Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF Handstöðvar eða CB
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.08.2003 at 12:58 #192812
Á dögunum var ég beðinn um að leiðbeina fjarskiptalausum jeppaeiganda um val á talstöð. Á ekki bara að sleppa CB-inu og fara strax í VHF?
Er vit í að kaupa VHF handstöð til að nota í staðinn fyrir CB. Hvað draga slíkar stöðvar ef þær eru notaðar inni í bíl án útiloftnets. Er nauðsynlegt að hafa útiloftnet fyrir þær
Ef þið hafið reynslu af svona stöðvum þá væri gaman að heyra af því.
Hjalti
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.08.2003 at 13:44 #475734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef einu sinni prófað svona handstöðvar í samskiptum milli bíla. Það var allt í lagi en ekkert meira en svo, þurfti helst að vera skýr sjónlína milli bílanna og fjarlægðin ekki of mikil, enda sendistyrkurinn margfalt minni en í bílstöðvunum. Við misstum alloft samband þó svo við værum á sömu leið, s.s. virkaði lítið betur en CB, en þó ekki verr. Myndi ekki treysta á þær sem öryggisbúnað.
Sleppa CB? Persónulega vil ég ekki vera án CB, enda vil ég geta ferðast með hverjum sem er, jafnvel þeim sem ekki eru forhertir jeppamenn og eru ekki tilbúnir að leggja 50 þús í talstöð þegar hægt er að fá fyrir svosem ríflega eina tankfyllingu stöð sem dugar til að kjafta á milli bíla í návígi. En VHF og jafnvel VHF handstöð getur alveg komið í staðin fyrir CB ef allir eru þannig búnir.
Kv – Skúli
20.08.2003 at 15:37 #475736En eitt langar mig að vita – hvernig er dreifingin á VHF endurvörpum í samanburði við NMT?
Kemst maður upp með að sleppa VHF stöð ef maður er með NMT í bílnum? A.m.k. ef maður er ekki alla daga ársins inn í djúpum dal?
Kv.
Einar
20.08.2003 at 15:59 #475738Það er mikill munur á eiginleikum síma annars vegar og á talstöðvum hins vegar.
Í stórum dráttum er munurinn þessi:
Símana notum við til að ná sambandi við tiltekið númer og aðeins einn aðili, sá sem hefur tiltekinn síma /númer, getur svarað og heyrt samtalið. Engir aðrir eiga að geta hlustað á samtalið eða lagt eitthvað til málanna.Talstölvarnar eru þess eðlis að margir geta heyrt þegar við notum þær, og allir þeir geta svarað sem eru að hlusta á rásina sem við erum að nota.
Að mínu mati kemur sími ekki í stað talstöðvar eða öfugt.
Kveðja
Hjalti
20.08.2003 at 20:41 #475740Sæll Skúli ég var til skamms tíma með CB stöð og leigði gjarnan VHF handstöð af klúbbnum. Mín reynsla er sú að CB stöðina notaði ég nánast ekkert vegna þess hvað margir eru með VHF og líka hvað hún dregur stutt og er óskýr. Hinsvegar dregur handstöðin ágætlega innan hóps en er ekki til stórræðanna ef holt ber á milli. Því held ég að langfarsælast sé að fara beint í fullorðins VHF því handstöðvarnar eru dýrar líka. CB dæmið kostar svo lítið að frekar er að bæta því við seinna ef mönnum finnst ástæða til. Í dag er ég eingöngu með fasta VHF stöð og kemst ágætlega af. Með kveðju Jón Ebbi.
21.08.2003 at 08:53 #475742Ég er með CB, VHF bílstöð og VHF handstöð og er notkunin hjá mér er þannig að ég nota CBið ekkert nema í algerri neyð og þá bara vegna þess að einhver ferðafélaginn er ekki ennþá búinn að fá sér VHF. Ég geri þónokkuð að því að lána handstöðina ef einhver er ekki með VHF í hópnum, en staðreyndin er sú að sá sem er ekki með VHF verður ósjálfrátt útundan og missir af öllum fjarskiptunum sem fram fara á VHFinu. Því það er víst þannig að ef þú hefur VHF þá notar þú ekki CBið, þar sem það er mjög leiðinlegt í notkun.
Það hefur virkað mjög vel að hafa fjarskipti milli föstu stöðvarinnar (25W) og handstöðvarinnar (5W) og er ekki hægt að líkja því við CBið sem virkar bara í kallfæri milli bíla. Ég myndi mæla með því að menn fengju sér fasta VHF stöð í bílinn og ef menn vilja eitthvað meira þá geta menn fengið sér handstöð, en mín reynsla er sú að það nennir enginn lengur að nota CB ef það hefur VHF.
Að lokum vil ég benda á að bæði kerfin virka bara í sjónlínu og þess vegna erum við að setja upp alla endurvarpana okkar. ATH. að það eru engir endurvarpar fyrir CB!
VHF hefur því margfalda kosti fram yfir CB, en ágætt er að hafa bæði ef menn hafa tök á því.
NMT og VHF eru tvö mismunandi kerfi með mismunandi virkni og koma ekki í staðinn fyrir hvort annað.Kv, ÓAG.
R-2170.
21.08.2003 at 12:04 #475744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála því Jón Ebbi að það er betra að fara beint í VHF bílstöð heldur en handstöð, nema kannski ef menn vilja geta gengið með stöðina líka (hef svosem ekki rekist á mikil not fyrir svona handstöð á mínum göngum vegna þess hvað þær draga stutt, allavega ekki sem öryggistæki). Eitt sem pirraði mig þegar ég var að prófa þessa handstöð og það var að hafa hana lausa í bílnum, stöðugt að reyna að koma henni einhvers staðar fyrir þar sem hún væri til friðs en væri jafnframt þannig staðsett að loftnetið næði að nema sendingu. Mér fannst þetta ekki hentugur búnaður, en auðvitað hægt að tengja þær (flestar allavega) við útiloftnet og mæk og þá ertu kominn með ágætis búnað til að kjafta milli bíla.
CB virkar líka ágætlega í nákvæmlega þessum tilgangi (þ.e. kjafta milli bíla í sömu röð) EF menn eru með gott loftnet og vel frá öllu gengið. En þar er sennilega oftast pottur brotinn og því hefur CB þetta orð á sér. Mjög fáir virðast hriða um að hafa þetta í lagi og bölva því svo hvað CB sé lélegur búnaður. Þekki þetta reyndar af eigin raun eftir að hafa reynt í lengri tíma að notast við hálfónýtt loftnet og upplifa muninn við að tengja stöðina við betra loftnet. Hér áður fyrr voru menn að kjafta langar leiðir með þessum stöðvun, en þá voru þeir líka að spá í hlutina og lögðu sig fram um að hafa allan búnað sem bestan. Þeir sem eru á lítt breyttum jeppa og nota hann í kannski 2-3 ferðir á fjölförnum hálendisleiðum að sumarlagi, en vilja geta kjaftað á milli bíla, þurfa að hafa einhvern ódýran kost. Þessu fólki myndi ég ráðleggja CB frekar en að plata það útí 50 þús króna fjárfestingu sem það hefur ekkert við að gera. Fyrir okkur sem erum í annars konar jeppamennsku er VHF mjög gott öryggistæki og þá bílstöð með 25W sendistyrk. Og í samanburði við annan kostnað er það bara brandari að bæta við sæmilegri CB stöð.
Þessar stöðvar uppfylla því mismunandi þarfir og misjafnt hvað hentar hverjum, en að því gefnu að við viljum koma í veg fyrir að einhverjir ferðafélagar verði sjálfkrafa útundan eins ÓAG nefnir, hvort er þá eðlilegra að gera þá kröfu að allir séu með VHF eða að allir séu með CB?
Kv – Skúli
21.08.2003 at 18:09 #475746Takk fyrir greinagóða skýringu Hjalti.
Ég var nú reyndar búinn að fatta muninn á talstöðvum og símum fyrir nokkru en líklega láðist mér að útskýra almennilega hvað það var sem mig langaði að vita.
Reyni aftur:
Segjum sem svo að ég sé með NMT síma og CB stöð í bílnum en ekki VHF stöð. Eins og fleiri þarf ég að forgangsraða á fjárhagsáætlun og er að spá hversu lengi maður kemst upp með að draga það að kaupa VHF stöð út frá þessum forsendum:Ef maður gefur sér að í sinni hreinustu og nauðsynlegustu mynd séu bæði tæki notuð til að kalla eftir hjálp. Nú átta ég mig á því að neyðarkall sem fer út á endurvarpakerfi getur t.d. náð til annarra bílstjóra sem eru nálægir og gætu þannig séð komið til hjálpar við minniáttar óhöpp og vesen, en ef við einblínum á að ná sambandi t.d. við Neyðarlínuna – hversu vel settur er maður þá án VHF stöðvarinnar en með NMT símann?
Mergurinn málsins er því, ímynda ég mér, hvernig dreifingin á VHF endurvörpum er í samanburði við NMT kerfið.
Við vitum að NMT kerfið nær ekki til allra staða, en býsna margra þó. Er það mat manna að með þessi not að leiðarljósi sé munurinn á dreifikerfunum það mikill að skilyrðislaust ætti að setja VHF stöð í bílinn líka eða er maður víðast hvar með NMT samband þar sem VHF skilyrði eru góð?
Vona að einhver geti lesið í gegnum þessa steypu…
Kv.
Einar
22.08.2003 at 10:24 #475748NMT kerfið er því miður ennþá með allt of marga "dauða staði" og er jafnvel hægt að ná með GSM síma þar sem NMT næst ekki. En með VHF nærðu alltaf í einhvern sem getur hringt fyrir þig í neyðarlínuna. Þetta eru tvö mismunandi tæki með mismunandi virkni og eru best að hafa bæði saman. TETRA var einmitt tilraun til að sameina þetta tvennt!
Kv, ÓAG.
R-2170.Dreifikerfi NMT:
http://www.siminn.is/control/index?pid=6132
Dreifikerfi GSM:
http://www.siminn.is/control/index?pid=6117
Endurvarpar VHF / uppröðun rása:
http://www.rsh.is/ (talstöðvar).
22.08.2003 at 10:27 #475750Ég fékk mér fyrst VHF og svo NMT handsíma sem næst á frekar fáum stöðum uppi á hálendinu. Fastur NMT með stóru loftneti er því ofarlega á óskalistanum. Mitt öryggistæki er því VHF stöðin.
Kv, ÓAG.
R-2170.
22.08.2003 at 12:11 #475752VHF kerfið sem Ferðaklúbburinn hefur yfir að ráða er orðið býsna öflugt og spannar nánast allt landið.
Fjarskiptanefndin og Siggi Harðar eiga heiður skilinn fyrir þetta frábæra framtak.Í báðum kerfum eru dauði svæði. Mín skoðun er sú að þessi kerfi koma hvorgugt í stað hins og maður kemst ekki
upp með að sleppa VHFinu ef maður vill vera með í leiknum.Ef þú hins vegar ert einungis að hugsa um VHF og NMT sem öryggistæki þá tel ég þessi kerfi styðja hvort annað, þ.e.
gott að hafa bæði. Í flestum tilfellum ætti hvort um sig að hafa næga útbreiðslu til að þjóna þessum þörfum.
Enginn getur heyrt í NMT ef ekki næst samband við endurvarpa en nálægir VHF notendur geta heyrt
neyðarkall þó ekki náist í endurvarpa.Mín skoðun er að eiginleikarnir séu svo mismunandi að bæði VHF og NMT eru nauðsynleg tæki fyrir jeppaferðamenn.
Hvað með UHF, Hafa einhverjir prófað það á milli bíla. ?
Getur UHF komið í stað CB ?
Þessar stöðvar eru sagðar draga ca. 3 kmkv Hjalti
22.08.2003 at 12:53 #475754Ef menn eru bara að spá í örygginu, þá er ekkert sem kemst með tærnar þar sem Irridium hefur hælana. Það er ekkert flóknara en það.
Kv.
Rúnar.
22.08.2003 at 15:07 #475756…takk fyrir góð svör.
kv.
Einar
22.08.2003 at 15:08 #475758
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nákvæmlega, gervihnattasímar eru náttúrulega ekki með dauða bletti og ættu alltaf að vera í sambandi. Þeir fullnægja því þessari þörf mun betur en aðrir kostir. Þess vegna spyr maður sig um framtíð NMT. Þeir Landssímamenn segjast ekkert vera á leiðinni að leggja það niður og skuldbundnir til að reka það í einhver ár í viðbót (til 2007 minnir mig). Gott og vel en þegar það er komin á markað önnur tækni sem sinnir þörfinni betur hlýtur að koma að því að áhuginn á gamla NMT kerfinu minnkar. Fyrst er þetta spurning um kostnað, gervihnattasímarnir eru dýrir og ennþá mun dýrara að hringja í Irridium en NMT. Um leið og þessi munur minnkar fara menn að skipta yfir, NMT kerfið hættir að verða eins arðbært fyrir Landssímann og þar með hverfur áhugi þeirra á að þjónusta það sem aftur verður til þess að fleiri skipta yfir. Þá má spyrja sig, hversu góð fjárfesting er í dag á nýjum NMT síma?
23.08.2003 at 16:33 #475760Ég er farinn að hafa áhyggjur af því hvað við SkúliH erum alltaf sammála! En það er auðvitað laukrétt sem hann bendir (óbeint) á, að það fer að vera spurning hvort fólk sem er ekki þegar með NMT á yfirleitt að vera að fjárfesta í þeim. Þessi tækni er ekkert þróuð lengur af framleiðendum símatækja, enda tiltölulega fáar þjóðir að nota það, það felst eiginlega í nafninu (Nordisk Mobil Telefon=NMT eins og við munum líklega flest). Það eru víst því miður flestir hættir að vera með gömlu millibylgjustöðvarnar ("GUFUNESSTÖÐVAR") sem voru ansi góðar, bæði langdrægar og ekki háðar neinu endurvarpakerfi eða slíku. Ég á mína reyndar ennþá, er með hana í bátnum, en fæ hana ekki viðurkennda þar sem bátastöð því CE – vottun var ekki komin til sögunnar þegar ég keypti hana á sínum tíma hjá Sigga H. Hef hana samt sem viðbótar öryggistæki (2311 khz), því VHF kerfið er með dauða bletti á sjó eins og á landi. En einn helsti galli CB stöðvanna finnst mér vera þessar erlendu truflanir, sem valda því stundum að þær eru því sem næst ónothæfar, jafnvel milli bíla sem eru að aka með 2 – 300 metra millibili. Því er það mín niðurstaða, að væri ég hvorki með VHF eða NMT í bílnum í dag, myndi ég láta nægja að fá mér VHF og sjá til hvort gerfihnattasímarnir fari ekki að lækka í verði, sem og notkunargjald þeirra. Það hlýtur að koma að því ef þeir ætla að koma þessu í almenna notkun.
kv.
Þorkell G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.