Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Viðskiptakort
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Júníus Guðjónsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
07.01.2008 at 18:58 #201551
Ég er að pæla með þetta nýja kort sem ég var að fá sent heim. Gildir það ekki sem nýtt félagsskírteini? Þar sem félagsnúmerið kemur ekki framm á því. Þarf ég þá að líma 08 miðann á gamla teinið og hafa bæði í veskinu eða get ég límt 08 miðann á nýa teinið og notað það sem félagsskírteini?
Kveðja Ingi sem á allt of mörg greiðsukort…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.01.2008 at 21:01 #609412
Spurningar Inga rifjuðu upp tvær spurningar, sem hafa verið að brjótast í kollinum á mér síðustu daga.
1. Um daginn fékk ég senda tvo 08 límmiða frá klúbbnum. Ég límdi annan þeirra á félagsskírteinið en veit ekki hvað ég á að gera við hinn. Á ég að líma hann á viðskiptakortið eða á ég bara að reyna að selja hann á Ebay?
2. Þegar greitt er með viðskiptakortinu, er þá ekki nóg að sýna það kort eitt og sér? Ástæða þess að ég spyr að þessu er sú, að þegar ég greiddi fyrir eldsneyti um daginn, sá starfsmaður bensínstöðvarinnar félagsskírteinið mitt í veskinu og spurði mig hvort hann ætti ekki að renna því í gegn. Ég taldi það óþarfa og reikna með að fá afsláttinn án þess að sýna félagsskírteinið.
Kannski var þetta starfsmaður í þjálfun, hver veit?Kv. Sigurbjörn.
07.01.2008 at 22:04 #609414Erum við að tala um -12krónur á hæðsta bensín líternum hjá Shell?
07.01.2008 at 22:24 #609416minus 12 krónur er það ekki bara sama verð og í öllum ódýru sjálfssölunum ?
ég hef ekki séð tilgang í að nýta mér þetta rosatilboð.
07.01.2008 at 23:28 #609418þetta eru 12 krónur frá viðmiðunnarverði. Veit ekki hvort það er einhverstaðar til sölu. Allavega í síðasta samningi sem var 10 kr frá þessu blessaða viðmiðunnarverði sá ég aldrei hærri en 4 kr afslátt.
Kveðja Lella
07.01.2008 at 23:59 #609420Verð á dísel með 4×4 afslætti er í dag 129,90 kr.
Ég gat hvergi fundið sambærilegt verð nema á fyrirframgreiddum viðskiptum hjá ÓB – Frelsi.
Þar var líterinn 10 aurum ódýrari ef þú borgaðir fyrirfram.Með viðskiptakortinu ertu að fá þetta verð í lánsviðskiptum – þannig að skv. mínum kokkabókum er hvergi hægt að fá hagstæðari kjör fyrir almenna viðskiptavini olíufélaga.
Benni
08.01.2008 at 00:12 #609422Jú, viðskiptakort sem er tengt við kennitölu félagsmanns veitir fullan afslátt, athugið þó að afslátturinn reiknast eftir á (samt m.v. verð þess dags sem viðskiptin fara fram) en kemur ekki á strimilinn.
Afslátturinn þessar 12kr reiknast af því sem er kallað [url=http://www.skeljungur.is/files/nr.1%20_%204.januar.pdf:2btzjymv]þjónustuverð[/url:2btzjymv] og er oftast 5kr hærra en sjálfsafgreiðsluverðið (sem er það sem maður sér oftast á skiltum).
Varðandi samanburð við ódýrustöðvarnar eins og [url=http://www.orkan.is/:2btzjymv]Orkuna[/url:2btzjymv] og [url=http://www.ob.is/:2btzjymv]ÓB[/url:2btzjymv] er best að skoða [url=http://www.gsmbensin.is/:2btzjymv]GSMBEnsín[/url:2btzjymv], núna er ÓB Snorrabraut lægst í 98 oktan bensíni með 130,80kr en F4x4-verð á Shellstöð eða hjá Orkunni er 127,4kr. ÓBfrelsi gefur -3 í viðbót þannig að 127,8 er það ódýrasta, algengara er þó 132,8kr (og 129,8 með lykli) hjá ÓB. Þannig að vissulega er verðmunurinn þarna neðst orðinn frekar lítill en það er hægt að fá lægra verð víðar með F4x4 afslættinum en, hm lægri vegið meðaldæluverð ;)? (Ég tók auðvitað bensín af því að mig langar svo í V8 til að geta eytt meira…)Auka 08-miðinn er ætlaður fyrir aukafélagakortið sem auðvitað allir eru búnir að nýta sér er það ekki ;)? Annars má örugglega fá góða fúlgu á eBay, hátt í nokkra lítra af eldsneyti.
Í mars – apríl áætlar Skeljungur að taka upp nýtt kortasystem og þá falla þessi kort saman, þ.e. vildarkortið/félagsskírteinið (gráa) annars vegar og [url=http://4×4.trigger.is/skeljungur/:2btzjymv]viðskiptakortið (rauða)[/url:2btzjymv].
Annar annars ágætur kostur viðskiptakortsins er að maður getur notað það hjá Orkunni og þarf ekki að hamra inn PIN-númer… að vísu ákveðin áhætta fólgin í því þannig að ekki týna kortunum ykkar 😉
08.01.2008 at 00:36 #609424Er 12 krónu afslátturinn bara með þessu viðskiptakorti? Hver er venjulegi 4×4 afslátturinn (og hvernig er það samanborið við t.d. bensín frelsi hjá Orkunni)? Þessir afsláttarútreikningar ætla eitthvað að þvælast fyrir manni.
kv. Kiddi sem er aftur farinn að spá í bensínkostnaði
08.01.2008 at 00:42 #60942612kr afslátturinn er ekki bundinn við viðskiptakortið eingöngu, hins vegar ef maður vill nýta sér hann í sjálfsölum eða Orkunni þá þarf viðskiptakort (annars þarf Starfsmann í verslun til að renna vildar/félagsskírteinis-kortinu með greiðslukorti…). Þannig að til að geta notfært sér afsláttinn sem víðast er öruggara og þægilegra að vera með rautt en grátt kort (rautt er líka flottur litur…).
Og af því að þú ert bensíndúdddi þá er Bensínfrelsi hjá Orkunni (fyrirframgreitt): 129,7kr á lítrann af 95 oktana eðalsafa en F4x4verð á Skeljungsstöð með gráakortið að vopni eða á Skeljungsstöð, sjálfsafgreiðslu og Orkunni með rauðakortið að vopni er 127,4kr af sama glundrinu.
08.01.2008 at 00:52 #609428Ég þakka Tryggva fyrir greinagóð svör.
Kv. Sigurbjörn.
08.01.2008 at 02:23 #609430Þegar afslátturinn var kynntur í lok síðasta árs þá var talað um að við fengjum 12 króna afslátt af sjálfsafgreiðsluverði !
Sjá þessa mynd: https://old.f4x4.is/new/files/photoalbums/5508/46560.jpg
*Er á Makka þannig að hjálpartólin virka ekki….
08.01.2008 at 02:34 #609432Eins og þú sérð þá er sama verð á sjálfsafgreiðslu og með fullri þjónustu á þessu korti, vegna þess að það er miðað við verð í fullri þjónustu sem við fáum afslátt af. Svo er 2 krónu meiri afsláttur af því sem þú dælir sjálfur, semsagt 12 krónur
Kv Kristján
08.01.2008 at 03:35 #609434Gott að fá þetta á hreint
***Rannsakar ítarlega samhengi afsláttarkorta, sjóntauga og skammtímaminnis***
Smá viðbót:
Bara svo það koma skýrt fram, þá þykir mér þessi afsláttur vera orðinn andskoti rýr þegar alltaf er miðað við þjónustuverð.
Miðað við að þjónustuverð sé 139,4 og afslátturinn sem ég fæ fyrir sjálfsafgreiðsluna sé 12 kr þá er ég að fá líterinn á 127,4
Ef ég fer með dælulykil á ódýrustu ÓB stöðina (Snorrabraut 130,8) þá er líterinn með lyklaafslætti 128,8 og Frelsi 127,8.
Sömuleiðis, ef ég fer á ódýrustu Orkustöðina (Selfossi 130,7) þá fæ ég líterinn á 126,9.
Ég held, miðað við þetta, að Skeljungur sé ekki að gera okkur neinn stókostlegan samning. Fyrirtæki fá meiri afslátt af verðinu en þetta.
– Svona fyrst það eru áramót og svona þá vil ég hvetja stjórnina til að gera könnun á því hve mikið af bensíni og olíu félagsmenn eru að kaupa og nýta sér þær upplýsingar sem verðmæti næst þegar svona afsláttarsamningar eru gerðir. Hafi slík könnun þegar verið gerð þá hef ég misst af henni, enda nýr félagsmaður. Einnig á ég erfitt með að giska hve margir lítrar af eldsneyti fara á bifreiðar félagsmanna en þeir eru allnokkrir, svo mikið er víst.
08.01.2008 at 09:48 #609436Magn eldsneytis sem keypt er á okkar kjörum er eitthvað sem er dálítið viðkvæmt og erfitt að fá en við munum reyna að fá upplýsingar um heildarmagnið eingöngu reglulega frá Skeljungi akkúrat til að nota í áframhaldandi samningaviðræðum. Við gerðum þó nokkrar upplýstar ágiskanir í aðdraganda þessarar endurskoðunar og heildarmagnið hljóp frá nokkrum milljónum lítra upp í á annan tug milljóna lítra, þannig að skekkjan í þeim pælingum var talsverð.
Það er að mínu mati ekki alveg rétt að bera saman fyrirframgreitt verð annars vegar (t.d. bensínfrelsi) og reikningsviðskipti/staðgreiðslu hins vegar, tvö ólík viðskiptaform en mér þótti samt ákveðið atriði að komast "á par við" fyrirframgreiddu kortin. Eins og hefur komið fram hér fyrir ofan þá er það líka hluti af þessu að við fáum lægra verð á dælum víðar, sem skiptir máli því maður er nú ekki alltaf að rúnta bara í Reykjavík. Það reyndar að búa á Selfossi gefur sérstöðu sem er mjög áhugavert að spá í af hverju sé.
Afslættir fyrirtækja og einstaklinga eru heldur ekki alveg sambærilegir, ef t.d. F4x4 myndi sjá um allar greiðslur væri minni innheimtukostnaður og minni áhætta fyrir seljanda en að eiga við hundruði eða þúsundir minni aðila.
Svo er ýmislegt fleira í þessum samningi en bara eldsneytisafslátturinn þó hann vissulega fái mesta athygli. Það eru aðrir afslættir og [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10943:a1a8yqhp]ýmislegt fleira[/url:a1a8yqhp]. En auðvitað mun reynslan af þessu leiða í ljós hvort afslátturinn eykst enn frekar meir.
08.01.2008 at 15:09 #609438Greinargott svar og flott.
Meðan þessi mál eru á réttri leið þá er ég sáttur. Eins og ég nefndi áðan þá er ég nýr félagsmaður þannig að ég veit ekki hvernig þessi mál hafa staðið hér áður fyrr.
08.01.2008 at 15:16 #609440Það er líka um að gera að spyrja svona góðra spurninga. Ég veit reyndar ekki hver þróunin hefur verið en í gegnum tíðina hefur þessi afsláttur verið að aukast, nú síðast úr 10kr í 12kr þannig að þetta er allt á réttri leið þó hækkanirnar séu auðvitað að fara hraðar upp 😉
08.01.2008 at 22:38 #609442Er það ekki rétt skilið hjá mér að klúbburinn okkar fær greiðslur "styrk" í samræmi við okkar kaup á eldsneyti ?
og önnur spurning ef rauðakortið verður að klúbbkorti hvað verður þá um flugpunktana sem hafa verið að safnast inná gráakortið ?Kv.Vigfús
08.01.2008 at 22:46 #609444til klúbbsins er ekki tengdur eldsneytiskaupum
08.01.2008 at 22:52 #609446Oki flott að þið séu komnir með bensínafsláttinn á hreint. Mun ég þá enturtaka spurninguna sem byrjaði þráðinn og er í nokkrum liðum:
Get ég notað rauða viðskipta kortið sem nýtt félagsskírteini? Þar sem félagsnúmerið kemur ekki framm á því. Þarf ég þá að líma 08 miðann á gamla teinið og hafa bæði í veskinu eða get ég límt 08 miðann á nýa teinið og notað það sem félagsskírteini?
08.01.2008 at 22:53 #609448Ég myndi gera ráð fyrir að flugpunktar (væntanlega Vildarklúbbur Icelandair?) myndi halda áfram að tikka. Þetta kort sem á að koma á víst að sameina þetta allt saman.
08.01.2008 at 22:58 #609450Í mars – apríl áætlar Skeljungur að taka upp nýtt kortasystem og þá falla þessi kort saman, þ.e. vildarkortið/félagsskírteinið (gráa) annars vegar og viðskiptakortið (rauða).
Þannig að auðvelda leiðin er:
Setja 08 miðann á gráa og nota það sem félagsskírteini þangað til nýja sameinaða kortið (litur óþekktur enn…) kemur sem verður með númerinu á sameinar kosti gráa og rauða, auka miðinn var hugsaður á skírteini aukafélaga sem margir eru með skráða á sig.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.