This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Þrándur Arnþórsson 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Smá vangaveltur um vhf málin sem ég hef borið með mér að undanförnu. Og vill deila með ykkur. En ýmislegt hefur verið í gangi sem farið er að pirra mig á þeim vettvangi.
En þannig eru málin að fjarskiptanefnd klúbbsins er búin að koma upp helling af endurvörðum og síðan heldur fjarskiptanefndin utanum kerfið, með viðhaldi og endurbótum. Þetta kosta bæði helling af vinnu og peningum. Þetta kerfi sem er það eina sem almennir borgar geta notað á fjöllum og eina sem þarf að gera til þess að fá hlut deild í þessu er að greiða félagsgjald til Ferðaklúbbsins 4×4.Þá að því sem pirrar mig.
1 Algengt er að menn greiði félagsgjald til 4×4 einusinni, til þess að fá rásir 4×4 í tækin sín. Síðan hætta menn í klúbbnum.
2 Einnig hafa menn fengið rásir 4×4 í gegnum björgunarsveitir í einkabílana og hætta síðan að greiða félagsgjaldið í 4×4. ( þess eru dæmi. )
3 Einnig hafa félagar í húsbílaklúbbnum fengið rásir 4×4 í sínar stöðvar án þess að vera félagsmenn í 4×4.
4 Aðrir algjörlega óviðkomandi klúbbnum hafa fengið rásir 4×4 og annarra í sínar stöðvar án þess að greiða nokkuð gjald.
5 Hér á vefnum hafa menn birt tíðnir klúbbsins og annarra á heimilda og samkvæmt Póst og fjarskiptastofnum er það óheimilt.Hvað finnst mönnum um þetta, eigum við bara að halda áfram að borga hvf-ið fyrir aðra og brosa eða…
You must be logged in to reply to this topic.