Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › VHF kerfið
This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Þrándur Arnþórsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2006 at 17:47 #199156
AnonymousSmá vangaveltur um vhf málin sem ég hef borið með mér að undanförnu. Og vill deila með ykkur. En ýmislegt hefur verið í gangi sem farið er að pirra mig á þeim vettvangi.
En þannig eru málin að fjarskiptanefnd klúbbsins er búin að koma upp helling af endurvörðum og síðan heldur fjarskiptanefndin utanum kerfið, með viðhaldi og endurbótum. Þetta kosta bæði helling af vinnu og peningum. Þetta kerfi sem er það eina sem almennir borgar geta notað á fjöllum og eina sem þarf að gera til þess að fá hlut deild í þessu er að greiða félagsgjald til Ferðaklúbbsins 4×4.Þá að því sem pirrar mig.
1 Algengt er að menn greiði félagsgjald til 4×4 einusinni, til þess að fá rásir 4×4 í tækin sín. Síðan hætta menn í klúbbnum.
2 Einnig hafa menn fengið rásir 4×4 í gegnum björgunarsveitir í einkabílana og hætta síðan að greiða félagsgjaldið í 4×4. ( þess eru dæmi. )
3 Einnig hafa félagar í húsbílaklúbbnum fengið rásir 4×4 í sínar stöðvar án þess að vera félagsmenn í 4×4.
4 Aðrir algjörlega óviðkomandi klúbbnum hafa fengið rásir 4×4 og annarra í sínar stöðvar án þess að greiða nokkuð gjald.
5 Hér á vefnum hafa menn birt tíðnir klúbbsins og annarra á heimilda og samkvæmt Póst og fjarskiptastofnum er það óheimilt.Hvað finnst mönnum um þetta, eigum við bara að halda áfram að borga hvf-ið fyrir aðra og brosa eða…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.12.2006 at 13:08 #571380
er rekstur endurvarpana að sliga klúbbinn ?
Eina notkunin sem maður hefur orðið var við á endurvörpum klúbbsins voru samskipti á milli skálavarða á fjallabaki í sumar.
Það sem er skiljanlegt í þessari umræðu – eru kallmerkja pælingar. Ekki gott ef formaðurinn skilur þær pælingar ekki.
Ekkert smá einfallt að koma svoleiðis kerfi á. Notum bara félagsnúmerin okkar sem kallmerki. Gæti ekki verið einfaldara.
Aldrei hefur mér, eða nokkrum öðrum sem ég þekki til dottið í hug að nota björgunarsveitarrásir – þó að ég vilji hafa aðgang að þeim – til öryggis.
A.m.k. koma kallmerki björgunarsveita því að einhverju leit í veg fyrir misnotkun á rásum þeirra.
Misnotkun ?
Reyndar notaði lögregla og björgunarsveit endurvarpa 4×4 í sumar við samhæfingu björgunaraðgerða á fjallabaki. Bara hið besta mál.
Ég get ekki skilgreint slíkt sem misnotkun þótt einhver kannski noti slík hugtök.
held að Gummi hitti naglan á höfðuðið. Því fleiri sem hafa okkar rásir, því líklegra að einhver heyri í manni þegar á þarf að halda.
Einhver minntist á ferðaþjónustuaðila, hafa þeir verið að trufla einhvern ?
Ferðaþjónustu fyrirtæki hafa sínar eigin rásir að því ég best veit.
Kveðja,
JKK eða R-2306 (að mig minnir)
14.12.2006 at 19:59 #571382Mér sýnist að forsvarsmenn klúbbsins þurfi að gera upp við sig hvort við viljum að VHF kerfið standi undir þeim væntingum margir gera til þess sem öryggis kerfis, eða hvort það eigi að verða einka kerfi fyrir þá sem greiða félagsgjöld. Þessi tvö markmið stangast á. Fjarskiptarás sem engir eða fáir hlusta á, er ekki mikils virði sem öryggistæki.
Það viðhorf að einungis þeir sem greiða félagsgjöld megi njóta góðs af starfi klúbbsins, má ekki verða til þess að draga úr öryggi allra þeirra sem ferðast um óbyggðir Íslands.
Eftir pistli formannsins hér að ofan að dæma, virðist stjórnin hafa gert vanhugsaðar ráðstafanir, án samráðs við fjarskiptanefnd klúbbsins.-Einar, R-292, TF3EK
14.12.2006 at 20:32 #571384einar segir orðrétt"eftir að NMT kerfið verður lagt af, og SSB á 2790 kHz, verður aftur grunn kerfið til öryggisfjarskipta á hálendinu".
síðan segir einar orðrétt "Fjarskiptarás sem engir eða fáir hlusta á, er ekki mikils virði sem öryggistæki."
fleirri hundruð meðlimir 4×4 eru með vhf stöð og hlusta á vhf rásir þegar þeir ferðast.
örfáir radíóamatörar eru með ssb stöðvar.
eru þá ekki vhf fjarskiptin margfallt öruggari sem öryggistæki á fjöllum, með öllum endurvörpunum sem þar eru.
sem betur fer eru ekki margir sem nota endurvarpana að staðaldri því það myndi eyða af þeim rafmagninu og þá eru þeir ekki til mikils gagns þegar kalla þarf á hjálp til byggða.
af einhverjum völdum er einar alfarið á móti vhf kerfi 4×4 og hefur alltaf verið. honum virðist vera kappsmál að vhf kerfið verði 4×4 ofviða í rekstri og verði því að leggja það niður. hann hefur sjálfsagt sínar bizzare ástæður fyrir því sem hann gefur ekki upp, en þetta sífellda þref og ssb halelúja er svoldið þreitandi svona endalaust.
af hverju er einstaklingur sem er alfarið á móti öllu sem áhveðin félagasamtök gera yfir höfuð í þeim félagasamtökum?
14.12.2006 at 20:54 #571386Það er greinilegt á umræðunni að ég hef verið misskilin af mörgum. Til þess að einfalda málið. Þá þarf að íhuga markmið klúbbsins. En í mínum huga eru þau aðalega tvö. Þ.a.s að fá að aka og ferðast um landið á breytum jeppum. Nokkuð einfalt markmið við fyrstu sýn. Síðan bætast við ýmsir þætti svosem að við getur uppfyllt óskir okkar í sátt við aðra landsmenn.
Hvernig ætlum við svo að ná þessum markmiðum. Jú eitt ráð er að fjölga félagsmönnum sem mest. Til þess að styrkja með því slagkraft félagsins bæði fjárhafsleg og með mannauð. Til þess að ná þessum markmiðum, þurfum við að vinna á hinum ýmsu sviðum. Svo sem flestir finni sitt áhugasvið. Svosem fjarskiptamál, umhverfismál, saga, örnefni, skemmtanir, ferðalög ofl, ofl. Til þess að gera allt þetta þarf gott skipulag, fjármagn og fleira.
Einsog ég sagði er eitt af aðal markmiðunum að fjölga félagsmönnum. Til þess þurfum við að hafa eitthvað að bjóða í skiptum fyrir félagsgjaldið. Þ.a.s konfektmola og eftir því sem þeir eru fleiri og stærri bíta fleiri, mætti ætla. Því verð ég fjandi pirraður þegar konfekt molarnir hverfa. Að útskýra þetta fyrir Einari er kannski erfitt, þar sem hann telur vhf kerfið ónýtt, og ekkert samráð vera milli stjórnar og fjarskiptanefndar. Sem reyndar er ekki rétt. Því það er bara fjandi gott samstarf. En það mætti líkja þess við það, að þegar Einar og umhverfisnefndin væri að stika, þá kæmu starfsmenn UST og hnupluðu annarri hvorri stiku.
En að öðru, því ég veit að Einar er orðin algjörlaga sammála okkur, hann vill bara ekki viðurkenna það.Skráðir fyrir rásum 4×4 eru 1063 einstaklingar.
Skráðir björgunarsveitarbílar með 4×4 rásirnar eru 60
14.12.2006 at 21:01 #57138815000 vhf stöðvar í landinu uhm humm ?????
14.12.2006 at 21:06 #571390Eitt sem er kannski rétt að minna á í þessu sambandi og það er að klúbburinn hefur gert samning við LÍV, FÍ og Útivist um að félagsmenn þessara félaga hafi aðgang að endurvarpsrásunum (ekki beinu rásunum) og greiða tiltekna upphæð á ári fyrir það. Sú upphæð er ekki stór en ég hef litið svo á að það sé ekki aðalmálið, heldur hitt að endurvarpakerfið okkar þjóni því hlutverki að vera eitt af megin öryggiskerfum sem almenningur hefur aðgang að á ferðalögum um hálendið. Stjórn og fjarskiptanefnd síðasta starfsárs hafði nokkuð hátt um þetta, þandi brjóst og sperrti stél, gagnvart ráðherrum og fjárveitingavaldinu með þeim árangri að við fengum ágætan styrk til uppbyggingar og viðhalds kerfisins. Ég held ég fari rétt með að þannig hafi heildartekjur af kerfinu, s.s. styrkurinn og greiðslur frá hinum félögunum staðið undir beinum kostnaði við kerfið á síðasta ári. Ég vona að það hafi verið sótt um á fjárlögum aftur núna, því þegar maður er kominn þar inn er auðvelt að fá aftur. En forsendan sem við lögðum upp með var að þetta væri kerfi sem á milli 10 og 15 þúsund félagsmenn þessara félaga hefðu aðgang að og ekki væri neinn sambærilegur valkostur fyrir hendi. Ég ætla því að vona að aðgerðir stjórnarinnar loki ekki á þessa samninga við hin félögin.
Kv – Skúli
14.12.2006 at 21:19 #571392Ég lít svo á að það sé eitt af markmiðum klúbbsins að auka öryggi félagsmanna og bæta aðstöðu þeirra sem ferðast um hálendið á jeppum. Þetta getur vel fallið að 3 lið í 2. gr. laga klúbbsins þar sem markmiðin eru skilgreind, gott öryggi eru jú hagsmunir okkar. Þetta gerir klúbburinn bæði með því að tryggja örugg fjarskipti og byggja og reka skála þó skáli og vhf-talstöð sé ekki sérstaklega nefnd í lögunum, ekki frekar en 49 tommu dekk eða kengúrugrindur.
Kv – Skúli
15.12.2006 at 14:38 #571394Yfirleitt er ég ofsalega sammála manni sem skrifar hér undir nafninu Ofsi. Ég er sennilega einn af þeim sem hef misskilið málið. Í byrjun virtist ætla að fara af stað umræða á skynsamlegum nótum eða þar til SBA fann sig knúinn til að byrja skítkastið.
Umræðan leiddist svo eins og venjulega út í einhvern tippaslag á milli eik og annarra og maður missti þráðinn og nennti ekki að lesa á milli línanna.
Að lokum virðist Skúli ná að slíðra sverðin, eins og svo oft áður,með sínu yfirvegaða og einstæða diplómatíska skynsemis innleggi.
Ég er samt ennþá ósammála Ofsa a.m.k. í einu atriði. Klúbburinn þarf engar gulrætur. Málssvarar "jeppafrelsisins" eins og Ofsi, Skúli, eik,bennar og siggar og allir hinir sem eru þeim sammála og ósammála eru mikli meiri gulrætur en nokkurt kerfi getur orðið.
Kveðja,
JKK.
15.12.2006 at 16:25 #571396Þetta er ósköp einfalt mál í sjálfu sér og vonandi að menn skilji það á endanum.
Það er þannig að í landinu gilda lög og reglur – alveg óháð því hvort menn eru sáttir við þau eða ekki. Og eftir þessum reglum verða menn og félagasamtök að fara.
Þannig er það í reglum um fjarskiptamál að til að fá ákveðnar tíðnir í þína talstöð þarftu leyfi rétthafa þeirrar tíðni. Þannig þurfa allir sem vilja 4×4 rásirnar að hafa leyfi 4×4 til þess. Þetta leyfi öðlast menn með því að vera meðlimir í klúbbnum og eins hafa ákveðnir aðilar, eins og t.d. björgunarsveitir þessa heimild beint frá stjórn klúbbsins.
Þannig eru allir þeir sem nota tíðnir 4×4 án leyfis að brjóta lög – og brjóta á 4×4 klúbbnum með því að hafa af honum þær tekjur sem hann hefði annars haft ef viðkomandi hefði greitt fyrir aðgangin að tíðnunum.
Það eru þessi brot á 4×4 klúbbnum sem stjórn ætlar að bregðast við – það ætti ekki að þurfa að trufla félagsmenn verulega að við gætum líka hagsmuna klúbbsins en ekki bara beinna hagsmuna félagsmanna – það að klúbburinn sé öflugur eru óbeint hagsmunir félagsmanna hans.
Svo er nú eitt atriðið í viðbót, nú um áramótin taka gildi ný lög um þessi mál – þá hætta einstaklingar að borga sjálfir af stöðvunum sínum og í staðinn þurfum við þ.e. klúbburinn að borga ákveðið gjald til ríkisins fyrir allar stöðvar sem eru með tíðni 4×4 skráðar. Þetta þýðir að klúbburinn fær reikning upp á nokkur hundruð þúsund og stór hluti þess er vegna aðila sem hafa fengið rásirnar með óheiðarlegum hætti, eins og að gerast félagsmenn til að fá rásirnar en borga svo aldrei aftur til klúbbisns eða eiga viðskipti við óvandaða aðila sem setja rásirnar inn án þess að viðkomandi hafi til þess leyfi.
Það kostar mjög mikið að reka þennan klúbb – mun meira en menn gera sér almennt grein fyrir og sá kostnaður fer bara hækkandi með meiri umsvifum – sem er jú almenna krafan í klúbbnum. Ef vel ætti að vera þá þyrfti klúbburinn tvo starfsmenn í 100 % starf – en er þess í stað með einn í 50% og svo stjórnarmenn sem vinna a.m.k 25 – 50 % starf hver. Þessu þarf að breyta og til þess þarf að fá inn þær tekjur sem réttilega eru klúbbsins. Það hafa misvitrir menn margsinnis haldið því fram að klúbburinn eigi svo digra sjóði að hann geti bara leyft sé hvað sem er – þessir aðilar hafa ekki hugmynd um stöðuna og það að við þurfum á öllum mögulegum tekjum að halda til að geta sinnt því starfi sem félagsmenn ætlast til af klúbbnum. Hinn möguleikinn væri að hækka félagsgjöldin umtalsvert – sem ég reikna ekki með að veki almenna hrifningu.
Ég vona að þetta skýri aðeins afstöðu stjórnar í þessu máli og að lokum bendi ég Einari á að stjórn hefur almennt samráð við þær nefndir sem um málefnin fjalla en að lokum þá verður hann og aðrir að skilja það að á endanum er það stjórn sem tekur ákvarðanir – þannig er skipurit klúbbsins uppbyggt hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Benedikt Magnússon
Formaður 4×4
15.12.2006 at 17:48 #571398Rétt nafni láttu þá aðeins heira það, helv….vælukjóvar!
Ber fullt traust til þín og er ánægður með þig!
15.12.2006 at 18:40 #571400Þegar menn kaupa sér stöðvar eru menn þá ekki skráðir fyrir stöðinni og tíðninni sem sett er inní hana.
Er þá ekki rökrétt að þegar menn eru hættir að borga félagsgjald að menn séu skildugir til að fara og láta fjarlægja rásirnar úr stöðinni. ?
Þetta er mál sem póst og fjar ætti að geta hjálpað til með þeir eiga að vera að rukka þessa menn árgjald fyrir það að fá að vera með talstöð.
Eða er það kanski miskilningur hjá mér.?
15.12.2006 at 20:15 #571402Ef þetta sem formaðurinn segir af breyttri gjaldtöku um áramátin er rétt, þá er hætt við því að það gerbreyti forsendum og möguleikum varðandi notkun á VHF talstöðvarásum í ferðamennsku. Samkvæmt þessu, mun þá klúbburinn þurfa að borga með samningunum sem Skúli sagði frá hér að ofan?
Ég fór inn á reglugerd.is og pta.is, en tókst ekki að finna staf um breytingar í þessa veru. Er þetta kannske bara enn ein þjóðsagan?-Einar
15.12.2006 at 20:47 #57140415.12.2006 at 20:48 #571406Hluti þessara breytinga eru einnig frá því árið 2002 eða 3 og eru að koma til frkvæmda núna skv. því sem starfsmaður a þessu svið P&S segir.
Við fréttum þetta bara fyrir tilviljun í samtali við starfmann póst og fjar. Og fengið staðfest af öðrum aðilum þar. Og ég ef ekki trú á að starfsmenn póst og fjarskiptastofnunar séu að segja okkur draugasögur í björtu.
Benni
15.12.2006 at 21:32 #571408Samkvæmt [url=http://www.althingi.is/altext/133/s/0684.html:2h4t1pag]þessum lögum[/url:2h4t1pag] sem þamþykkt voru á s.l. laugardag, þá þurfa einstakir félgasmenn ekki lengur að greiða árlegt gjald af stöðvum sínum, né klúbburinn af hverjum endurvarpa, í stað þess greiðir klúbburinn gjald fyrir hverja tíðni. Þetta gjald fer ekki eftir fjölda stöðva sem geta notað þessar tíðnir, eins og formaðurinn hélt fram hér að ofan. Mér sýnist að kostnaður klúbbsins af beinu rásunum verði 126 þúsund á ári. Vegna rása 44 og 46 veður hann líklega 252 þúsund samtals, en á móti kemur að ekki þarf lengur að borga af tækjabúnaði. Í heildina sýnist mér að hér sé um ríflega 80% lækkun á kostnaði félgasmanna og klúbbsins samanlagt, miðað þær tölur sem Jón Snæland gaf hér að ofan um fjölda skráðra stöðva.
Þetta breytir hinsvegar stöðunni fyrir einstaka ferðahópa sem hafa verið með sér rásir, án það að hafa þurft að borga fyrir þær. Gjald fyrir eina slíka rás verður tæp 16 þúsund ári.
Það stendur því óhaggað, að því fleiri sem geta hlutsað á rásir 4×4, því meira virði verður kerfið sem öryggistæki, án þess að af því leiði neinn viðbótarkostnað fyrir klúbbinn.
-Einar
16.12.2006 at 00:11 #571410Og þá voru starfsmenn Póst og fjarskiptastofnunar væntanlega að ljúga að okkur þegar þeir sögðu okkur í gær hvernig þessari innheimtu væri háttað og hversu hár reikningurinn sem við fáum verður…
Magnað…..
Benni
16.12.2006 at 06:55 #571412Það eru fréttir ef við vhf eigendur þurfum ekki að greiða lengur af stöðvunum okkar,heldur klúbburinn.
En liggur þá ekki beinast við að skoða lista yfir félagsmenn sem ekki hafa greitt félagsgjöld nema einu sinni til þess væntanlega að fá inn rásirnar,og fá útskrift af stöðvareign þeirra,ætti að vera hægt um heima tökin að senda þessu fólki síðan bréf og eða pf þar sem farið er fram á að rásirnar verði teknar út.
Það að klúbburinn þurfi að fara að borga vhf notkun félagsmanna gjörbreytir stöðunni og ekki spurning um að gera átak í að ná til þeirra sem eru með rásirna í leyfisleysi á kostnað okkar hinna.
Kallmerki eru bara af hinu góða og ættu í raun að vera löngu komin í almenna notkun,það hefur sýnt sig að við notkun kallmerkja minkar misnotkun,og auðveldara verður að fylgast með notkun og þá hverjir eru að nota rásirnar,mér finnst beinast liggja við að nota félagsnúmerinn sem kallmerki og eða stjórn úthluti þeim og ætti þá að vera enþá auðveldara að fylgjast með notun.
Með almennri notkun kallmerkja myndast mjög fljótt aðhald frá félagsmönnum,sem væntanlega væru með undir höndum skrá um hvert kallmerki og hver sé með það,líkt og FR gerði á sýnum tíma,og um leið væri félagaskrá 4X4 uppfærð á hverju ári.Svo er þetta með starfsmann klúbbsins,það er alveg ótrúlega mikil vinna sem ættlast er til að 50% starfsmaður inni af hendi,spurning um að breyta þessu og finna leið til að vera með 100% starfsmann.
Kv Klakinn
16.12.2006 at 09:21 #571414Ekki gott þegar á stjórnina er bornar svona dylgjur um þjóðsögu. En þessi þjóðsaga er engu af síður á þann hátt ( trúi hver sem vill ). Þegar ég hefði samband við Póst og fjarskiptastofnun, til þess að kanna það hvort hægt væri að fá lista yfir það hverjir settur inn rásir í talstöðvar.
Þá var mér sagt frá þessum breytingum. Og að upphæðin væri tæp 500.000 kr.
Síðan kemur í ljós hvernig þessi upphæð er fenginn. Og þá fáum við væntanleg Einar til þess að eiga við Póst og fjar ef okkur mislíkar upphæðinn. Það góða í þessu er auðvita að kostnaður einstaklinga í klúbbnum minkar.Klakinn sagði að það þyrfti að bera sama skrá P og F og félagatalið, jú það verður gert enda vorum við að fá í hús skrár Póst og fjar. Sem verður borinn saman við félagaskrá.
Félaga talið er reyndar uppfært jöfnum höndum af starfsmanni klúbbsins.Það er með ólíkindum að þurfa að standa í einhverju karpi við félagsmann og nefndarmann klúbbsins um þessi mál. Því með þess háttar skrifum er eiginlega verið að halda hlífðarskildi yfir skúrkunum. Ef það er virkilega vilji félagsmanna að allir fái aðgang að rásum 4×4. Þá þarf hreinleg að kanna það og láta síðan. Þau fyrirtæki sem setja inn rásirnar vita, að við viljum að rásirnar sé settar í stöðvar allra sem vilja. Þ.a.s kerfi opið öllum fyrir ekki neitt.
Þá verða félagsmenn líka að brosa út í bæði þegar reikningar berast frá Póst og fjarskiptastofnun. Þeir verða líka að brosa út í bæði þegar Kjartan Gunnsteins og félagar þurfa að skipta út brotnu loftneti sem kostar 90.000. ( ps loftnetakostnaður 4×4 hljóp á nokkrum hundraðþúsund köllum þetta árið ) Síða geta þeir líka haldið áfram að brosa þegar fjarskiptanefndinni vanta sólarorkusellur á 150.000 kall, eða nýjan endurvarpa á xxxx krónur.
Ef málin þróast á þann hátt að vhf verði gert gal opið fyrir allan almenning sér að kostnaðarlausu ( án þess að vera félagsmenn í 4×4 ). Þá mæli ég með því að félagið hætti með vhf kerfið og leggi niður fjarskiptanefndina. Því að er nú þannig að það þurfa að koma tekjur á móti útgjöldum, því er nú ver og miður. En svoleiðis er nú ísland í dag.
16.12.2006 at 11:17 #571416Benni þú ættir að vera farinn að venjast því að þeir sem eiga að framflygja lögum og reglum, þekkja þær ekki alltaf, hvor sem er um að ræða Selfoss lögguna eða starfsmenn Frumherja. Annars sýnist mér ekki vera mikill munur á því sem las úr gjaldskjránni og starfsmenn Póst og fjar. Ef rás 42 er tekin með veður upphæðin rétt um hálf miljón á ári, það getur líka verið að þeir hafi ekki tekið með í reikninginn að bandvíddin á beinurásunum er 12.5 kHz, ekki 25 kHz.
Varðandi framtíð og kostnað af fjarskiptastarfsemi klúbbsins, þá sýnist mér liggja í augum uppi að menn munu vilja halda í beinu rásirnar, enda fylgir þeim ekki mikill kostnaður. Hvort klúbburinn hefur bolmagn til þess að reka endurvarpa kerfið, er allt annað mál. Það væri gaman að sjá samantekt yfir það hvað rekstur og uppsetning endurvarpanna hefur kostað klúbbinn undanfarin ár. Notkun endurvarpanna virðist vera sáralítil og fáir sem taka eftir því þegar þeir bila. Þetta gæti breyst við brotthvarf NMT kerfisins.
Það er líka hugsanleg millileið, að fækka endurvörðum þar sem ekki er rafmagn. Mér skilst að fjarskiptanend sé raunar byrjuð á þessu.-Einar
16.12.2006 at 13:27 #571418Mín skoðun er alveg skýr í þessu máli, við eigum ekki að greiða fyrir notkun annara á endurvörpum,eða rásum.
Ég sé ekki neitt sem réttlætir frjálsan aðgang á endurvarpakerfið,ef aðrir en okkar félagsmenn vilja nota endurvarpana þeir verða þá að greiða fyrir þá notkun með einum eða öðrum hætti,eftir samkomulagi við stjórn.
Hvað varðar félagaskránna,þá var ég að leggja að því drög að við félagsmenn fengju hana senda árlega ásamt kallmerkjum hvers og eins og þá á aðhald félagsmanna að eflast sjálfkrafa.
Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.