This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Jökull Einarsson 11 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Vinnuferð í Leppistungur 26. – 27. okt. 2013
Leppistungur, Sultarfit, Skeiðamannafit.Ákvað að skreppa upp í Leppistungur með eldivið og annað smávægilegt og vorum við tvö í för ég og Lotta. Lagt var að stað um 10 leytið á laugardagsmorgni með við komu í Olís á Selfossi, og hitti þar Jóa Gauk sem var á leið á Heklusvæðið. Í leiðinni upp í tungurnar var komið við í Skipholti og sóttur lykil að peningaboxi í skála.
Var nú haldið inn á afrétt og að sjálfsögðu var hleypt dálitlu af spariloftinu úr dekkjunum til að mýkja bílinn. Þar hitti ég nokkrar rjúpnaskyttur og sögðu þeir að það væri bara engin fugl á svæðinu, en ég var ekkert að leita að fuglum svo ég dundaði mér bara við myndatökur þar sem veðrið var alveg frábært til þess. Hitti ég Adda og Magga við Mosöldu en þeir voru að kíkja eftir rjúpu ásamt Jóhanni, en þeir notuðu líka ferðina, rétt eins og ég, til að gera skálann kláran fyrir veturinn. Eftir spjall við veiðimennina héldum við Lotta áfram í skálann tæmdum bílinn. Um kvöldið var lífinu tekið rólega, grillað og bjór með.Á sunnudagsmorgni var tekið til í skálanum og reyndum við að setja okkar svip á hann gera hann dálítið vinalegan. Síðan var haldið heim á leið með smá útúrdúr og ókum við Klakksleið að Sultarfit og gekk það nokkuð vel, en þó þurfti að brjóta ís á sumum ánum. Tvisvar þurfti að nota spotta á fastan bíl í leiðinda snjó sem hafði safnast í slóðann. Þegar komið var að Sultarfitjarskálanum var stoppað og skálinn skoðaður og er hann Suðurlandsdeildinni til sóma og vonandi getum við gert svipað fyrir Leppistunguskálann. Þegar þar var komið ákváðum við að halda að niður Skeiðamannafit þar sem það leit vel út á korti og engin okkar hafði farið þá leið áður. Var þetta ágæt leið dálítið grýtt og seinfarin, en árnar á leiðinni ekki til trafala og ekki komin mikil ís á þær, gekk vandræðalaust niður að Gljúfurleiti og heim með við komu í Gjánni, en Maggi og Jóhann fóru að skoða vindrafstöðvarnar. Í ferðinni voru Addi á Patrol, Jóhann og Maggi á Toyota Hilux, og Jökull á Dodge Ram. Myndir úr ferðinni verða settar inn á Fésbók Jeppavinafélagsins Suðurnesjadeild f4x4.
You must be logged in to reply to this topic.