Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF loftnet
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.09.2003 at 13:33 #192854
Sælir Félagar/Félögur
Ég er aðeins að velta fyrir mér með vhf loftnet.
Er til besta lengd x fyrir loftnet upp á að nota tíðnir f4x4?
Ef svo er græði ég einhvað á því að vera með lendina 2x á loftneti?
Græði ég sendistyrk?
Græði ég betri móttöku?
Græði ég enn betri móttöku með 2x loftnetinu en með x?Er einhver munur á lofnets tegundum? (þeas efniviðurinn sem þau eru gerð úr).
Kveðja Fastur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.09.2003 at 13:56 #476174
Sæll Fastur
Mér skylst að rétt lengd VHF loftneti sé 21 cm, ef þú færð stærra loftnet þarftu að skera það niður í þá lengd einmitt til að sendistyrkurinn og móttakan sé sem réttust.
Eftir að ég flutti mitt net uppá topp 10 cm aftan við framrúðu snarlöguðust öll gæði í sendi og móttökustyrk.
Kveðja Lúther
09.09.2003 at 13:59 #476176Fyrirgefðu mér Fastur minn ég átti við 121 cm en ekki 21;)
09.09.2003 at 14:22 #476178Ég held að staðsetningin hafi meira að segja en lengdin. Besta mögulega staðsetningin (eftir því sem mér hefur verið sagt) er á miðjum toppinum á bíl með álþaki…
Kveðja
Rúnar (með loftnetið á miðju þakinu aftantil, og alveg bullandi fínum skilyrðum)
09.09.2003 at 18:07 #476180
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig hefur lengi langað að spyrja að þessu. Það var nefnilega sett loftnet á bílinn hjá mér og mér fannst það í styttra lagi samanborið við önnur í kringum mig. Það er vel innan við metri að lengd en að vísu með gormi. Ætli hann vegi upp á móti? Mér var sagt af verkstæðinu að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég heyri vel í mönnum, var á Hellisheiði um daginn og ræddi þá við mann í Mjóddinni og get vel talað milli Kóðpavogs og Mosfellsbæjar. Hvað haldið þið um þetta?
bv
09.09.2003 at 19:52 #476182Sæll Bolli!
Mér þykir þetta nú ekkert sérstakt það sem þú ert að ná með þínu litla loftneti. Eftir að Siggi Harðars sagði mér að hafa loftnetið 121 cm og staðsetti það á toppi bílsins tala ég frá Hveragerði og upp í Setur. LIGGA,LIGGA LÁ.
Kv. Lúther
09.09.2003 at 19:54 #476184
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Samkvæmt bókinni Jeppar á fjöllum, sem mér finst ansi góð bók, er talað um að loftnet þurfi að vera jafnlöng og bylgjulengd tíðninnar sem tækið notast við eða helmingurinn af henni.VHF = 164MHz Bylgjulengd = 1,83m eða 91,5cm
Spólur á loftnetunum virka sem auka lenging á loftnet og þ.a.l. gormur líka
Kv Isan
09.09.2003 at 21:37 #476186
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Lúffi, það kann að vera að þetta sé ekki einsog það á að vera, nema Jón Garðar hafi rétt fyrir sér. Vona það. A.m.k. meikar það sens þetta með gorminn! Þetta kemur í ljós um helgina, erum að fara í Emstrur og heyri þá vonandi það sama og næsti bíll, sem er með langan drjóla!
Annars vil ég miklu frekar hafa lítinn stubb ef það heyrist jafnvel í honum og hinum.
bv
09.09.2003 at 21:43 #476188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fór nú bara og athugaði þetta. Loftnetið er 44 cm langt og þar af er spólan 6 cm. Hvað segiði um það?
bv
09.09.2003 at 22:32 #476190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru þá allar líkur á að þú hafir 1/2 bylgju loftnet á bíl þínum.
Hóli
09.09.2003 at 22:44 #476192Lengdin segir ekki allt
Það er hægt að stytta of löng loftnet með því að tengja við það þétti og lengja of stutt loftnet með því að tengja við það spólu…. Held að þetta sé rétt….
Hérna eru annars allar upplýsingar sem þarf að vita um loftnet…
href="http://net.raf.is/haukur/RS/Loftnet/Loftnet1.html"> þessum link<
vhf loftnet eru einhverstaðar neðalega.
hv Bæring
09.09.2003 at 22:45 #476194Lengd á loftnetum skiptir öllu máli, þ.e. að hún sé rétt. Yfirleitt er byrjað á að klippa þau í ca lengd annaðhvort útreiknað eða eftir forskrift sem fylgir netinu og síðan notaður standbylgju mælir til að setja það rétt. Það að hafa standbylgju sem minsta er mikið atriði annars tapast mikið af útsendu afli í loftnetinu og fer aldrei út í loftið.
Flöturinn sem loftnetið er festur á er í raun hluti af netinu (jarðnet/ground plane) og hefur áhrif á útgeislunina frá netinu, þess vegna er best að hafa málmflöt í ákveðinn radíus hringin í kringum netið. Það eru reyndar til net sem ekki þurfa jarðnet, Siggi Harðar minntist m.a. á eitt fyrir vhf ið sem hann ætlaði að fara að prófa á bíl á síðasta fundi í Rvík.
Loftnet geta verið í misjöfnum stærðum þ.e. hlutfalli af bylgjulengd. Algeng hlutföll eru: 1/4, 1/2, 5/8 af bylgjulendinni. Mér skilst að algengustu netin í vhf inu hjá okkur séu 5/8, löngu fiber stangirnar sem voru nokkuð algengar í cb áður fyrr eru t.d. 1/4 ca 2,6 m byljulengdin í cd er um 11 m.
Sum loftnet eru með spólum í til að stytta físiska lengd þeirra án þess að stytta raffræðilega lengd, þetta er frekar gert þar sem bylgulengdin er löng og t.d. 1/4 loftnet yrði mjög langt. Gufunes loftnetin eru dæmi um það, þar er bylgjulengdin um 150 m.
Bylgulengd er fundin út með því að deila tíðninni upp í ljóshraða 300000000/tíðni=bylgjulengd, til að fynna út rétta lengd þarf síðan að margfalda með stuðli sem er aðeins fyrir neðan 1.
Besta leiðin til að fá bestu virkni er að láta einhvern sem þekkir og hefur til þess tæki mæla og stilla loftnetið, en trúlega er þekkt hvað áhveðnar gerðir loftneta eiga vera langar fyrir okkar not.
Hvað varðar það sem Lúther sagði um að ná frá Hveragerði upp í Setur, varstu ekki á einhverri endurvarparásinni.Kv. Helgi
09.09.2003 at 22:56 #476196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar ég sagði spóla, þá meinti ég gorm. En Jón Garðar, þú nefndir VHF = 164MHz Bylgjulengd = 1,83m eða 91,5cm. ‘Attu við að loftnetið eigi vera 91,5 á bílnum?
bv
09.09.2003 at 23:52 #476198Ef um 1/2 bylgjunet er að ræða ætti það að vera91,5 cm en ef þetta er 5/8 net þá á það vera 121 cm. Samkvæmt því sem Siggi Harðar sagði á síðasta fundi þá eru mest af 5/8 netum í umferð á jeppunum. Gormurinn neðst á netunum er mældur með í lengdinni.
Kv. Helgi
09.09.2003 at 23:55 #47620044 cm loftnet gæti verið 1/4 bylgju net stillt fyrir 174 MHz.
Kv. Helgi
10.09.2003 at 00:05 #476202
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Og er það þá jafn gott og þau sem lengri eru, eða veikara??
BV
10.09.2003 at 01:50 #476204Ok við skulum reyna aftur.
Hver er munurinn á sendistyrk á 1/4 og 1/2 loftneti?
Hver er munurinn á móttökugæðum á 1/4 og 1/2 loftneti?
Ef ég er með rétta/góða standbylgju.
Kveðja Fastur
10.09.2003 at 08:52 #476206Sælir.
Það virðist alltaf koma betur út að nota lengri loftnet. Bæði í sendingu og móttöku.
Með standbylgjuna, þá ætti hún að vera nærri lagi, en því er naðsynlegt er að mæla hana til að vera viss.Eitt hefur ekki komið fram hér enn, en það er að ef loftnet er sett t.d. á framhorn bíls er hann stefnuvirkur, þ.e. skilyrði eru best í þá átt sem er lengst í burtu frá loftnetinu. það á bæði við um sendingu og móttöku. Þetta hefur kanski ekki gríðarleg áhrif, en er vel þess virði að athuga.
Emil
10.09.2003 at 09:11 #476208
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Elskurnar mínar, ég er út að aka í þessum fræðum!
Ég hef ekki hugmynd um megahers og tíðni, ég veit bara að ég er með öfluga stöð og loftnet. Hef ekki hugmynd um hvort stöðin sé stillt fyrir 174 MHz eða eitthvað annað og ekki hugmynd um muninn á 1/4 og 1/2 loftneti.Best að fara og láta athuga þetta. Ég vil bara að sendi- og móttökuskilyrðin séu sem best.
Bestu kveðjur,
bv
11.09.2003 at 10:43 #476210Bazzi takk kærlega fyrir hlekkinn.
Hann sýnir hvaða munur er á þessum loftnetum og hvað gerist hvernig.
Ég ætla að lesa hann betur.
Kveðja Fastur
11.09.2003 at 10:58 #476212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér skilst að loftnetið hjá mér sé stillt fyrir 153 mh. Hefði reyndar viljað hafa það fyrir ca 159. Sýnist sú tala vera ágætis meðaltal.
bv
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.