Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Viktararnir að ath litinn
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Árni Friðriksson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.06.2006 at 15:39 #198122
Var að koma heim í gær og við rauðavatn sá ég viktarana með stöng á bólakafi í tankinum á dodge ram, gerí ég nú ráð fyrir að þeir hafi ekki verið að hræra í olíunni fyrir hann. Hvernig var það aftur eru menn skildugir til að stoppa fyrir þeim?
Og ætli það sé eitthvað átak að fara í gang eða bara stikkprufa?Kveðja Svanur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.06.2006 at 16:02 #554956
Þetta eru menn í opinberum erindargjörðum og ber manni því að stoppa fyrir þeim, skiptir engu máli þó þeir beri ekki skjöld eða beri vinnuheitið lögreglumaður.
þeir eru að vinna í hjá ríkinu að uppræta lögbrjóta.
Lúther
20.06.2006 at 16:27 #554958Lúther stundum er nú betur þagað
í rauninni þarftu ekki að stoppa því þeir eru ekki
með lögregluvald, það er þeir mega ekki elta þig
og stoppa nema með lögreglufylgd
20.06.2006 at 16:48 #554960Vegagerðin er nú eins og er samstarfsaðili lögreglunnar, það vakti séstaka athygli fyrir um ári þegar menn frá vegagerðinni hófu vegaeftirlit út á vegum landsins á sér merktum bílum.
Vegagerðin hefur hingað til hugað að þungaflutningum og mega mæla öxulþunga eins og lögreglan.
Af hverju í ósköpunum ætti ég að keyra áfram og láta eins og ekkert sé ef vegagerðin ætlar að stoppa mig og mæla þyngd, jeppans eða lit eldsneytis.
20.06.2006 at 17:09 #554962reglunum þá má Vegagerðin ekki stöðva ökutæki nema í fylgd með lögreglu þess vegna eru þeirra bílar með appelsínugul ljós á toppnum lögreglan eru einu aðilarnir sem eru með löggjafarvald til að stöðva för ökutækis. Samkvæmt: 9. gr. Handhafar lögregluvalds.
1. Ríkislögreglustjóri, vararíkislögreglustjóri, lögreglustjórar, varalögreglustjórinn í Reykjavík, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, löglærðir fulltrúar lögreglustjóra og lögreglumenn fara með lögregluvald.
2. Dómsmálaráðherra er heimilt í undantekningartilvikum að fela öðrum starfsmönnum lögreglu lögregluvald tímabundið til að sinna sérstökum verkefnum.
3. [Áhafnir varðskipa og gæsluflugvéla]1) fara með lögregluvald þegar þær annast eða aðstoða við löggæslu.
4. [Tollstjórar, löglærðir fulltrúar þeirra og tollverðir fara með lögregluvald á sínu starfssviði og þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu.]2)
5. Hreppstjórar fara með lögregluvald samkvæmt lögum um hreppstjóra.
6. Héraðslögreglumenn fara með lögregluvald þegar þeir gegna starfinu.
7. Þeir sem kvaddir eru lögreglu til aðstoðar lögum samkvæmt fara með lögregluvald á meðan þeir gegna starfanum.
8. Nemar í Lögregluskóla ríkisins fara með lögregluvald þegar þeir gegna lögreglustarfi. þessar uppl. eru teknar af vef lögreglunnar
20.06.2006 at 17:42 #554964eur þið virkilega svona smeikir við það að þið verðið teknir með litaða olíu, eruð þið kanski allir að keyra á litaðriolíu?????????
svona skoðun tekur nú ekki svo langan tíma að þið hljótið að getað séð af þessum tíma og sýnt þeim smá virðingu!! það er bara verið að taka nokkur skemt epli sem eru að keyra á þessu og kenna þeim lexíu…….
20.06.2006 at 18:08 #554966Ég lít á þessa umræðu um hvort Vegagerðinn hafi leyfi til að stöðva menn og káfa á þeirra eigum, ég held ekki og það hefur ekkert með hvort menn aki um á litaðri olíu eða ekki. Ég tel það aftur á móti alveg sjálfsagt að stoppa og leyfa þeim að hirða svolítið af olíunni enda ekkert að fela. Ef ég mundi nú neita þeim um að taka sýni eða neita að stopp hvað gerist þá ??, siga þeir þá lögreglunni á mann, elta þeir mann eða hvað. Hvað ef einhver er staðinn að því að vera með litaða olíu á tanknum, getur löggjafavaldið sektað viðkomandi þar sem aðili sem ekki hefur löggjafavald framkvæmdi aðgerðina. spyr sá sem eitthvað veit en ekki allt.
kv. vals.
20.06.2006 at 18:37 #554968Þar sem nú er búið að skrifa lögin um lögregluvald inná þetta spjall, mæli ég með að þau verði lesin.
2 grein: Dómsmálaráðherra er heimilt í undantekningartilvikum að fela öðrum starfsmönnum lögreglu lögregluvald tímabundið til að sinna sérstökum verkefnum.
7 grein: Þeir sem kvaddir eru lögreglu til aðstoðar lögum samkvæmt fara með lögregluvald á meðan þeir gegna starfanum.
Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri fólu einmitt vegagerðinni að sinna eftirliti með vigtun, ökuritum og olíunotkun, lögreglu til aðstoðar og því hafa starfsmenn vegagerðarinnar lögregluvald þegar þeir sinna því starfi. Einnig er bifreið vegagerðarinnar sem er notuð í að sinna þessum málum útbúin bláum ljósum. Hinns vegar segir í samningi þessum milli Dómsmálaráðherra, ríkislögreglu og vegagerðarinnar, ef ég man rétt, að ef að upp kemst um lögbrjót skuli kalla til lögreglu til að fylgja því eftir með skýrslutöku og tilheyrandi.
20.06.2006 at 20:26 #554970Það skiptir engu hvort þú ert á litaðri eða ekki, ert að brjóta lög eða ekki vegagerð er ekki handhafi lögregluvalds því ef svo er þá eru allir á Íslandi það líka, því vegagerðamenn eða við hinir höfum ekki gengið í gegnum lögregluskóla og höfum þarafleiðandi ekki lögregluvald.
20.06.2006 at 21:18 #554972lestu póstinn fyrir ofan þig þetta er rétt þar í 7.grein vegagerðsmenn bera þetta vald það er að segja pundarar
20.06.2006 at 22:34 #554974Verði starfsmenn vegagerðarinnar varir við eitthvað misjafnt kalla þeir lögregluna til til að athuga með meinnt brot, taka skýrslu og sekta, samasem vegagerðin hefur ekki lögregluvald er aðeins lögreglu til aðstoðar og aðeins þegar lögreglan er til staðar. Ef slys verður getur lögreglan falið borgara að stýra umferð, ef um óeyrðir er að ræða og er lögreglu ofviða getur lögreglan skipað borgara sér til aðstoðar osf. Ef ég mundi neita starfsmönnum vegagerðarinnar að kíkja í tankinn verða þeir að kalla til lögreglu sér til aðstoðar. Löggjafavaldið getur ekki ennþá veitt borgara, hjálparsveitarmanni eða embættismanni lögregluvald og sent hann eins sins liðs út á mörkina til að gæta löggæslu. Í lögum, eins og fram kemur hér að ofan, hafa nokkur embætti löggæsluvald þar með taldir varðskipsmenn, tollgæslan, hreppstjórar, héraðslögreglan þegar þeir sinni því starfi, ég hef aldrei séð vegagerðina nefnda þarna. Í vetur voru umræður á alþingi um að veita vegagerðinni þetta vald en sú tillaga féll í grýttann jarðveg löggjafavaldsins og hefur ekki komið til framkvæmda.
Strákar lesa lögin og fylgjast með því sem fram fer á alþingi.kv. vals.
20.06.2006 at 22:50 #554976Verði starfsmenn vegagerðarinnar varir við eitthvað misjafnt kalla þeir lögregluna til til að athuga með meinnt brot, taka skýrslu og sekta.
Þeir hafa vald til að stöðva þig, og taka sýni. Ef þú virðir ekki stöðvunarbeiðni og eða neitar þeim um að taka sýni, lítur það út fyrir að vera eitthvað misjafnt og þeir kalla til lögreglu.
20.06.2006 at 23:13 #554978Árið 2001 var samstarf á milli Vegagerðarinnar og Ríkislögreglustjóra varðandi vegaeftirlit og Þá voru hafðir 2 menn á bíl, einn frá hvoru embætti. Ef það er enþá svoleiðis þá er ekkert hægt að rífa kjaft ef maður er tekinn í tjekk.
20.06.2006 at 23:37 #554980Tilvalið að hringja í lögregluna og spyrja, þeir meiga ekki ljúga að fólki sem spyr um lög og reglur landsins.
20.06.2006 at 23:47 #554982Maður hálf skammast sín fyrir að lesa suma af þessum póstum. Hvurslags eiginnlega dónaskapur er þetta að vera með einhvern móral að stoppa þó að pundararnir sú að veifa manni og biðja mann um að stoppa. Hvað hafið þið að fela. Ekkert, verið nú ekki með þessa endemis vitleysu um að ætla sko ekkert að stoppa því að þeir séu ekki með lögregluvald. Þeir eru nú bara að vinna sína vinnu. Með sumarkveðju. Björninn
21.06.2006 at 00:07 #554984Ekki spurning, stoppa, vera kurteysir sýna samstarfsvilja og ekki vera með múður enda geri ég ekki ráð fyrir að menn hafi eitthvað að fela. Skrif mín gengu ekki út á að sleppa eða stinga af heldur túlkun á lögunum. Lögin eru í sjálfum sér einföld þegar maður hefur kynnt sér þau og við eigum öll að fara eftir þeim, bæði borgara og þeir sem fara með lögvaldið því það er hægt að brjóta lög hvoru megin sem maður er, með valdið eða ekki með valdið.
Ég kvet að sjálfsögðu alla, jeppamenn sem aðra, að sýna vegagerðamönnum sem og lögreglu virðingu og samstarfsvilja.kv. vals.
21.06.2006 at 00:25 #554986Eenn og aftur er komin þessi marg blessaða umræða um vegaeftirlitsmennn frá Vegagerðinni.
Vegaeftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa EKKI lögregluvald og þar af leiðandi hafa þeir ekki vald til að stöðva ökutæki, varðandi samstarfssamning sem var á milli vegagerðarinnar og lögreglunar frá 2001 er EKKI í gildi lengur, núna í dag eru tveir vegaeftirlitsmenn á hverjum bíl í staðin fyrir einn vegaeftirlitsmann og einn lögreglumanns.
Á síðari hluta síðasta árs eða nú vetur fór vegagerðin fram á það við dómsmálaráðaneitið að hún fengi heimild og vald til að stöðva ökutæki, því var hafnað vegna mikilla andmæla frá landsambandi lögreglumanna þar sem þeir töldu að vegaeftirlitsmennirnir hefðu ekkert með slígt vald að gera, og var það af nokkrum ástæðum sem ég man ekki í augnarblikinu hverjar voru.En eins og ég hef sagt áður þá hefur vegagerðin EKKI lögregluvald og þar af leiðandi ekki vald til að stöðva ökutæki í þú ertr í fullum rétti með að hunsa þá, en aftur á móti getur hún þá kallað til lögreglu, einnig vill ég benda á að vegaeftirlits menn hafa EKKI heimild til að fara í tankin hjá þér nema með þínu samþykki, að öðrum kostu þurfa þeir dómsheimild til að fara í tankin hjá þér.
Þið getið nokkuð vel treist á þetta því að ég er búin að láta reina á þetta, ekki það að ég var að brjóta af mér heldur einfaldlega vegna þess að ég þoli ekki þessa vegaeftirlitsmenn.kveðja Addi Ö-1435
21.06.2006 at 08:53 #554988Þá stoppum við í virðingarskyni við þeirrarr vinnu, alveg eins og við mengum ekki loftið fyrir umhverfissinnunum og drepum ekki hvalina fyrir greenpeace.
Þetta er svoldið heit umræða, en það að stoppa fyrir þeim er álíka mikilvægt fyrir mér og að svara gallupkönnun. Hef nákvæmlega ekkert með það að gera.
21.06.2006 at 20:30 #554990Auðvitað hafa Vegagerðarmenn leyfi til að stoppa þig alveg eins og ég og þú höfum leyfi til að stoppa vegagerðina. En það er jafn mikil skylda fyrir báða aðila að stoppa.
Maður þarf semsagt ekki að stoppa frekar en maður vill.
Svo einfalt er það, allaveganna ennþá.
Viljiru stoppa, þá er bara að gera það. Viljir þú EKKI stoppa að þá sleppir þú því bara. Ef þeim grunar eitthvað þurfa þeir að hringja á lögguna og þar sem að Lögreglan er allt annað en ánægð með það að Vegagerðarmenn séu í þann mund að fá lögregluvald að þá er því sinnt eftir dúk og disk.
Og ef á að hártoga stöðvunarskyldu fólks að þá ber þeim enginnskylda til að stoppa þrátt fyrir það að lögreglan setji bláu ljósin á það, þar sem að bláu ljósin eru ekki STÖÐVUNARLJÓS heldur eru það forgangsmerkingar lögreglu sjúkrabíla, slökkviliðs og hjálparsveita.
En Vegagerðin er ef ég man rétt bara með gul ljós á sínum vigtara rútum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.