Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF kaup
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Guðmundsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2005 at 13:04 #196563
Sælir,
Hvar á ég að kaupa VHF stöð á netinu og hvað þarf ég helst að passa uppá svo ég nái nú alveg örugglega 4×4 stöðunum svo þegar græjan er komin til landsins….ég sá einhverja á 15.000kall og hún var bara með 16 rásir! Er það bara eitthvað rusl? Eins og þið kannski sjáið er ég pínu ljóshærður í þessum málum.
Kv, Geirinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2005 at 00:58 #530648
Ásgeir ef þú kaupir þetta bætu 35$ við og taktu kapal og hugbúnað fyrir pc með Það aðveldar mjög vinnunna við að forrita stöðina og svo er agalegt ef uppsetningin skemmist að eiga ekki backupp
kv guðmundur
03.11.2005 at 01:30 #530650ég er ekki að finna þennan kapal eða einhvern hugbúnað fyrir þessa stöð [url=http://www.hamradio.co.uk/acatalog/Mobile.html:ptxzdbzu]Hérna[/url:ptxzdbzu]
kv, Ásgeir
03.11.2005 at 01:42 #530652það er ekki hægt að tengja þessa við tölvna…það er bara FT-7800 og uppúr sem hægt er að tengja við tölvu.
03.11.2005 at 08:16 #530654þetta er sama stöðin og ég flutti inn um daginn. kíktu á mig þá geturu skoðað hana
03.11.2005 at 08:42 #530656Það er mjög einfalt að búa til kapal sem hægt er að nota til afrita minni ur einni stöð yfir í aðra, sja bls 48 í handbókinni. Ég held að þetta eigi við um allar amatör stöðvar frá yaesu. Flestar, en þó ekki allar, eru líka tengjanlegar viö tölvu.
-Einar
03.11.2005 at 08:58 #530658þessi stöð er að sjálfsögðu forritanleg með pc[url=http://www.rtsars.com/yaesu_Template.cfm?yaesupage=ADMS2J:2s7gbqnw]hér er linkur[/url:2s7gbqnw] beint á rtsystems sem framleiðir þetta ekki spara þér þetta þó svo að hægt sé að clona og mixa kapla þá er þetta bar alt annað tæki ef þú át þetta og gétur skrifað í hana sjálfur.(kostar 5100kr með shopusa)
kv guðmundur
03.11.2005 at 09:35 #530660Hef ekk fengið mér VHF ennþá. Það sem mér finnst sniðugast við þessar tvær yaesu sem rsh selur er að hátalarinn er framan á stöðinni. Hvernig heyrist í þessari 2800 stöð ef hún er felld inn í mælaborðið? Eða er nauðsynlegt að vera með external speaker á henni?
-haffi
03.11.2005 at 09:40 #530662ef þú fellir hana ínn í mælaborð ? svar já
kv guðmundur
03.11.2005 at 11:37 #530664jæja ég er búinn að panta etta….15000kjell ft-2800 og pc kapall, sparaði mér vonandi einhverja þúsundkalla á þessu…:D
Takk fyrir þetta strákar….býð ykkur uppá öl í næstu ferð sem við förum í …. Guinnes fyrir Einar 😀
kv, Ásgeir
03.11.2005 at 11:49 #530666Ef þú lætur senda þér þetta beint, ætli það bætist þá ekki eitthvað ofan á þetta, vörugjald og vsk?
-haffi
03.11.2005 at 12:03 #530668Væntanlega verð ég að borga ríkinu eitthvað en þessi kostnaður fer aldrei uppí 40þús eins og sambærileg stöð kostar hér á landi.
Það sem mér finnst verst við 30þús stöðina hjá RSH er að það er ekkert ljós á stöðinni….það getur varla verið spennandi að þurfa að kveikja ljósið og fikta í stöðinni og þá BÚMMM jeppinn ónýtur…annað eins hefur nú gerst!
03.11.2005 at 12:17 #530670Ef eitthvað er að marka [url=http://www.rsh.is/toppur.php?val=4&sid=64&sida=1&vara=1204:3hia8qdg]vefsíðu rsh.is[/url:3hia8qdg], þá fæst þessi stöð þar, kostar 36 þúsnd. Verðið í USA er tæplega [url=http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/2800.html:3hia8qdg]10 þúsund. krónur[/url:3hia8qdg]. Eru eitthver gjöld af þessu, önnur en 24.5% VSK?
-Einar
03.11.2005 at 13:44 #530672Ef einhver leið er að lesa úr [url=http://www.tollur.is/upload/files/85_kafli%283%29.pdf:1rmb6epy]þessu[/url:1rmb6epy] þá virðast VHF tækin falla undir 8527.9002 sem ber 0% toll, versta tilfelli er 7.5% – sem er náttúrulega sáralítið.
Þ.a. 15.000 + flutningur er sennilega nærri 20þ + tollur (7.5%?) + vaskur (24.5%) + umsýsl flytjanda (2þús?) sem leggur sig út á nærri 29 þús.
Þá er bara spurning um f4x4 afsláttinn hversu langt er þarna a milli … en Geiri er náttúrulega að fá PC kapal með – sem er eitt af þessu dóti sem fær oft á sig fáranlegan verðmiða í hillum búða
Siggi
03.11.2005 at 13:50 #530674Það er kannski búið að svara þessu ofar – en ég nenni ekki að lesa allan þráðinn…
Þarf ekki Amateur leyfi til að fá að flytja svona stöð inn ?
Benni
03.11.2005 at 13:53 #530676Alveg sammála síðasta ræðumanni Radioraf er með topp þjónustu og eftir að Siggi Harðar var keyptur(fyrirtækið) þá hefur allt versnað til muna fæ ekki lengur það sem mig vantar hja RSH, en þeir bjóðast til að sérpanta með tilheyrandi kostnaði, en það er önnur saga hjá Radíoraf. Keypti sjálfur hjá þeim Kenwood og lýkar mjög vel við hanaékki spillir þjónustan fyrir. Með félagakveðju.
Örn
03.11.2005 at 23:33 #530678Ég flutti svona stöð inn um daginn (ft-2800)
ég er amateur. og má flytja hana inn hún var hingað komin 23500 hún kostaði einhvern 12-13000 úti í Bretlandi.Eitt sem þú verður að átta þig á. Er að þessi stöð er ólögleg í höndunum á þér. Og getur verið hættuleg í höndunum á þér ef þú áttar þig ekki á því hvað þú ert að gera og hvað þú getur skemmt fyrir öðrum.
En á meðan fávitarnir í tollinum sem eiga ekki að afhenda þér hana nema að þú sýnir amateur skírteinið, vinna ekki sína vinnu, og skoða bara hvort hún sé CE merkt. Þá getur enginn stoppað það að þú flytjir hana inn og notir hana.
Þetta með forritunar kapalinn þá er hann varla þess virði, þú þarft að læra á stöðina og er það ágætis námskeið að fikta sig í gegnum það að forrita hana í rólegheitunum.
04.11.2005 at 02:14 #530680Það er nú ekki meiningin að skemma neitt fyrir neinum….ég þekki núna allavega 4 sem eiga svona stöð og þú ert sá eini sem er með amatör skírteini….ég býst passlega við því að ég láti þá kenna mér á græjuna áður en lengra er haldið. Svo gæti vel verið að maður nái sér bara í eitt amatör skírteini…sækir maður bara ekki um hjá fjarskiptastofnun og fær það svo sent heim viku seinna 😀 … nei ég segi svona…er þetta próf erfitt bazzi?
kv, Ásgeir
04.11.2005 at 07:22 #530682Ef ég skil reglurnar rétt, þá þarf Amatör leyfi til þess að senda með svona stöð. Ég held að það skipti ekki máli hver á stöðina. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að það þurfi leyfi til þess að nota stöðina til þess að hlusta. Amatör leyfin tengjast einstaklingum, sem er treyst til þess að þekkja reglurnar, og að fara eftir þeim.
Stöðvar eins menn hafa verið að kaupa hjá Sigga Harðar eru háðar leyfi sem er bundið við stöðina. Þær stöðvar eiga að vera "idiot proof" þannig að venjulegir aular geti ekki valdið skaða með mistnotkun þeirra. Þess vegna er eigandanum ekki treyst til þess að setja rásir inn í minni stöðvarinnar. Hver sem er má nota slíkar stöðvar, ef stöðin er á annað borð löglega skráð.
Radío Amatörar hafa leyfi til þess að smíða og breyta sínum tækjum og þeir meiga senda með allt að 500 watta afli á VHF bandinu, meðan skráðar leyfisstöðvar meiga ekki hafa meira sendiafl en 25 wött.
Í flstum tilfellum eru amatör stoðvar og leyfisstöðvar búnar til af sömu framleiðendum og sítónar og þess háttar vinnur á sama hátt, munurinn liggur einfaldlega í því að amatörar hafa leyfi til þess að stilla sínar stöðvar sjálfir.
-Einar
04.11.2005 at 09:09 #530684Getur verið líshætilegur ef þið sjáið svonleiðis nörd á ferðinni með stóran hamar í hendini er ekkert annað eð gera en að forða sér á hlaupum.
(Ég er að minsta kosti hræddari við hamarin hans Ásgeirs en talstöðina)
kv guðmundur
04.11.2005 at 13:25 #530686Mín reynsla af amatör (smygluðum) VHF stöðvum er sú að þetta eru lakari tæki og viðloðandi við þær vesen, hávaði og skruðningar. Maður heyrir yfirleitt undir eins hvort viðkomandi er með tæra venjulega stöð eða amatör stöð með skruðningum og látum.
Það er bara alltaf sama málið, þú færð það sem þú borgar fyrir! Þess vegna eru amatör stöðvarnar úti miklu ódýrari, þær eru ekki eins vandaðar og þessar sem þú færð hér löglega heima.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.