This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Geir Þór Geirsson 12 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Daginn. Var að aðstoða félaga minn við að setja nýja bremsudiska og klossa í Skoda Octavia TDI 2007. Bíllinn rétt keyrður 55.000 km. Það var kominn víbringur í bremsur, sem fannst bæði í stýri og bremsu pedalanum.
Eftir þetta hefur víbringurinn minnkað en ekki farið. Maður finnur hann t.d. greinilega ennþá þegar maður situr í farþegasætinu, þegar bremsað er. Finnst almennt ekki ef bremsað er mjög laust.Handbremsan vinnur beint á dælunar að aftan og inn á bremsuklossana (ekki borðar í skálinni á disknum). Þegar tekið er í handbremsuna á ferð, þá bremsar hann fínt og enginn víbringur. Myndi því ætla að þetta væri að framan.
Bíllinn er ný skoðaður og því myndi maður ætla að hlutir eins og stýrisendar og legur væru í lagi, auk þess sem bíllinn er lítið keyrður. Þó rak ég augun í að innri öxulhosan bílstjóramegin er farin í tvennt. Annað hvort ekki sést í skoðun, því bíllinn er nýskoðaður, eða gerst eftir skoðun.
Tókum allt í sundur aftur og yfirfórum, allt laust og liðugt og hreint (milli disks og hjólastells, dælur, bracket fyrir dælur).
Eru menn með hugmyndir hvað hér er á ferðinni? Diskarnir og klossarnir sem við settum í er aftermarket hlutir, en keyptir í umboðinu. Hafa menn lent í því að nýjir diskar séu að valda víbringi? Ég tók á báðum framöxlum, fyrst að hosan var farin í sundur bílstjóra megin, og er ekki frá því að það hafi verið smá meiri hreyfing fram og aftur á þeim öxli en farþegamegin. Er mögulegt, að ef komið er slit í liðinn á öxlinum að það geti skilað sér þegar bremsað er (og ekki áttak á drifbúnaði út í hjól) sem víbringur? Hef sjálfur aldrei lent í því, þó að liðir hafi verið handónýtir.
Ætlum að fara betur yfir stýrisbúnað, skoða dekk og felgur, fjöðrun, hersla á legum og felguboltum á næstunni.
Væri fínt að heyra hvort þið hafið lent í sambærilegu og hvar vandinn lá. Mér finnst eins og ég sé að lenda oftar í svona víbrings vandamálum heldur en fyrir 15 – 20 árum. Þá virtist allt getað verið meira minna í skralli, án víbrings, svei mér þá.
Kveðja
GÞG
You must be logged in to reply to this topic.