This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 11 years, 9 months ago.
-
Topic
-
sælir félagar,
ég legg til að hafnar verði viðræður við Landsbjörg og ÍRA, félag íslenskara radíóamatöra um sameiningu reksturs allra VHF/UHF-kerfa á þeirra vegum og leyfa öllum félögum í þessum þremur félögum afnot af öllum endurvörpum í eigu þeirra að sjálfsögðu eftir ákveðnum reglum um umgengni.Hvers vegna? jú vegna þess að amatörar hafa góða þekkingu og reynslu af slíkum búnaði og hafa sýnt áhuga á frekari uppbyggingu..hin félögin eiga nokkuð stór kerfi og hafa allt sem þarf til að geta fljótt gert við ef eitthvað bilar og vissulega góða fjarskiptamenn innan sinna raða. Síðan ekki síst að ef einhvert meiri háttar neyðarástand skapaðist hér á landi þá væru þessir aðilar tilbúnir og kynnu að vinna saman.
Kveðja og 73
Jón Þóroddur Jónsson
alias TF3JA
4×4 félagi nr. 35
fyrrverandi félagi í HSSR
You must be logged in to reply to this topic.