Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF vandræði
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.03.2005 at 14:25 #195767
Sælir félagar,
Ég er í smá vandræðum með vhf stöðina hjá mér. Ég var að kaupa mér nýja Yaesu VX4204 stöð á RSH og setti hana í. Lagði jafn svera rafmagnskapla að henni og stóðu út úr henni og lagði loftnetið í þrískiptann topp sem var fyrir í bílnum hjá mér. En málið er það að hún dregur svo stutt. Ég rétt heyri í svona kílómeters radíus í kringum bílinn og aðrir heyra frekar lágt í mér. Svo lagði ég bílnum milli tveggja bíla sem voru með VHF stöð og þeir heyrðu spjall á rásum út um allt en ég heyrði ekki neitt. Hvað gæti verið að?
Kveðja
Otti
ö-1423 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.03.2005 at 15:02 #520046
Þarf ekki að standbylgjustilla VHF stöðvar eins og var með CB’inn?
Annars er þetta örugglega loftnetið hjá þér, gæti vantað betra jarðsamband.
kv
Rúnar.
29.03.2005 at 15:17 #520048Getur verið að hinir séu með fleiri rásir en þú ?
29.03.2005 at 15:17 #520050Er þetta rétt tegund af loftneti?
29.03.2005 at 16:45 #520052Sælir..
Það þarf ekki að stylla stöðina sjálfa , en VHF toppar eru orginal nokkuð réttir fyrir 4×4 tíðnir, ef t.d þarf að stylla loftnet fyrir rás sem er á hærri tíðni en 4×4 (einkarásir), þá er hægt að fá aðstoð við það hjá Sigga Harðar, þá er klippt efst af toppnum og hann stylltur í rétta lengd miðað við þá tíðni sem er óskað eftir. – Það hins vegar er ekki nein kraftaverk sem það gerir,
Ef stöð er ekki að heyra eða drífa langt, er lang líklegast að jarðsamband á fætinum er ekki gott. – Hvar er fóturinn staðsettur?, uppi á topp eða er hann á frambretti festur með litlum vinkli sem kemur upp á milli húdds og brettis ? (það virkar mjög ýlla.)
Ef toppurinn er staðsettur á frambretti, þá mundi ég færa hann upp á miðjan topp á bílnum. – Loftnetið þarf góða jörð (stóran flöt umhverfis fótinn) og þar af leiðandi ef loftnet er staðsett á vinkli meðfram húddloki, þá er jörðin mjög lítil (hugsað í flatarmáli)
Svo náttúrulega þarf að vera gott leiðnisamband á milli fótar og í bílinn, t.d virkar lítið aðsetja venjulegan topp á plasthús, – þá er engin jörð á fætinum. – Ef toppurinn er settur upp á þak úr járni, þarf að tryggja að festingin nái jarðsambandi í gegnum lakkið á toppnum (oftast eru einhverjar tennur neðan á festingunni, sem ná að rispa í gegnum lakkið innanfrá (það getur verið vandamál hjá þér)
Svo er möguleik að kapallinn sé bilaður, eða tengi á honum, – Ef þú rekur kapalinn og staðfestir að hann er hvergi klemmdur saman, ef hann t.d hefur verið settur undir lista meðfram hurð, og einhver þrýstingur klemt saman kapalinn þannig að hann er flatur á smá svæði, þá virkar kapallinn lítið. – Svo er líka möguleiki að tengin (bæði uppi við fót, og við stöðina), séu ekki nógu vel sett á. (mjög algengt ef menn eiga ekki rétta töng (bítari og venjulegar klemmu tangir eru ekki réttu verkfærin).
Stöðin ætti að heyra ágætlega þó að það væri ekki sverir rafmagnskaplar að stöðinni, en sendistyrkur gæti verið lítill ef léleg tengi eða straumkaplar væru að stöð.
– þannig að, – loftnetið eða frágangur á því er líklegasta orsökin, (ég þekki ekki þessa þrískiptu toppa sem þú ert með), en ég mundi einungis nota einfaldan venjulegan vhf fót og topp fyrir vhf stöð í stað einhverja "gismó" gærju sem á að spara eitthvað. –
Vonadi hjálpar þetta eitthvað.
Kveðja
Marteinn S.
29.03.2005 at 21:01 #520054Skermingin á kaplinum er að angra þig trúlega ath það sem maddi er að segja og lengra loftnetið á að vera 116cm frá fæti þá er það á 4×4 tíðnisviðinu.
En það sem er að er tenging á loftneti við bíl (verður að ná í stál)staðsetning á vhf er ekki svo naugin er ekki næstum því eins viðkvæm fyrir standbylgju og cb og coaxkapallinn veður að ná jörð í loftneti og tengi við stöð og vera heill,ég veðja á kapalinnkv Klakinn
29.03.2005 at 23:25 #520056Sælir, ég þakka góð svör.
Hins vegar er þetta þrískiptur fótur (VHF,GPS og GSM) festur á þakið beint í járnið. Loftnetið klipptu þeir í RSH fyrir mig þegar ég keypti það, kapallinn er nýr. En svo lét ég forrita í stöðina fyrir allar 4×4 rásirnar og allar björgunarsveitarrásirnar, getur það haft áhrif? Þe. að loftnetið sé klippt þannig að það henti betur bjsv. rásunum heldur en 4×4 rásunum?
Otti S.
29.03.2005 at 23:38 #520058
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Ertu búinn að leita ráða hjá RSH. Þeir eru býsna snjallir og ættu að geta liðsinnt þér. Þeir vilja alveg örugglega ekki vita af ónothæfum jesú stöðvum út um hvippinn og hvappinn.
Kv Isan
30.03.2005 at 10:03 #520060Sælir
Ef loftnetið hefur verið klipt hjá RSH, þá er líklegra að það sé styllt á 4×4 rásirnar ef þetta hefur verið sett á einkabíl hjá þér. – En annars ættirðu að geta farið til þeirra og þeir standbylgjumælt loftnet og kapal fyrir þig á fljótlegan máta. þá sérst í hendingu hvort að loftnetið er eitthvað út úr kú. Ég hef alltaf fengið fljóta og góða þjónustu hjá RSH og á ekki von að öðru en þeir fynni út úr þessu fyrir þig á skömmum tíma.
Þessi þrískipti fótur?, hvar get ég séð upplýsingar um hann, – er einhver möguleiki að þú sért að setja vhf loftnetið þar sem GSM loftnet á að vera? (eða eitthvað slíkt??, ég þekki ekki þennan fót svo ég sé þetta ekki alveg saman?, vhf,gsm, og GPS?, er það ekki frekar VHF,GSM,NMT ? – ég spyr því ég hef ekki séð þessa græju?
Kveðja
Marteinn S.
30.03.2005 at 14:22 #520062GSM og GPS loftnetin virðast innbyggð í þennan fót, en svo er hægt að setja VHF eða NMT loftnetstöng á fótinn líka.
Nokkur svona loftnet eru hér:
http://www.tdc.co.uk/antennas/antenna_gpsgsm.htm
Fóturinn sem RSH er að selja hefur einnig verið til í bílanausti á sama verði, allavega síðasta haust…
-haffi
30.03.2005 at 14:23 #52006431.03.2005 at 00:12 #520066Hefurðu athugað hvort að hægt er að stilla sendistyrk stöðvarinar? Sumar af flottari VHF stöðvunum er hægt að stilla allt frá 5w uppí 65w á stöðinni sjálfri. Kanski er hún stillt á 5w frá verksmiðju og þarf að færa hana uppí 25w.
31.03.2005 at 09:37 #520068Sælir,
Ég þakka en og aftur góð svör. Ég fór að sjálfsögðu og leitaði ráða hjá RSH, taldi það bara einfaldast og niðurstaðan var sú að kapallinn var tengdur beint inn á GSM loftnetið… Þegar ég tengdi þetta passaði kapallinn uppá og þannig að í mínum huga hlaut þetta að vera eina lausnin. En svo var ekki. Þeir voru enga stund að mæla þetta út hjá mér hjá RSH og þurfti ekkert að borga fyrir það vegna þess að starfmaður hafði sagt mér vitlaust til og baðst afsökunar, ég sagði það auðvitað ekkert mál og þakkaði fyrir góða þjónustu.
Annars borgaði ég 600 kall fyrir tengi svo að kapallinn passaði á réttann loftnetsfót.
Ekkert mál og frábær þjónusta hjá RSH.
Otti S.
31.03.2005 at 17:35 #520070Fæ ég verlaun fyrir að skjóta á rétt?
Kveðja Fastur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
