Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vígalegur krúser í smíðum
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.12.2005 at 02:11 #196925
AnonymousAllt að gerast, jæja nýjar myndir, reynið nú að hrauna yfir þetta eins og þið getið
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.02.2006 at 13:04 #537066
Sæll.
Gætirðu ekki farið núna í það að breikka felgurnar bæði út og inn til að halda stefnu spindlanna á miðju dekkjanna? Það væri sniðugt.
Kv Izan
07.02.2006 at 17:04 #537068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Væriru til í að útskýra þetta aðeins nánar :s
07.02.2006 at 18:10 #537070Hvar eru myndirnar og endilega smelltu inn fleiri, ég var einhverntíman búinn að skoða þettað
En það verður að koma með meira af svona keppnismixi, menn eru alltof safe í jeppabreytingum í dag. líst vel á þetta
08.02.2006 at 16:01 #537072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og ég sagði þá er þessi bíll algjörlega smíðaður eftir Felguboltanum, Hilux sem Kristján í Bíltak á Selfossi átti, alveg sömu hásingar og alveg eins upp byggt, verður gaman að sjá hvort Lúserinn meðtekur þetta jafn vel og Lóluxinn, sá bíll er allavega að svínvirka.
22.03.2006 at 18:14 #537074
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ttt
22.03.2006 at 21:51 #537076Eitthvað kannast ég nú við þessa framhásingu….þetta var undir Hilux, að framan, ef þetta er sú sem ég held. Var ekki styrkt að ástæðulausu reyndar….
Hann er nú frekar hár samt, styrkingin á hásingunni rakst í olíupönnuna í síðasta bíl sem hún var í, þangað til að samslagið var stytt aðeins
22.03.2006 at 22:19 #537078
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Keypti framhásinguna af honum Dodda Drifskafti, persónulega sé ég ekki tilgang í að styrkja hásingu svona allsvakalega þegar þú ert ekki einusinni að brjóta 1/2" felgubolta. Allavega, ef þú veist um gott ráð til að hafa hann lærri, upp á misfjöðrun og annað þá endilega skjóttu því á mig. persónulega finnst mér hann ekkert hár, bara svipaður og Felguboltinn, ef ekki aðeins lægri.
23.03.2006 at 00:26 #537080
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég veit það nú ekki, en þetta lítur nú ekkí út fyrir að vera neitt svakalega traust.
Þ.e. sætið fyrir púðann
[img:1o8m4fsp]http://www.augnablik.is/data/500/809brynjar_154-med.jpg[/img:1o8m4fsp]
23.03.2006 at 11:24 #537082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vil nú vekja athyggli á því að þetta er nú ekki nærrum því búið
23.03.2006 at 23:19 #537084Það er nú svosem engin ein töfralausn til að halda hæð hóflega lítilli á jeppa með hásingu að framan, þetta snýst um að færa til og hliðra því sem annars rækist saman þegar hásingin gengur upp. Ef allt gengur upp þá lendir hásingin í grindinni eða olíupönnunni fyrst. Vandasamast er að koma hliðarstífunni og vasanum fyrir hana fyrir þannig að hún rekist ekki í millibilsstöngina í (oftast hægri)beygju+samslagi.
Einnig getur togstöngin farið að rekast í grindina farþegamegin ef það er notaður armur fyrir hana á liðhúsið, og bíllinn misfjaðrar saman farþegamegin+sundur hinumegin.
Stundum er pláss innangrindar meðfram mótor fyrir stífuturna sem efri 4-link stífurnar geta komið í. (Ég er reyndar bara með eina núna, bæti sennilega annarri við til skrauts hinumegin). Neðri stífurnar geta þá komið beint aftaná hásinguna, þannig að þær skaga ekki langt niðurúr henni. Athuga ber að 4-link uppstilling gefur sömu útkomu hvort sem stífurnar eru í lóðlínu hver við aðra eða ekki, að því gefnu að þær séu allar jafn langar OG samsíða. Það sem er kannski varasamast er að hafa of stutt bil á milli þeirra og líka að miðlína hásingar sé langt frá ímyndaðri línu milli stífuendanna(þá er ég að tala um meira en kannski 10-15 cm, sem getur alveg verið í lagi).
Hafa ber í huga að mikil átök eru á framhásingu þegar hemlað er á t.d. ósléttu þurru malbiki, þá snúast öll átök við miðað við þegar verið er að spóla og skemmta sér, en okkur hættir til að miða oftar við það þegar verið er að smíða…..
Ég heyrði ansi gott heilræði um daginn til þeirra sem eru í jeppabreytingahugleiðingum:HLUSTAÐU á alla sem hafa eitthvað til málanna að leggja, gerðu svo bara eins og ÞÉR FINNST!!!
Þannig verða nú nýjungarnar til í þessu drasli

kv
Grímur, fyrrverandi smíðakall hjá Drifskaftinu
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
