Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF kaup
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Guðmundsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2005 at 13:04 #196563
Sælir,
Hvar á ég að kaupa VHF stöð á netinu og hvað þarf ég helst að passa uppá svo ég nái nú alveg örugglega 4×4 stöðunum svo þegar græjan er komin til landsins….ég sá einhverja á 15.000kall og hún var bara með 16 rásir! Er það bara eitthvað rusl? Eins og þið kannski sjáið er ég pínu ljóshærður í þessum málum.
Kv, Geirinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.11.2005 at 13:35 #530688
Þetta er eintóm steypa, enda eru ésú FT-2800 og VX-2000 stöðvarnar hja Bílanausti á nánast sama verði. Sama tækið verður ekkert betra við að borga okurálagninguna í Bílanausti. Það er enginn verðmunur frá framleiðenda á leyfisstöðvum og sambærilegum amatörstöðvum.
-Einar
04.11.2005 at 19:35 #530690sko þessar stöðvar eru bannaðar nema í höndunum á amatörum. ekkert með að hlusta eða ekki. minsta leifið hjá amatörum er svo kallað N leifi og er það í rauninni hlustunarleifi. Þetta er ekkert flókið námskeið fyrir sniðuga stráka. Þótt að margir komist hreinlega ekki neitt í gegnum þetta.
En þetta með skruðningana þá er það sennilega bara vitlaus sítónn, það er mjög auðvelt að rugla óvart í sítóninum eða stökkinu á milli sendingar og móttöku. Þannig að þegar menn eru með svona opnar stöðvar þá er ekkert ólíklegt að þær séu að minda skruðninga og leiðindi útaf þessum ástæðum. En stöðin sjálf sem þú ert að kaupa af kenwood eða Yaesu eru með miklu hærri staðla heldur en þessar stöðvar sem eru yfir leitt í bílum hérna heima. þær eru flestar með svokallaða commersial staðla á meðan að amatörinn er flestir með mil-*** staðla s.s. millitary stuðla.
Svo er annað með amatör stöðvarnar þær eru hannaðar fyrir víðara tíðnisvið og er þessvegna oftast seld loftnet fyrir það tíðnisvið með stöðinni.
Siggi Harðar og Aukaraf og þeir allir eru sennilega með sömu eða sambærileg loftnet nema að þeir eru að klippa af þeim fyrir 4×4 tíðnisviðið þannig að loftnetnið er á hámarks nítni á akkúrat okkar sviði. Þar getur líka verið ein ástæða í viðbót fyrir lélegu sambandi eða skruðningum.
Svo eru líka til amatör stöðvar sem geta bara sent út á 80w þær stöðvar er BANNAÐ að nota á tíðnisviði 4×4. Hreinlega útafþví að sá búnaður sem er í notkun hérna miðast bara við 25w sem er hámarks leifilegi sendistirkur í bílstöð hérna heima.Ef við tökum rás 45 sem dæmi. hún sendir bara út á 5w og er bannað að senda út á meiri orku heldur en það. Þið getið ímyndað ykkur hvað það er gaman að hlusta á einhvern fávita sem er fyrir norðan langjökul og er að senda út á 80 w. og geta ekki talað á milli bíla bara útaf því að hann er fíbl. Og svo veit ég ekki hvernig endurvarparnir eru nákvæmlega hannaðir. Ég veit ekki hvernig þeir bregðast við því að fá þennan stirk inná sig. Eða hvað þeir gera ef þeir fá sítón sem er 20mhz fyrir ofan eða neðan 4×4 tíðnina.
ég nennir eiginlega ekki að skrifa mikið meira. En það eru til ótal aðrar ástæður. T.d. tetra kerfið. og fleira.
05.11.2005 at 00:11 #530692Ég verð aðeins að leiðrétta þessa vitleysu sem er í gangi hérna um öfugu rásirnar.
Ástæðan fyrir öfugu rásunum er að endurvarpi sem er ekki hástefnuvirkur og með mismunandi pólun á móttöku og sendingu getur ekki tekið á móti og sent á sömu tíðni. Hann verður að taka við á einni tíðni og senda á annarri. Annars væri hann að fæða merkið sem hann sendir út beint inn á móttakararásina og þannig myndi hann bara fara í sjálfsveiflu og klára rafhlöðurnar á skammri stundu.Sumsé, endurvarparásirnar eru með eina tíðni sem endurvarpinn tekur á móti og aðra tíðni sem allar stöðvarnar taka á móti.
05.11.2005 at 05:41 #530694Mér sýnist misskilningurinn liggja í því að menn rugli saman minnisrásum og tíðnum. Þegar menn stilla stöðina sína á rás 44, þá eru þeir að velja tvær tíðnir, eina til þess að senda á og aðra til þess að hlusta. Sama gildir um rás 46, nema þar er líka valinn sítónn. Á amatör stöðvum er hægt að ýta á einn takka til þess að víxla sendi- og móttökutínðnum á endurrvarpsrásum. Þar sem leyfisstöðvarnar eru ekki með þennan fítus, þá hefur einhverjum fundist sniðugt að nota aðra minnisrás (88) til þess að líkja eftir virkni takkans sem víxlar tíðnunum. Þetta er ekki nauðsynlegt, ég hef t.d. enn sem komið er aldrei séð ástæðu til þess að nota þennan fítus.
Gallinn við rás 88, er að ef hún er með í skanni, þá eru um það bil 50/50 líkur að stöðinn stoppi á 88 í stað 44. Þegar það gerist, þá hlusta menn ekki á endurvarpann, heldur sjálfar stövarnar og heyra bara í þeim aðila samtals sem er næst þeimSem sagt, rásir og tíðnir eru sitthvor hluturinn, t.d. notar rás 44 tvær tíðnir meðan rásir 47 og 51 eru á sömu tíðninni, en með mismunandi sítóna.
-Einar
05.11.2005 at 12:57 #530696þetta á ég bágt með að skilja. Þú Heyrir aldrei neyt í talstöð sem sendir út vitlausan sítón eða kóða vegna þess einfaldlega að stöðin þín opnar ekki squelsinn nema hún fái réttan sítón eða kóða. (nema þín stöð sé biluð). ef þú ert að hlusta á tónsquelsaða rás án tónsquels heyrir þú allavega ekki tómin því hann er lagt fyrir neðan heyranleg tósvið sé stöðin að senda út tvo tóna sem resona saman heyrist suð en ekki skruðningar. Ég er náttútlega ekki radíó amatör og æti kannski að halda kjafti um hluti sem ég hef ekki vit á en gaman væri að fá nánari skíringar á þessu.
kv guðmundur
05.11.2005 at 14:16 #530698sítónn er ekki eins fullkominn og menn vilja meina. Allavegana er hægt með einni skipun að láta amatör stöðvarnar skanna í gegnum tíðnisviðið og stoppa þegar hún fær merki. Þá skannaru inn sítóninn. en Þar getur þú hreinlega skannað inn vitlausann sítón. Hef ég t.d. séð fleiri en eina sítóna fyrir einhverjar af 4×4 rásunum. Ég virðist ekki finna neitt af þessum blöðum akkúrat núna svo ég get ekki gefið ykkur dæmi.
S.s. eru menn að láta ganga sín á milli vitlausa sítóna sem veldur því að þeir verða kanski stundum bjagaðir og svo kanski bara fínir þegar þeir eru nálægt. Svo geta myndast speglanir og fullt af öðrum bjögunum sem að umhverfið myndar.
En þetta eru miklu dípri pælingar heldur en ég hef nennt að leggja mig útí.
Amatörinn er skemmtilegur en ég er sjálfur að pæla í að fá mér venjulega stöð í bílinn svo ég geti verið með eina stöð sem er pottþétt. þá get ég líka breitt hinni stöðinni í endurvarpa þegar á þarf að halda án þess að þurfa að vera með einhverja handstöðvar druslu
05.11.2005 at 15:03 #530700Tilvitnun ?? [i:1kc63rhe]S.s.eru menn að láta ganga sín á milli vitlausa sítóna sem veldur því að þeir verða kanski stundum bjagaðir og svo kanski bara fínir þegar þeir eru nálægt.[/i:1kc63rhe]??
kv guðmundur
05.11.2005 at 15:18 #530702Ég fékk loksins útskýrt þetta endurvarpamál af manni sem gat útskýrt það á mannamáli, annað en útskýringar sem ég hef fengið hingað til. Um leið og maður fer að hugsa þetta sem tíðnir ekki rásir þá kemur þetta mun betur í ljós og er ekki eins flókið. En ef endurvarparásir eru rétt notaðar af öllum og í lágmarki þá er 88 nánast óþörf.
05.11.2005 at 16:26 #530704sítónninn er í rauninni bara undirtíðni s.s. tíðni innan í tíðninni. Það er hægt að opna fyrir rásirnar á venjulegri stöð þótt að þú sért ekki með réttan sítón. Og þessvegna ef þú ert með vitlausan tón, er ekkert ólíklegt að það geti heirst fínnt í þér nálægt eða langt í burtu, og svo breitist aðstæður þegar þú ert kominn svoldið frá. (myndast speglun af mishæð eða eithvað annað) og þá gæti sítónninn breist og komið út í truflunum.
Það er sennilega best að þú talir við einhverja aðra en mig um þetta, Eða þú getur bara farið á námskeiðið. Þetta er kvöldnámskeið stendur yfir í einhverjar 2-3 vikur. Þetta er ekkert háskólanám, þótt að mörgum fynnist þetta strembið.
ég fór á þetta námskeið fyrir nokkrum árum og tók það ekki nógu alvarlega. Ég hef svo nánast ekkert gert til að halda þessu við síðan.Ég skil þetta í basic og get reddað mér áfram, en svo er auðvitað annað mál að skíra þetta út fyrir öðrum svo að þeir skilji um hvað þetta sníst.
svo er líka annað. Í rauninni er engin ástæða fyrir ykkur sem ekki eruð með amatör leifi að vita hvað sítónn eða tíðni er. Þið eigið bara að vera með stöð í höndunum sem er stillt af fagmönnum og virkar.
Kveðja Bazzi
05.11.2005 at 19:15 #530706og þú átt ekki að vera að fikta í bílnum sem er framleiddur á 29" hann kemur svona frá framleiðanda
05.11.2005 at 23:11 #530708"svo er líka annað. Í rauninni er engin ástæða fyrir ykkur sem ekki eruð með amatör leifi að vita hvað sítónn eða tíðni er. Þið eigið bara að vera með stöð í höndunum sem er stillt af fagmönnum og virkar."
Ef að þetta væri viðhorfið hjá öllum þá væru mun færri radíoamatörar á klakanum en eru og myndi ekki fjölga. Á einhverskonar forvitni verða menn að fá áhugann og sítónar og tíðnir er auðveld leið til þess.
P.s
Heyrði að það yrði jafnvel námskeið hjá ÍRA í janúar. Ég mæti pottþétt.
06.11.2005 at 02:38 #530710er sennilega alveg eins og með jeppasportið ef enginn fiktar þá er ekkert gaman af þessu.
Og fikt er í rauninni það sem að amatörinn gengur útá.Ég asnaðist til að svara þessu hérna ofalega og fór svo að hugsa eftir á að ég sem amatör mætti eiginlega ekki hvetja menn til að flytja inn og nota stöðvarnar án leifis. En auðvitað á maður ekki að skammast í ykkur og reyna að draga þorið úr ykkur, það er auðvitað miklu frekar að sparka í rassinn á tollinum og póst og fjarskiftaráði. Því það eru auðvitað þeir sem eru ekki að vinna vinnuna sína. En auðvitað getur maður ekki gert það, vegna þess að þá herðis alveg jafnt að okkur amatörunum og ykkur.
En ef þið hafið einhvern áhuga á þessu þá er endilega að kíkja á IRA.is þeir eru líka með opið hús á fimmtudögum sem ég held að allir séu velkomnir á.
06.11.2005 at 08:18 #530712Ég held að algeng skíring á lélegri virkni amatör stöðva sé að menn séu með vitlausa stillingu á bili milli rása (channel step). Sjálfgefið gilid á ésú stöðvum sem seldar eru í USA er 5 khz. Til þess að hægt sé að stilla 4×4 rásirnar rétt inn, þarf þetta að vera stillt á 12,5 khz. Ef annað gildi er notað þá ná menn ekki að stilla á réttu tíðnina, og hætt við því að ef menn nota leit til þess að finna tíðnir, að þeir lendi a.m.k 2.5 khz frá réttu tíðninni. Slíkt getur hæglega valdið "skruðningum og látum" í samskiptum.
Ég get ekki séð hvernig rangt gildi á sítón getur valdið truflun, það myndi enfaldlega valda því að ekkert heyrist.
Amatör stöðvar henta ekki öllum, þeir sem ekki hafa áhuga á að setja sig inn í svona hluti, og að fikta í þeim, eru betur settir með leyfisstöðvar þar sem "fagmenn" sjá um hlutina.
Og það stangast á við lög og reglugerðir að nota amatör stöðvar á rásum 4×4, hvort sem menn eru með amatör leyfi eða ekki. [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/90e3bc775ea6674000256e84005d67cb?OpenDocument:25uodf45]REGLUGERÐ um starfsemi radíóáhugamanna er hér[/url:25uodf45]
Sá kostur sem væri mér mest að skapi væri að jeppamenn fengju sér amatör leyfi, þá gætu menn löglega notað amator tíðnir (t.d. 144-146 MHz) til samskipta. Þar með myndu opnast margvíslegir möguleikar sem nú eru ekki til staðar, t.d. til þess að senda GPS staðsetningar með sjálfvirkum hætti milli bíla.
-Einar
06.11.2005 at 09:03 #530714Einar í minni stöð er þetta stillt á 25 khz. viltu meina að það sé vitlaust og virki ekki rétt.
Kv Runar Sv
06.11.2005 at 10:32 #530716Ég held að maður hefði gott af því að fræðast meira um fjarskifti. og jafnvel að taka svokallað N-leyfi það er hægt að fræðast um það hér:
http://www.ira.is/amatorradioleyfi.html
Veit einhver hvort það stendur til að halda námskeið fyrir það? Og hversu mikið það námskeið er, maður er alltaf í basli að finna tíma.
06.11.2005 at 10:48 #530718Ef Channel step er stillt á 25 kHz, er hægt að ná öllum rásum 4×4 nema 49,50,53 og 54. Hef reyndar séð að rásir 55 og 56 hafi bæst við, ég hef engar upplýsingar um þær. Það skiptir ekki máli ef þessari stillingu er breytt eftir að rásin er sett inn í minni.
-Einar
06.11.2005 at 11:12 #530720Chanel step á bara við um tíðnibandið á stöðinni ekki minnisbandið þannig að ef það stendur rétt tíðni á skjánum er hún rétt eða þ.e.a.s chanel step er bara þrepin sem stöðin skannar tíðnibandið á og ef handstillt er á tíðni. 12,5khz skönnun [b:3bi3losg]tryggir ekki[/b:3bi3losg] að stöðin stoppi á réttri tíðni það eikur bara líkurnar á því. Lélegar vhf stöðvar geta sent út mjög mengað og koma þá inn í skönnun bara einhverstaðar á því bili. Hitastig og allur fjandinn getur síðan hreyft til bandið á vönduðum stöðvum Tíðnin sem ákveðinni rás er valin er í raun bara óskgildi. oft er hægt að laga mótöku og eða sendiskilyrði með því að vera ekki alveg á óskgildinu.
kv guðmundur.
06.11.2005 at 15:21 #530722Hvernig væri að safnast saman 4×4 félagar og fá IRA til að halda námskeið fyrir N-leyfi. Ég er viss um að ef við geturm safnað 15-20 manns þá eru þeir tilbúnir til að hjálpa okkur. Við höfum gott af að læra svolítið meira. þetta mundi líklega hafast á nokkrum kvöldum eftir því sém ég hef heyrt.
06.11.2005 at 19:32 #530724ég mæti pottþétt
fleirri?
06.11.2005 at 20:24 #530726Já ég er til
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.