Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › VHF kerfið
This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Þrándur Arnþórsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2006 at 17:47 #199156
AnonymousSmá vangaveltur um vhf málin sem ég hef borið með mér að undanförnu. Og vill deila með ykkur. En ýmislegt hefur verið í gangi sem farið er að pirra mig á þeim vettvangi.
En þannig eru málin að fjarskiptanefnd klúbbsins er búin að koma upp helling af endurvörðum og síðan heldur fjarskiptanefndin utanum kerfið, með viðhaldi og endurbótum. Þetta kosta bæði helling af vinnu og peningum. Þetta kerfi sem er það eina sem almennir borgar geta notað á fjöllum og eina sem þarf að gera til þess að fá hlut deild í þessu er að greiða félagsgjald til Ferðaklúbbsins 4×4.Þá að því sem pirrar mig.
1 Algengt er að menn greiði félagsgjald til 4×4 einusinni, til þess að fá rásir 4×4 í tækin sín. Síðan hætta menn í klúbbnum.
2 Einnig hafa menn fengið rásir 4×4 í gegnum björgunarsveitir í einkabílana og hætta síðan að greiða félagsgjaldið í 4×4. ( þess eru dæmi. )
3 Einnig hafa félagar í húsbílaklúbbnum fengið rásir 4×4 í sínar stöðvar án þess að vera félagsmenn í 4×4.
4 Aðrir algjörlega óviðkomandi klúbbnum hafa fengið rásir 4×4 og annarra í sínar stöðvar án þess að greiða nokkuð gjald.
5 Hér á vefnum hafa menn birt tíðnir klúbbsins og annarra á heimilda og samkvæmt Póst og fjarskiptastofnum er það óheimilt.Hvað finnst mönnum um þetta, eigum við bara að halda áfram að borga hvf-ið fyrir aðra og brosa eða…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2006 at 18:08 #571340
Það væri forvitnilegt að kanna hvernig notkun félagsmanna í 4×4 og annara skiptist milli rásar 45, rása 47-52, rása einstakra ferðahópa og endurvarparásanna. Þegar ég benti á það síðastliðið vor að þá voru flestir eða allir endurvarpar sunnan jökla meira eða minna lamaðir, virtist enginn hafa tekið eftir því. Þetta bendir til þess að mest af VHF notkuninni sé á beinum rásunum, sem er óviðkomandi kostnaði félagsins. Sú traffík sem ég heyri þegar ég er meö stöðina á skanni er ekki mikil, lang mest er á beinu rásunum og þar af verulegur hluti á rás 45. Þessi notkun truflast ekki þó klúbburinn hætti að reka endurvarpana.
Annars ætti sú stefnubreyting fjarskiptanefndar að setja aðeins upp endurvarpa þar sem rafmagn er til staðar, að draga mjög mikið úr kostnaði og fyrirhöfn við rekstur kerfisins.
Eftir minni reynslu að dæma, er þekja endurvarpanna inn til landsins ennþá miklu lakari en í NMT kerfinu. Það væri áhugavert að kanna hvort þetta er rétt, og hver ástæðan er.
-Einar
13.12.2006 at 19:41 #571342vhf kerfið er lokað kerfi og ekki til almenningsnota. hagsmuna og félagasamtök geta fengið úthlutað rásum til notkunar fyrir sína starfsmenn eða félagsmenn. notkun á þeim rásum er óheimil öðrum en starfsmönnum eða félagsmönnum, sama hvort um ræðir beinar rásir eða endurvarparásir. að fela sig á bakvið það að það kosti 4×4 ekki neitt að krakka sig inná beinu rásirnar með amatörstöðvum er helvítis kjaftæði.
ég hef sagt það áður á öðrum spjallþráðum hér, að það sé mitt álit að klúbburinn ætti að hafa nánara eftirlit með hverjir séu að nota rásirnar og herja á þá sem hvetja aðra til að kaupa sér amatörstöðvar frekar en löglegar forritaðar stöðvar, og úthluta líka tíðnum 4×4 opinberlega.
13.12.2006 at 20:22 #571344"Hér á vefnum hafa menn birt tíðnir klúbbsins og annarra á heimilda og samkvæmt Póst og fjarskiptastofnum er það óheimilt" Þetta er ofsalega rangt, um þetta gilda að mér er sagt sömu reglur og með m.a GSM, þetta er ekkert leyndó þér er hinsvegar ekki heimilt að nota þessar tíðnir nema með leifi.
13.12.2006 at 21:00 #571346Það að fólk noti vhf rásir 4X4 án þess að taka þátt í kostnaði við þá, verður sjálfsagt alltaf viðloðandi. Við búum nú við það að hafa aumingja og ræfla meðal vor, sem finnst sniðugt að stela. Aðrir eru bara svo illa gefnir að þeim finnst svona lagað í lagi, síðarnefnda hópnum er kannski hægt að bjarga en hinum ekki.
Það að meiri umferð sé á ´´beinu´´ rásunum er eðlilegt, og reyndar æskilegt að spara sem kostur er rafhlöður endurvarpana, það er lítil birta þessa dagana til að halda þeim við. En að menn viti ekki af því að þeir séu óvirkir er óeðlilegt.
Spennandi væri nú að fá álit fjarskiptanefndar á þeirri hugmynd að samtengja einhverja endurvarpa, og taka undir það eina rás, það mætti gera þetta með línutengingu eða radiosambandi, þar sem það er mögulegt. Tilgangurinn auðvita að stækka þekju einhverrar rásar.
Og úr því ég er nú farinn að blaðra um þessi málefni hér, þá langar mig að spyrja fjarskiptanefndarmenn, hvort ekki sé tímabært að uppfæra þekjumyndirnar, og fá jafnvel eina mynd sem sýnir þekju allra endurvarpana?
Kveðja SBA
13.12.2006 at 22:13 #571348Ekki má gefa upp tíðnir nema rétthafi gefi leyfi til þess. Rétthafi 4×4 tíðnanna er Ferðaklúbburinn 4×4 og er það ákvörðun stjórnar hvort má gefa upp tíðnir eða ekki.
Ég má til dæmis ekki fá uppgefnar tíðnir sem Vodafone eða Fjarski eru að nota, nema þeir gefi leyfi sitt fyrir því, þó ég sé að skipuleggja tíðnir inni í sömu tíðniböndum og þeir. Hef kannað þetta hjá Póst og fjar.
Kv – KG
13.12.2006 at 22:36 #571350Merkilegt.
Hér fyrir ekki svo löngu var umræða um VHF og þá datt mér í hug að setja inn "tíðnatöfluna" en vissi ekki hvort það mætti þannig að ég hafði samband við póst og f. og tjáði þeim sem var og úr því var mér sagt í stuttu máli það sem kemur fram hér að ofan…
13.12.2006 at 23:15 #571352Aðeins viðbót við vhf umræðuna. Við höfum rökstuddan grun um það að settar séu rásir 4×4 í stöðvar utanfélagsmanna af fyrirtækjum í fjarskiptageiranum. Án þess að menn framvísi einu né neinu til sönnunar um félagsaðild sýna. Hefur þetta verið gert í því umfangi að stjórn og fjarskiptanefnd verður að bregðast við þessu af fullri hörku. Og mun þetta svindl verða tilkynnt Póst og fjarskiptastofnun.
13.12.2006 at 23:25 #571354Við keyptum um daginn vhf stöð hjá bílanaust og létum þá einnig setja hana í bílinn og við þurftum að sýna þeim félagsskirteinið okkar til þess að fá rásirnar inn.
Kveðja Sæmi og Hrönn
13.12.2006 at 23:35 #571356Eftir það sem við höfum orðið áskynja síðustu vikurna. Legg ég eftirfarandi tillögur fram.
1 Einungis starfsmenn 4×4 fá að setja rásir 4×4 í stöðvarnar.
2 Afturkallað verði leyfi allra aðila að setja inn rásir klúbbsins
3 Öllum tíðnum 4×4 verði breyttPS gott mál Hrönn, batnandi mönnum er best að lifa
14.12.2006 at 00:18 #571358Megin tilgangur með stofnun félagsins var að stuðla að því að það menn hefðu leyfi til þess að breyta jeppum, og nota þá. Klúbburinn hefur náð frábærum árangri í þessum efnum, en þessu verkefni er engan veginn lokið. Ég held að það hafi ekki nokkrum manni dottið í hug að aðeins félagsmenn mættu njóta góðs af þessu starfi klúbbsins.
Farið var út í skálarekstur vegna þess að það varð mikill hagnaður af sýningum, ekki vegna þess að rekstur gistihúsa væri á stefnuskrá hans. Það er ekki fyrr en löngu seinna sem farið var út í rekstur fjarskiptakerfa. Þetta var gert án þess að nokkur umræða hefði farið fram innan klúbbsins, eða að menn hefðu hugsað dæmið til enda. VHF stöðvarnar eru þægilegar til þess að tala á milli bíla, þessi kostur þeirra nýtist burt séð frá því hvort endurvarpar eru til staðar. Ég efast um að þorri félagsmanna myndi taka eftir því þó rekstri endurvarpanna yrði hætt.
Þó að mjög stór hluti af veltu klúbbsins farí í VHF endurvarpanna þýðir það ekki að VHF sé aðalástæða þess að menn kjósa að ganga í klúbbinn, eða að vera í honum.
Ef rekstur skála eða endurvarpa verður það stór biti, að það dragi úr getu hans til þess að sinna sínu megin hlutverki, þá þarf einfaldlega að draga saman seglin.-Einar
14.12.2006 at 00:31 #571360ég er mjög á því að það þurfi að gera eitthvað róttækt, en þessar aðgerðir stöðva í raun eingöngu að söluaðilar vhf stöðfa setji inn rásir 4×4 í stöðvar hjá utanfélagsmönnum. þetta stöðvar ekki allar þær amatörstöðvar sem menn eru að krakka inn á 4×4 rásirnar með misjöfnum árangri og vægast sagt stundum með svo lélegum árangri að stöðvarnar eru tónandi í tíma og ótíma og þannig útiloka alla aðra frá viðkomandi rásum, og ekkert heyrist nema skruðningar.
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8598:1x61xoqa][b:1x61xoqa]hérna[/b:1x61xoqa][/url:1x61xoqa] er ein slík fyrirspurn og svar hvernig mátti fá stöðina til að gera eitthvað annað en að búa til skruðninga.
14.12.2006 at 01:03 #571362Það skiptir litlu máli hvaða upplýsingar eru settar í minni á hinum og þessum tækjum, það sem mestu máli skiptir er það hvort aðilar sem ekki hafa til þess heimild, séu að senda á rásum 4×4. Forsenda þess að hægt sá að hafa eftirlit með slíkri misnotkun, er að ganga eftir því að menn noti kallmerki. Klúbburinn (fjarskiptanefnd) þarf að marka stefnu og hugsanlega úthluta kallmerkjum. Þetta verður ennþá mikilvægara eftir að NMT kerfið verður lagt af, og SSB á 2790 kHz, verður aftur grunn kerfið til öryggisfjarskipta á hálendinu.
Það getur vel verið að tiðnir rása 4×4 hafi verið settar inn í helling af stöðvum þar sem þær ættu ekki að vera, en ég hef ekki orðið var þrengsli á rásunum. Raunar er það mín reynsla að rásirnar eru oftast steindauðar, fyrir utan eitthverjar truflanir sem stundum koma á rás 44 á Reykjavíkursvæðinu.-Einar, R-292, TF3EK
14.12.2006 at 01:07 #571364hhhhhhhhhhææææææææææææægggggggggggggggttttttttttttttttttttt, hratt, hhhhhhhhhhhhææææææææææææææggggggggggggggtttttttttttttttttt, hratt.
14.12.2006 at 07:17 #571366Já Einar, eiginlega veit maður vart hvernig maður á að svara þér. Það væri svo sem ekkert sérstaklega erfitt ef þú værir ný gengin í klúbbinn. Þá myndir ég útskýra fyrir þér út á hvað klúbburinn gengur. Fyrir hina sem sjá að þetta er ólýðandi, þá segi ég að hérna er ekki um neitt annað að ræða en hreinan þjófnaða að ræða frá klúbbnum. Og ef maður á að nota líkindamál þá er þetta svona svipað og seldar væru gisti nætur í Setrið án vitneskju skálanefndar. Svo þetta fjalla ekkert um það hversu gott eða slæmt vhf kerfið er, eða ekki.
Reyndar ef það væri svona lélegt eða einskisvert, þá sé ég ekki eftir hverju svona aðilar eru að sækjast, eða að leggjast á svona lágt plan til þess að svindla á klúbbnum.
14.12.2006 at 08:32 #571368Jón minn, ég hef ekki sagt að klúbburinn eigi ekki að fylgjast með því hvernig þær fjarskipta rásir sem honum hefur verið úthlutað, eru notaðar, og eftir því sem tilefni gefst, að hafa stjórn á því.
Sú leið að ætla að gera þetta með því að stjórna því hvað er sett í minni á hvaða tæki, er eins og þú bendir á mein gölluð, t.d. er ill mögulegt að setja undir þann leka að félagar láti setja rásir í stöðvar en gangi síðan úr klúbbnum eðalátai aðra fá stöðvarnar.Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér, það er forsenda þess að hægt sé að hafa stjórn og yfirsýn yfir notkun á VHF kerfinu, þar með endurvarpa rásunum, að þeir sem það nota segi til sín. það er viðtekin aðferð að slíkt er gert með kallmerkjum. Þetta er hliðstætt við vefsíðuna, reynslan hefur sýnt að ef hægt á að vera að taka á misnotkun, þá er ekki hægt að leyfa nafnleynd.
Annars finnst mér það athyglisvert að þeirri tilgátu minni að endurvarpsrásirnar séu sáralítið notaðar af þorra félagsmanna, hefur ekki verið mótmælt.
Þetta með þjófnaðinn finnst mér vera aukaatriði, eru þeir sem eiga breytta bíla og ferðast um hálendið, sem þeim væri ekki kleyft nema vegna starfs klúbbsins, að stela frá klúbbnum, ef þeir eru ekki félagar? Hvað með ferðaþjónustu fyrirtækin?
-Einar r-292, TF3EK
14.12.2006 at 10:10 #571370Ég er sammála Einari um að með því að taka upp kallmerki er miklu betra að fylgjast með því hverjir nota VHF kerfið. Björgunarsveitirnar eru mjög agaðar í að nota kallmerki og ég held að fáum detti í hug að nota þeirra kerfi sem ekki hafa leyfi til þess. Það eru að vísu margir utanbjörgunarsveitamenn sem eru með rásirnar sem öryggistæki en dettur ekki í hug að nota þær nema í neyð.
Ég tel að við ættum að gera átak í að menn noti kallmerki og ég hvet menn til að byrja á því sem fyrst. Kannski er best að klúbburinn úthluti kallmerki og gefi út kallmerkjaskrá til að auðveldara sé að fylgjast misnotkun á kerfinu.Kv. – KG
14.12.2006 at 10:51 #571372Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa kallmerkjaumræðu.
Hvernig á notkun á slíku að koma í veg fyrir misnotkun á rásum klúbbsins ????
Hvernig á að finna þá sem ekki nota kallmerkin og koma yfir þá lögum ?
Annars hefur stjórn þegar hafið aðgerðir til að finna þær stöðvar sem eru skráðar með rásir 4×4 án þess að eigandinn sé í klúbbnum. Við munum svo fylgja því eftir að ná til þessara aðila.
Hins vega getum við illa komið höndum yfir þá sem forrita stöðvarnar sjálfir og eru þá með smyglaðar stöðvar.
Varðandi endurvarpana þá verð ég að vera sammála Einari Kjartanssyni með þá að þeir virðast afskaplega lítið notaðir og væri mjög áhugavert ef að hægt væri að fá einhverja tölfræði yfir notkun þeirra.
En þó svo að þeir séu lítið notaðir þá tel ég engu að síður að þeir veiti okkur jeppamönnum einna mesta öryggið í fjarskiptum á hálendinu ef eitthvað kemur uppá – Allavega eins og staðan er í dag.Benni
14.12.2006 at 10:52 #571374Ég er alveg samála Einari og fleirum að við eigum að einbeita okkur að því að menn sem senda á tíðnum félagsins séu greiðandi félagar Að vera að eyða púðri í að menn séu ekki með rásirnar í stöðvum eða geti ekki hlusta er vonlaus barátta. Er það ekki bara kostur að sem flestir séu með þessar rásir í stöðvunum sínum það er bara kynning fyrir klúbbinn og eykur vægi stöðvana sem öryggistækis.
Guðmundur X 5680
14.12.2006 at 11:08 #571376Ég á 3 talstöðvar sem geta sent á VHF. Ég get forritað þær allar sjálfur, og þær eru allar löglegar.
Ef menn nota VHF tíðnir í heimildarleysi, þá er vel gerlegt að miða þá út og finna. Forsenda þessa er að félagsmenn segi til sín þegar þeir senda á rásunum. Ef menn nota kallmerki annara, þá er það sambærilegt við að falsa undirskrift á tölvupósti, það er full ástæða til þess að taka hart á slíkum fölsunum. Ég hef þó ekki trú að því að það verði vandamál. Ég held t.d. að það sé mjög lítið um að kallmerki radíó amatöra séu misnotuð, enda er hart tekið á slíku.-Einar, R-292, TF3EK
14.12.2006 at 12:37 #571378hefur nú rifist um þetta málefni [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/1334:3tyj98m3][b:3tyj98m3]áður[/b:3tyj98m3][/url:3tyj98m3]
og [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/1572:3tyj98m3][b:3tyj98m3]hérna[/b:3tyj98m3][/url:3tyj98m3] er hann að ráðleggja fólki að kaupa sér farmiða til usa á 20000 kr og kaupa sér radíóamatörstöð á 8000 og græða þvílíkt á því.
og í [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/5909:3tyj98m3][b:3tyj98m3]þessum[/b:3tyj98m3][/url:3tyj98m3] þræði gefur hann nokkuð góðar upplýsingar til manna með sjóræningjastöðvar, hvernig á að stilla þær, búa til kapla til að færa rásir á milli stöðva og fleirra.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.