This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 22 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Nú eru endurvarpar Ferðaklúbbsins orðnir 8 í það heila og má segja að flest fjölförnustu hálendissvæði landsins séu nú í sambandi. Auðvitað verður seint hægt að þekja öll svæði 100%, en nú er víðast hvar fínt samband á þeim hluta leiðanna sem liggja sæmilega hátt. Risa skref voru stigin í þessum málum nú í sumar og haust með uppsetningu endurvarpa á Vaðöldu, Háskerðingi, Gagnheiði og Strút.
Nú er svo komið að ýmsir aðrir hafa óskað eftir aðgangi að endurvörpunum okkar og er það vel. Um að gera að hleypa fleirum að kerfinu, að sjálfsögðu gegn sanngjörnu gjaldi sem nýtt verður til þess að viðhalda kerfinu og endurbæta það enn frekar.
Ég mæli með því við alla þá sem eru að velta fyrir sér fjárfestingu í talstöð að leita allra leiða til að komast yfir VHF fremur en CB, þar sem virkni og möguleikar þeirra eru miklu meiri/betri. Verð á VHF stöðvum hafa líka lækkað, auk þess sem hægt er að finna ágætar notaðar stöðvar (sjá t.d. heimasíðu Sigga Harðar rsh.is). Passið bara að þær séu helst með scanner.
Þó er einn skugga sem ber á þetta annars fína kerfi. Leigubílastöð hér í borginni truflar rás 44 ótt og títt á stórum svæðum, einkum í vesturhluta borgarinnar. Þetta verður þess valdandi að maður nennir ekki að hafa skannerinn á og jafnvel slekkur á stöðinni. Þar með hættir maður að hafa þau not af búnaðinum sem maður vill, en nú nást t.d. bæði 44 og 46 á höfuðborgarsvæðinu.
Spurning er hvort fjarskiptanefnd klúbbsins reyni að gera atlögu að Fjarskiptastofnun sem á auðvitað að passa að þessir hlutir séu í lagi. Það er hálf aumt til þess að vita að þeir aðilar (stofnunin) gæti þess ekki að þessir hlutir séu í lagi, en ég veit að það er oft búið að reyna að fá þá ágætu menn tila að vinna vinnuna sína og koma hlutunum í lag, en því miður án árangurs. Rétt er einnig að hafa í huga að stundum heyrir maður öll samskipti leigubílastöðvarinnar við sína menn, og augljóst er að þar eru í gangi samskipti sem menn reikna ekki með að við getum hlustað á.
Með ferðakveðju,
BÞV
You must be logged in to reply to this topic.