Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF Rules!
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.10.2006 at 00:03 #198830
Eitt og annaðu um VHF fer hér inn.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.10.2006 at 00:04 #56553228.10.2006 at 02:10 #565534
Ef þú ert að spá í að fá þér talstöð hvað átt þú að fá þér? Í raun er um margt að velja og langar mig að deila smá með ykkur hér af reynslu og því sem ég hef prufað sjálfur og lesið um á netinu hér og þar m.a. á erlendum spjallþráðum þar sem aðrir hafa verið að miðla reynslu sinni.
Besta talstöðin er sennilega Kenwood TK-7180 (http://www.prairiemobile.com/Docs/TK-7180-Brochure.pdf). Í það minnsta er hún að koma frábærlega út sama hvar maður les og bilanatíðni langt um minni en YAESU og fl. Einnig bíður hún upp á óendanlega möguleika. Margir telja að 50w stöðvar séu betri, er það? Það eina sem ég verð var við hjá félegum mínum eru tóm vandamál, það heyrist ekki baun í þeim og þeir draga ekki neitt (reyndar er ágætt að það heyrist minna í sumum þeirra). Einnig er stöð sem kom frá Kenwood fyrir nokkrum árum sem heitir TK-760G-1 sem er alger gullmoli. Þær stöðvar sem ég hef átt eru t.d.
YAESU VX-2000 2 stk. Var sæmileg, bilaði bara 1 sinni.
YAESU VX4204 2 stk. Var ekkert sérstök mjög veikur útgangur, þolir ekkert! Bilaði 3 sinnum og já, rafmagn í topplagi hjá mér!.
Kenwood TK760G-1 Frábær stöð, frábær drægni og móttaka, búinn að eiga hana í nokkur ár og bara virkar og ekkert bull.
Kenwood TK-7180 sem ég er nýlega búinn að setja í bílinn hjá mér og bárum við hana saman við YAESU VX4204 hvað drægni varðar og það munar talsvert á þeim hvað Kenwood er betri bæði í styrk og bara öllu. Ég er alveg rosalega ánægður með þessa stöð að öllu leyti og er hún í alla staði betri en allt annað sem ég hef prufað og eru ekki allar þær stöðvar upptaldar hér.Það má kannski vera að það sé einn stór galli við Kenwood TK-7180 að hún er mjög dýr, kostaði mig hér heima rétt rúman 60þ en hún er þess virði.
28.10.2006 at 03:08 #565536.
28.10.2006 at 03:08 #565538Jæja, þá eru það blessuð loftnetin.
Allir vita hve staðsetning á loftneti skiptir miklu máli og að frágangur á köplum og tengjum er mikilvægur. Nú ef ekki þá eiga þau að vera á miðjum topp til að speglun verði sem best, betri speglun betri drægni o.s.frv.
Af gefinni ástæðu er ég búinn að vera í miklum pælingum og prufa sitthvað í loftnetum. Af hverju? Jú, ef við spáum aðeins í það, strákar, að þau loftnet sem við erum flestir að nota er í raun ódýrasta drasl sem er til. Jújú, þau virka alveg en hafið þið spáð í að þessi loftnet (svörtu týpisku) eru ekki nema 0dB í styrk…til hvers að vera eyða svaka pening í dýrar talstöðvar og nota svo "léleg" loftnet. Ég skil kannski að menn vilji ekki setja hvítu kústsköftin á nýja eða nýlega bíla útlitslega séð. En hvað myndi ég nú draga ef loftnetið væri 3dB eða jafnvel 6dB? Jú, við erum búnir að prufa það lítilega og það munar talsvert á styrk á 0 db og 6db. Annað sem skiptir máli er að þessi loftnet sem við höfum verið að nota eru öll stefnuvirk sem þýðir í raun að þau draga ekki jafn mikið á alla kanta. Þau loftnet sem við höfum verið að prufa eru annars vegar 6dB stöng sem er 2.70m á hæð (stefnuvirkt) og hinsvegar svokallað Ground-Plain loftnet sem er einnig 6dB en ekki nema 1.34m á hæð og er ekki stefnuvirkt og virkar mjög vel. Klárlega mikið betur en venjulega 0dB loftnetið. Ath, margir eru með svona hvít loftnet hjá sér sem eru svipuð á hæð og þessi venjulegu en þau eru líka bar 0db (uppl. frá Eico) en eru frábrugðin að því leytinu til að þau eru ekki jafn háð jarðsambandi og staðsetningu og þessi venjulegu. Að öðru leyti eru þau í raun ekki að draga neitt meira.
Hér að ofan kemur fram að 50W stöðvar séu ekki að virka sem skyldi. Hvað skyldi nú gerast ef 6dB loftnet yrði sett við svona stöð? eða er það rétt sem Einar (eik) segir"flestar gerðar til þess að senda 50-65 Wött á 144-146 MHz. Á 163 MHz, þar sem endurvarpar 4×4 hlusta, er styrkur þeirra mun minni, líklega undir 25 Wöttum. Því eru þessar stöðvar líklega ekki að senda með mera afli en aðrar" ?http://www.hdtvprimer.com/ANTENNAS/basics.html
http://www.csgnetwork.com/antennagpcalc.html
Hér má sjá 6db Ground-Plain á jeppa.
[img:ychyodcg]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3304/34979.jpg[/img:ychyodcg] [HTML_END_DOCUMENT][url=http://]http://[/url]
28.10.2006 at 08:53 #565540Góð hugmynd að spjalli. Rétt er það að mjög er misjafnt hvernig heyrist í VHF stöðvunum. Líklega er það mikið til lélgum eða illa frágengnum/stilltum loftnetum að kenna.
Eitt af því sem við í f4x4 ættum kannski að gera er að beita okkur fyrir því að ástand VHF stöðvanna verði gert almennt betra. Það er líklega best að gera með fræðslu, hér á vefnum og víðar. Jafnvel fá fyrirlestur á fund sem fjallar um þetta mál.
Eitt er það sem skiptir miklu máli til viðbótar því sem Benni skrifar um:
Á hvaða tíðnisviði gildir sú mögnun sem framleiðandi loftnetanna gefur upp? Þetta kemur ekki alltaf fram hjá þeim.
VHF kerfi f4x4 vinnur, minnir mig, á tíðnunum frá 153Mhz til 163Mhz. Þetta er nokkuð breitt tíðnibil og líklegt að loftnet með háa mögnun haldi henni ekki á öllu tíðnisviðinu. Þetta þarf að skoða líka.
Annað er að amatörtíðnir á VHF eru um 140-144 Mhz, minnir mig. Allur búnaður sem ætlaður er fyrir amatöra er gerður þannig að hann er best stilltur fyrir 140-144 Mhz og því líklega ekki eins góður á 153-163 Mhz. Þetta þarf að hafa í huga líka.
Snorri
R16 og TF3IK
28.10.2006 at 14:08 #565542Mikið rétt sem Snorri segir.
Ef við tökum Ground-Plain loftnetið sem dæmi þá miðaði ég við tíðnina 158.225 og skar þar í sundur er þá dekkun á loftnetinu nokkuð góð á þeim rásum sem ég er að nota þ.m.t rásir landsbjargar sem ég þarf að taka tillit til, Transmit á E42 er komið á grátt svæði en á að sleppa. Með loftnetum á að fylgja kúrfa/tafla þar sem sýnt er hvað loftnetið á að vera langt miðað við hvaða tíðni þú ert að nota. Mér finnst jefnvel ekki ólíklegt að mörg af þessum venjulegu loftnetum séu rangt skorinn í sundur, veit að margir miða við 160.000 sem að ég tel kanski ekki gott vegna þess að sú tíðni sem við notum mest er 152.xxxx – 153.xxxx
[img:1x22b23k]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/309l/34980.jpg[/img:1x22b23k]
28.10.2006 at 14:50 #565544Benni hvernig loftnet er þetta á toppnum,er þetta bátaloftnet?
Er mikil sveigja í þessu eða stendur það beint í öllum skakstri,og svo náttúrulega hvað kostar herlegheitin.
Er orðinn hundleiður á heyra í þessu mjúka VHF loftneti berjast saman í Nmt stöngina og niður í toppinn.Kveðja
Jóhannes
28.10.2006 at 15:14 #565546Það er gefið upp sem bæði báta og mobile. Svona loftnet eins og ég er með kostar hingað komið frá Noregi þar sem það er framleitt ca 20-23þ kall.
Nei það er ekki mikið kast á stöng.
28.10.2006 at 15:34 #565548
Nokkrar staðreyndir um loftnet og mögnun:
Mögnun er mæld í decibelum umfram tiltekið viðmið, sem annað hvort er sk. dípólsloftnet (dBd) eða isotropic-loftnet (dBi). Það er því nauðsynlegt að vera klár á hvort viðmiðið er notað, því annars er verið að bera saman epli og appelsínur (0 dBd = 2,15 dBi). Hér á eftir höldum við okkur við dBi.
VHF-bílaloftnet koma oftast í eftirfarandi útgáfum sem hafa fræðilega hámarksmögnun sem hér segir (loftnetsgerð í bylgjulengdum og lengd í cm, ásamt mögnun):
1/4 (50 cm) : 2,15 dBi
5/8 (125 cm) : 3,40 dBi
2×5/8 (250 cm) : 6,50 dBi
Engin töfrabrögð fyrirfinnast til að komast umfram þessa mögnun í óstefnuvirkum loftnetum eins og öll lóðrett stangarloftnet eru. Hins vegar er til í dæminu að stytta loftnet með vafningum, en slíkt net stendur sig alltaf verr í mögnun en óstytt net.
Flestir eru með 5/8-net á bílunum. Kosturinn við að fara upp í 2×5/8-net (upp um 3,1 dB í mögnun) er líkt og auka sendistyrk fimmfalt — úr 25 W upp í 123 W á gamla 5/8-netinu (10×log 3,1 fyrir þá sem hafa áhuga).
Þetta samsvarar rúmlega tvöföldun í drægni — næstum fimmföldun ef báðir bílar eru með slík net, því sama gildir um mögnun loftneta í sendingu og í móttöku.
Loks má nefna að staðsetning loftnetana á bílnum er mikilvæg. Bíllinn sjálfur virkar sem sk. "ground plane" fyrir einföld svipuloftnet, og því er ekkert unnið með loftnetum með radíölum. Besta staðsetningin er á miðju þaki, því allt sem skyggir á dregur úr krafti og næmni í þá áttina, og sama gildir ef netið er staðsett úti á brún þaks eða brettis.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
28.10.2006 at 17:26 #565550ég var að kaupa loftnet sem heitir Diamond SG-7900. Þetta er dual band net (uhf/vhf) og ætlað fyrir amature. Þetta er 7/8 bylgja og gefið upp 5.0 dB á 144 MHz.
Ég er keypti tvö svona net og setti á bíllinn minn og bíllinn hans pabba. Hjá mér er það tengt við Kenwood TH-F6A amature handstöð og virkar mjög vel á þessum litlu 5 wöttum sem stöðinn sendir.
Hjá pabba er það tengt við Yeasu VX-2000 og virðist standa sig töluvert betur en svarta svipan sem hann var með áður. En það er svo nýlega komið á þann bíl að það er ekki búið að prófa það almennilega.
Það stendur til að standbylgju mæla þetta net á 4×4 tíðnunum, og það verður gaman að sjá hvering það kemur út. Ef það verður mjög slæmt er aldrei að vita nema maður tjúnni það aðeins til að passa betur þar.En þessi net eru alls ekki dýr, kosta svipað og svörtu svipurnar. En ég keypti þetta frá Bretlandi.
kv
Baldur Skáti
28.10.2006 at 18:21 #565552Diamond SG-7900 DualBand Mobile Antenna
SG7900 144/430 MHZ
(2m/70sm) 5.0 dB (144 MHZ)
7.6 dB (430 MHZ) 150W (sum) 1.58m 600g MP 7/8l double C-Load radialless(144MHZ)
3×5/8l C-Load radialless(430MHZ)
[img:281zk0p5]http://www.blazer.com.sg/Products/Diamond/images/sg7900.gif[/img:281zk0p5]
28.10.2006 at 18:39 #565554þetta átti að sjálfsögðu að vera SG-7900 😉
en þetta 7500 net er örugglega ágætt fyrir menn sem vilja ekki of langt net á toppinn.
28.10.2006 at 18:49 #565556hér er heimasíða diamond:
[url=http://http://www.diamond-ant.jp/eng_index.asp:2trb9pkq][b:2trb9pkq]http://www.diamond-ant.jp/eng_index.asp[/b:2trb9pkq][/url:2trb9pkq]
Félagi minn á NR22L sem er 2×5/8 mæli með því neti. Meira að segja hægt að fá það með ‘CUTTING CHART’
28.10.2006 at 18:55 #565558[url=http://f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3095/34981.jpg:17hr8dq3]https://old.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3095/34981.jpg[/url:17hr8dq3]
28.10.2006 at 18:56 #565560Þetta eru þær uppl fem ég hef um loftnetið sem ég er að prufa núna.
[img:3lz40mt2]http://f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3095/34981.jpg[/img:3lz40mt2]
[img:3lz40mt2]http://f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3095/34982.jpg[/img:3lz40mt2]
28.10.2006 at 19:06 #565562Hvet menn eindreigið til að fara á þessa síðu og lesa spjaldanna á milli og þeir sem hafa vit á tjá sig.
Tetra hvað…
http://www.benelec.com.au/SmarTrunk/SmarTrunk.htm
28.10.2006 at 20:10 #565564Gerði smá prufu í dag. Veit í raun ekki hvort þetta er gott eða ekki þar sem ég hef ekki prufað þetta áður. Fór inn í Eyjafjörð og kallaði á Endurvarpa 46 sem er á Svínárhnjúk og var sjálfur staðsettur á: N65 27.295 W18 10.714 og náði sambandi við hann. Nú geta menn prufað þ.e þeir sem eru hér fyrir norðan og gaman væri að heira af því hvort menn nái samband þarna innfrá við varpan. Þetta eru annars ca 63 km og í milli eru m.a súlur sem skyggja á.
[img:18kh0efl]http://f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3095/34983.jpg[/img:18kh0efl]
28.10.2006 at 20:28 #565566Ég skal reindar viðurkenna að mér tókst að brjóta loftnetið neðst niðri og ég límdi það bara samann og veit ekki hversu mikklu það er búið að tapa í sendi/móttöku stirk ef eitthvað?. Hvernig ég braut það ræði ég ekki við nokkurn mann…..
28.10.2006 at 21:00 #565568Þarf ekki bara að hækka skúrinn.
29.10.2006 at 22:21 #565570Vissir þú að:
Þú getur notað VHF talstöð sem "síma" og símað úr henni upp á hálendi í GSM eða hvaða síma sem er í byggð (nei, engin annar heyrir)?Vissir þú að sumar talstöðvar eru með GPS tengi á bakinu sem þú getur tengt GPS við ef þú vilt að fylgst sé með jeppanum og hann komi fram á korti heima í tölvu án þess að aðrir sjái þær uppl. frekar en þú vilt! Þetta býður m.a. Kenwood stöð sem ég á upp á og fleiri gera það líka með aukabúnaði.
Vita menn almennt hvað VHF kerfið býður upp á marga möguleika????????????????????????????
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.