Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › VHF þraut
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Þórðarson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2009 at 15:43 #203736
Hér er smá æfingadæmi í VHF.
Jón og Siggi ferðast saman og eru báðir með VHF.
Þegar þeir eru hjá Gullfossi prófa þeir að lykla endurvarpann á Bláfellinu.Jón stillir á rás 44 og sendir í ca 1 sekúndu.
Hann heyrir endurvarpann svara með stuttu suði (ca 0,5 sek).Siggi stillir á rás 44 og sendir í ca 1 sekúndu.
Hann fær ekkert svar frá endurvarpanum.Hins vegar heyrir Siggi svarið frá endurvarpanum þegar Jón sendir.
Hvað er að gerast þarna ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2009 at 16:39 #640018
Eða snýst þetta um frágang á tilheyrandi búnaði,stöð og loftnet.
bylgjustrumpurinn.
04.02.2009 at 18:46 #640020Annar er með handstöð
04.02.2009 at 19:21 #640022Fyrst jón heyrir í merkinu koma til baka frá endurvarpanum þýðir það að stöðin hjá sigga er í lagi (fær rafmagn, loftnet í lagi, nægur sendistyrkur o.s.frv.). Ég veðja á að þetta vandamál hjá sigga hafi e-ð með sítón að gera, hef reyndar ekki hugmynd um hvað sítónn er en hef lent í svipaðri aðstöðu (vorum að fikta með amatörstöð) og seinna fékk ég að vita að málið hafði með sítón að gera………
.
En fyrst ég minntist á sítón, væri einhver ykkar radíófræðinganna til í að útskýra fyrir mér hvað það er????
.
Freyr
04.02.2009 at 20:11 #640024hann þarf að hækka í hækka lækka takkanum….
.
.
.
en ef við hugsum um sítón þá þarftu að vita tíðni rásarinnar og sítónninn er undirtíðni sem gerir það að verkum að sending á þessari tíðni er ignoruð ef sítónninn er ekki réttur, getur hugsað þetta sem einhverskonar lykilorð á rásina. ….
.
.
.
ég er ekki flottasti amatörinn í bænum en ég held þetta sé nauðsinlegt þegar tíðnirnar eru notaðar vel eða s.s. ef stutt er á milli rásanna…
04.02.2009 at 21:02 #640026Kemur þetta á prófi?
–
Bjarni G.
04.02.2009 at 21:35 #640028Gæti verið að ´skvelsinn´ (squelch) sé vitlaust stilltur hjá Sigga, hann hafi eitthvað verið að fikta í stillingunni og ekki kunnað að setja hann réttan?
Kv – Skúli
04.02.2009 at 22:02 #640030Mér finnst þetta líklegt hjá Skúla.
Önnur möguleg ástæða væri kannski að loftnetið væri ekki rétt stillt (klippt í rétta lengd) og þar sem tíðni á sendingu og móttöku er sitt hvor, að loftnetið passi betur f. sendingu en móttöku. Skot út í loftið.
kv.
E.
04.02.2009 at 22:17 #640032Skúli hefur því miður rangt fyrir sér því báðir heyra suðið frá endurvarpanum, enda stillir squelsinn aðeins móttökunæmnina.
Freyr hefur hinsvegar rétt fyrir sér og nær Siggi ekki að lykla endurvarpann því hann hefur ekki nægan sendistyrk, eða að ekki er réttur sítónn sendur og opnar því sítóns squelsinn í endurvarpanum ekki fyrir hans sendingu.
04.02.2009 at 22:18 #640034Þessi Siggi er væntanlega með rétta recive tíðni en ekki rétta send tíðni fyrir endurvarpann.
Endurvarparnir nota sitthvora tíðnina fyrir Rx og Tx
Benni
04.02.2009 at 22:40 #640036Já sé það núna Dagur, þetta var tóm steypa hjá mér. Siggi heyrði þegar Jón lyklaði og þá væntanlega heyrði hvorugur neitt þegar Siggi reyndi að lykla. Vona að ég verði ekki sviptur leyfisbréfinu fyrir stöðinni fyrir vikið. Þetta er semsagt eitthvað með sendinguna hjá honum að gera, ég held ég sleppi því að reyna að greina það nánar. Þeir eru nú helvíti nálægt endurvarpanum þannig að sendistyrkurinn þarf að vera býsna slappur til að ná ekki í endurvarpann.
04.02.2009 at 23:34 #640038Eru endurvarpar með sítón? Held ekki.+
kv.
E.
04.02.2009 at 23:38 #640040Alveg rétt hjá Benna, þetta virkar náttúrulega ekki ef tíðnin er ekki rétt, enda eru þeir þá ekki að stilla á rétta rás.
05.02.2009 at 08:32 #640042Einn möguleikinn er að Siggi sé hreinlega öfugur og sé að heyra suðið frá félaga sínum en ekki svarið frá endurvarpanum.
Vara-svar (án orðaleiks): Ef hann er hins vegar sannanlega að fá svarið frá endurvarpanum er Tx-tíðnin líklega röng í stöðinni hjá Sigga, hugsanlega hafi sá sem forritaði stöðina hans haft RX tíðnina líka í TX. Það er (minnir mig) ekki sítónn á rás 44.
05.02.2009 at 08:54 #640044Giska á bullandi standbylgju hjá þeim síðari (Illa tjúnað loftnet).
-haffi
05.02.2009 at 09:09 #640046Það er ekki sítónn á endurvarpa.
05.02.2009 at 13:56 #640048Þið eruð nú meiri, auðvitað er farinn útgangstransistorinn hjá honum sigga! Sennilega útaf skammhleyptu loftneti eða of fáránlegri standbylgju.
.
Það er ekki sítónn á rás 44. Það var eitt sinn á rás 46 en ekki lengur, en þetta gæti samt staðist ef það vantaði sítón í sendingu hjá sigga, en það er ekki á 44.
.
Standbylgja gæti orsakað þetta, þannig að þið gætuð fengið skor fyrir það…
.
Annars held ég að Snorri viti ekki svarið og sé að reyna að fá klúbbinn til að leysa þetta vandamál með stöðina í bílnum hans Sigga vinar síns fyrir sig.
Snorri, þér er alveg guðvelkomið að senda Sigga vin þinn niður í vinnu til mín (þegar ég skána af kvefinu) og ég skal líta á þetta fyrir hann og sjá hvort ég finni ekki eitthvað útúr þessu, óþarfi að láta hann bíða í örvæntingu eftir að svona net-fúskarar finni úr þessu.. Heh heh. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
05.02.2009 at 15:23 #640050Þetta er mjög í anda hinna stórskemmtilegu spurningaleikja hans MHN þar sem hægt er að finna óendanlega mörg rétt svör. Mér dettur strax í hug að talstöðvarnar geti verið bilaðar
05.02.2009 at 16:14 #640052Samála síðustu pistlum. Einkennin benda til að sendirás, eða loftnet hjá Sigga séu ekki í lagi. Annars finnst mér það skrítið að hann skuli hafa heyrt endurvarðann svara Jóni, áður en hann stillti á rás 44. Það eru mestar líkur á að stöð sem er á skanni missi af svona stuttum sendingum.
Þetta gæti líka stafað því að stöðin hjá Sigga sé vitluast forrituð, t.d. með rangri senditíðni.-Einar TF3EK
05.02.2009 at 16:25 #640054Ég hafði eitt ákveðið aðriði í huga sem gæti orsakað þetta en hér hafa hugmyndaríkir menn komið með fleiri mögulegar ástæður fyrir þessu sem gætu alveg staðist.
Það er ekki sítónn á endurvarpanum þannig að röng forritun á stöðinni hjá Sigga gæti einungis verið skýringin ef hann er með ranga senditíðni.
Gefum okkur nú að Siggi sé ekki með smyglaða og illa forritaða amatörastöð heldur löglega stöð sem er rétt forrituð.
Þá situr eftir að sendingin frá Sigga nær ekki til endurvarpans af einhverjum ástæðum en Siggi nær að heyra svarið frá honum. Það hlýtur því eitthvað að vera að sendingunni hjá Sigga. Möguleg skýring er loftnetið sé kolrangt stillt þannig að bullandi standbylgja sé á sendingunni eins og Hafsteinn Þór Hafsteinsson bendir á. Eiki er líka með mjög góða skýringu sem kannski verður hægt að kryfja nánar sem sýnidæmi síðar við loftnetapælingar.
Bomsa bendir á að Siggi gæti verið með handstöð sem er með minni sendistyrk en bílstöð. Þessi skýring getur alveg staðist.
Ulfr bendir á að útgangstransistorin geti verið farinn sem getur alveg staðist líka. Þá myndi Siggi reynar ekki geta sent út á neinni rás.
Skúli bendir réttilega á að þeir séu staðsettir nálægt endurvarpanum og að sendistyrkurinn þurfi að vera mjög dapur hjá Sigga til að ná ekki til endurvarpans. Þarna afhjúpar Skúli smá veikleika eða fljótfærni í spurningunni, ég hafði í huga stað þar sem allt þarf að vera í lagi til að ná að lykla Bláfellið.
Geysir hefði líklegra verið betri staður. Mér skilst að þar sé hægt að lykla Bláfellið með bílstöð en ekki með handstöð. Nú er bara að prófa.
Hvet alla til að fara inn á síðuna hans [url=http://radioehf.is:3jbxazck][b:3jbxazck]Sigga Harðar http://www.radioehf.is[/b:3jbxazck][/url:3jbxazck], prenta út yfirlitskortið og hafa í bílnum.
Svo er bara að stytta sér stundir í ferðum við að gá hver nær fyrstur að lykla endurvarpana. Þannig fæst samanburður á milli stöðva og einhverjir gætu séð ástæðu til að láta kíkja á loftnetin hjá sér.
05.02.2009 at 19:18 #640056Sæll Snorri Ingimars
Takk fyrir skemmtilega þraut!
Spurning mín til þín er hvort ráðlegt sé að menn geri sér það að leik að vera að prufa endurvarpana í tíma og ótíma, geta þeir ekki verið orðnir rafmangslausir þegar á reynir?
kv. gundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.