Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF kaup
This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Guðmundsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2005 at 13:04 #196563
Sælir,
Hvar á ég að kaupa VHF stöð á netinu og hvað þarf ég helst að passa uppá svo ég nái nú alveg örugglega 4×4 stöðunum svo þegar græjan er komin til landsins….ég sá einhverja á 15.000kall og hún var bara með 16 rásir! Er það bara eitthvað rusl? Eins og þið kannski sjáið er ég pínu ljóshærður í þessum málum.
Kv, Geirinn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2005 at 13:58 #530608
1. 16 rása VHF stöð er of lítil að mínu mati.
2. Ég myndi kaupa nýja VHF stöð hjá RSH.is með 4X4 afslætti. Það er allt of mikið vesen að flytja þetta inn sjálfur og ef stöðin er ekki með CE-merkingu og þú með tilskilin leyfi þá verður stöðin gerð upptæk og þú situr uppi með allan kostnaðinn.
Það er lang best að kaupa þetta löglega hér heima þó svo að það kosti aðeins meira.
01.11.2005 at 14:10 #530610Ef þú ert ekki talstöðvanörd, radíoamatör eða með einhverjar sérþarfir þá er best að kaupa stöðina hérna heima og sleppa veseninu. Yaesu VX2000 hefur glatt marga jeppamenn hérna heima og gerir enn.
01.11.2005 at 15:07 #530612Ef maður kaupir hlut frá Bretlandi eða annarsstaðar í EU, kemur hann þá með CE merkingu sem tryggir að hann renni í gegnum tollinn?
-Einar
01.11.2005 at 19:16 #530614Ásgeir,
mundu bara að kaupa stöð sem er með ljós í tökkunum (VX2000 eða VX2500 eru ekki með ljósi í tökkum), frekar pirrandi að vera að þreifa í myrkrinu ….
kv
Aggi
01.11.2005 at 22:02 #530616Það gleymist líka að hátæni í ármúlanum selur motorola stöð og er hún einhverjum krónum ódyrari en yeasu stöðin hjá RSH
01.11.2005 at 23:06 #530618
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Færðu hja Radíóraf, ég myndi hugsa um þjónustuna á bakvið söluaðilann, RSH er bílanaust í dag svo við erum að tala um sjoppu, Ég fékk mér Kenwood bara snild, verðið er sambærilegt, topp þjónusta.
K.V.siggi g
02.11.2005 at 21:49 #530620ég á nú ekki stöð en mér var boðin 16 rása stöð fyrir lítið, og var að spá hvort að menn þurfi eða hafi virkilega eitthvað við meira að gera?
02.11.2005 at 22:00 #530622Ætli sé ekki best að þú metir það sjálfur (tekið af síðu RSH) !
—————————————-
…..Björgunarsveitir……
Rás 1 Endurvarpar
Rás 2 Endurvarpar
Rás 3 Endurvarpar
Rás 4 Endurvarpar
Rás 5 Sameiginleg við opinbera aðila
Rás 6 Vinnurás björgunarsveita
Rás 7 Vinnurás björgunarsveita
Rás 8 Vinnurás björgunarsveita
Rás 9 Endurvarpsrás
Rás 10 Sjóbjörgun
Rás 16 Neyðarrás
……Ferðaþjónusta og ferðafélög……
Rás 30 Félag Húsbílaeigenda
Rás 31 Félag Húsbílaeigenda
Rás 32 Félag Húsbílaeigenda ( Verður síðar ).
Rás 35 Flakkarar (Félag Húsbílaeigenda)
Rás 36 Húsvagnafélag Íslands. (Verður síðar )
Rás 40 LÍV Landsamband Vélsleðamanna
Rás 41 Útivist, ferðafélagið ( Einkarás )
Rás 42 Endurvarpi………………..Rás 84 Öfug 42
Rás 43 Ferðafélag Íslands ( Einkarás )
Rás 44 4×4 endurvarpar…………Rás 88 Öfug 44
Rás 45 Almenn rás Ísl. ( Veiðimannarásin )
Rás 46 4×4 endurvarpar…………Rás 86 Öfug 46
Rás 47 4×4 bein rás
Rás 48 4×4 bein rás
Rás 49 4×4 bein rás
Rás 50 4×4 bein rás
Rás 51 4×4 bein rás Vestfirðir
Rás 52 4×4 bein rás Norðurland
Rás 53 4×4 bein rás Austurland
Rás 54 4×4 bein rás Suðurland
Rás 55 4×4 bein rás Borgafj.eystri og hérað
Rás 56 4×4 bein rás Vesturlandsdeild Akranesi
Rás 59 Allrahanda Jepparás
Rás 60 Addís
Rás 61 Geysir
Rás 62 Langjökull
Rás 63 Fjallajeppar
Rás 64 Bátafólkið
Rás 65 Snæland
Rás 66 Fjallabak ehf
Rás 67 Velferðir ehf
Rás 68 Touris
Rás 69 ICECOOL
Rás 70 Ferðaþjónusta Þ.I.Þ.
Rás 81 Mountain Taxi
Rás 82
Rás 83
Rás 84 Öfugur endurvarpi Rás 42
Rás 85
Rás 86 Öfugur endurvarpi Rás 46
Rás 87
Rás 88 Öfugur endurvarpi Rás 44
Rás 89 Hilanders
Rás 90 Fjallamenn
Rás 91 Fjallamenn
Rás 92 Fjallamenn
Rás 93 Fjallamenn
Rás 94
Rás 95 Ferðaþjónusta Íslands
Rás 96
Rás 97
Rás 98
Rás 99
02.11.2005 at 22:22 #530624Þessi listi hefur ekkert með málið að gera, þar sem þú hefur ekki leyfi fyrir þessum rásum. Félagar í klúbbnum hafa aðgang að 3 endurvarps rásum og 4 eða 5 tíðnum til beinna samskipta. Auk þess fá allir rás 45. Beinu tíðnunum er skipt í tvennt með sítónum. Þetta gerir allt í allt 14 rásir. Með 16 rása stöð er ekki mikð pláss eftir ef rásum fjölgar í framtíðinni, ef menn vilja hafa allar rásirnar í minni, en þetta dugir eins og er.
Auk þessara rása hafa verið settar inn öfugar rásir fyrir endurvarpana, en þær eru ekki nauðsynlegar, raunar er það til bölvunar að hafa þær með í skanni.-Einar
02.11.2005 at 22:58 #530626Auðvitað kemur þessi listi málinu við, hann skiptir bara öllu máli
Það kannski kemur þér á óvart Einar en sumir eru færir um að meta sína eigin stöðu út frá þeim upplýsingum sem þeir fá eða afla sér…..
kv
Agnar
02.11.2005 at 23:17 #530628þótt þú fáir stöðina frá bretnlandi þá er ekki örugt að hún sé CE merkt.
Og sumir segja að amatör stöðvarnar séu ekki eins góðar fyrir 4×4 tíðnisviðið. Ég hef persónulega aldrey tekið eftir því, hef jafnvel heirt í mönnum þegar enginn annar gerir það (sem er svoldið pirrandi) og svo veit ég náttúrulega ekkert um það hvort að ég verð bjagaður undir einhverjum kringumstæðum.
Ég er amatör og er sjálfur að pæla í að kaupa mér venjulega stöð til að hafa í bílnum. Miklu minna vesen og pottþétt réttur sítónn og fleira.
02.11.2005 at 23:21 #530630Það hlýtur að skipta máli að vera með 88 og 86 inni. Ef einhver er að kalla á þig á 44 eða 46 þá heyrirðu ekki í honum á endurvarpa nema að hafa 88 eða 86. Án þessara rása eru rásir 44 eða 46 óþarfar.
Þú þarft 15 rásir til að hafa allt sem klúbburinn á.
02.11.2005 at 23:34 #530632Ok, þessi 16 rása stöð er þá kanski í lagi til að byrja með? ef ég skelli mér í klúbbinn og get þá sennilega látið prógramma tíðnirnar í stöðina, og svo fengið mér alvöru stöð seinna.
02.11.2005 at 23:38 #530634Þetta er misskilningur hjá stebba. Öfugu rásirnar eru til þess að menn geti talað saman á endurvarpsrás þar sem enginn endurvarpi er til staðar. Þetta getur verið til þæginda, en er tæplega bráðnauðsynlegt. Það er óæskilegt að menn noti endurvarpsrásir með þessum hætti, því það getur sóað rafmagni af rafhölðum þeirra, að óþörfu.
Og Agnar, ég var ekki svara fyrir það hvort 16 rásir séu nóg, fyrir mig persónulega duga þær ekki þó þær geti vel gert það fyrir aðra. Og þessi listi nær bara yfir hluta af þeim rásum sem hefur verið úthlutað. Ég er með slatta af rásum í minni hjá mér, sem eru ekki á þessum lista.
-Einar
02.11.2005 at 23:44 #530636Sé núna að Einar er búinn að leiðrétta þetta með öfugar endurvarpsrásir hjá Stebba.
Rétt hjá þér Einar með listann, hann er frá 2003.
kv
AB
02.11.2005 at 23:49 #530638Ég hef greinilega ekki gripið þessar öfugu rásir nógu vel þegar þetta var útskýrt fyrir mér. Ég stóð í þeirri meiningu að þegar væri kallað á 44 og það næði í endurvarpa þá endurvarpaði hann samstundis á 88. Ef hann endurvarpaði á 44 þá færi það ofaní kallið eða væri á eftir. En allir þeir sem væru í drægi stöðvarinar sem kallaði á 44 heyrðu á 44.
Takk fyrir leiðréttinguna
02.11.2005 at 23:49 #530640"Öfugu rásirnar eru til þess að menn geti talað saman á endurvarpsrás þar sem enginn endurvarpi er til staðar. Þetta getur verið til þæginda, en er tæplega bráðnauðsynlegt. Það er óæskilegt að menn noti endurvarpsrásir með þessum hætti, því það getur sóað rafmagni af rafhölðum þeirra, að óþörfu."
Nú fórstu alveg framúr mér með þetta eik. Ef að enginn endurvarpi er til staðar hvernig er þá hægt að sóa rafhlöðunum á þeim??????????
03.11.2005 at 00:10 #530642Sofðu á þessu Stebbi og athugaðu þetta í fyrramálið, ef þú hefur ekki skilið það þá hlýtur einhver að útskýra það fyrir þig.
kv. vals.
03.11.2005 at 00:15 #530644Hvernig er þessi stöð? Eik benti mér á þessa sem er seld í uk og kostar ekki nema 14þús kall úti. Væntanlega er þessi Yaesu stöð CE merkt og ekki þarf að hafa áhyggjur af því en er eitthvað vesen að prógramma þessu stöð?
kv, Ásgeir
03.11.2005 at 00:29 #530646Ásgeir, þú getur hlaðið niður [url=http://www.yaesu.com/indexVS.cfm?cmd=DisplayProducts&ProdCatID=106&encProdID=D8f1dyu1kYo%3D&DivisionID=65&isArchived=0:2gqtgmij]notenda handbókinni á pdf formi hér[/url:2gqtgmij]. (smella fyrst á "files") Svo er að komast yfir lista með tíðnum og tónum, eða nota stöðina til að skanna þessar upplýsingar.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.