This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2007 at 13:42 #199334
Sælt veri fólkið
Er eitthvað að frétta frá viðgerðum á þessum tveimur bílum sem fóru niður í krappann í síðustu viku? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2007 at 11:08 #574808
Já, væri fróðlegt að fá fréttir.
Kv. Hjalti
11.01.2007 at 13:07 #574810Scoutrol er orðinn ökufær, en ég þarf að skipta um innréttingu vegna olíunnar sem lak úr tönkunum. Eins reikna ég með að hann verði heilsprautaður. VIS er búið að samþykkja að tjónið sé bótaskylt, en eftir er að semja um upphæð. Ef einhver veit um góða innréttingu úr Patrol 91-97 á sanngjörnu verði hef ég áhuga á að skoða það.
Kv. Heiðar
11.01.2007 at 13:09 #574812hvernig er það heiðar, ertu með kaskó ? hvernig færðiru rök þín fyrir tryggingafélaginu ef ég mætti forvitnast ?
11.01.2007 at 13:38 #574814Ég þurfti ekki að færa nein rök, bíllinn var í kaskó og utanvegakaskó. Þegar ég tryggði hann eftir að ég setti Patrolboddíið á hann og loftpúðakerfið og eitthvað fleira var hann metinn af tryggingunum þegar ég tryggði hann. Þetta var önnur ferðin á honum eftir síðustu breytingar, en þær voru Dana 60 að framan+loftlæsing, nospin að aftan, lækkuð hlutföll, túrbína og millikælir á vélina og hækkaður um 5 cm á boddíi til að koma 46" undir. Þessar breytingar sluppu allar.
Kv. Heiðar
11.01.2007 at 14:11 #574816átti innréttingu fyrir nokkru sími 892-4030.
Gott að heyra að VÍS taki þátt í kostn. vona að ykkur félögum farnist sem best kv Óli Hall
11.01.2007 at 14:27 #574818Hvenrig ætli þetta sé hjá öðrum tryggingafélögum, það væri forvitnilegt að vita.
Hvernig fór með rafkerfið í bílnum, þurftir þú að skita um mikið þar?
11.01.2007 at 14:32 #574820talaði við tryggingafélagið mitt (sjóvá) og þeir sögðu að bíllinn væri ekki trygður ef hann færi í kaf í vatn, því að maður ætti að vera búinn að athuga vatnið… sourning með þegar maður fer í gegnum ís…
11.01.2007 at 14:37 #574822Ég er nýbyrjaður að tryggja hjá sjóvá og setti hann í kaskó og utanvegakaskó og ég spurði hann sérstaklega hvað væri tryggt utanvega og hvað ekki og hann sagði að ég væri ekki tryggður í á en annarsstaðar er ég tryggður.
11.01.2007 at 14:40 #574824Heiðar þegar þú lést meta hann, fóru þeir þá eitthvað spes yfir hann eða skoðuðu þeir hann bara?
11.01.2007 at 15:25 #574826Ég var alla tíð verið tryggður hjá sjóvá en færði mig yfir til vís fyri 2 árum. Það er víst staðreind að sjóvá borgar ekki tjón nema að litlu leiti þeir reina eins og þeir geta til að sleppa. Vís er með miklu víðtækari tryggingar og bætta tjón í miklu meira mæli en sjóvá. Teingdarfaðir minn er að vinna á lögfræðistöfu og sér þar um samskippti við tryggingafélög vegna tjóna, ég spurði hann að þessu og hann sagði mér að það væri miklu erfiðara að fá bættur hjá sjóvá heldur en öðrum tryggingafélögum sjóvá væri áberandi verstir en vís mjög sangjarnir í öllu mati á tjónum sem viðskiptavinur lendir í.
11.01.2007 at 15:48 #574828Ég hef lent tvisvar sinnum í tjóni á hálendinu annað skipti lenti ég í gegnum ís og svo fór ég smá stökk. Í báðum tilfellum var um mikið tjón að ræða, Sjóvá borgaði bæði tjónin út án nokkurs vesens.
Báðir bílarnir voru í Kaskó.
LG
11.01.2007 at 17:27 #574830
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig var það í þessu tilfelli var þetta vatn, á eða lækur og merkt á korti??? spurning hvort þeir geti staðið á því að neitað bæta vatnstjon ef billinn fer niður þar sem almennt ætti ekki að vera vatn undir????
11.01.2007 at 20:28 #574832Lúther ætli það sé nokkuð hægt að miða við þig þar sem þú ert bílasali og ert væntanlega í sambandi við félögin nánast á hverjum degi og ef þessi bissness virkar eins og annar bissness að þá vilja menn hafa þig góðann og bæta þín tjón með minna veseni en hjá öðrum. Varðandi utanvegakaskó hjá Vís að þá var ég að setja Patrolinn minn í svoleiðis en í kaskótryggingunni þeirra stendur í lið 3.3 að bíllinn sé ekki vatnstryggður og ekkert tjón í á sé tryggt og annað slíkt en með tryggingunni fylgdi blað þar sem tekið var fram að tryggingaskilmálarnir væru eins og þeir kæmu fram nema liður 3.3 væri ekki virkur, vatnstjón væri tryggt og bíllinn væri því tryggður gagnvart tjóni sem þessu hjá strákunum um síðustu helgi… þekki ekki með sjóvá
11.01.2007 at 21:49 #574834Tryggingafélögin eru byrjuð að setja utanvega kaskó inn í almennu kaskótrygginguna. T.d. hefur Íslandstrygging sameinað þær. Menn ættu að hafa þessi mál á hreinu áður en haldið er til fjalla.
12.01.2007 at 17:34 #574836Er ekkert að frétta af hvíta Patrolnum???
Kv. Hjalti
(sem er að drepast úr forvitni)
12.01.2007 at 18:56 #574838Ég held að tryggingarnar hafi tekið ákvörðun um að kaupa patrolinn.
Annars sá ég á eftir Jóa aka burt á þeim fallegasta Pajero jeppa sem ég hef á ævinni séð, mér sýndist hann vera á einhverjum risa dekkjum. Svo líklega er hann ekkert að spá í uppgerð á Datsun.LG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.