Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF EÐA CB EÐA BÆÐI ???
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2003 at 16:21 #192323
AnonymousHvort á ég að fá mér ? eða á ég að spreða í bæði ? eða er nægilegt að fá mér cb og fá mér vhf þegar bíllinn er orðinn fullorðinn og til í lengri ferðir ???
Kveðja Siggi
R-3133 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.03.2003 at 16:56 #470394
CB er ennþá grunn aðferðin til að tala milli bíla, og NMT skásta leiðin til að tala til byggða.
Til að ná til byggða þar sem NMT nær ekki (aðallega í þröngum dölum) þá er hægt að nota gervitunglasíma. Það á að vera hægt að hringja í 112 án þess að vera með áskrift.
VHF stöðvar eru seldar hér á okurverði og það kostar álíka mikið á ári að vera með skráða stöð, eins og fastagjaldið á NMT síma. VHF stöðvar eru seldar á c.a. þreföldu því verði sem þær kosta í USA meðan t.d. farsímar eru á svipuðu verði.
Tetra er dýrt og virkar sumsstaðar.
10.03.2003 at 17:26 #470396
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, CB er enn lágmarskbúnaður og NMT í raun einnig. VHF er enn heldur dýr talstöð þótt þær hafi lækkað mjög á undanförnum árum. Sennilega mun VHF þó taka yfir á endanum og þeim fer mjög fjölgandi í bílum. Verðið er um þessar mundir um 40 þús. með ísetningu (a.m.k. var Siggi Harðar að bjóða þær á þessu verði á tímabili – veit ekki hvort það tilboð stendur enn).
Gallinn við CB-ið er afar stutt drægni og mjög þreytandi hljóðskilyrði. Hún er nothæf meðan menn aka í halarófu, en hljóðskilyrði VHF eru mjög góð, nánast eins og að tala í heimilissíma.
Þó má hljóðskilyrði CB í mörgum tilvikum laga með stillingu og mælingu á rafeindaverkstæðum. Það eru allt of margir með þær illa stilltar og með ýmis atriði í ólagi sem unnt er að laga með mælingum.
Sértu hvorki með CB né NMT í bílnum myndi ég ráðleggja þér að vera tvort tveggja til að byrja með.
Hins vegar dregur VHF alveg ótrúlega langt við flest skilyrði. Þú getur auðveldlega lent í aðstæðum þar sem NMT er ekki ,,inni", hvað þá CB, en með skannanum, sem er innbyggt í VHF er nánast öruggt að þú nærð sambandi við einhvern, einhvers staðar.
Á ferðalögum er aðalatriðið að einvher í hópnum sé með VHF. Það þurfa ekki allir að vera með slíka stöð, en það er algjör lágmarkskrfa að slík stöð sé með í för. Af þessum ástæðum hef ég sjálfur ekki lagt mikla áherslu á að fá mér VHF vegna þess að ferðafélagar mínir eru með hana, sumir hverjir. En á endanum verður hún sett í bílinn, hvað svo sem frúin segir!
bv
10.03.2003 at 19:30 #470398Sælir.
Þessi umræða hefur verið tekin áður hér á spjallinu. Gaman væri að vita hvort eik hefur öðlast reynslu af notkun á VHF í jeppaferðum síðan þá, en mér er enn í fersku minni afstaða hans til þessa kerfis þá, þrátt fyrir að búa á þeim tíma ekki yfir slíkri reynslu!
Í mínum huga er þetta spurning um að menn eru að bera saman algerlega ólíka hluti (baunabyssu vs. haglabyssu). Ef nýliðar eru að spá í annan hvorn kostinn, þá mæli ég hiklaust með VHF nr. 1. Þetta er alvöru öryggistæki eftir alla þá uppbyggingu klúbbsins á VHF endurvarpakerfinu og enn er Eddi karlinn ekki af baki dottinn og er með enn frekari uppbyggingu í huga.
CB. er ágætt milli bíla sem ekki er langt á milli. VHF er enn betra á milli bíla, þar eru truflanalaus samskipti!
Ég get alveg tekið undir þá skoðun eik að betra væri að þessi búnaður kostaði minna, en það á bara við um svo margt annað. Ég vildi t.d. gjarnan sjá að bílar kostuðu það sama hér á landi og í USA. En kæri eik, að mæla með því að menn fari með lokaðan NMT síma á fjöll í trausti þess að hægt sé að nota hann til að ná í 112, það slær nú flest út í sparnaðarráðum sem ég hef heyrt um… Í guðs bænum höfum búnaðinn í lagi!
Ég er stórundrandi á því hvað það stendur í sumum að fá sér VHF. Í dag voru nokkur hundruð leitarmenn á Langjökli að leita að mönnum sem voru þar sambandslausir. VHF handtalstöð tekur lítið meira pláss í vasa en gamaldags GSM sími. Ef þeir menn hefðu haft vit á því að vera með svona stöð, þá hefði þessi uppákoma aldrei orðið.
Ég hvet hér með LÍV til að taka nú upp öflugan áróður innan sinna raða og hvetja menn til að koma sér upp VHF stöðvum. Hörmulegu dauðaslysi vélsleðamanns fyrir ca. tveimur árum hefði að öllum líkindum verið afstýrt ef hann hefði haft VHF stöð í vasanum.
Notum skynsemina og spörum á öðrum sviðum en í öryggismálum!
Ferðakveðja,
BÞV
10.03.2003 at 20:06 #470400Ég er búinn að fara í nokkrar ferðir bæði stuttar og langar og mér finnst alveg nauðsynlegt að menn séu með CB þá er hægt að fylgjast vel með hópnum og tala við hvaða bíl sem er.Það er ekki svo dýrt heldur, hitt getur svo komið með tímanum,nema lámark 1STK nmt sími í hvort sem stutta eða langar ferðir.
10.03.2003 at 20:12 #470402Sælir.
Ég játa að ég hef ekki kynnt mér verðin á VHF og CB í dag, en þegar þessi umræða var tekin fyrir u.þ.b. ári síðan, þá var tilboð til félagsmanna 39.900 VHF með loftneti komin í bílinn, en þá kostaði CB+loftnet+ísetning u.þ.b. 22-25.000.
Hlægilegur verðmunur á búnaði sem er algerlega ósambærilegur. Það má ekki gleyma því að VHF er enn betra en CB við ALLAR aðstæður, þ.á.m. í samskiptum milli bíla í sama ferðahópi.
Ferðakveðja,
BÞV
10.03.2003 at 20:39 #470404
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
YAESU VX-2000
40 rása – 25w sendistyrkur
Tíðnisvið : 146-174 MHz
Hröð sjálfleitun [scan]
Tengi fyrir handfrjálsan búnað
Tengi fyrir gagnasendingu
MIL-STD 810 Hernaðarstaðall
mjög lítil og nettstærð: [BxHxD] 160 x 40 x 105mm
verð 44.900 m/vsk
áður kr 52.2464×4 verð er 40.424
með 10% afslættiþetta er tilboð frá rsh sem er auglýst hér a´þessari síðu og þeir eru einnig með cb stöð á 9,980,- en þá er auðvitað eftir að kaupa loftnet of setja dótið í. 40,500,- er ekkert svo mikið þó að ég sé nú ekki ríkur
kveðja Siggi
R-3133
10.03.2003 at 20:44 #470406
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er víst meirihlutinn sem er með cb svo ég verð bara að punga út aurum fyrir þessum báðum stöðvum
en ætla fyrst að hækka elskuna
þakka frábær viðbrögð
Kveðja SiggiP.s. BÞV hún er ómótstæðilega falleg Pæjan þín mín fölnað í samanburði til hamingju.
10.03.2003 at 21:04 #470408Sælir
Nú eru 2 ár síðan ég henti CB stöðinni úr bílnum, og var ég þeirri stundu fegnastur, það er hægt að halda uppi samræðum við kóarann eftir það.
Nú er svo komið að hér í Vesturlandsdeild eru fæstir af þeim sem eru að ferðast með CB. Um leið og menn kynnast VHF þá sjá þeir hvað þetta tæki hefur mikið fram yfir CB.
Verðmunurinn er ekki eitthvað sem fólk sem er í þessari útgerð ætti ekki að ráða við. Þetta kostar nú svipað og eitt 38" dekk, en um leið og þetta er besta fjarskiptatækið sem við eigum völ á á milli bíla, þá er þetta einnig orðið öryggistæki með tilkomu endurvarpanna.
kv.
Eiríkur
10.03.2003 at 21:06 #470410Verðmunurinn er ekki eitthvað sem fólk sem er í þessari útgerð ætti ekki að setja fyrir sig.
Verðmunurinn er ekki eitthvað sem fólk sem er í þessari útgerð ætti að ráða við.
Svona er þetta þegar maður ætlar að skrifa tvær setningar í einu.
kv.
Eiríkur
10.03.2003 at 21:44 #470412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hæ ég skoða þettað spjall næstum því daglega og hef mikið gagn og gaman af þó ég sé ekki félagi,er bara á 31" búinn að eiga 2 alvöru jeppa áður.
þar sem menn eru að tala um VHF þá langar mér í slíka stöð (er með CB og NMT) finnst þær samt dýrar og mér skilst á mönnum hér á vefnum að ég eigi ekki að fá að kaupa VHF þar sem ég er ekki félagi OK þarf ég kannski að vera í 4X4 til að fara á fjöll ég kemmst ekkert í snjó á 31" enda er ég aðalega að þvælast þettað á sumrin þegar veðrið er gott (þeir ætlast kannski til að ég gangi bara heim í góða veðrinu)
10.03.2003 at 22:38 #470414Góða kvöldið
Þér er sko alveg frjálst að kaupa þér VHF talstöð hvar sem er en það er soldið svekkjandi að vera með þessa fínu talstöð en hafa ekki neinar rásir í henni sem aðrir eru að nota.
Ferðaklúbburinn hefur fengið þessar rásir sem jeppamenn og konur eru að nota úthlutað og staðið fyrir uppsetningu á endurvörpum víða um land og það kostar marga peninga að koma upp svona fjarskiptakerfi svo 3900 kallinn sem við félagar í 4×4 erum að borga er nú ekki mikið miðað við hvað við erum að fá í staðin.
Ég vil líka minna á það að rásir 4×4 eru fyrir bara fyrir félaga 4×4 svo þegar menn sem ekki eru félagar eru að auglýsa eftir stöðvum á vefnum eyga þeir ekki að fá 4×4 rásirnar með stöðinni.
Hlynur R2208
10.03.2003 at 22:42 #470416Mér finnst þetta snúast um það hvort ferðalög um hálendi Íslands eigi að vera aðgengileg sem flestum, eða fyrst og fremst fyrir þá sem hafa aðstöðu til að kaupa (eða láta fyrirtæki kaupa), tæki undir sig sem kosta frá 5 miljónum og uppúr. Fyrir þá síðarnefndu er verð VHF stöðva hégómi, og ekkert mál að henda gamla draslinu sem er ekki lengur í tísku.
VHF kerfið er lokað öðrum en félögum í 4×4, á maður kannske ekkert að vera taka slíka með sér í ferðir?
Það væri líka gaman að fá uppgefið hver heildarkostnaður klúbbsins af VHF endurvörpum sé orðinn, og hver áætlaður rekstarkostnaður kerfisins sé. Ennfremur hvaða áætlanir hafi legið til grundvallar þegar farið var af stað í ævintírið og hvenær og hvernig félagsmenn voru spurðir álits á fjárútlátunum.
Svo er það dæmigert fyrir Björn Þorra að lesa ekki pistlana sem hann snýr útúr. Ábending mín að hægt væri að hringja í 112 án áskriftar átti við gervitunglasímana, notkunar gjöld eru mjög há þar. Notkun NMT síma er hinsvegar mjög ódýr.
-Einar
10.03.2003 at 23:20 #470418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einar – stillum oss!
Mér datt hið sama í hug og þér – að Þorri hlyti að vera eitthvað vanstilltur. Það er undarlegt – maðurinn kominn á splunkunýjan bíl.
Hvað um það – vil leiðrétta örlítinn misskilning Einar, kerfið er að sjálfsögðu ekki lokað einum eða neinum.
bv
10.03.2003 at 23:30 #470420Blessaður eik.
Auðvitað eiga ferðalög um hálendi Íslands að vera aðgengileg sem flestum, hvort sem þeir hafa aðstöðu til að kaupa sér bíl eða láta aðra kaupa fyrir sig bíl (skildi nú ekki alveg þessa pælingu hjá þér, en hvað um það). Það hefur enginn talað um tísku í þessum fjarskiptamálum nema þú, enda leit ég svo á að verið væri að reyna að svara á málefnanlegan hátt fyrirspurn frá manni sem er að velta fyrir sér að kaupa sé talstöð eða talstöðvar í bílinn sinn.
Auðvitað er VHF kerfi félagsins fyrir félagsmenn. Er það nú allt í einu einhver frétt? Er ekki bíllinn þinn eingöngu fyrir þig? Geta aðrir kannski gengið að því sem vísu að þeir geti notað hann? Hver hefur haldið því fram að það eigi ekki að taka aðra en félagsmenn með sér í ferðir? Og svo talar þú um að ég snúi út úr!
Auðvitað sníður sér hver stakk eftir vexti, það er ekkert nýtt. Ég hef bæði nú og áður bent mönnum á ótvíræða kosti VHF kerfisins umfram CBið, sem ég tel á engan hátt sambærilegt þar sem gæði, möguleikar og öryggi VHF er bara á allt öðrum standard en CB.
Hver heildarkostnaður klúbbsins af VHF kerfinu er þekki ég ekki nákvæmlega, en ég get upplýst þig um að aðalfundir og félagsfundir í klúbbnum á sl. árum hafa ákveðið uppbyggingu og fjármögnun þessa kerfis. Þær ákvarðanir hafa verið teknar á lýðræðislegan og málefnanlegan hátt eftir því sem ég best veit og almennt ríkt samstaða um þau mál. Ég tek undir það með þér, að uppbygging kerfisins hefur verið ævintýri líkust og ótrúlegt hve mikil dekkun er í endurvarpakerfinu nú þegar.
Hvað heldurðu að það hefði mátt kaupa margar VHF stöðvar, setja upp marga VHF endurvarpa og borga mörg árgjöld af VHF fyrir þann kostnað sem hlaust af leitinni á Langjökli í gær, nótt og í dag, þar sem hundruð manna á tugum björgunartækja leituðu að mönnum sem ekki gátu látið vita af sér? Heldurðu að það hefði ekki verið gáfulegra að vera með netta VHF stöð í vasanum og geta kallað í félagana um leið og menn urðu viðskila?
Ég þekki engann sem hefur verið jafn ötull niðurrifs talsmaður VHF kerfisins, sbr. þennan pistil þinn nú og einnig þegar við skiptumst á skoðunum um þetta í fyrra. Ég virði að sjálfsögðu skoðanir þínar þótt rangar séu. Ég spyr þig samt aftur: "Hefurðu aflað þér reynslu af notkun VHF í jeppaferðum nú?"
Með jákvæðum ferðakveðjum öllum til handa,
BÞV
Es. Þú kannski setur inn svona "link" í svarið þitt, þannig að menn geti skoðað það sem okkur fór á milli í fyrra, ég kann það því miður ekki.
10.03.2003 at 23:42 #470422
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er náttúrlega fyrir neðan allar hellur þessar umræður piltar! Menn eru að tala um bíl sem ,,dömu" og ,,pæju" og ég veit ekki hvað! ¨Kommon!
10.03.2003 at 23:52 #470424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Auk þess finnst mér Björn Þorri í meira lagi afskaplega óstilltur maður! Umræða sem þessi svarar akkúrat engum tilgangi!! Tómt bull og kjaftæði!!!
Langbestu kveðjur,
Bolli
11.03.2003 at 08:54 #470426Ég er nú alveg sammála honum Birni Þorra um þessi VHF mál, það er einhver annar en hann vanstilltur og óskýr eins og cb og ég vona innilega að BÞV hafi ekki verið að troða cb í nýja bílinn. Eftir haustferðina hjá okkur í Suðurnesjadeildinni, þar sem 2 eða 3 bílar voru ekki með VHF var cb rifið úr og fer vonandi aldrei í bílinn aftur(því líkt drasl) fyrsti og síðasti bíll gátu ekki talað saman nema með VHF. Það eru allir mínir félagar með VHF. Kveðja Heiðar
11.03.2003 at 08:54 #470428Í hreinskilni sagt, félagar, verum nú sanngjarnir hver í annars garð. Þótt menn öfundi fasteignasalann af nýja bílnum, þá þarf nú ekki að mótmæla öllu sem hann segir á þeim forsendum! – Ég sé nú enga ástæðu til að verða spældur út af því sem BÞV hefur látið frá sér fara hér ofar á þræðinum í sambandi við félagsmál og fjarskiptamál. Bottom line is: 1. Hver sem er getur fengið sér VHF stöð. Hinsvegar eru sérrásir 4×4 bara fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld í klúbbnum og þar með tekið þátt í kostnaði við uppsetningu kerfisins. 2. ALLIR geta t.d. notað neyðarrásina (rás 16) ef þeir lenda í ógöngum, menn verða bara að hafa í huga að þetta er alþjóðleg NEYÐARRÁS og og má BARA nota sem slíka. 3. VHF er nánast eina nothæfa kerfið nú um stundir, sem hægt er að segja að sé til reiðu fyrir allan almenning. Inmarsat og annað í þeim dúr er nánast "uden rækkevidde" fyrir venjulegt fólk vegna kostnaðar. Gömlu, þungu og fyrirferðarmiklu millibylgjustöðvarnar, sem ég og fleiri af "gömlu mönnunum" vorum með í bílunum okkar, eru ekki þjónustaðar lengur af Gufunes-radío og koma því ekki lengur að gagni, auk þess sem þær gátu tæplega talist kostur á vélsleðum vegna fyrirferðar og straumnotkunar. —
Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt varðandi mennina, sem lentu í óveðrinu á Langjökli í gær, þeir hefðu verið til muna betur settir með VHF-stöðvar. Hinsvegar verður að undirstrika í því sambandi, bæði hvað varðar sleða- og jeppafólk, að það getur ekkert tæki komið í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi. Lágmarkið í þeim efnum er að hlusta á veðurfregnir og læra að leggja mat á veðurútlit út frá fáanlegum upplýsingum sem eru nú orðið býsna margar og góðar.
11.03.2003 at 12:27 #470430Ég varð þeirri stund fegnust þegar VHF stöðin kom í bílinn og CBinu var hent út. Og það er hárrétt að þessu er alls ekki hægt að líkja saman. Ég hef talað við félaga mína sem staddir voru á Langjökli á meðan ég var uppi á Vatnajökli, og allt heyrðist skýrt og greinilega. Reyndar höldum við loftnetinu vegna CB og getum þvi sett stöðina í bílinn ef þörf krefur…en sú þörf hefur ekki verið til staðar lengi. Allir ferðafélagarnir eru með VHF stöð í dag og hafa verið með það lengi….þótt við ökum ekki á bílum sem kosta 5 millj. kr. og yfir…eins og sumum finnst eitthvað svo hræðilegt… (skildi ekki alveg þann punkt..hvað tengist það VHF-stöð???)
Það er ekkert annað en bölvuð ókurteisi að svara spyrjendum með ómálefnalegum svörum þar sem fram koma sleggjudómar og aðrir fúlir dómar. Reynum að svara fólki á almennilegan hátt.
11.03.2003 at 14:21 #470432
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einkennilega heit umræða og hasar útaf litlu. Hvað hafa menn verið að segja hérna:
Ef ég er að skilja athugasemdir Eik rétt er hann að tala um að:
– VHF stöðvarnar séu dýrar hér á landi miðað við erlendis og svo bætist við gjald til Fjarskiptaeftirlitsins. Þetta sé eitthvað sem þeir sem vilja takmarka peningana í sportið horfa í (þannig skil ég punktinn með 5. millj. króna bílana, sá sem keyrir á 5. millj króna jeppa þarf að bæta við 1% af kaupverði í VHF stöð en sá sem er á 500 þús króna bíl þarf að bæta við 10% sem vegur þyngra, ekkert flókið við það).
– Margir ferðast með fólki úr mismunandi áttum, sem ekki eru endilega félagar í 4×4. Þá gagnast ekki að vera með VHF til samskipta milli bíla þar sem utanfélagsmenn mega ekki vera með okkar rásir stilltar inn. Í CB hafa allir sömu rásir óháð því í hvaða áhugafélögum menn eru.Þetta eru neikvæðir punktar við VHF og þessi síðari gerir það að verkum að ég lít svo á að CB stöðin sé áfram nauðsynleg þó ég hafi fjárfest í VHF. Það dregur úr notagildi VHF kerfis 4×4 fyrir mig að það sé lokað öðrum en félagsmönnum þó ég skilji vel röksemdina, þeir njóta sem borga.
Svo eru jákvæðu punktarnir við VHF sem ég hef ekki séð neinn efast um:
– Ólíkt betri hljómgæði, skýrari og lausar við surg og truflanir sem geta oft er í CB
– Margfalt meiri langdrægni, fremsti bíll er ekki að missa samband við þann aftasta eins og stundum er þegar bílaraðirnar eru orðnar langar.
– Endurvarparnir gera þetta að góðu öryggistæki (fyrir okkur félagsmenn) sem CB getur aldrei orðið.Fyrri atriðin tvö er þó hægt að laga töluvert með því að hafa gott loftnet, vanda ísetningu og láta fagmenn fara yfir hlutina.
Þetta sýnist mér vera kjarninn í því sem menn eru að segja hérna (þegar búið er að slípa burtu merkingalaus stóryrði) og get ég ekki annað en verið sammála öllum megin atriðunum. Allt hefur kosti og galla og bara gott mál að mönnum sé bent á vankantana líka. Ekki þar með sagt að menn eigi ekki að kaupa sér VHF stöð.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.