Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF stöðvarnar?
This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2003 at 20:01 #192945
Hvor er betri ICOM IC-F110 eða Jesu stöðvarnar?
Mk:Kalli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.10.2003 at 22:14 #477328
ég er enginn rafeindar sérfræðingur, en ég held að allir sem að ég þekki og hef ferðast með sem að eru með vhf stöðvar í bílunum sínum séu með yaesu talstöðvar, það hlítur að segja eitthvað!! og ég sjálfur líka, og svo eru strákarnir í radíóþjónustu Sigga Harðar mjög sanngjarnir og góðir gaurar ef þú ert að leita að stöð og villt láta setja hana í bílinn þinn
Marteinn R-2444
03.10.2003 at 09:24 #477330
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með TAIT frá Nesradíó sem hefur reynst frábærlega. Það er semsagt ýmislegt til.
03.10.2003 at 09:29 #477332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg held að þessar stöðvar séu mjög sambærilegar að gæðum og hentugleika. Það eru hins vegar góð og gild rök að þeir hjá RSH eru liprir og hafa góðan skilning á því hvað þjónusta gengur út á. Auk þess sem Siggi Harðar hefur gert stóra hluti í þessum málum fyrir okkur.
Kv – Skúli H.
03.10.2003 at 11:32 #477334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komdu sæll Skúli og þið hinir líka.
Mig langar til að blanda mér aðeins í þessi S.H. trúar brögð án þess að ríra hanns hlut á nokkurn hátt. En bara svo að menn átti sig á því að S.H. á ekki þetta fyrirtæki lengur það er Bílanaust sem á það núna. Og til að jafna stöðuna eru strákarnir í Aukaraf ekkert síður liðlegir en hinir og svona til að stirkja einstaklings framtakið ætti kænski ekkert síður að benda á þá. Í þessu tilviki eru þeir með sennilega betri stöðvar. Viðkomandi ætti að leita sér upls. um það sem er á markaðnum og fá þannig samanburð.
Menn verða alltaf hlutdrægir í svörum um svona hluti
eins og ég er td.núna . Ég er með stöð frá Aukaraf IC-F310 og hún kemur mjög vel út og það er ljós í öllum tökkum sem er ekki í hinni frá S.H. og er því þægilegri í notkun í mirkri. Mér fanst hún skemmtilegri í laginu líka of.of.Og bara svona að benda ykkur á það í lokin að ef ekki er staðið við bakið á einstaklings framtakinu þá gleipa þessir fjármálaglæframenn þetta allt saman og setja upp það verð sem þeim sýnist.
Kv. S.B.
03.10.2003 at 12:52 #477336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll fordman, gaman að þessu!
Það er alveg rétt að menn verða alltaf hlutdrægir gagnvart svona spurningum. Ég var reyndar lengi að horfa til stöðvanna hjá Aukaraf og leyst ágætlega á þær. Strákarnir sem þar vinna eru líka fínir að því ég best fæ séð og fjarri mér að tala illa um þá. Einhvern vegin kann ég samt betur við mig í versluninni hjá RSH, þrátt fyrir eigendaskipti á fyrirtækinu, veit ekki hvað það er. Aukaraf er kannski meira sportbílaleikfangabúð en jeppabúð eftir að Ingimundur fór út. Ég vona að nýjir eigendur RSH taki ekki upp á því að brjóta niður þann ágæta móral að þjónusta kúnnan og liðka til eftir hans þörfum. Það er svo skrítið að í sumum þjónustufyrirtækjum setja eigendur góðum starfsmönnum stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum, þannig að það að veita góða þjónustu verður brot á starfsreglum og illa séð (ætla ekkert að nefna dæmi hér en veit um einhver).Bæði Aukaraf og Bílanaust eru auðvitað einkafyrirtæki, þó eignarhald sé ekki með sama hætti. Ég myndi kannski ekki kalla eigendur Bílanausts fjárglæframenn og meðan fyrirtækin veita góða þjónustu set ég þessa hluti ekki fyrir mig. RSH trúarbrögðin sem þú nefnir (sjálfsagt réttilega) stafa hins vegar fyrst og fremst af því góða samstarfi sem klúbburinn hefur átt við Sigga Harðar í uppbyggingu kerfisins. Ef menn yrðu þess áskynja að nýjir eigendur væru að slá á hendurnar á Sigga í þessum efnum eða vanmeta þau verðmæti sem í honum felast myndu sjálfsagt margir snúa við þeim bakinu og láta af trúnni. Þeir keyptu helling af viðskiptavild með fyrirtækinu og sú viðskiptavild er persónugerð í Sigga.
Á hinn bóginn held ég menn séu alls ekkert sviknir af því að kaupa Icom stöðvar hjá Aukaraf og geri fastlega ráð fyrir að þar fái menn fínar móttökur.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.