu, pússa og meðhöndla glugga á svefnlofti og eitt og annað fleira. Kamínan, sem tekin var niður um síðustu helgi og sett í viðgerð vegna leka þarf að fara upp aftur og mögulega fer nýja rafstöðin uppeftir líka um helgina en það ræðst á næstu dögum hvort svo verður. Eins og venjulega verður sameiginlegur matur á laugardagskvöldið fyrir þátttakendur ferðarinnar en drykkjarföng taka menn með sér sjálfir. Svo er aldrei að vita nema slegið verði í brennu á laugardagskvöldið fyrir yngri kynslóðina. Vinsamlegast skráið ykkur hérna á þessum spjallþræði fyrir fimmtudaginn þar sem við þurfum að gera rástafanir með matarinnkaup fyrir ferðina.
Kv. Logi Már. Skálanefnd.
You must be logged in to reply to this topic.