Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF loftnet
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Löve 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
27.11.2007 at 10:13 #201268
Eru menn að klippa VHF loftnet í einhverja ákveðna lengd? Keypti loftnet um daginn og það var vel langt en svo var það klippt fyrir mig niður í einhverja 43 cm. Gaurinn sagði að þetta væri alltaf gert, var reyndar nýbyrjaður þarna. Eru lengdirnar í samræmi við eitthvað ákveðið tíðnisvið? Hvernig VHF loftnet er best að kaupa?
kv
Sigfús -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.11.2007 at 10:49 #604690
VHF loftnet eru alltaf klippt niður í ákveðna lengd fyrir það tíðnisvið sem rásirnar á stöðinni sem mest notaðar eru á.
1/4 bylgjulengdar loftnet eru að virka nógu vel, en það eru til hvítu ,,kústsköftin“ sem eiga að virka betur. Hef ekkert kíkt á það svo ég get lítið sagt um það.
Staðsetningin og lagnirnar skipta lang mestu máli myndi ég segja fyrir mitt leiti.
kkv, úlfr.
27.11.2007 at 11:04 #604692Hvort er betra að setja loftnetið á frambrettið eða aftarlega á toppinn? Veit einhver hvernig þessi kústsköft eru að virka?? Hvaða lengdir eru menn með á vhf loftnetum?
kv
Sigfús spurningaglaði
27.11.2007 at 11:16 #604694Mér finst það vera frekar skrítið með loftnetin,Það er staðsettningin eins og úlfr bendir á,aðrir vilja meina hún eigi ekki að skipta neinu máli,það er eins og t.d hjá mér er rétt um 40,cm loftnet,það er staðsett á framhorninu bílstjórameginn á topp,og persónulega finst mér það ekki vera gera nokkurn skapaðan hlut.Gamli bíllinn hjá mér hinsvegar,var með stöng sem var rétt um 120.cm,staðsetta á miðjum toppi,sú stöng var að leyfa mér að ná margfalt meira með stöðinni(gæti verið vitleysa?) en sú stöng var frá aukaraf og var stitt aðeins frá upphaflegu lengdinni,sökum tíðnissviðs að mér skildist.Mér var eitt sinn sagt að til að fá sem bestu nítnina á loftnetinu ætti það að vera helst fyrir miðjum toppi í miðju,(það var í aukaraf og radíóraf) svo segir konan í nesradíó að það skipti ekki nokkru máli hvar það sé staðsett og það sé nóg að vera með einhverja 40,cm ca,En hvað er svo rétt í þessu?eru ekki einhverjir spekulantar hérna sem geta frætt okkur á því hvar það sé best að hafa loftneti staðsett?
–
Kv
Púkinn
27.11.2007 at 12:31 #604696Yfirbygging bílsins virkar eins og jörð og eftir því sem maður er nær miðjunni því minna stefnuvirkt verður loftnetið. Hátt uppi og í miðju er betra. Frágangur getur líka skipt öllu t.d. hversu vel jarðtengt það er. Ef það er fest á toppboga en ekki beint á topp þarf að tryggja að nægjanlega góð jörð sé í fótinn.
Varðandi lengd þá fylgir flestum loftnetum leiðbeiningar um hvernig eigi að klippa þau til m.v. byggingu þeirra.
Það er eitt af því sem er á stutta todo-listanum hjá mér að setja VHF loftnet á toppinn. Ég erfði frá fyrri eiganda svona frambrettisfrágang sem bara er ekki að gera sig.
En já það er eins með fasteignaviðskipti og loftnet, staðsetning skiptir máli 😉
27.11.2007 at 12:45 #604698Loftnet á frambretti verða alltaf mjög stefnuvirk, og útsýnið, ef mætti kalla það svo, verður mjög takmarkað.
1/4 bylgju loftnet virka yfirleitt betur sökum þess að þau taka jafn vel á móti og þau senda.
Besta mögulega staðsetning á bíl er á miðjum toppi. En oft þarf að vera með málamiðlanir, ég er t.d. með loftnetið mitt aftarlega á þakinu, fyrir aftan þakbogana og fyrir miðju séð að aftan.
Hef lítið sem ekkert prófað það í ferðum, (var að setja það á) en við innanbæjarprófanir virkaði það mjög vel og var lítið sem ekkert stefnuvirkt.
Loftnetið hjá mér er klippt niður í 44cm.
Kkv, Úlfr.
P.S. Mestu skiptir að það sé málmur í kringum loftnetið í c.a. 20cm radíus.
Púki; ég myndi fara varlega í að trúa þeim sem tala um að það skipti engu máli hvar loftnet eru staðsett.
27.11.2007 at 12:55 #604700Hún skiptir líka máli. Öll venjuleg VHF loftnet sem seld eru á íslandi eru 0dB (hlutlaus) en t.d. kústsköftin eru að ég held 3-6dB sem er töluvert meiri mögnun.
Fólk gæti spurt þá hversvegna mögnun ætti að hafa áhrif á drægni, jú, því að ef að VHF merkið er ekki mjög gott þá lokar stöðin á það.
Sé inngangsmerkið sterkara og betra eru meiri líkur á að stöðin grípi það. (Ekki samt taka þessu eins og stöðvarnar séu gallaðar af því að þær loki hluta af merkjum úti, það er einmitt sá eiginleiki sem gerir þær svona "hreinar" og "tærar" að tala í)Þannig að gerð loftneta getur skipt töluverðu máli.
Nú held ég að Benedikt karlinn ætti að geta sagt okkur hvað þessi kústsköft eru í dB því ef ég man rétt var hann að flytja þetta inn.kkv, úlfr
27.11.2007 at 13:09 #604702Hún skiptir líka máli. Öll venjuleg VHF loftnet sem seld eru á íslandi eru 0dB (hlutlaus) en t.d. kústsköftin eru að ég held 3-6dB sem er töluvert meiri mögnun.
Fólk gæti spurt þá hversvegna mögnun ætti að hafa áhrif á drægni, jú, því að ef að VHF merkið er ekki mjög gott þá lokar stöðin á það.
Sé inngangsmerkið sterkara og betra eru meiri líkur á að stöðin grípi það. (Ekki samt taka þessu eins og stöðvarnar séu gallaðar af því að þær loki hluta af merkjum úti, það er einmitt sá eiginleiki sem gerir þær svona "hreinar" og "tærar" að tala í)Þannig að gerð loftneta getur skipt töluverðu máli.
Nú held ég að Benedikt karlinn ætti að geta sagt okkur hvað þessi kústsköft eru í dB því ef ég man rétt var hann að flytja þetta inn.kkv, úlfr
27.11.2007 at 13:26 #604704Þessvegna fanst mér svo skrítið,þegar ég gekk inní Nesradíó,að fá það svar að það væri ekkert að neinu varðandi loftnetslengdina né staðsettningu,hinsvegar þá bara hlaut að vera eitthvað að stöðinni minni,að sjálfsögðu var það einfaldasta lausnin fyrir þau þar sem lotfnetið er sett á hjá þeim(af fyrri eiganda)og ég ætlaði að athuga hvort það væri einhver misskylningur í gangi
(kannski fyrri eigandi gert sjálfur eða eitthvað)en nei svarið sem ég fékk,það skiptir engu máli hvar það er staðsett,svo lengi sem það er í lagi með kapalinn og tengið í stöðina.Hinsvegar er ég reyndar ekki mikill sérfræðingur í þessum efnum,en þetta er samt sem áður alveg þvert á við alla mína vitneskju(þá litlu sem er í þessu)og það sem ég hef heyrt um staðsettningu loftneta.
–
Kv
Púkinn
27.11.2007 at 13:40 #604706Þau loftnet sem ég hef séð sem eru komin 6dB í gain eru með minni bandbreidd en t.d. 3dB. Þetta er auðvitað ákveðinn millivegur, ef maður er á einni tíðni með mjög gott gain þá er maður etv kominn út fyrir "sweet spot" með aðrar rásir, t.d. er nokkuð langt í Mhz talið á milli beinu rásanna hjá F4x4 og endurvarpanna þannig að þá yrði maður með svoleiðis græju að velja, vill maður vera flottastur á beinu rásunum EÐA endurvörpunum 😉
Ég var einhvern tíma búinn að leggjast yfir þessar tölur og minnir að mig hafi á endanum langað mest í 3dB gain, þá væri maður nokkuð vel innan bandbreiddarinnar.
27.11.2007 at 14:28 #604708Ég má náttúrulega ekki segja skoðun mína á Nesradíó, EN, hitt veit ég að staðsetning skiptir langmestu máli.
Ég hef heyrt margar sögur af því að fólk hefur farið með stöðvar í viðgerð hvað eftir annað og jafnvel skipt um stöðvar með tilheyrandi kostnaði sökum lélegs merkis þegar staðsetningu eða frágangi loftnets eða loftnetskapla var um að kenna…
kkv, Úlfr
P.S. Ég get nú kíkt á loftnetið hjá þér Púki ef þú vilt.
27.11.2007 at 14:30 #604710Loftnetið hjá mér var klippt í 120 cm (er það ekki 5/8) hjá RSH á sínum tíma og virkaði það mjög vel með gömlu stöðinni minni. Síðan fékk ég mér annan bíl sem var með þetta stutta og sama stöð var bara ekki að gera jafn góða hluti fannst mér. Þannig að ég keypti mér aftur 120 cm loftnet en fann eiginlega engan stórkostlegan mun.
Nú er ég kominn með enn annan bíl sem er með 40cm stubbinn og nýja stöð en næ t.d. ekki 58 hér í bænum. Felst lausnin í að fá mér lengra loftnet eða skoða tengingar og staðsetningu á loftnetinu (er aftast á vinstra horninu á þakinu) ?
kv
AB
… hef reyndar alltaf heyrt að 120 cm sé "rétta" lengdin !
27.11.2007 at 14:44 #604712Jú segir ekki sagan að 5/8 sé málið? Held að það sé "betra" og í leiðinni auðvitað athuga tengingar, jörð og það allt saman. Þetta þarf allt að vera í lagi 😉
27.11.2007 at 15:19 #604714Ég hafði hugsað mér að hafa bæði NMT og VHF loftnetin aftast á toppnum með ca 70 cm millibili eða meira. Þá væru þau svona ca á sitthvoru horninu aftast á toppnum. Er það alveg úti hött? Vil helst geta komið boxi á toppinn og hafa þá loftnetin ekki fyrir því.
27.11.2007 at 15:30 #604716það eru mjög margir með þetta setup eins og þú lýsir (meðal annars ég) og virkar fínt þótt þetta sé ekki ideal staðsetning.
Ég ætla að skipta yfir í 5/8 loftnet og sjá hvað það gerir….
kv
Agnar
27.11.2007 at 15:45 #604718Ég held ég haldi mig við þetta setup og fái mér 120 cm loftnet í staðinn fyrir þennan stubb sem þessi "ágæta" kona klippti fyrir mig í Nesradio. Ég þakka góð svör!
27.11.2007 at 17:02 #604720mín reynsla er sú að lengri loftnetin virka betur.
En það er ein spurning
Er í lagi að geima málm (drullutjakkinn) við loftnetin
vhf nmt .
Hefur það einhver áhrif.
Kv Frikki.
27.11.2007 at 18:13 #604722Valið á milli 5/8 loftnets og 1/4 ræðst aðalega af staðsetningu, ef loftnetið nær að vera hæsti punktur bílsins (svona c.a.) þá ,,ætti“ að vera betra að vera með 1/4 loftnet.
Ef loftnet er staðsett aftan á bíl, eða á frambretti, er 5/8 loftnet betra sökum hæðar.
sigfushar; hvar er loftnetið þitt staðsett á bílnum? Er sléttur málmur í 20cm radíus (a.m.k.)?
Loftnet verða mjög stefnuvirk eftir jarðtengingu sinni.
Friðrik, ég mæli ekki með að hafa drullutjakkinn mjög nálægt en það sleppur sennilegast ef hann nær ekki mjög hátt m.v. loftnetið. Hafa hann samt allavegna 20cm frá.
Og svo er nú stóra spurningin strákar, hafið þið látið standbylgjumæla loftnetið og stöðina?
kkv, Úlfr
27.11.2007 at 19:57 #604724Ef að ég tók rétt eftir í Radíoamatörnámskeiðinu þá virkar 5/8 loftnetið ekki betur afþví að það er lengra eða situr hærra. Flóknara mál en það.
27.11.2007 at 19:57 #604726…
27.11.2007 at 20:04 #604728Bátanetin sem flestir eru með eru sambærileg 5/8 netunum að mögnun. Bátanetið er hinnsvegar skermað (lítið járn á þakinu á plastbátum) svo það skiptir ekki nokkru máli hvar það er sett á bílinn, það skilar alltaf sínu.
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.