This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Helgina 10-12 ágúst er seinni almenna vinnuferðinn í Setrið.Eins og kom fram í fréttapisli skálanefndar var í síðustu vinnuferð grafið fyrir súlum undir sökkulveggi , steypt í þær og mokað að þeim. Grafið fyrir leiðslum frá skemmu að skála og gengið frá skurði.(sjá myndir í myndasafni).Í seinni vinnuferðinni er fyrirhugað að slá fyrir sökkulveggjum og steypa í þá.Undirbúningsvinna fyrir uppsláttin er vel á veg komin.Einnig hefur skálanefndin verið að endurnýja glerlista í gluggum vegna leka og þéttilista í opnanlegum fögum en þá vinnu þarf að klára fyrir veturinn.Við í skálanefndinni hvetjum félagsmenn að skrá sig í vinnuferðina(hér á spjallinu) og taka þátt í að gera góðan skála betri.Sem fyrr verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldið að hætti skálanefndar eða Loga Más réttara sagt.Svo er það aldrei að vita nema að það verði boðið upp á súpu fyrir heimferðina á sunnudaginn.
Kv Rúnar skálanefnd.
You must be logged in to reply to this topic.