This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Björnsson 12 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.11.2012 at 10:40 #224936
Nú eru skálamenn komnir í fjallaskálann okkar, Setrið. Líklega hafa þeir komið seint í nótt eða undir morgun. Á leiðinni eru eða komnir fjöldi gesta sem gista yfir helgina. Logi fer létt með frásögn frekari gangi mála. Gaman væri að frétta af færð og ævintýrum á uppeftir leiðinni.
Kv. SBS[attachment=0:womxoxnu]Logi.jpg[/attachment:womxoxnu]
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.11.2012 at 11:08 #760785
Við hérna í Setrinu erum nú að drekka morgunkaffið okkar eftir að hafa komið í skála um þrjúleytið í nótt í vitlausu veðri. Mjög blint og sá ekki út úr augum og eingöngu keyrt eftir gps. Mjög erfiður snjór, skel og púður sem ber ekki uppi og mikið hjakk. Þverfellsbrekkan erfið en hafðist. Ekki bætti úr skák að Musso var á þremur síðan skömmu eftir Kerlingarfjöll vegna þess að annaðhvort er ónýt framdrifsloka eða brotinn öxull í vinstra framhjóli sem olli því að framhjólið virkað eins of akkeri og gerði hlutina virkilega erfiða. Vorum í tveimur pundum megnið af leiðinni eftir Kerlingarfjöll. Þurfti oft að þiggja spottann hjá Guðmundi sem ruddi megnið af leiðinni úr Kerlingarfjöllum á sínum hugumprúða Trooper. Sammi og Sólmundur komu svo í hús góðum hálftíma á eftir okkur en við höfðum vitað af þeim á eftir okkur. Núna er afskaplega vindasamt hérna og skafrenningur. Snjóalög eru ekki mikil en erfið að sama skapi eins og áður segir og skemmtilegt og krefjandi að keyra í svona færi. En okkar bíður nú vinnudagur og læt ėg staðar numið að sinni. L.
17.11.2012 at 22:15 #760787Samúel Úlfr Þór Hjaltalín.
Frásögn af Facebook fyrir 27 min.
Skafrenningur uppí Setri. 15min undirbuningur til að fara á milli gáms og skála. 1 hópur á leiðinni, eiga AÐEINS 4km eftir.
18.11.2012 at 22:28 #760789já þessir 4km sem við áttum eftir voru ábyggilega um 2 tímar
19.11.2012 at 13:37 #760791Já þetta var drullu gaman
Flottir felagar þarna á ferðinni.Ferðakveðja
Frikki
19.11.2012 at 16:18 #760793Já þetta var rosa gaman og mjög krefjandi…. Ótrúlegt að koma 33" Cruiser alla leið upp í Kerlingarfjöll og 37" öðrum alla leið í Setrið…. Krefjandi og gaman…
19.11.2012 at 17:16 #760795Sælir félagar. Við í skálanefndinni náðum þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir þessa vinnuhelgi, þ.e. að klára olíutengingu frá nýja aðaltanknum inn á dagtank ljósavélar og tengja botnrofa í dagtanknum sem drepur á vélinni ef dísilolíu þrýtur þ.e. áður en tankurinn klárast alveg. Aðalbreytingin fyrir þá sem gista og þurfa að fylla á dagtankinn í lok gistingar er á nú þarf aðeins að þrýsta á hnapp til að fylla á dagtankinn og sér þá rafmagnsdæla um að koma olíunni á tankinn. Þetta tekur mjög skamma stund því að dælan er mjög öflug. Guðmundur skálanefndarmaður orðaði þetta reyndar mjög snyrtilega og sagði að "þetta væri eins og að reka niður títuprón með sleggju". Hin breytingin sem um ræðir er að nú hefur verið tengdur rofi í dagtank sem drepur á vélinni þegar hún er u.þ.b. að verða olíulaus. Þarf þá að dæla olíu á tankinn og endurræsa tölvu vélarinnar með því að slökkva á henni og kveikja aftur eftir stutta stund, þá ræsir tölvan sig aftur og hægt er að gangsetja vélina. Væntanlega verður gerð nánari grein fyrir þessum breytingum á næsta félagsfundi.
Annars er það að frétta af þessari ferð að eftir að hópurinn sem var á leið í skálann komst við illan leik í skála um hálf tólf á laugardagskvöldið. Fólk var fegið að komast í hús og tóku menn til matar og drykkjar. Með í för var ný drifloka í Mussoinn og var hún sett í hann morguninn eftir í brjáluðu veðri, roki og skafrenningi en hafðist allt. Allur hópurinn lagði svo af stað í bæinn um hálf eitt á sunnudeginum í þónokkrum vindi og skafrenningi og var skyggni ekki gott og færi þungt á köflum í byrjun. Var ákveðið athuga með hvort vaðið á Þjórsá við Sóleyjrahöfða væri fært og var ákveðið að fara veglínuna niður að vaði þar sem snjóalög eru ekki enn nógu mikil á svæðinu til að fara stystu leið. En þegar komið var um tvo til þrjá kílómetra frá Setrinu ókum við hins vegar út úr veðrinu og inn í sól og lágarenning, harðfennt færi og tóma hamingju. Ferðin niður að vaði var því fljótfarin og var þá tekinn fram álkarl og athugað með þykktina á ísnum. Eftir þá athugun var áin talin fær og brakaði ekki í ísnum undan þyngstu bílum þegar þeir óku yfir. Ferðin niður í Hrauneyjar gekk svo tíðindalaust, ekið var í rjómaveðri og fallegu útsýni til fjalla.
Skálanefnd vill þakka Samúel Úlfr og Sólmundi fyrir framlag þeirra til rafmagnsmála í þessari framkvæmd og Gisla "Seinagengismanni" fyrir að redda drifloku í Mussoinn og að vera afburða "húskarl". Ferðafélögum öðrum þökkum við samfylgdina, sjáumst síðar á fjöllum.Logi Már. Skálanefnd.
19.11.2012 at 17:18 #760797Frábær ferð og margt eftirminnilegt:) Þakka ferðafélögum fyrir góða helgi. Kv. Árni Gunnar
19.11.2012 at 19:50 #760799Samt fjandans óheppni á ykkur að veðrið skildi lagast, en maður fær auðvita ekki allt sem maður óskar sér.
19.11.2012 at 20:22 #760801Hér er mynd frá Rúnari, tekin úr gámnum. Hurðin opnuð snögglega, myndin tekin og henni skellt aftur. Setrið sást nánast ekki þegar ég sá myndina fyrst en tókst að kalla það fram með smá lagfæringu.
Kv. SBS.[attachment=0:1kkendep]– Setur -.jpg[/attachment:1kkendep]
19.11.2012 at 20:53 #760803ja það var helvíti fínt aðkeira í þessu á laugardagskvöldinu ….. það sást varla í ruðuþurkurnar s.s bara fjör.
kkv
Frikki
19.11.2012 at 21:11 #760805Það verður erfitt að reisa skála að vetri til í svona veðri 😉
19.11.2012 at 21:21 #760807já *hóst* nýjidalur *hóst*
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.