Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF usa
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.07.2006 at 19:02 #198215
AnonymousKomiði sælir,
gætuð þið frætt mig um hvort svona stöð myndi ganga á Ísland? Þessi prís er mér aðeins meira að skapi en hér er boðið upp á. Stöð
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.07.2006 at 22:30 #555880
Sumar marine stöðvar sem ég hef séð frá USA eru ekki á sama tíðnisviði og jeppastöðvarnar sem eru seldar hérna heima. Bara að passa að þær dekki sama tíðnisvið sem er minnir mig 144-176khz.
Svo ef hún er ekki CE merkt þá áttu það á hættu að missa hana í tollarana.
06.07.2006 at 23:59 #555882Vinnufélagi minn keypti Icom Marine handstöð úti í USA, hún er ekki á sömu tíðni og stöðvarnar sem við erum að nota, mig minnir að hann hafi verið með eina eða tvær rásir sem við gátum spjallað saman á.
Enn það er rétt þetta með verðin, þetta er mjög freystandi. Mig hefði t.d. langað að eiga eina handstöð með bílstöðinni en á þessu verði sem er hérna heima verður það að vera á biðlista í bili.Kv.
Óskar Andri
07.07.2006 at 06:37 #555884spyr sá sem lítið veit en er með tækjadellu mikla… er þetta ekki amatör stöð sem þú sýnir á þessum tengi??? og þarf maður ekki að vera með eitthvað skýrteini til að fá að vera með amatör stöðvar??? eða er þetta rugl í mér?? allavegana fékk ég mína iCom vhf stöð á tæpan 30 þús kall með 4×4 afslætti og 4×4 stöðvum komnum inn hjá AMGAukaraf en ég hafði öll tengi til staðar fyrir
Kv Davíð Karl
07.07.2006 at 09:19 #555886Nei þetta virðist ekki vera amatörstöð, heldur báta VHF með 88 rása minni. Tíðnibilið sem hún getur unnið á er 156.025-162.550MHz (Yaesu 42xx er með: 146-174 MHz). 4×4 rásirnar liggja á bilinu 153 til 164 sem er örlítið víðara en það sem þessi stöð getur "hardware"-lega séð náð í. Það er hætta á að ekki sé hægt að ná öllum rásunum inn.
Svo þarftu annað hvort að eiga gott samband við Midland-dealerinn á Íslandi (sem þekkir þá tíðnir etc á bak við rásirnar okkar) og hefur hugbúnað/kapal til að forrita, eða verslað hugbúnað/kapal og lagst í … sjálfstæðar aðgerðir.Ég er kannski bara skrítinn en ef mig vantar hamar þá kaupi ég mér hamar… en ekki skrúfjárn 😉
07.07.2006 at 23:14 #555888Góð líking Tryggvi
Auðvitað á bara að versla alvöru stöð, og ekkert vesen.
Spara sér pirringinn og allt vesenið.
Ég myndi ekki nenna að standa í því að flytja inn stöð sem virkar ca eða 80% og spara nokkra þúsara..Þessi hvíta stöð er líka forljót í bíl 😉
07.07.2006 at 23:36 #555890
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er amerísk það skýrir útlitið MMC ;-).
Annars er ég farinn að spá í það hvort gáfulegast sé að fara bara í CB. Er held ég alveg örugglega með tengingar og loftnet fyrir þannig stöð í bílnum. Þarf samt að skoða það betur.
08.07.2006 at 00:05 #555892Er ekki bara málið Sigurjón að óska eftir VHF stöð hér á vefnum ? ertu búin að prófa það.
CB er hálfgerður dyrasími við hlið VHF.
En jú miklu miklu betra en ekki neitt sé hún rétt stillt.
Verðum í bandi 😉
08.07.2006 at 00:15 #555894
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
félagi það gæti verið málið annars er ég svona bara að byrja að skoða þessi mál. Stefni á að koma mér upp stöð fyrir veturinn. Alla vegana áður en 38" verður sett undir. 😉
09.07.2006 at 22:22 #555896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessar stöðvar eru ekki foritanlegar koma bara með bátarásunum og eingun sítón en rásinar hjá ykkur eru flestar með sítónum
18.08.2006 at 22:52 #555898MER ER SPURN HVAR SE BEST AÐ VERSLA SER VHF STÖÐ OG ISETNINGU
18.08.2006 at 22:59 #555900þeas RSH er því miður komið inn í dýranaust
18.08.2006 at 23:59 #555902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er málið, þeir eru með kenwood en eru örugglega til í að skella einhverju öðru í bílinn, talaðu við Siggi Svans eða Hörð,
Kv Siggi Guðjóns
19.08.2006 at 01:14 #555904mæli með kenwood. Radíóraf er að selja þær.
Og svo höfum við félagarnir líka verslar mikið frá þessum guttum:
[url=http://www.wsplc.com/:2ebl8o4g][b:2ebl8o4g]www.wsplc.com/[/b:2ebl8o4g][/url:2ebl8o4g]
búð í úthverfi london oft flott verð og góður flutingur.
hér er linkur beint á commercial dótið
[url=http://www.wsplc.com/acatalog/PMR.html:2ebl8o4g][b:2ebl8o4g]www.wsplc.com/acatalog/PMR.html[/b:2ebl8o4g][/url:2ebl8o4g]
19.08.2006 at 02:10 #555906Hvað er svona handstöð að drífa langt? Er hægt að fá svona "handfrjálsan búnað" í bílinn fyrir þær eins og fyrir gsm, með loftneti og öllu?
kv,
Bjarni
19.08.2006 at 09:31 #555908Góðan daginn það sem þið gleymið með þessa stöð er það að þetta er sjóstöð með fyrirfram forrituðum rásum bæði usa og alþjóða og eru að vinna á 156,000 khz og svo er það hvort það er einhver hér sem getur og vill forrita þessa stöð fyrir þig og hvort það er hægt
kv…Birgir
19.08.2006 at 11:08 #555910Ég keypti vhf stöð frá þessum í fyrra, Yaesu Ft-2800
http://www.universal-radio.com/
Að vísu amatör stöð, en hún kom á 15000 með öllum gjöldum.Kv. gislio
19.08.2006 at 20:01 #555912handstöðvar eru oftast ekki með meira en 5 watta sendistyrk, á meðan góð commercial bílstöð er 25 wött. Og svo er maður með stærra loftnet á bílstöðinni svo það eykur sendinguna enn meira. (reyndar er flestir hér á landi með drasl loftnet á bílunum sínum, en það er annað mál).
Móttakan er heldur ekki alveg eins góð, en munar þó minna, en það er aðallega stærð loftnetsins sem hefur áhrif á það.
Ég er reyndar bara með handstöð, 5 watta kenwood amarture stöð. Hún hefur virkað ágætlega, mér fannst bara meiri not í handstöð, þar sem ég get tekið hana með mér úr bílnum 😉 En ég er reyndar búinn að panta loftnet við hana til að setja á bílinn. Net sem er 6.5 dB og þá verður þetta ágætt. En aldrei eins gott og alvöru bílstöð. Enda verður hún keypt seinna 😀
19.08.2006 at 21:20 #5559145 w handstöð dregur 10 -12 km eftir aðstæðum og
25 w bílastöð 15 – 25 ? og kanski meira er með báðar
stöðvarnar nota handstöðina þegar ég labba frá bílnum
þanig ég geti altaf kallað að bílnum.Ég mæli með að
eiga bæði .
kv,,,MHN
19.08.2006 at 21:27 #555916í bílloftneti. Ja hérna. Öðru vísi mér áður brá.
Ertu að grínast. ? Eða ertu að láta blekkjast.6.5 dB mögnun verður EKKI í bílloftneti.
Viðmiðunin ( 0dB) er svokallaður 1/2 bylgju dípóll
sem er 1/4 + 1/4 úr bylgjulengd. Láttu þér ekki
detta í hug að smá vertical loftnet á bíl gefi þessa
mögnun.Einu sinni var ég með svokallaðann Monoband Yagi á húsinu hér. Þetta voru 4 lárétt element. 1 reflector, 1 driven element og 2 directorar. Þetta loftnet var fyrir 14 MHz og það var að flatarmáli
88 fermetrar. Það var nokkuð ljóst að það gat ekki
verið meira en ca. 7.5 – 8 dB mögnun í því. Kosturinn við það var hins vegar sá að deyfing til hliða og að aftan var yfir 30dB.Það sem þú ert að tala um er loftnet sem geislar jafnt í allar áttir og þess vegna er 6.5 dB algert rugl.
kv. gislio
19.08.2006 at 22:21 #555918Samkvæmt [b:pbpdtn15][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Dipole_antenna#Dipole_as_a_reference_standard:pbpdtn15]þessari grein[/url:pbpdtn15][/b:pbpdtn15] er algengara að ímyndað loftnet sem geislar jafnt í allar áttir sé notað sem viðmiðun (dBi) frekar en dípóll (dBd), til að lýsa stefnuvirkni loftneta. Þarna munar 2.15 dB. Ég hef verið að prófa [b:pbpdtn15][url=http://radio.linux.org.au/pkgdetail.phtml?sectpat=All&ordpat=&descpat=&pkgid=432:pbpdtn15]nec2c[/url:pbpdtn15][/b:pbpdtn15] forritið til þess að reikna eginleika loftneta, samkvæmt því forriti getur mögnun í lóðréttu loftneti sem er 5/8 úr bylgjulengd, nálgast 8 dB. Slíkt loftnet sendir mest af orkunni út nærri láréttu plani, en lítið upp í loftið. Þannig að 6.5 dB er ekki óhugsandi. Með Yagi loftneti er hægt að fá enn betri mögnun, t.d. vel yfir 10 dBi með fjórum stöngum.
-Einar – tf3ek
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.