Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF kaup
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Guðmundsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2005 at 13:04 #196563
Sælir,
Hvar á ég að kaupa VHF stöð á netinu og hvað þarf ég helst að passa uppá svo ég nái nú alveg örugglega 4×4 stöðunum svo þegar græjan er komin til landsins….ég sá einhverja á 15.000kall og hún var bara með 16 rásir! Er það bara eitthvað rusl? Eins og þið kannski sjáið er ég pínu ljóshærður í þessum málum.
Kv, Geirinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2005 at 20:31 #530728
Það skildi þó ekki vera nema maður reyndi að láta sjá sig líka
06.11.2005 at 20:35 #530730Það væri gaman að taka þátt, en væri ekki hægt að hafa þetta í fjarkennslu svo maður geti verið með ?
06.11.2005 at 22:02 #530732Hvernig fer fjarkennsla framm? er það ekki bara að senda gögnin til nemenda og beina vefmyndavél að kennaranum í tímum. Annars líst mér vel á þetta bara að æsa fleiri til að taka þátt og þá ætti þetta að ganga.
06.11.2005 at 23:39 #530734Kannski maður láti sjá sig ef maður fær diploma. Ég er að spugulera að hafa það við hliðina á "drottin blessi heimilið skiltinu" í ganginum eða á skrifstofunni við hliðina á byssuleyfinu. Skildi það vera undirritað af samgönguráðherra, allavega ef það er ekki undirritað af ráðherra þá hugsa ég það fari bara við hliðina á byssuleyfinu.
kv guðmundur
07.11.2005 at 08:42 #530736Einar ég stillti mína stöð á 12,5 khz. Kanntu að útskýra afhverju rásir 49, 50,53,54 munu ekki finnast í scanni ef að stillt er á 25 khz.
Kv Runar Sv.
07.11.2005 at 09:12 #530738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig langar til að leiðrétta misskilning !
Þegar þú hefur amatör réttindindi máttu bara nota stöðina á tíðnisviðum ætlað amatörum
Það þíðir að amatör stöð er kolólögleg á 4X4 tíðnum
og verður alltaf.
En ef þú ert með amatör réttindi mátt þú vera á stuttbylgju, VHF og UHF, en stuttbylgjan er ekki ólikt og gamla gufunes sem dæmi
Og stöðin nær landshluta og heimshluta á milli án endurvarpa.
Þú gætir þurft að biðja amatör í Frakklandi að hringja fyrir þig til ísland til að fá hjalp því þú getur talað við hann eins og bill við hliðiná þér, þú færð líka leyfi til að nota endurvarpa amatörfélagsins og gervitungl sem sveima hérna yfir án endurgjalds 😉73
Jonjon
07.11.2005 at 09:14 #530740Þegar stöðin leitar, þá prufar hún tíðnir sem eru heilt margfeldi af Channel step. Umræddar rásir nota tíðnir sem eru ekki heilt margeldi af 25 kHz, en þær eru á tíðnum sem eru heilt margeldi af 12.5 kHz. Sama gildi þegar tíðnir eru valdar handvirkt, einungis er hægt að velja heil margfeldi af Chanel Step.
Dæmi: 145,0375 MHz (eða 145037,5 kHz) er heilt margfeldi af 12.5 kHz end ekki 25 kHz.
Hægt er að stilla Channel Step á eitthvert þessar gilda:
5/10/12,5/15/20/25/50/100 kHz.Því er ekki hægt að ná nákvæmlega tíðnunum sen notaðr eru í PMR446, þar sem notaðar eru tíðnir sem eru oddatölu margfeldi at 6,25 kHz, td. 446006,25 kHz. Það næsta sem hægt er að komast er 446005 kHz. Þarna munar 1250 Hz. Sennilega kemur sá munur ekki að sök því að 446005 kHz er vel inni á því sviði sem stöðin notar.
-Einar
07.11.2005 at 10:11 #530742það er vel hægt að nota dualband yaesu stöðvarnar með PMR446 stöðvunum eina sem er til leiðinda er að þær koma ekki alltaf á sama stað í scanni en það er hægt að leysa með því að vera með hverja rás tvisvar í minninu með tíðninni sem er ofan og neðan við rauntíðnina og kalla þær til dæmis PMR1a og PMR1b.
Ég skal líka reyna að skíra channel step: Þegar þú snýrð takkanum með 25khz stepi hoppar tíðnin alltaf um 25khz í hverju palli ef 25 gengur ekki upp í þeirri tíðni sem þér vantar hittir þú aldrei á hana.
kv guðmundur
07.11.2005 at 12:30 #530744Get ég fengið nokkuð hlutlaust matt á
vhf icom f210 og yasu ft 2800 – ft 4204
hvor væri betri í notgunn + ?jónustu og
mæli með (eða mæli þið með öðrum )
kv. mhn
07.11.2005 at 12:30 #530746Get ég fengið nokkuð hlutlaust matt á
vhf icom f210 og yasu ft 2800 – ft 4204
hvor væri betri í notgunn + ?jónustu og
mæli með (eða mæli þið með öðrum )
kv. mhn
07.11.2005 at 12:53 #530748Icom og yaesu eru hvort tveggja topp merki í talsöðvum, en þessar stöðvar eru varla sambærilegar. Icom IC-F210 er UHF stöð meðan Yaesu FT-2800M er amatör VHF stöð en Yaesu VX4204 er VHF leyfisstoöð. Það er ekkert einfalt svar við því hvor sé betri, það fer m.a. eftir notendanum. Ef þú lest þennan þráð, þá er þar slatti af upplýsingum um smanburð á Amatör og leyfisstöðvum.
Ef ég væri að kaupa leyfisstöð, þá myndi ég persónulega vélja ódyrustu stöðina (yaesu vx2000), ef ég væri á höttunum eftir fítusum og svegjanleika, þá myndi ég taka Amatör stöð.
-Einar
07.11.2005 at 15:07 #530750Nú þekki ég ekki reglurnar enda ekki búinn að fara að læra um það en það stendur til bóta. En amatör sem er líka meðlimur í 4×4 hlýtur að meiga nota stöðina sína á 4×4 tíðnum. eða þarf hann að eiga 2 stöðvar til að geta hvortveggja??
07.11.2005 at 15:20 #530752
07.11.2005 at 15:22 #530754Eins og ég skil [url=http://reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/538c26748c8e2a9d00256a07003476bd/1ea0d9e306469e1200256a080031d052?OpenDocument:1qqyeyi1]reglurnar[/url:1qqyeyi1], þá má aðeins nota stoðvar sem eru sérstaklega samþykktar til slíks, á því tíðnisviði sem 4×4 rásirnar eru.
[url=http://reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/90e3bc775ea6674000256e84005d67cb?OpenDocument:1qqyeyi1]Amatörar hafa leyfi[/url:1qqyeyi1] til þess að senda á tilteknum tíðnisviðum sem eru talinn upp í reglugerðinni. Þeirra búnaður þarf ekki að vera sérstaklega samþykktur, enda hafa amatörar leyfi til þess að smíða og breyta sínum tækjum, svona svipað og vitleysingjarnir sem eru breyta bílum sem koma annars fullkomnir frá verksmiðju.
-Einar
07.11.2005 at 15:36 #530756Þegar flestar amature stöðvar koma frá verksmiðju geta þær ekki sent út á 4×4 tíðnum. Hins vegar eru þær í flestum tilfellum ‘íslenskaðar’ eins og það er kallað, en það er gert með því að taka úr þeim eins og eitt viðnám og eina díóðu. Eða þannig var það allavega í minni stöð. Þá fyrst getur maður sent út á þessum tíðnum.
En málið er að oftar en ekki er alveg sama rás í amature og commercial stöðvum, bara mismunadi boddý og forrit. Og svo eru loftnetin auðvitað tjúnnuð mismunandi.73
Baldur
07.11.2005 at 23:04 #530758Það hefur verið ansi fróðlegt að lesa það sem komið hefur fram hér. Væri ekki upplagt að fá skrifað meira um fjarskiptamálin í Setrið. Annars er hér linkur fyrir þá sem hafa áhuga á að vita "howstuffworks" http://electronics.howstuffworks.com/se … =vhf&fr=ch
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.