This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 19 years ago.
-
Topic
-
Veit einhver hversu háan þrýsting bensínrör þurfa að þola ?
Málið er það að á Daihatsu Charade bíl dóttur minnar er bensínrörið að ryðga sundur aftast og farið að leka.
Þetta er rörið sem flytur frá tankinum að vélinni. Dælan er vafalaust í tankinum og allur frágangur á rörinu er eins og það eigi að þola talsverðan þrýsting.
Það er umtalsvert mál að skipta rörinu út alla leið með sama konar stálröri og kónum, margar beygjur og þröng aðkoma, en ef þrýstingurinn er ekki mjög hár má e.t.v. mixa yfir ryðgaða kaflann og lengja svolítið í líftíma bílsins.
Halda menn t.d. að þrýstislanga úr glæru plasti með þráðum eins og fæst í Húsasmiðjunni á 100 kall meterinn
dugi í þetta ásamt hosuklemmum ??? Eru e.t.v. aðrar uppástungur um viðgerðarefni tiltækar ?
You must be logged in to reply to this topic.