FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Víbringur í stýri – Patrol ’00

by Hans Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Víbringur í stýri – Patrol ’00

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hans Magnússon Hans Magnússon 15 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.01.2010 at 00:15 #209718
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant

    Gott kvöld
    Stundum finn ég fyrir víbringi í stýri þegar ég keyri og finn/heyri einhverskonar hvin sem síðan leiðir upp í stýrið. Hverfur nánast með auknum hraða. Stýrið titrar eða leitar ekki og er alveg eðlilegt að öðru leiti, nýbúin að ballansera. Stál og Stansar skiptu um alla framhjólalegur og stýrisenda í apríl 2009! Þetta er Patrol 3,0 2000árg. ek. 183,000km

    Veit einhver hvað annað getur komið til greina, legur liðir??
    Varla eru framlegurnar farnar síðan í fyrra, vitlaust hertar??
    Hjólastilling??

    Eg hef ekki mikið vit á bílum og þýðir lítið fyrir mig að kíkja undir hann. Bara gott að geta gefið verkstæðis mönnum eitthvað ef kemur til þess að þurfa að fara þangað.

    Með fyrirfram þökk!!
    HM

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 10.01.2010 at 00:22 #675564
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Þessi lýsing er sú sama og var að bögga mig.
    Lagðist undir bílinn hjá mér í kvöld og athugaði legur stýrisenda og allt
    var í lagi. Setti svo kúbein á skástífuna að framan og sá að það var komið
    slag í fóðringuna neðri við hásinguna og er að vona að það sé
    það sem er að bögga bílinn hjá mér. Mundi láta athuga það sem og millibilið
    milli hjólanna…..





    10.01.2010 at 01:45 #675566
    Profile photo of Björgvin Viktor Þórðarson
    Björgvin Viktor Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 112

    það eru stífur sem liggja samsíða bílnum (langsum) koma frá niðurhengjunni fyrir aftan dekk og liggja í hásinguna það er rosalega líklega ástæðansvo eru 2 þverstífur mundi tjekka þær líka





    10.01.2010 at 06:04 #675568
    Profile photo of Smári Rúnar Hjálmtýsson
    Smári Rúnar Hjálmtýsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 110

    Athuga fóðringar í spyrnum og stýfum, einnig athuga hvort stýrisdempari sé í lagi.





    10.01.2010 at 08:30 #675570
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    …að ógleymdum spindillegunum! Það er ekki ólíklegt að þær séu orðnar rúmar í ef ekki hefur verið skipt um þær eða hert á þeim þegar búið er að aka bíl þetta mikið.





    10.01.2010 at 14:11 #675572
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 167

    Sælir og takk fyrir góðar upplýsingar.

    Ég gleymdi að nefna að það var skipt um allar stífufóðringar að framan í lok árs 2008 hjá Stáli og Stönsum. Í fáfræði minni lét ég þá sannfæra mig um að setja þessar póly-plast-dót fóðringar í staðinn fyrir gúmmíið, sem kemur orginal frá Nissan. Heyrði síðan sagt af reyndari mönnum að þetta póly-plast-dót væri fínt fyrst en síðan handónýtt.

    Getur verið að þær séu orðnar slitnar eftir aðeins ca 20.000km??

    Stýrisdemparinn er reyndar alveg að detta í sundur af ryði, svo hann gæti átt einhvern þátt. Spindillegur þarf ég greinilega að athuga.

    Kveðja
    HM





    10.01.2010 at 15:15 #675574
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Þessar poly fóðringar eiga að vera í lagi eftir 20.000km. Þar sem þær eru stífari en orginal fóðringarnarnar þá leiða þær víbring betur. Þannig að líklega er best að byrja á að athuga spindillegurnar og stýrisdemparan.





    10.01.2010 at 18:15 #675576
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll ég er með þessar pólýfóðringar og er búinn að keyra 65.000 km og finn þeim ekkert til áráttu en já ef stýrisdemparinn er orðinn svona útlits þá hugsa ég að virknin sé enn verri ég setti í sumar Koni dempara úr gamla Pat í minn og það þaggaði algjörlega niður þá litlu hreyfingu sem ég fann stundum en ég er líka með OME dempara en ég er ánægðari með Koni vegna þess að Ome er bara stífur saman og sundur en dauður á miðjunni, en Koni er stífur saman en er líka alltaf að ýta í sundur semsagt alltaf í átaki en ég lét OME vera með og þetta er bara fínt.

    kveðja Helgi





    10.01.2010 at 21:08 #675578
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Mæli með Koni stýrisdempurum.





    11.01.2010 at 12:40 #675580
    Profile photo of Hans Magnússon
    Hans Magnússon
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 167

    Er með OME undir bílnum og er alveg sáttur við þá. Það var eiginlega uppkast á milli þeirra og Koni, þeir voru á svipuðu verði. En ég held ég prófi Koni á stýrið.

    Kv
    HM





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.