This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Björn Jóhannsson 14 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagsmenn,
Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir lítilli frétt um að fyrirtækið Athygli hafi keypt nafnið á tímaritinu Útivist og stefnt sé á útgáfu þess fjórum sinnum á ári (sjá frétt). Einn af þeim aðilum sem að þessu standa er Páll Ásgeir Ásgeirsson sem flestir þekkja sem einn öflugasta talsmann landsins gegn vélknúnum ökutækjum á hálendi Íslands. Með því að endurvekja útgáfu á blaðinu Útivist er verið að stilla upp áróðursmaskínu göngufólks sem örugglega á eftir að styrkja stöðu þeirra sem vinna gegn okkar hagsmunum í Ferðaklúbbnum 4×4.
Það hefur líklega aldrei verið nauðsynlegra að halda frammi sjónarmiðum okkar og verja okkar hagsmuni til ferðafrelsis. Við þurfum að setja upp virka stefnumótun og aðgerðaráætlun um það hvernig við ætlum að koma okkar málefnum og sjónarmiðum á framfæri. Þar þarf að hafa í huga tímarit, dagblöð, útvarp og sjónvarp eða í raun alla þá miðla sem eru í gangi á landinu. Það hefur komið mér á óvart hve lítið hefur undanfarnar vikur og mánuði verið birt af efni til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það á við hvort sem er prentað efni eða viðtöl í útvarpi eða sjónvarpi.
Mig langar því að leggja til að allir aðilar í stjórn og nefndum Ferðaklúbbsins 4×4 kanni grundvöll fyrir nokkrum þáttum s.s:
• Útgáfu á tímariti þar sem fjallað verði um ferðamennsku á vélknúnum ökutækjum (jeppum)
• Föstum úrvarpsþáttum þar sem fjallað er um ferðamennsku á vélknúnum ökutækjum (jeppum)
• Sjónvarpsþáttum eða reglulegum innskotum í dagskrá sjónvarpsstöðva um ferðamennsku á vélknúnum ökutækjum (jeppum)
• Reglulegum greinaskrifum í dagblöð um ferðamennsku á vélknúnum ökutækjum (jeppum)Að setja upp markvissa áætlun í þessum málum gæti hjálpað til að koma okkar baráttumálum á framfæri og styrkt okkar stöðu í baráttunni fyrir ferðafrelsi. Ég er tilbúinn að taka þátt í svona verkefni og miðla minni reynslu og þekkingu til að berjast fyrir okkar stærsta hagsmunamáli allra tíma, að geta ferðast um hálendi Íslands.
Guðmundur G. Kristinsson
Litlunefnd
Sími 6611900
gudmundur.kristinsson@gmail.com
You must be logged in to reply to this topic.