FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

VHF – CB

by Jón Snæbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › VHF – CB

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 23 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.10.2001 at 08:36 #191174
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member

    Það er sláandi hvað fáir eru með VHF stöðvar miðað við CB samkvæmt könnun sem verið er að gera hér á heimasíðu f4x4, getur félagið „okkar“ á nokkurn hátt hjálpa eða komið á enn betri samningum en nú er til að sem flestir geti komið sér upp VHF (er sjálfur ekki með VHF), það er búið að eyða mikilli vinnu og nokkru af peningum í ýmiskonar búnað varðandi VHF.
    Salutations
    Jon
    ps: eru kanski þeir sem eru með VHF i dag akkúrat þeir einu sem eru að ferðast að ráði ??? kanski

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 10.10.2001 at 03:52 #457468
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Reyndar segir könnunin ekkert um það hvað margir eru með VHF, aðeins hvað menn nota mest milli bíla.

    Það er nú svo að CB-ið er ennþá heppilegasta kerfið milli bíla því til að nota VHF-ið verða að sjálf sögðu allir að hafa það og hópurinn helst að eiga sér rás til að vera í friði með blaðrið. Maður sendir tæpast allt ferðarausið í sér út á opnar rásir 4×4.





    10.10.2001 at 23:07 #457470
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Ég er sammála Ringo um að könnunn tekur ekki beint á fjölda þeirra sem eru með VHF, en ég er algerlega ósammála því að CB sé ennþá hentugasta tækið milli bíla.

    Ég og mínir ferðafélagar hafa upplifað tómt klúður og klandur við notkun á CB, einfaldlega vegna þess að þú þarft helst að vera í sjónfæri til að það virki, menn eru oft með squelchinn hátt stilltann vegna endalausra truflana á rásunum, þannig að oft er einhver félaganna "dottinn út" um leið og meira en nokkrir tugir metra skilja að. Þetta hefur oft valdið meiriháttar áhyggjum og töfum í ferðamennskunni, enda hentar ekki öllum að ferðast alltaf í sjónfæri við alla ferðafélagana.

    VHF kerfið er það besta sem ég hef kynnst milli bíla, enda eru rásirnar truflanalausar og mun langdrægari en CBið. CB sleppur vissulega alveg fyrir þá sem nenna að aka í halarófu og helst aldrei með meira en 50 metra á milli bíla, en þar sleppir líka öryggi þess kerfis. VHF rásirnar okkar eru að virka alveg ótrúlega vel, bæði beinu rásirnar og endurvarparásirnar. Vissulega getur verið varhugavert að baktala menn á VHF eða að viðhafa annað ósæmilegt orðbragð sem ekki má fréttast, en það út af fyrir sig lýsir miklu fremur styrk þess kerfis fremur en ókostum.

    Venjulegt ferðaraus er eitthvað sem menn eiga ekkert að skammast sín fyrir, enda eiga menn ekki að þurfa að vera að þvælast hver fyrir öðrum með allar þær beinu samtalsrásir sem klúbburinn hefur yfir að ráða.

    Ég segi fyrir mig; ég kveiki helst ekki á CB nema að ég nauðsynlega þurfi, sem vissulega gerist þegar einhver ferðafélaganna er ekki með VHF.

    Gaman væri að heyra í fleirum um þetta mál, sérstaklega þeim sem hafa kynnst báðum þessum kerfum.

    Með ferðakveðju,

    BÞV





    11.10.2001 at 08:35 #457472
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    Ég get alveg tekið undir orðin hér að ofan varðandi VHF, en það eru allt of margir ennþá sem ekki hafa VHF, sennilega er það kostnaðurinn sem stoppar flesta af en ekki "argumentið" eða mismunandi notagildi á milli þessara tveggja ólíkra stöðva. Annars var ég til fjalla "hinn" daginn og þá vorum við með litlar "vhf" handstöðvar og komu þær mjög vel út mun betur t.d. á milli bíla heldur en CB.
    Salutations
    Js





    11.10.2001 at 15:31 #457474
    Profile photo of Eiríkur Þór Eiríksson
    Eiríkur Þór Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 354

    Ég er nú alveg sammála Birni Þorra um kosti VHF fram yfir CB.

    CB stöðin mín er að minnsta kosti kominn upp í skáp í bílskúrnum og er ekki á leiðinni þaðan.

    Ég er hins vegar ekki sammála þeirri skoðun að VHF sé dýr kostur. Þetta er fyrst og fremst öryggistæki og miðað við allan þann kostnað sem menn eru að leggja í breytingar á bílum þá er VHF stöð fyrir c.a. 50. þús. komin í bílinn ekki mikið.

    Uppsetning á endurvörpum fyrir VHF held ég að sé eitt mesta framfaramál sem klúbburinn hefur staðið fyrir og vonandi sjáum við fram á ennþá fleiri á komandi árum.

    ég skipti
    Eiríkur
    E-1362





    11.10.2001 at 21:23 #457476
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Er Tetra-kerfið ekkert sem er raunhæft í þessari umræðu ??

    Ég er nú svo vitlaus að vera frekar nýjungagjarn og ég féll fyrir söluræðunni á þessu, en ég á reyndar eftir að heyra ‘raunverulegur’ sögur af því – þ.e. ef einhver hefur eitthvað prófað þetta af viti.
    Tetra stöðvar eru vissulega dýrar (ca. helmingi dýrari en VHF held ég), en það á nú væntanlega eftir að breytast fljótlega ef notkun eykst.





    16.10.2001 at 09:22 #457478
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það er ekkert tímagjald í VHF kerfinu en er hinsvegar í
    TETRA kerfinu. þar að auki nýtist tetra aðeins ef ALLIR
    í hópnum eru með tetra stöð





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.