Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Viðskiptavild
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.02.2009 at 11:32 #203748
Hvað finnst mönnum um þetta
sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/0 … yrir_skrif-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2009 at 11:39 #640162
Þetta þykir mér hrikarlegt og ef ég væri enþá í viðskiptum við Toyota þá myndi ég vilja koma skoðunn minn á framfæri, hvort sem það væri með því að hunsa viðskipti við þá eða með bréfaskriftum. En þarna er hreinlega verið að reyna gera aðra starfsmenn hrædda.
Kv
05.02.2009 at 11:48 #640164jæja, ætli maður fari ekki bara í patrol næst ….
05.02.2009 at 13:38 #640166Þetta er ótrúlegt að forstjóri geti leift sér að endunýja sinn bíl á kostnað fyrirtækisins á sama tíma og drga þarf úr kostnaðu í öllum örðum deildum.
Ég veit að Toyota var gott fyrirtæki en það hefur greinilega breyst mikið frá því að ég var að vinna hjá þeim í verkstæðinu.
05.02.2009 at 14:37 #640168…sumir eru bara jafnari en aðrir.
Wolf
05.02.2009 at 21:53 #640170Ætli ég útiloki ekki Toyota hér eftir sem valmöguleika í jeppakaupum/ bílakaupum hér eftir.
05.02.2009 at 22:27 #640172Patrol er best …
05.02.2009 at 22:45 #640174Þetta eru tvö mál. Annars vegar þetta sem maðurinn er að koma á framfæri, s.s. það að forstjórinn fái endurnýjaða 14 millj. króna bíl á sama tíma og skorið er niður í kjörum annarra. Ekki beint rétti andinn ef rétt er, raunar ótrúlegt dómgreindarleysi eins og ástandið er í þjóðfélaginu.
Svo er hitt málið að reka starfsmann fyrir að setja fram neikvæð skrif um fyrirtækið á bloggsíðu sinni. Það að halda úti bloggsíðu er raunar ekkert annað en að gefa út sinn persónulega fjölmiðil og menn eru ábyrgir fyrir því sem þar er sett fram. Ýmis skrítin mál sem spretta upp úr því og virðist sem margir líti ekki á bloggið þeim augum. Persónulega finnst mér starfsmenn eigi að sýna ákveðna samstöðu út á við með fyrirtækinu sem þeir starfa hjá og koma gagnrýni sinni á framfæri innan húss ef þeim finnst þeir þurfa að tjá sig. Þegar einstaklingur telur sig ekki lengur geta sýnt fyrirtækinu þá samstöðu, m.ö.o. finnst ákvarðanir þess með þeim hætti að þeir finna sig knúna til að birta neikvæðar upplýsingar um starfsemina, þá getur hvorki viðkomandi starfað lengur fyrir fyrirtækið né fyrirtækið haft viðkomandi í vinnu. Starfsmenn fyrirtækja eru í vinnunni til að vinna að hag fyrirtækisins og fá laun fyrir það og ef fyrirtækið hefur ástæðu til að ætla að viðkomandi sé sama um hag fyrirtækisins og tjái andúð á því opinberlega, þá er dæmið bara ekki að ganga upp. Er þetta ekki það sem kallast trúnaðarbrestur í almennri umræðu?
Kv – Skúli
05.02.2009 at 23:22 #640176Það virðist sem gagnkvæmt dómgreindarleysi hafi verið viðhaft í þessu tilfelli.
Annars vegar er, eins og Skúli bendir réttilega á, ekki viðeigandi að fjalla opinberlega á neikvæðan hátt um fyrirtæki sem maður starfar hjá.
Hins vegar er ekki skynsamlegt að segja starfsmanni umsvifalaust upp sem verður uppvís að svona löguðu, sérstaklega þar sem hann stakk á viðkvæmu máli, þ.e. hann hafði nokkuð til síns máls.
Þar að auki er einstaklingur sem bloggað hefur um viðkvæm málefni fyrirtækis ekki beinlínis líklegur til að steinhalda kjafti strax eftir uppsögn….Svo er alls ekki gott "promo" að nefna einhverja tiltekna ástæðu fyrir uppsögn þegar hún á sér stað, en tiltaka svo eitthvað allt annað skriflega þegar á hólminn er komið.
Hvers vegna var ekki hægt að segja eins og var; starfsmaðurinn var að tjá sig opinberlega um eitthvað sem eru innanhússmál í sjálfu sér, burtséð frá siðferði málsins. Dylgjur um samstarfsörðugleika eru hálf kjánalegar þegar þessi staða er komin upp.
Niðurstaða mín er sú að stjórnendur fyrirtækisins hafi leikið ansi illa af sér og í raun skaðað fyrirtækið mun meira heldur en þessi fyrrverandi starfsmaður.
Mun nær hefði verið að láta bræðina renna af sér í einn dag eða svo, kalla manninn á teppið og fara yfir stöðuna; Gera grein fyrir því hvers lags upplýsingar hann var að birta og hvers vegna hann ætti ekki að birta þær, yfirfara hvort hann vildi starfa áfram eða ekki, bjóða upp á starfslokasamning án uppsagnar gegn því að taka færsluna út o.s.frv.
Ég tek hins vegar þá afstöðu enn sem komið er að láta hina mörgu góðu starfsmenn TOYOTA, einmitt þá sem borið hafa fána fyrirtækisins hingað til með góðu viðmóti og þjónustulund, njóta þess sem þeir hafa unnið til þrátt fyrir dómgreindarleysi stjórnenda.
Ég mun því áfram eiga TOYOTUR, þó svo að ég noti einhverjar aðrar bíltegundir hvursdags til að jaskast á .KV
Grímur R-3167
06.02.2009 at 11:59 #640178Mér finnst nú þessi starfsmaður hafa réttinn mikið meira sín megin þar sem hann nefndi ekki nafn fyrirtækisins í bloggfærslunni. það kom ekki upp fyrr en eftir brottrekstur.
Kv. Hjalti
06.02.2009 at 13:02 #640180Mér finnst að Toyota sé með dýra og óhæfa stjórnendur í vinnu.
06.02.2009 at 13:24 #640182Það er eitthvað sem heitir “Þagnarskylda“, ef starfsmaður hefur skrifað undir svoleiðis er þetta brottrekstrarsök og þarf ekki að tilgreina það frekar. Hvort stjórnendur séu lélegir eða vanhæfir stjórnendur verður hver og einn að hafa álit á því en dómgreindarleysi viðkomandi starfsmans er algjört.
kv. vals.
06.02.2009 at 13:30 #640184Þegar nafn fyrirtækis og nafn forstjóra er ekki nefnt í færlsu þá er þetta mjög alment og gæti átt við hvaða fyrirtæki sem er. Þannig að viðkomandi starfsmaður braut ekki þagnarskildu miðað við þessi skrif. Þarna er á ferðinni siðblindur forstjóri sem sér ekki siðleisið í þessu og segir honum upp en áttar sig ekki á því að með því að segja honum upp var nafn fyrirtækisins birt. Ef forstjórinn hefði nú aðeins gefið honum tiltal og ekki rekið hann vissi ekki nokkur maður í dag um hvaða fyrirtæki væri að ræða en með framkomu forstjórans skaðað forstjórinn fyrirtækið mjög mikið.
06.02.2009 at 13:56 #640186Svona aumingjar eiga ekki að hafa mannaforráð.
Ekkert meira um það að segja.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.